Þjóðólfur - 09.05.1902, Page 3

Þjóðólfur - 09.05.1902, Page 3
75 •dylgjum þessum er mér með öllu óljóst, hvernig sem eg rannsaka framferði mitt, og íhuga réttarrannsóknirnar, nema ef það kynni að vera sá framburður Guðjóns, sem eg hef ekki þvertekið fyrir, að eg hafi stöku sinnum slegið í hann fyriróþægð ogóknytti. Og sé það þetta, sem sýslumaður með dylgj- um sínum á við, þá er það það atriði, sem eg skammast mín aldrei fyrir, hvorki fyrir guði né mönnum, þar sem eg er mér þess með vitandi, að það var jafnan í góðum til- gangi gert, og eg var sannfærður um, að það — og ekkert annað — var refsing, sem átti við, eptir ástandi drengsins að dæma, en sem sýslum. í byrjuninni vildi eigi trúa mér til, enda þótt hann nó muni kominn að raun um, að hefði verið það bezta, bæði fyrir sjálfan hann og aðra. En byggist dylgjur sýslu- manns eigi á þessu, þá verð eg að skoða þær sem staðlausar dylgjur; en sem komn- ar frá slíkum manni geta orðið undirrót nýrra óhróðurssagna um mig og sém sýslu- maður svo í næstu númerum blaðanna verð- ur að lýsa ósannindi og útbreiðslumenn þeirra óvandaða menn. Að eg hafi borið það fram, að sýslumaður hafi þröngvað sannfæringu lítilsigldra kjós- enda sinna eru ósannindi í grein sýslumanns- ins, enda myndu mig hafa brostið gögn til þess að sanna það. Pað gefur að skilja, að þeir, sem hann kynni að hafa þröngvað myndu vart hafa farið að koma fram og segja: „Hann þröngvaði mér“. En hitt má sýslu- manni sjálfum, eigi síður en mér og öðrum, vera Ijóst, hverir og hvernig menn hafa fylgt honum að málum. Minnast hefði hann mátt þess, er hann var um þetta að rita, hvernig hann kom fram gagnvart mér á Ásaþingi 1899, þar sem hann ámælti mér harðlega og opinberlega út af atriðum, sem alls ekki náðu til hans, sem yfirv., meira að segja, atriðum í lífi mínu, sem hlotið hafa viðurkenningu margra góðra manna: kennslu minni og lækningatilraunum. En þá mun honum þegar hafa verið orðið það ljóst, að hverju eg hallaðist í pólitíkinni, að því leyti sem eg gaf mig við henni, að eg fremur var heimastjórnar- en Hafnarstjórnarmaður. Og slík framkoma sýslum. gagnvart pólitískum andstæðing sínum — að eg ekki tali um ef hann hefði borið sigur úr býtum í viðskipt- um okkar í vetur — hefði óefað hlotið að færa mörgum lítilsigldum kjósanda heim sann- inn um það, að betra væri að gera ekki yfir- valdinu á móti. Að eg hafi ekki getað útveg- að mági mínum séra Eggert Pálssyni atkv. úr Þykkvabænum við síðustu kosningar, játa eg satt að vera, því bæði var það að eg lagði mig harla lítið í framkróka til þess, þar sem eg áleit að málstaðurinn mælti bezt með sér sjálfur, enda myndi mig hafa brostið tæki til að þröngva sannfæringu nokkurra kjós- enda. En reka hefði sýslumanninn mátt minni til þess, að úr Þykkvabænum mættu þó ekki nema 13—14 til þess að kjósa hann, at framt að því 30 atkvæðisbærum kjósend- um. Að eg með grein minni hafi á nokkurn hátt „skorið upp á“ fyrir Þórð hreppstjóra í Hala er alls ekki rétt skilið, þótt það sé gef- ið í skyn í grein sýslumannsins. Sá plástur hans: „Þórður í Hala þarf líka að komast að“, er því með öllu óþarfur, Alla þá tíð sem eg hef þekkt Þórð í Hala, hef eg þekkt hann, sem góðan og ráðvandan dreng, sem ekki hefur viljað vamm sitt vita. En hitt verð eg að játa ásamt mörgum fleirum, að Þórð- ur muni ekki hafa grætt á hinu nána sam- bandi sfnu við sýslumann, enda virðast ýms orð hans, útlit og andvörp bera vott um það, að svo finnist honum sjálfum í hjarta sínu. Þar sem sýslumaður gizkar á það, að grein mín sé að meira eður minna leyti innblásin