Þjóðólfur - 23.05.1902, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 23.05.1902, Blaðsíða 4
84 J. P. T. Bryde’s Verzl u n í R ey k j a vi k hefur nú með Laura fengið margs konar vörur Járnvörur! Lamir, hurðarlokur, lása, sagir, fleiri tegundir, axir, hamra, alinmál, sirkla, meitla, skrútjárn, hallamæla, steikarpönnur, kaffikvarnir, brauðhnífa, borðhnífa og gafla, borðbakka úr járni og nikkel, matskeiðar, teskeiðar margar tegundir, borðmottur, línbolta, vasahnífa, rakhnífa, ^kæri margar tegundir, vasavigtir, bursta, skóhorn, sandpappír, þjalir, hattasnaga, beizlisstengur, steinolíuofna, steinolíu- hitunarvélar, límpotta, laxastengur, línur, hjól og öngla, taumgirni; saum alls konar. Barnaleikföng — skrifáhöld ýmis konar. Vefnaðarvörur: Borðdúka, rúmteppi, handklæði, vasaklúta hvíta og misl., sófaslaufur, sjöl stór og smá, dökk og ljósleit, fataefni margar tegundir, kjólatau margar teg., moleskin, flonel, hvít lérept, margar tegundir; sirtz, margir litir; segldúk og margar fleiri tegundir af álnavöru. Skyrtur, sokkar, sportjakkar, skinntreyjur, hattar, kaskeiti, húfur á full- orðna og börn, brjósthlífar, kvenslifsi. Margs konar niðursoðin matvæli, syltetöj, ávexti o. fl. o. fl. Linoleum Gólfdúkur. ÓDÝR VARA! «SS5S...............I.......™...••S4> Kaffi frá 46 til 50 aura pr. ® í sekkjum. Kandis 20 aura pundið í kössum. IPÚðursylcuir 16V2 eyrir pundið í sekkjum. Export 32 og 38 aura pundið. Hvítsylcur 20 aura pundið í heilkössum. 21 „ „ „ hálfkössum. Margarine 38 og 42 aura pundið. Hrísgrjón 19,50 í sekkjum 200 Overhead 10,00 í sekkjum 126 <8. Haframjöl 19 ,75 í sekkjum 126 Baunir J3.50 í sekkjum 126 ‘ffi. Hveiti 1 13 ,00 í sekkjum 126 Í&. ■---1»akj árn ---------------- hvergi betra né ódýrara JS 26 og M 24 Þeir sem vilja spara fé kaupa I EDINBORG Hafnarstræti 12. 11. Taflþraut eptir W. A. Shinkman. Hvítt: Ka8, De5, Bc8, Pd7, h5 = 5 menn. Svart: KÍ7, Ph6 = 2 menn. Hvítt mátar í 2. leik. Verðlaun. Þrír þeir er senda flestar ráðningar á tafl- lokum og taflþrautum þeim, er verða í þess- um árgangi Þjóðólfs, fá sétprentaðan skák- dálkinn fyrir næsta ár. Ráðningar og ann- að viðvíkjandi skákdálkinum sendist til Pét- urs Zóphóníassonar, Box 32 a Reykjavík. isafoldarlistin alrœmda. Að vísu er það hreinasti óþarfi að reka allan ósannindaþvætting, er valtýska mál- gagnið (Isaf.) fiytur, ofan í það aptur, því að blaðið er optast eintómur samanhangandi ósannindagrautur, sem enginn kippir sér upp við, enginn furðar sig á. Nýjasti óþokka- uppspuni málgagnsins er, að safnað hafi verið í Arnessýslu í fyrra sumar og haust undirskripta áskorunum til þingmennsku handa ábyrgðarmanni Þjóðólfs (og Pétri kennara). Þetta lýsist hér með helber ósann- indi, því að oss vitanlega hefur ekki verið safnað neinum slíkum undirskriptum þar fyrir hvorugan okkar. Hefur Pétur kenn- ari fyrir sitt leyti rekið þessa lygi ofan í „Þjóðviljann" áður. ísafold gremst það auðvitað hroðalega, að ábrm. Þjóðólfs skuli hafa fylgi þar í kjördæminu, án nokkurra undirskripta-skuldbindinga, en illa borgar það sig fyrir veslings málgagnið, að skrökva upp í opið geðið á öllum kjósendum þar, sem líklega er kunnugra um þetta, en ábrm. ísafoldar. En það er ekki í fyrsta skipti, sem það ábyrgðarmannstetur leikur hina fögru list sína, sem allir kannast við, og er svo handhæg að grípa til, þegar maðurinn er í vandræðum, og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Eptirmæli. Hinn 4. febr. síðastl. andaðist Jón Péturs- son verzlunarmaður í Flatey, 67 ára. Hann var sonur P. Jónssonar í Skáleyjum (af Rauðseyja- eða Rúgeyja ætt) og Margrétar Magnúsd. í Skógum (systur Jokkums) og Sig- ríðar Arad. frá Reykhólum. Bjuggu for- eldrar Jóns ler.gi í Skáleyjum móti þeim Einari og Astríði foreldrum séra Guðmund- ar, og þóttu þá eyjarnar vel setnar. Voru þeir Pétur og Einar ávallt vinir, enda báðir valmenni, og konur þeirra skörungar (og þó einkum Ástríður, því varla þótti ráð ráðið í Vestureyjum, ef hennar var hvergi getið). Jón mun hafa verið yngstur sinna systkina og féll faðir hans frá áður hann yrði þrosk- aður. Galt hann þess, svo skólanám hans fórst fyrir — hafi það, sem eg hygg verið f ráði. En Jón var snemma námgjarn og menntaðist furðu vel aðstoðarlítið. Var hann síðan við ýms störf og lengzt verzl- unarmaður. Var