Þjóðólfur - 23.05.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 23.05.1902, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 54. árg. Reykjavík, föstudaginn 23. maí 1 902. M 21. Skrifstofa og afgreiðsla ÞJÓÐÓLFS e r f 1 u 11 í Austurstræti M 3. ~~~ ,Baráttan um heimastjórn4. „Afrek Valtýsliða“. Ritlingur sá með þessu nafni, er get- ið var stuttlega um í síðasta blaði, hefur verið þakksamlega þeginn af öll- um heimastjórnarmönnum, en lítt kær- kominn kvað hann hafa orðið Hafnar- stjórnarflokknum, með því að hann flettir svo rækilega ofan af öllum óheil- indunum, hrærigrautnum og ráðaleysinu í flokknum og aðalmálpípu hans, sem aldrei hefur reitt vitið né sannleiksást- ina í þverpokunum. Ritlingur þessi hefur því komið óþægilega við kaun alls valtýska Iiðsins, og með því að hann er stuttur og margir lesendur Þjóðólfs munu ekki fá hann í hendur verður hann birtur hér í blaðinu, að slepptum viðaukanum um P. Br. amt- mann, sem er nokkuð annars efnis, en aðalritlingurinn.- Mega Valtýingar vera þakklátir fyrir, að afreksverkum þeirra sé haldið sem bezt á lopti, og að sem flestir geti kynnt sér hina fölskvalausu(l) baráttu þeirra fyrir sönnu stjórnfrelsi íslands og framtíðarheill þjóðarinnar. Sá flokkur á það svo margfaldlega skilið, að athöfnumhans öllum sé veitt nákvæm eptirtekt. Saga valtýskunnar síðan 1897 til stð asta þings er flestum kunn. Þó er reynd- ar margt, einkum að því er snertir aðferð forkólfa hennar til þess að hafa mál sitt fram,sem ekki hefur veriðbentá,semskyldi. Enda þótt fróðlegt væri, að sumt af því kæmi fram 1 dagsbirtuna, þá verður þó 1 þessari grein að eins vikið að nokkr- um atriðum í baráttunni á síðasta þingi og síðan, allt til þessa. Það var kunnugt þegar í þingbyrjun, að þess mundi skammt að bíða, að ný stjórn kæmi til valda í Danmörku, — og sú stjórn, sem frjdlslyndir og pjódlegir menn hér á landi væntu góðs af, að tilleiðanleg mundi að líta með meiri sanngirni á kröfur ís- lendinga og verða fremur við óskum þeirra, heldur en hægrimannastjórnin með öllu sínu apturhaldi, sem dr. Valtýr hafði bundið félag við. — Heimastjórnaimenn töldu því heppilegast, að láta stjórnarskrár- málið bíða, unz þessi breyting kæmist á, en nærri slíku var ekki komandi fyrir Hafn- arstjórnarmönnum. Þeir vildu um fram allt hraða því sem mest, að stjórnarskrár- frv. yrði samþykkt á Hafnarstjórnargrund- vellinum, — vildu að það yrði komið í kring á þinginu, áður en ný stjórn kæmi, því að annars kynni að verða farið fram á „eitt/wad meira", sem þeim var svo mein- illa við. Heimastjórnarmenn sömdu þá frv. — sem ákvað landinu rdðgfafa, biísettan i Reykja- vik, og í þeirri von, að stjórnin og Hafn- arstjórnarmenn á alþingi tæki því betur, var gert ráð fyrir umboðsmanni í Höfn, með ráðgjafanafni. — Nú varð Hafnarstjórnarmönnum heldur en ekki illa við. — „ísafold var látin ham- B i ð j i ð ætí ð u m OTTO M0NSTED S DANSKA SMJÖRLÍKI sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Yerksmiðjau er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztn vörn og ódýrnstn í samanbnrði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. ast á móti þessari ósvinnu. — Sögðu þeir Valtýsmenn, að fyrst og fremst væru engar líkur til, að vinstristjórnin kæmist að, og þvf síður ástæða til, að hún liti annan veg á stjórnarmál vort en hægrimannastjórnin. Þetta yar þeim um að gera að berjafram, og fórust „Isafold orð á þessa leið 13. júlí f. á.: „— En þeir vita, þessir sömu piltar [0: heimastjórnarmenn], að vinstrimenn eru ekki hóti nær valdastóli nú en fyrir mörgum árum, heldur eru mestar Iíkur til, að hægri- • menn sitji kyrrir mörgr ár enn, úr því að þeir hreyfðu sig ekkert í vor, hvorki ept- ir fólksþingiskosningar, né eptir fulltrúafund hægrimanna". — Vantraust sitttil vinstrimanna birtir flokk- urinn í sama blaði Isafoldar. Þar stendur: „Eins vita peir og Jiitt [heimastj.m.], að munnmœlinJ) um ríílegri kosti hjá vinstri- mönnum oss til handa, er ekkert annað en reyknr, og að peir, sem fyrir þvi eru bornir, eru útr>aldir samvet kamenn