af séra Eggert Pálssyni, þá er það staðlaus getsökun, því þó sýslum. máske — með tilliti til sín — hafi þótt grein mín ofvel rituð, þá má hann vita það, að eg er pennafær maður og getur hann fengið margra manna vitnis- burð um það, og þar á' meðal samþingis- manns síns, að minnsta kosti svo pennafær, að eg get ritað sögu slíks máls, sem hér er um að ræða, og sem eg þekki jafn nákvæm- Jega. En að öðru leyti hvað snertir hnútur þær, sem séra Eggert fær í grein sýslumanns, þá veit eg að klerkur er maður móti að taka. En það er spursmál, sem eg skal ekki leysa úr, hvort séra Eggert álítur sýslumann svara- verðan, þó að eg fyrir mitt leyti og eptir mín- um ástæðum álfti hann það. p. t. Núpi 2i. npfíl 1902. N. Þórðarson. frá Unhól. Árnessýslu sunnanverðri 30. apríl. Nú er veðurátta farin að batna til muna og vonum við, að það hajdist; hey eru sögð nægileg og fyrningar munu verða víða. 2 kaupskip eru nýkomin til Lefoliisverzlunar á Eyrarbakka, svo er og komið 1 skip til Ólafs Árnasonar á Stokkseyri og von á öðru bráðlega ; hafa verzlanir þessa.r því alls nægt- ir. Það er hið mesta mein fyrir sjóplássin hér, hvað lítið fiskast á vertíðinni, sem hlýt- ur að leiða til þess, að skuldir hækki; er slíkt voði fyrir alla góða og frjálsa verzlun. Fátt ber hér til almennra tíðinda að kosn- ingabrallinu fráskildu, svo markvert sé. — Goodtemplarafélagið á Eyrarbakka bauð öll- um sýslunefndarmönnunum o. fl. til fundar, sem þeir héldu í því skyni, að ræða um að- flutningsbann á áfengi — að eins tveir úr sýslunefndinni tóku til máls og hnigu ræður þeirra að því, að frelsisskerðing væri í slíku banni o. fl. Séra Ólafur í Arnarbæli and- mælti þessu harðlega; þess skal getið, að hann hélt alllanga innleiðsluræðu, hreint ekki lausa við öfgar í garð sjómanna á þilskip- um o. fl. Þá tóku ýmsir til máls misvel og mislengi; flestar hnigu ræðurnar að því, að vart mundi kominn tími til þessa banns enn þá, og mesti vandi að sjá, á hvað ætti að leggja nýja tolla; síðasta alþingi hefði bezt sýnt það. Það er almennt álitið, að Sig. búfræð. Sigurðsson hafi sýnt ljósust og bezt rök fyrir máli sínu á fundinum í þessu efni. Eg nefndi kosningabrall áðan og nota því tækiíærið til að minnast lítið eitt á það. Varla get eg sagt, að nokkur friður sé hjá þeim mönnum, sem kosningarrétt hafa hér í sýslu fyrir undirróðri þingmannaefnanna nýju (séra Ólafs í Arnarbæli og Eggerts) eða agentum þeirra. — Óðara en komið er sam- an á uppboði, við barnaskírnir, greptranir, við messulok o. fl., er strax hlaupið í óvissa kjósendur, og þeir spurðir, hvern eða hverja sá og sá ætli að kjósa í vor. — Ef kjósandi segist helzt hafa hugsað um að kjósa þá H. og P., þá fer nú gamanið að grána; hann fær þá optast fljótt svarið á þá leið, að það geti elcki kornið til nokkurra mála, nú verði séra Ólafur að komast á þing — með þv( að séra M. sé ófáanlegur — og Eggert öðr- um þræði, með tilhlýðilegúm lestri um ágæti þessara kandídata, en níði um hina, eins og lög gera ráð fyrir. — Þessi blekkingariðja er auðvitað heldur að ágerast, og niður við sjóinn víða, einkum ( kringum Stokkseyri, þar verðurfastast að gengið, enda koma þang- að allmargir til vörufanga, einkum eptir að félagsskip eru komin; upp til sveita hlýtur róðurinn — svo þokkalegur sem hann er — að ná l(ka. — Þetta er nú til svona, og það- an af verra; vitanlega verður farið að spyrna við ýmsum óþokkabrögðum, sem upp kom- ast.