Þjóðólfur - 23.05.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 23.05.1902, Blaðsíða 2
82 3- Þeir hafna með öllum atkyæðum þeirri varatillögu, að biðja stjórnina að minnsta kosti um þær umbætur, „að hér búsett- ur innlendur maður, er mæti á al- þingi o.s. frv.“ — hafi yfirstjórn sérmálanna á hendi! I stuttu máli: Úr þeirra flokki í n. d. fékkst ekk|i eitt einasta atkvæði til þess að. leitast fyrir við stjórnina að fá alinnlenda stjórn, né heldur ráðgjafa búsettan i Reykjavlk (án nokkurs milligöngu- manns í Höfn1). Svo sem kunnugt er fór Hannes sýslum. Hafstein á fund stjórnarinnar þegar eptir þinglok fyrir hönd heimastjórnarmanna, er ekki vildu enn láta ófreistað við nýju stjórnina að fá stjórn sérmála vorra inn í landið. Flutti hann það mál við stjórnina, að Island fengi ráðgjafa búsettan í Reykjavík, eða frekari umbætur, alveg eins og tillagan, sem áður er getið og bréf heimastjórnarmanna ber vitni um. Opt hafa Hafnarstjórnarmenn og blöð þeirra illa látið, en aldrei sem þá, erheima- stjórnarmenn gerðust svo firna djarfir, að senda mann á fund stjórnarinnar til þess að reyna að fá meiii umbcetur á stjórnar- fyrirkomulaginu, heldur en þeirra flokkur hafði fengizt til að æskja. — Það er óþarfi að vitna í málgögnin þessu til sönnunar. Illmælin, skopið og hrakyrðin um þessa för og erindrekann eru svo í ferska minni og geymast í blöðum Valtýinga, þeim til verðugs heiðurs á ókomnum tímum. — Einatt vonuðu Valtýingar, að .,för erind- rekans yrði erindisleysa“, að ekkert fengist meira e-n Hafnarstjórnin þei rra. Stundum dró þá bliku upp á Hafnar- stjórnarhimininn. — Hver fréttin á fætur annari kom um það, að H. H. hefði haft fram erindi sín við stjórnina, og gerðist þá órótt hjá Valtýingum. Það heyrðist, að stjórnin mundi tús á að veita Islend- ingum ráðgjafa búsettan í Reykja- v í k. Þá flutti „Isafold" grein um „H e i m a - stjórnarhjalið", sem hún vissi þá ekki, hvort væri nema „reykur“ einn — ogsegir hún þar um skoðanir nýju ráðherranna 19. okt. f. á.: „Þetta, sem þeir vilja, eða eru bornir fyrir, það er aflögnð útgáfa af tíu-manna- ft umvarpinu. Það er annað og verra en það, — enn verra og óaðgengilegra fyrir oss. Þeir vilja lofa oss að hafa svonefndan Islandsráðgjafa búsettan hér, og lofa oss að lawia honum og gjalda honum eptirlaun og reisa handa honum veglegan bústað hér, og kosta skrifstofuhald handa honum hér. Þetta vilja peir allt lofa oss og leyfa — leyfa oss að létta þeim kostnaði öllum af sér, af ríkissjóði, þótt tekið hafi hann að sér með stöðulögunum". — Ekki vantar traustið til ráðherranna, mælskuna, lipurðina og sanngirnina! (Niðurl.). Bæjarminnkun. Fyrir rúmum 7 árum var »Baðhúsfélag- ið« í Reykjavík« sett á stofn með 56 hlut- um á 25 kr. eða 1400 kr. höfuðstól. Hugðu margir gott til þessarar stofnun- ar og árnuðu henni vaxtar og viðgangs. En ekki leið á löngu áður en hún sýkt- ist og dó, og hluthafar fengu 1 kr. fyr- ir hvern 25 kr. hlut. Skulum vér iáta ósagt, hverju það var að kenna, að svona fór. En ekki mun það ofsagt, að stjórn félagsins og vatnsfælni bæjarbúa eigi mesta sök á því. En þó að svona tækist til voru samt nokkrir þeir menn hér í bæ, sem undu því illa, að stofnun þessi dytti alveg úr sögunni. Tók þá Sigurður verk- fræðingur Thoroddsen sig til, og reisti af eigin efnum allsnoturt baðhús fyrir sunn- an barnaskólann, og gaf almenningi kost á, að nota það mót sama gjaldi, er hluta- baðhúsið hafði heimt af mönnum. En hvað verður svo? Hann rekur baðhúsið í nokkur ár með nokkruð hundruð króna fjárskaða, eins og eðlilegt er, þar sem 1) Hafnarstjórnarmenn hafa einatt klifað á ávarpi frá