peirra i viðleitninni aðfleka þjóð og ping til að hafna allri stjórnar bót“. Slík orð fórust „ísafold“ þá um vinstri- menn; „tómur reykur“ að vænta þaðan „ríflegri kosta", en hjá augasteini þeirra Valtýs, hægri stjórn. — Ekki er heldur að tvíla spásagnargáfuna, í þessu sem öðru hjá „ísafold". jón „krukk" hefði mátt vara sig(II). Viku seinna (20. júlí) kveður „Isafold" enn við sama tón, þegar hún talar um „ Vinstristjórnarfluguna“: „Það er auk þess fullkunnugt og marg- fengin vitneskja um það, að formaður vinstri- manna flokksins danska litur d rikisrdðssetu og búsetu nákvæmlega eins og Khafnarstjórn vor(H) gerir nú oghefur lengi gert“. Þetta segir sá „rnargfróði". Ekki er það ónýtt fyrir alþingi að eiga aðgang að slíkum óþrjótandi vizkubrunni, sem „Isa- fold“ er! — En við hvað miðaði dr. Va/týr frumvarp sitt igoir Einmitt við vinstrimannastjórn. Það liggur í augum uppi, að manni svo kunnugum stjórnarhögum í Danmörku, sem Valtýr segist vera, og svo handgengn- um hægristjórn, hafi ekki verið mjög ókunn- ugt um veðrabrigðin. — Erumvarp hans ber það einnig sjálft með sér, því að á sein- asta þingi tók hann upp í það svo marga viðauka, til þess að afla því fylgis, að lítil eða engin von var til, að hægri stjórn mundi samþykkja það. Þar vantaði einnig breyt- inguna á 61. gr., sem hægrimannastjórnin hafði einatt lagt afarmikla áherzlu á. — Landshöfðingi lýsti því einnig yfir, að breytingarnar væru nú of og van, svo að það öðlaðist ekki staðfesting hjá núverandi stjórn. — Gegn því lét Valtýr sér nægja að segja, að stjórnin væri skyldug að fara að vilja þingsins! — Hún yrði að vfkja að öðrumkosti. — Hingaðtilhafði þókjarn- inn í hans evangelió verið sá, að þjóð og þing ætti að breyta í þessu efni samkvæmt „vilja stjórnarinnar". En það þarf ekki að vísa í frumvarp- ið. „Isafold" sagði sjált í sumar, að „frum- varpið vœri ekkl rniðað við einsýna iha/ds- stjórn". Og höfuðpaurinn dr. Valtýr segir í greininni frægu í „Nationaltíðindum" 2. des. f. á., að landshöfðingi hafi sagt ýms ákvæði í frv. hans þannig, að hann lýsti því yfirfyrir stjórnarinnar hönd, að þau væri ó- aðgengileg — og svo segir Valtýr: „Framfaraflokkurinn lét það samt ekki á sig fá. Vér litum sem sé svo á, að til va/da kynni að vera kornin ónnur stjórn, er frumvarpið eptir tvö dr yrði borið upp fyrir konung". Þarna sagði dr. Valtýr Guðmundsson satt! 1) Alveg eins og traustið til vinstrimanna væri einhver „kerlingabók"! Að vísu gat það hugsazt, ef hægri stjórn hefði lafað lengur við völdin, að hún hefði veitt þessu frv. samþykki, af pvl að hún var á grafarbakkanum, til þess að hepta ríflegra stjórnfrelsi og sjálfstæði fyrir Is- land hjá nýju stjóminni. — Þetta hefur doktorinn og flokksmennina grunað, — þess vegna þurfti þennan ógnar hraða með málið á síðasta þingi. — Um að gera að /dta hina apturhaldssörnu hœgr istjórn jiytja með sér í gröfina sjd/fstæði hinnar ís/enzku pjóðar. — Ekki þarf að ugga tryggðina hjá dr. Valtý, að verða viö „stðasta vilja“ hægri- mannastjórnarinnar dönskul — Nú fréttust stjórnarskiptin. Gamla stjórn- in, með öllum kreddum og lftilsvirðingu á málstað Islands, var fallin — og komin ný, frjálslynd og sanngjörn stjórn, sem menn vissu, að vildi verða við kröfum Is- lendinga. Mörgum er kunnugt, hversu þeim dr. Valtý og ritstjóra „Isafoldar" varð við þautíðindi. Dr. Valtýrgekk keng- boginn, eins og hann stæði yfir moldum vona sinna og hugsjóna, en ritstjórinn varð eins og gráhvltasti Isafoldarpappír óprent- aður. Þeir voru þó furðu fljótir að „taka sig saman í andlitinu", og næsta dag eptir var dr. Valtýr hinn kátasti. — Nú dugðu ekki lengur staðhæfingar um það, að hægri- stjórn sæti að völdum árum saman. — Þá var farið að klifa á vantraustinu til vinstri- manna. „Autoritetin" staðfestu það hvert af öðru, að búseta rdðgjafa hér væri óhugs- andi. Nú værú það einkum „ríkistengslin", sem Hafnarstjórnarmenn báru fyrir brjóst- inu, og vildu varast að rjúfa. Meðal annars sagði „Isafold", með fullkomnum óskeikulleik að vanda, 17. ág. f. á. (tölubl. 