Þjóðólfur - 16.05.1902, Side 1
ÞJOÐOLFUR.
54. árg.
Reykjavík, föstudaginn 16. maí 1902.
Jti 20.
Biðjid æ t í ð um
OTTO M0NSTEF8
DANSKA SMJÖRLlKI
sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stœrsta í Danmörkn, og: býr til óefað hina beztn
vöru og' ódýrustn í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnum. ^
Skrifstofa og
ÞJÓÐÓLFS
e r f 1 u 11 í
Austurstræti J 3.
Yfirburðir
tíumannafrnmv. yílr frumv. Yaltýinga.
Það er sannarlega gleðiríkt fyrir alla
íslendinga, er unna ættjörðu sinni, að
nú hefur stjórnin loksins, eptir langa
mæðu, veitt sjálfsstjórnarkröfum vorum
það svar, að vér getum fengið stjórn
sérmála vorra búsetta í landinu sjálfu.
Þetta var einmitt það, sem iomanna-
frumv. á síðasta þingi fór fram á og
nú hefur þessi stefna vor Andvaltýinga
sigrað fagurlega, hvað svo sem mót-
stöðumenn vorir (Valtýingar) segja um
það. Að minnsta kosti er það eigi þeim
að þakka, að málið horfir nú svona
vænlega við, því þó að þeir séu að
vitna í ávarpið frá efri deild, þá vita
allir að þar voru þeir af heimastjórn-
armönnum (eins og reyndar ávallt fyrri)
knúðir nauðugir áfram, til að nefna á
nafn heimastjórnaróskir vorar. H'ófuð-
kjarninn í hinni síðari stjómarbótar-
baráttu vor íslendinga hefur beinlínis
verið krafan um innlendastjórn og hver
sú stef?ia, er sleppir henni, er fallin
frá merginum málsins, en pá liggur á-
val/t nœst að hœtta allri baráttu. Þótt
nú tilboð stjórnarinnar veiti oss eigi svo
fullkomið stjórnarfyrirkomulag, sem
vér hefðum helzt óskað, margirhverj-
ir, og trúlega hefði reynzt oss bezt
þá er nú stjórnartilboðið nýja svo
ógurlega stör endurbót, frá því sem
verið hefur, að sjálfsagt er að taka því.
Höfuðatriði stjórnartilboðsins er þetta,
að vér fáum æzta mann framkvæmd-
arvaldsins (ráðherrann) inn í sjálft land-
ið. En jafnframt þessu væri æskilegt,
að fá ýmsum aukaatriðum í núverandi
stjórnarskrá breytt, svo framarlega sem
vér vitum fyrir víst, að þau verði eigi
höfuðatriðinu til falls, þegar kemur til
kasta stjórnarinnar með samþykkið, því
sé það í nokkurri hættu er sjálfsagt að
sleppa fyrst um sinn að deila um allt,
sem smávægilegra er. Margar af breyt-
ingum þessum eru samt þess eðlis, að
ólíklegt er, að stjórnin verði á móti
þeim. Til þess þó að vita, hversu langt
vér megum fara í breytingunum, væri
vitanlega bezt, að ráðherrann vildi taka
sér skemmtiferð hingað til lands á kom-
anda sumri og væri hér um alþingis-
tímann í Reykjavík, svo að þingr.ienn
gæti samið við hann. Auðvitað mál
er, að flokksmenn vorir í Kaupmanna-
höfn geta fyrir þing borið undir hann
þær frekari umbætur, sem oss er ann-
ast um að fá, til að vita undirtektir hans,
en hitt væri þó miklu betra.
Höfuðatriðið er þá, sem sagt inn-
lenda stjórnin og hana fáum vér, ef vér
viljum. En þegar farið er að tala um
aukaatriðin, sem eru allmörg í báðum
stjórnarbótarfrumvörpunum, erfluttvoru
á síðasta þingi, þá getur mér eigi dul-
izt, að hið fellda iomannafrumv. hefur
marga og stóra kosti fram yfir sam-
þykkta frumvarpið þeirra Valtýssinna.
Það er nú svo sem víst, að annaðhvort
þessara frv. eða ef til vill bæði, verð-
ur lagt til grundvallar fyrir breytingun-
um, en þá, úr því að breytt er, er nátt-
úrlega réttast að velja það úr, sem bezt
er. Eg vil nú bera saman iom.frumv.
á þsk. 39 og valtýska frv. á þsk. 218
í alþingistíðindunum og sjá svo til, hvort
betra er.