— í fyrra var hér dúnalogn hjá því sem nú er nýbyrjað, og líklegt er, að haldið verði áfram. Áreiðanlegt er, að sumir (þeir eru ekki margir) af embættismönnum sýslunnar gera sér gott af, að vaða í síli þessu; vit- anlegt er nú líka, að ýmsir þeirra hafa ver- ið með ómerkilegan launróður síðan um kosningar í fyrra, og eru ráð þeirra óðum að komast upp. Síðar við tækifæri skulu nöfn þeirra dregin í birtuna og ekki hlífst við að segja sannleikann. -- Það er, sem betur fer, sú bót í máli, að mesti fjöldi kjósenda lætur ekki flekast, hvorki til undirskripta eða loforða, heldur halda sér við þá þekkingu, sem hverjum góð- um dreng sómir, og það er að halda sér við þau kynni, sem þeir afla sér sjálfir á mönnum og málefnum. S/óni. úr sveit. 1 barndóml virðist hann vera farinn að ganga ábyrgð- armaður Hafnarstjórnarmálgagnsins hér í bænum, sbr. kosningagrein hans ( síðasta blaði og ráðgjafavonir Valtýs. Hvorttveggja botnlaust rugl. Þriðja spekin í því blaði er sú, að Alberti íslandsráðgjafi verði að sam- þykkja bankafrumvarp síðasta þings nú fyrir aukaþingið, ef hann vilji vera hlýðinn þing- ræðisreglum(H). Mæla börn sem vilja. En sannleikurinn er sá, að ráðgjafinn þarf ekki að samþykkja frumvarp þetta fyr en undir þing 1903, og hlíta samt þingræðisreglum. Þess vegna þótti Þjóðólfi það undarlegt, ef ráðgjafinn flýtti sér svo ákafiega að smella staðfestingu á frumvarpið, áður en hið ný- kosna alping nú í sumar kemut saman, og þá er þrenn frumvörp um eflingu landsbank- ans eru komin til ráðaneytisins. Ráðherra vor sýndi einmitt, að hann vildi taka tillit lil óska þjóðarinnar ogfulltrúa hennaráhinu nýja aukaþingi, ef hann frestaði samþykkt frumvarpsins fram yfir þinglok nú, til að heyra álit hins nýkosna þings um málið, sem hann veit, að hefur verið gert að svo afarmiklu kappsmáli. Og það má sjálfsagt ganga að því vísu, að hann hrapar ekki að staðfestingunni, hvað sem ísafold segir og hversu heitt, sem hún þráir, að ráðgjafinn lögfestl Warburgsbankann nú þegar. Hún er hvort sem er orðin úrkulavonar um, að eptir betra sé að bíða fyrir þá Warburg. En hinar rammskökku og naglalegu hugmyndir blaðsins um skerðing þingræðisins við frest- un staðfestingarinnar, þurfa lesendur blaðs- ins ekki að undrast. Þeir eru orðnir svo þaúlvanir vitleysunum þar, að þeir mundu verða blátt áfram hissa á pvi, og veita því alvarlega eptirtekt, ef þær yrðu harla fágæt- ar. En meðan sá gamli situr við stýrið, geta lesendurnir rólegir treyst því, að hann sér um að í blaði hans sé jafnan nægilegt efni fyrir gárungana, til að gera gys að og hlæja að, allt á kostnað ábyrgðarmannsins. Og svo er blaðið lesið miklu meira fyrir bragðið. Vitleysurnar verða hreint og beint sama sem bezta vörugylling (reclame) fyrir forvitna les- endur. Mannalát. Hinn 29. f. m. andaðist að Hrepphólum í Ytrihrepp prestsekkjan Guðtún Pdlsdóttit systir séra Olafs heitins Pálssonar dóm- kirkjuprests, er síðast var prestur að Mel- stað. Hún var nálega 85 ára að aldri, fædd í Ásum í Skaptártungu n. júní 1817. Þá er hún var á 7. ári, drukknaði faðir henn- ar á Mýrdalssandi með Þórarni Öefjord sýslumanni 14. sept. 1823, ólst hún síðan upp í Eyvindarhólum hjá föðurföður sínum séra Ólafi Pálssyni, unz hún giptist 1835 séra Jóni Eiríkssyni (Sveinssonar prófasts 1 Hraun- gerði) er þá var aðstoðarprestur í Meðal- landsþingum, en fékk Stórólfshvolsþing 1839, og fluttu þau hjón að Forsætií Land- eyjuni vorið 1840, en síðan að Stórólfshvoli, og þaðan vorið 1860 að Stóranúpi. Mann sinn missti hún 1887, og dvaldi eptir það til dauðadags hjá syni sínum Sigurði bónda í Hrepphólum. Börn þeirra hjóna voru alls 15, og komust 8 þeirra á fullorðins- aldur, meðal þeirra var séra Páll í