e. d. alþ. í sumar til konungs, þar sem þess er getið, að frv. Valtýinga full- nægi ekki þörfum og kröfum þjóðarinnar. Þetta þakka þeir sér að öllu leyti, en það vill svo vel til — og er á almanna vitorði, að það var fyrir tilstilli eins heimastj.m. af hin- um konungkjörnu, að ákvæði þessi voru sett í ávarpið. þeim fækkar einlægt, sem finna hjá sér þörf eða köllun, til að lauga sig, þó að íbúunum hér í borg fjölgi árlega. Og nú er svo komið, að 1. júní n.k. verðurbað- stofu þessari lokað ryrir fullt og fast. Það er kunnugt, að þrifnaður þjóðfél- aga og borgfélaga er nú á tímum meðal annars miðaður við það, hversu miklu vatni þau verja til þvotta og lauga. Hverj- ir í röðinni ætli vér Reykvíkingar yrðum eptir þessum mælikvarða ? Það mun ó- hætt að fullyrða, að ekki yrði ýkjalangt milli vor og Grænlendinga. Það er og fullkunnugt, að í hverju siðuðu landi er það talið sjálfsagt, að kvennmenn frá 16 ára aldri til fimmtugs taki að minnsta kosti einu sinni á mánuði kerlaug. En þær konur og ungfrúr hér 1 bæ, sem gera slíkt, munu vera teljandi. Hið sama má segja um mikinn þorra karlmanna. Á fjölsóttum mannfundum geta menn með ógölluð þeffæri gengið sjálfir úr skugga um, að þetta eru engar ýkjur. Fyrir nokkrum árum síðan áttum vér tal við hámenntaðan og mikilsvirtan útlending, sem hafði verið boðið á dansleik, er nokkr- ar fyrirkonur héldu hér. Þegar hann var spurður, hvernig hann hefði skemmt sér, svaraði hann : »Eg dansaði að eins fyrsta dansinn, því að remman, sem lagði af unga fólkinu spillti gleðinni«. En til þess að slfkt verði ekki með réttu sagt um oss á tuttugustu öldinni verðum vér, að gera kerlaugum og steypiböðum betri skil, en hingað til. Vér skulum ekki gera oss þá minnkun, að láta þennan litla vfsi til baðstofnun- ar, er nú höfum vér, líða undir lok, og það því fremur, sem hér er ekki um nein stóreflisfjárframlög að ræða. Hr. Sigurð- ur Thoroddsen telur, að baðhúsið muni geta borið sig roeð 200—300 kr. styrk. Þegar svo reynslan að nokkrum árum liðnum er búin að færa oss heim sann- inn, hversu laugar eru hollar og nauðsyn- legar, eru líkindi til þess, að aðsóknin aukist svo, að styrkurinn verði óþarfur. Vér teljum það og vel til fallið, að stjórnir latínu- kvenna- og barnaskólans hlutuðust til um, að nemendur þeir og námstúlkur, er sækja þá, tæki kerlaug eða steypibað, að minnsta kosti 1—2var á mánuði. I öðrum löndum láta skólarnir sig það miklu skipta, að hafa góð bað- hús til þess að venja börnin snemma á hreinlæti, og ekki virðist vanþorf á því, að skólar vorir gerði slíkt hið sama. — Það er vonandi, að bæjarstjórn vor finni köllun hjá sértil þess, að gefa máliþessu einhvern gaum, og afstýri með liðsinni bæjarbúa þeirri bæjarminnkun, að eina baðhúsið hér í bæ leggist niður. Því að um allan menntaðan heim, er það almennt viðurkennt, að þvottur og laugar eigi mik- inn þátt í að varðveita heilbrigða sál í heilbrigðum líkama. Þ. Ósigurvænlegur kosningarógur. Með því að eg er einn þeirra manna, sem hef neyðst til að kaupa »ísafold« vegna stjórnarvaldaauglýsinga þeirra, sem hún er látin birta 1 óþökk alls þorra þjóðarinnar, þá hef eg ekki getað leitt alveg hjá mér að líta jafnframt í annan »fróðleik«, sem hún flytur. En mig hefur opt óað við því, hversu málgagn þetta virðir sannleika og sanngirni að vettugi, og með hvílíkri ó- skammfeilni það ber á borð allskonar óhróður og endileysu um mótstöðumenn sína. Þó hefur sjaldan keyrt eins um þvert bak með þessi »fínindi« eins ognúundir kosningarnar, þá er málgagnið er að lýsa þingmennskuhæfileikum andstæðinga sinna. Eptir því sem ráða má af blaðinu er ekki nokkur einn einasti