1. grein í frv. á þsk. 39ertekinupp
úr stöðulögunum hér um bil orðrétt,
en þar hefur frv. á þsk. 218 ekkert til-
svaranda. Það yrði nú eflaust stór kost-
ur á stjórnarskránni, ef þessi grein væri
sett inn í hana, því að þá eru stjórn-
arskipunarlög landsinseigi lengur byggð
á stöðulögunum, sem grundvelli, né nein-
um öðrum almennum lögum, er breyta
má þegar vill. Stjórnarskráin sjalf er
þá orðin, sem eiginn grundvöllur, sem
hvorki ríkisþing Dana né nokkur get-
urbreytt nema íslendingar sjálfir. Grein-
in er góð eins og hún er í frv., og
samkvæm því er alþingi sjálft samþykkti
hana í fyrri stjórnarbaráttunni eins og
lfka Jón Ólafsson hefur tekið fram (í
fyrirl. sjálfstjórn í síðastl. nóvber.). Þó
væri betra að greinin væri tekin upp
aptur á ný, með þeirri breytingu frá
því er stendur í iom.frv., að innvitn-
uninni í stöðulögin væri alveg sleppt.
Einnig væri réttara að upphaf greinar-
innar hljóðaði þannig : „í öllum þeim
málum er sérstaktega varða ísland, sem
er óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með
sérst'ókum landsréttindum hefur landið
löggjöf sína og stjórn o. s. frv." Með
því er bæði 1. og 2. gr, úr stöðulög-
unum sett inn. Að grein þessa vant-
ar með öllu í valtýska frv. er auðsær
stór galli.
2. grein í frv. á þsk. 39 er einmitt
greinin um, að hafa tvo ráðherrana,
sem er höfuðágreiningsefnið milli frumv.,
því greinin sem þar til svarar I. gr. í
frv. á þsk. 218 gerir, svo sem kunnugt
er, ráð fyrir einráðum ráðgjafa út í
Khöfn. Um þessa gr. í iom.frv. þarf
nú lítið að tala úr þessu, annað en það,
að það er henni að þakka, að oss er
nú boðin innlend stjórn búsett í Reykja-
vík, með einum ráðherra, en aptur er
sá í Khöfn dottinn úr sögunni. Það
er svo að heyra, sem Pali amtmanni í
21. tbl. „Norðurlands" þ. á. þyki all-
miklu tapað við það, að vér eptir stjórn-
artilboðinu höfum engan ráðherra í Khöfn
til að gæta réttinda vorra í sameigin-
legu málunum, því skiljanlega verða
hinar skjótu komur ráðherrans frá Rvík.
til Danmerkur eigi að fullu gagni í
þeim efnum. Það er trúlegt, að þetta
geti stöku sinnum orðið skaði fyrir oss,
en hann er víst mest Valtýingum að
kenna, því að þeir hafa úthrópað og
smánað á allar lundir tveggja ráðherra
fyrirkomulagið í iom.frv. og hefur þó
I Páll Briem sýnt í ritgerðinni „Nýjar
tillögur" (Norðurl. 14), að hægt væri
að halda þessu fyrirkomulagi landinu
til hagsmuna með því að gera nokkr-
ar umbætur á greininni um þetla í 10-
m.frv. Það kemur eigi þessu við, þótt
hann aptur í sumu hafi víst fremur
skemmt þetta fyrirkomulag með tillög-
unum. Áður hafði amtmaðurinn sagt
(Norðurl. nr. 7), að búseta ráðgjafans
væri aukaatriði í þessu stjórnarbótar-
máli, en það er misskilningur, því inn-
Iend búseta stjórnandans íhverjulandi
sem er, hlýtur jafnan að vera aðalat-
riði. Beint í því er fólginn munurinn
á innlendri og útlendri stjórn. Efann-
ars hvors skal án vera: „innlendrar fram-
kvæmdarstjórnar í sérmálunura" eða
„útlendrar eptirlitsstjórnar f sameigin-
legu málunum", þá kýs eghiklaust fyrra
kostinn og sleppi hinum síðari, en vafa-
laust er bezt, að hvorugt vanti.
Um leið og talað er um þessa grein í
iom.frv. má geta þess, að orðið „ráð-
herra" í staðinn fyrir „ráðgjafi" í hinu,
er réttara bæði málslega og stjórnskipu-
lega skoðað. Nafnið „ráðherra", sem
þar að auki er fornt, ætti þvf að taka
upp í nýju stjórnarskrána. Og þegar
nú amtmannaembættin verða lögð nið-
ur, ætti um leið að hætta að nota orð-
in „amt“ og amtsráð" en taka upp
heitin „fjórðungur" og fjórðungsnefnd".