Hest- þingum, er dó ungur 1875, Helga móðir séra Jóns heit. Stefánssonar á Lundar- brekku og Kristín móðir Jóns Ófeigsson- ar stud. mag. f Kaupm.höfn. — Guðrún heit. vai gáfuð kona, fróð og minnug, og yfirhöfuð merkiskona, sem hún átti kyn til. I nóv. f. á. andaðist 1 Hrepphólum son- ardóttir Guðrúnar heit. Guðrún Eiriksdótt- ir 28 ára gömul, mesta efnisstúlka; hafði verið við nám á Ytrievjarskóla 3 vetur, en veiktist þar af lungnatæringu, og fluttist þá suður að Hrepphólum til föðurbróður s(ns. ____________ Gnfubáturinn ,Reykjnvík‘ (kapt. Vaardahl) kom hingað frá Noregi í fyrradag snemma. Sáttanefnilarinaður kosinn hér 1 bænum 3. þ. m. Jón Magn- ússon landritari. Veðuráttufar í Rvík í apríl 1902. Meðalhiti á hádegi. + 4.7 C. —„— „ nóttu . +- 0.4 „ Mestur hiti „ hádegi. + 10 „ (h.21.—26.). —„— kuldi „ —„— . 10 „ (h. 2.). Mestur hiti „ nóttu . + 6 „ (h. 25., 27.). —„— kuldi „ „ . +- 13 „ (aðfn. h. 2.). Hefur verið við norðanátt, opt hvass til djúpa, mest allan mánuðinn, þar til síðari part, að hann fór að ganga til landsunn- anáttar við og við og hlýna, opt með regn- skúrum; gengur svo aptur til hááttar (norð- an) en ekki hvass hér innfjarðar. +5 J: Jónassen. Seldur óskilafénaður í Grindavíkurhreppi liaustið 15)01. 1. Svarthölsótt ær 1 v., m.: stýft á hálft af fr. gat biti apt. h., stýft v. 2. Hvítkollótt gimbrarlamb, m.t sneiðr. fr. h., sneiðr. fr. biti apt. v. 3. Mórautt gimbrarlamb, m.: blaðst. fr. stig apt. h., hálftaf apt. v. I febrúarmánuði 1902: Jörp hryssa 2 vetra, m.: blaðst. og bitifr. h. Eigendur geta vitjað andvirðis hins selda fénaðar, að frádregnum kostnaði til undir ritaðs fyrir júnímán.lok næstk. Húsatóptum 6. marz 1902. Eitiar Jónsson. Islenzkur verzlunarmaður, sem verið hefur 5V2 ár við verzl- un erlendis og nú er bókhaldari og reikningshaldari við stóra verzlun í Noregi óskar eptir samkynja stöðu við verzlun hér á landi. Ritstjóri Þjóðólfs gefur nánari upplýsingar. Ósannur fréttaburður. Nýlega hefur sá orðrómur borizt út, að Magnús bóndi Jónsson á Flankastöðum hafi vísað burt frá sér konu sinni, en þetta er ranghermi. Konan hefur ekki verið eina nótt í burtu, er kyr á heimili sínu, og að því er kunnugir segja, líður henni vel. Mlðneslngur. Kjöbenhavns Forskoleseminarium Nörrebrogade 27 Kbliavn N. uddanner Lærerinder for Börneskolens yngste Klasser (Alderen 6—IO Aar). Optagelsespröven afholdes midt i Au- gust. Uddannelsen varer 11 Maaned- er, den afsluttes midt i Juli næste Aar. Til Optagelse fordres almindelige gode Skolekundskaber. Seminariet er stats- anerkjendt og Eleverne kan faa Stats- understöttelse. Nærmere Oplysninger ved Henvendelse til Seminariet. Kirstine Frederiksen. J. Th. Hnus. Emilie Jansen. cand. theol. Valdivia Sólaleður. Verzlunarhús í Hamborg óskar ept- ir mjög duglegum erindreka með sér- stakri þekkingu á skinnavöru. Tilboð- um merkt H. E. 1656 veitir móttöku Rudolf Mosse, Hamborg. Auglýsing. Það stendur til, að landmælingadeild herforingjaráðsins danska framkvæmi landmælingar hér á Suðurlandi. Almenningur aðvarast því hér með um, að ekki megi hindra á nokkurn hátt mælingarstörf þessi og hér að lút- andi framkvæmdir nefndrar herliðs- stjórnardeildar, né rífa niður, eyðileggja eða skemma steinstöpla, vörður, járn- stengur, málmbúta o. fi., sem deildin setur upp, eða notar við mælingarnar, en þeir, sem gerast brotlegir í þessu tilliti, mega búast við, að sæta mál- sókn og hegningu samkvæmt 100. og 296. gr. hegningarlaganna. Suður- og Vesturömtin, Rvík 9. maf 1902. J. Havsteen.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.