hann jafnan merkur mað- ur, fróður, vitur og manna vandaðastur, eins og hann átti kyn til, þótt ekki yrði hann talinn framtaksmaður mikill eða skörungur. Var hann og einn hinna mörgu, er sjálfur fann og játaði, að aldrei komst hann „á rétta hillu". Kona hans var Hilditr Magn- úsd. hins sterka og Ingibjargar Andrésdóttur frá Miðbæ (en móðir Ingibj. var valkvendið Guðrún í Miðbæ, systir séra Guðm. og dótt- ir Einars og Ástríðar). Eru þær Skáleyja- ættir nú mjög samtvinnaðar orðnar. Hild- ur var bæði gáfuð og gerfileg. Þau Jón áttu eina dóttur, sem eptir hann lifir. — Jón Pét- ursson var einn hinna mörgu, sem hafði hæfileikana, en virtist vanta tækifærin. Eða skyldi enn svo lengi ganga í voru vesæla landi ? Eða skyldi hæfileikunum þá taka að slota, þegar færin fara að fjölga ? Guð veit . það, en hverju sem fram fer, verður þó á- vallt nokkurs vert, að hafa lifað og dáið sæmdarmaður — eins og frændi minn Jón Pétursson. M. J. Munið eptir að ódýrast er að kaupa föt í BANKASTRÆTI 14. MT" Sakir útbreiðslu sinnar er ÞJÓÐÓLFUR langheppilegasta og áhrifamesta auglýsingablað landsins. UNDIRSKRIFAÐUR yflrréttarmálafærslumaðnr er til viðtals 11 m málsóknir, fasteignasöln, lög- fræðislegar leiðbeiningar o. s. frv. kl. 10-11 f. h. og kl. B—7 e. h. 21. vuaí 1902. Einar Benediktsson. O s t u r af ýmsum tegundum frá 0,25—1,00 fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Sundmaga og Gotu kaupir enginn hærra verði fyrir pen— inga út í hönd, en Ásgeir Sigurðsson. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýs- ingar. Brúkuð íslenzk frímerki, helzt gömul, en einsþau,sem nú eru í gildi.erukeyptháu verði. Finn Amundsen Haakonsgade 26. Bergen, Norge. WT Gjöldum tii Fríkirkjunnar verður veitt móttaka í Þingholtsstræti 3, kl. 2—3 síðdegis. Arinbj. Sveinbjarnarson. Til þeirra sem neyta liins ekta Kína-lífs-elixírs. Með því að eg hef komizt að raun um, að þeir eru margir, sem efast um, að Kína-Iífs-elixírinn sé jafnáhrifamik- ill sem fyr, vil eg hér með leiða at- hygli manna að því, að elixírinn er öldungis samskonar sem fyr, og selst með sama verði sem áður nfl. 1 kr. 50 a. flaskan, og fæst hann alstaðar á íslandi hjá hinum háttvirtu kaup- mönnum. Astæðan fyrir því, að hann er seldur svona ódýrt, er, að það voru fluttar til íslands allmiklar birgðir af honum, áður en tollhækkunin gekk í gildi. Neytendur elixírsins eru alvarlega beðnir um sjálfs síns vegna, að gæta þess, að þeir fái hinn ekta Kína-lífs- elixír með hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendinni og firmanafnið Waldemar Pet- ersen Frederikshavn, ennfremur að á flöskustútnum standi —j-? P‘ í grænu lakki. Fáist elixírinn ekki hjá kaup- manni yðar eða heimtað sé hærra verð en 1 kr. 50 a. fyrir hverja flösku eru menn beðnir um, að skrifa mér um það á skrifstofu mína Nyvej 16, Kjöbenhavn. Waldemar Petersen Frederikshavn. og sérstaklega mjög Elegant Buxnaefni, einnig 4 tegundir í Fermingarföt. Leirtau ýmisiegt nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. Hér með tilkynnist ættingjnm og vln- um andlát móður og tengdamóður okkar, ekkjnnnar Sigríðar Aradóttur, er andaðist bér á beimili sínn 23. apríl síð- astl. Jarðarförin fór fram 7. þ. m. Heggstöðum 9. maí 1902. Ingibjög S. Halldórsdóttir P. Leví. Hálslín, Slipsi og Slaufur fyrir karlmenn, nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar, íshúsid lætur 2 báta ganga til fiski- veiða í sumar, eins og að undanförnu, svo frá þessum tíma til ágústmán. geta bæjar- búar daglega fengið flsk í íshnsinn, þegar fært er að róa vegna veðurs. Tr. Gunnarsson. Kramvara alls konar, þar á meðal góðu og ódýru Kjöla- og Svuntutauin, Gardínutauin alþekktu, Sirzin og Tvisttauin, sem aldrei hafa kom- ið eins falleg og ódýr eptir gæðum, Flonelette hvítt og mislitt, Flauel af mörgum litum, Sessuborð úr rósóttu flaueli, Silki af ýmsum litum, Yfirstykkjatau, fallegir Barna- kjólar, Sjöl og Herðaklútar, Sól-og Regnhlifar og m. fl. nýkom ið með „Laura“ og „Ceres“ í verzlun Sturlu Jónssonar. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan. ////////////////////////// / 40-50 Alklæönaöir seljast nú með miklum Afslætti Nýkomið með 8/s Laura margar og mj'óg fallegar tegundir af Fataefnu m í Alklæðnaði — Sumarfrakka

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.