Þetta eru auðvitað einungis umbætur
á máli.
3. grein í frv. á þsk. 39 samsvarar
2. gr. í frv. á þsk. 218. Þessi grein
í iom.frv. ákveður, að fyrir embættis-
afbrot skuli ráðherrann dæmdur af inn-
lendum landsdómi, þar sem aptur hitt
frv. talar ekkert um, hver skuli dæma
hann, en eptir öllum anda þess sýnist
það helzt myndi verða einhver dóm-
stóll í Khöfn. Þetta er ólíkt betra í
iom.frv. og er því sjálfsagt að taka
það upp í stjórnarskrána. Af því að
hér er um mikil réttindi að ræða þá
er þetta stóratriði.
4. grein á þsk. 39 og 3. gr. á þsk.
218 eru alveg samhljóða. Lenging
þingtímans er nauðsynleg.
5. grein á þsk. 39 hefur ekkert til-
svaranda á þsk. 218. Þar eru nú yf-
irburðir iom.frv.auðsæirhverjum manni,
sem eigi er blindaður af flokksfylgi.
Frumv. Valtýinga hefur þar þann stór-
galla, að fjárráð þingsins eru illa tryggð.
Því þótt það frv. auki 4 þjóðkjörnum
þingmönnum við það sem nú er, og
setji 2 af þeim í efri deildina, þá verð-
ur sú breyting á skipun efri deildar eng-
in áreiðanleg trygging fyrir þingræði
og fullu fjárráðavaldi. Stjórnin get-
ur valið svo hina konungkjörnu menn í
deildina, að aldursforsetinn verði þjóð-
kjörinn maður og svo ef einhver af
þjóðkjörnum mönnum deildarinnar yrði
veikur og kæmi eigi á þing (líkt sem
fulltrúi Norður-Þingeyinga síðast), þá er
komið engu betra ástand í deildinni,
en nú. í iom.frv. stendur þarna í 5.
gr.: „að bráðabirgðarfj’árl'óg megi pví
að eins gefa út, að þingið hafi eigi
getað komið sér saman um fjárlög",
en þessi fyrirmæli eru eigi til í valtýska
frv. En svo á eptir iom.frv. að fækka
hinum konungkjörnu um 2 og bæta það
upp með 2 þjóðkjörnum, sem er ólíkt
betra (þó eigi væri neitt aftnað) held-
ur en samkyns fyrirmæli í hinu frv.
Yfirhöfuð er svo vel frá þessu öilu geng-
ið í frumvarpi vor heimastjórnarmanna,
að það gefur ekkert eptir hinum nafn-
frægu fyrirmælum miðlunarfrumvarps-
ins, sem orðar þetta þannig: „Eigi
má gefa út bráðabirgðarfjárl'óg fyrtr
það fjárhagstímabil, er fjárlög eru sam-
þykkt fyrir aý alþingi". Þar eru ráð
þingsins vel tryggð.
Það er annars undarlegt, að hvorki
Páll Briem ( fyrnefndum blaðaritgerð-
um sínum né Jón Ólafsson í áður nefnd-
um fyrirlestri, skuli geta um það, að
í þessu efni stendur frv. meira hiutans
langt á baki frv. minna hlutans og þetta
er því undarlegra, sem báðir að mak-
legleikum hæla hinum ágætu fyrirmæl-
um miðlunarfrumvarpsins um þetta mál
og hefði því átt að.halda á lopti sams-
konar fyrirmælum hjá öðrum. Einkum
mátti búast við þessu af því, að báð-
ir mennirnir virðast, að miklu leyti, hafa
staðið fyrir utan þá tvo flokka, er deilt
hafa á undanförnum tíma um stjórnar-
bótarmálið. s
6. grein í frv. á þsk. 39. Það er
heldur ekkert sem til hennar svarar í
frv. á þsk. 218. En það er þó óneit-
anlega réttarbót, að konungur getur eigi
náðað ráðherrann, nema með samþykki
neðri deildar,
7. grein á þsk. 39 svarar til 4. og 5.
gr. áþsk. 218. Um kosti þessar grein-
ar í iom.frv. er eiginlega áður talað,
þar sem rætt var um skipun efri deild-
ar og tölu hinna konungkjörnu manna
í báðum frv. Ymsum skynsömum mönn-
um hefur hins vegar dottið í hug, að
réttast mundi vera, úr því þingið er
afgreiðsla