57): „Með stjórnarbót alþingis í sumar er farið svo langt sem unnt er að fara, dn pess að raska ríkisheildinni, slaka á ríkistengslunum — Meginþáttur ríkistengslanna er seta ráð- gjafa vors í ríkisráðinu. Og apturhaldsmál- gagnið lýsti yfir því, að í því skyni væri far- ið fram á að flytja ráðgjafann hingað heim, að hann kæmist í raun réttri úr ríkisráðinu, þó að hann færi það ekki í orði kveðnu. Þetta er alveg réttur skilningur — enda er hann tekinn eptir ísafold". (!!!) Og sama blað heldur áfram í sama tón: „Vilji hin nýja stjórn í Danmörku lialda fast vid eining ríkisins, þá vill hnn heldur ekki veita oss neitt meira en það, sern fram d er farið i stjórnarbótarfrumvarpi a/pingis í surnar". -- Valtýingar sýndu það glögglega eptir að stjórnarskiptin fréttust, aðpeir vildu „ekkert rneira". Þeir börðu áfram Hafnarstjórnar- frumvarpið eptir sem áður. Heimastjórnarmenn vildu gera sitt ftrasta til þess, að alþingi spillti ekki því, að ríf- legri umbætur gæti fengizt, og skrifuðu því e. d. sama daginn, sem málið var þar til 3. umr. og fórust þeim orð meðal annars á þessa leið: „Það er mjög eðlilegt að hin nýja stjórn kunni að líta svo á, að frumvarp það til breytinga á stjórnarskránni, sem alþingi samþykkir að nýafstöðnum stjórnarskiptum, hafi í sér fólgnar þær óskir og. vonir, sem alþ. ber til nýrrar frjálslyndrar stjórnar. Ef því nú er samþykkt á þinginu frv. það, sem gekk fram í n. d. af þeim ástæðum, sem kunnugt er, þá er hætt við því, að þar með kynni að vera loku fyrir það skotið, að vér um margra ára bil fáum þær umbcetur á stjórnarfari voru, sem allir eru sammála um, að vér þurfum að fá, og eigum rétt til að fá: „Innlenda stjórn í sérmálum vorum, með fullri ábyrgð fyrir al- þingi og innlendum dómstóli". Þá ætluðu Valtýsliðar í N.d. alveg af göflunum að ganga og skrifuðu E.d. ávarp, og skoruðu fastlega á hana að samþykkja frv. óbreytt. Þeir vi/du ekkert rneira. Þess er rétt að minnast, að einn sam- vizkusamur maður í liði Valtýinga í E. d. var óánægður með aðfarir þessar, og var trauður til aðsamþykkja frv., leitaði hann og annar flokksbróðir hans úr E. d. sam- komulags við heimastjórnarmenn, lögðu fram skrifl. samning og lofuðu að fella frum- varpið, ef hinir gengju að samninginum. Heimastj.menn gerðu það, en þá héldu Valtýingar svo fast hópinn og lögðu svo fast að mönnnm þessum, að einn þeirra t. d. barði saman hnefunum framan í ann- an þeirra úti á götu —og loks fóru svo leik- ar, að þeir urðu að láta undan ofurkappi flokks síns. í þinglok.þegar frv. Háfnarstjómarmanna hafði verið samþykkt í E. d. vildu heima- stjórnarmenn enn gera tilraun til þess, að ná betri kostum hjá stjórninni. Hannes Hafstein bar því upp tillögu í neðrideild, þar sem skýrt er frá því, að frv.hafi verið samþ. í n. d. áður en fréttin kom um vinstristjórn, og óskaði að fá ráðgjafa búsettan í landinu. Tillagan hljóðar svo: „Neðri deild alþingis skorar á stjómina að leggja fyrir næsta alþingi frv. til stjórnar- skipunarlaga um hin sérstöku málefni Islands, er komi í stað frumvarps þess um breytingu á stjórnarskránni, en nú er samþykkt af báð- um deildum alþingis, en útkljáð var í neðri deild áður en kunnugt var orðið um stjórn- arskiptin í Danmörku, og sé í því frumvarpi skipað fyrir um alinnlenda stjórn, eptir því sem frekast má við koma, án þess slce.rt sé eining ríkisins, eður að miiinsta kosti sú breyting gerð á fyrirkomulagi hinnar æztu stjórnar í sérmálum íslands, að hér búsett- ur, innlendur rnaður, er mæti á alþingi og beri ábyrgð á allri stjórnarathöfninni fyrir inn- lendum dómstóli hafi yfirstjórn sérmálanna á hendi“. -— Þessa tillögu fe/ldu Va/týingar rneð ö/l- urn sinum atkvæðurn t n. d. Með því hafa þeir rækilega tekið af skarið og sýnt og sannað: að þeir vildu ekkert annað en Hafnarstjórnarfrumvarp síðasta þings. 1. Þeir vilja ekki skýra stjórninni satt frá, að frv. hafi verið samþ. áður en stjóm- arskiptin fréttust; 2. Þeir fella með öllum atkvæðum tillögu, sem mælist til þess að oss. sé veitt alinnlend stjórn!

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.