maður úrheimastjórn- arflokknum þinghæfur eða frambærilegur nokkrum kjósendum sakir vitsmunaskorts, þroskaleysis, þekkingarleysis og viljaleysis til að láta nokkuð gott af sér leiða fyrir land og lýð, auk þess sem allir í þeim flokki eiga að vera hinir römmustu aptur- haldsseggir, fjandsamlegir öllum framför- um og umbótum, og þvl frekar því fram- ar sem þeir hafa staðið í hinni pólitisku baráttu síðari ára. Það getur verið af- sakanlegt og er enda eðlilegt, að ákveðið flokksblað mæli gegn kosningu andstæð- inga sinna, jafnvel þótt hæfileikamenn séu, en það á ekki að gera það með svívirð- ingar- og litilsvirðingar orðum um menn persónulega, og alveg út í loptið, heldur með rökum samkvæmt pólitiskri framkomu þeirra. Að unna mótstöðumanni sínum aldrei sannmælis í neinu, þrátt fyrir pólitiskan skoðana- mun, erhinháskalegastaogheimsku- legasta aðferð, sem nokkurt mál- gagn getur haft, og kemur því sjálfu og flokk þess tilfinnanlega í koll, þann- ig, að engiun maður með heilbrigðri skyn- semi tekur nokkurt minnsta mark á orð- um þess, og hagar sér því alveg gagnstætt því, sem málgagnið vill vera láta. En slíkt blað hefur þá um leið misst það sem mestu skiptir fyrir málgagn, sem á að vera og þykist vera málpípa ákveðins stjórn- málaflokks, það missir alla virðingu, alla tiltrú, alla þýðingu í almenningsálitinu. Það verður þá að ómenguðu sorpblaði, sem allir heiðvirðir menn fyrirlíta, áhrifalaust nematil illseins og gagnslaust nema til vissra þarfinda fyrir menn, sem eru pappírslitlir. Svona blað finnst mér Isafold orðin og eg stend ekki einn uppi með þá skoðun. Eg veit ogveitþað með vissu, að þetta er almenningsálitið á því blaði, al- mannarómur alstaðar, þar sem eg þekki til. Og það væri llka undarlegt, ef svo væri ekki, því að svo lengi hefur blaðið mis- boðið velsæmistilfinninguogóspilltum hugs- unarhætti landslýðsins. Syndagjöldin hlutu að koma og þau erulíkakomin yfir höfuð þessa málgagns, sem getur ekki lengur klórað yfir óþverrann úr sjálfu sér, þóttþað vildi. Það blygðast sín ekki einu sinni í margra votta viðurvist, því virðist alveg standa á sama, hvort það er staðið að ó- þokkaskapnum eða ekki, svo er sómatil- finning blaðsins rangsnúin og afvegaleidd af löngum vana. Það er t. d. nógu einkennilegt að virða fyrir sér hinar síðustu ritsmíðar blaðsins um kosningaundirbúninginn nú í vor og þingmannaefnin. Þar rekur hver lokleys- an, hver vitleysan aðra, en ósannindunum ægir þar saman eins og yrmlingum í for- polli, svo að blaðið verður ekki ósvipað úldnu hræi, sem fýluna leggur af langar leið- ir, fýlu, sem eitrar hið hreina, heilsusam- lega íslenzka lopt. Það er alkunna, hversu »ísafold« hef- ur jafnan reynt að niðra og lítilsvirða bænda- stétt landsins. Alþýðan hefur aldrei verið annað í hennar augum en menntunarlaus, þekkingarlaus og fyrirlitlegur hópur skiln- ingslausra og heimskra manna. Hafi ein- hver bóndi eða alþýðumaður, sem ekki er af sauðahúsi blaðsins ætlað t. d. að bjóða sig til þings, þá er farið um hann háðslegum fyrirlitningarorðum, talað um Jóhann þennan, Guðmund nokkurn, Ólaf einhvern, alveg eins og þetta séu einhverj- ir ræflar, sem enginn þekkir, og enginn geti borið nokkurt traust til. Blaðstjórinn er nfl. ekki svo gáfaður, að hann sjái, að hann gefur sjálfum sér utan undir, með jafn hlægilegum og naglalegum ummælum um menn, sem eru miklu betur »þekktir« meðal stéttarbræðra sinna, bændanna, en hann er eða verður nokkru sinni meðal þess flokks, sem hann nuddar sér helzt upp við. Eg ætla að ganga hér alveg fram hjá níði blaðsins og ofsóknum gegn Hannesi Hafstein, Lárusi Bjarnason, Guðjóni Guð- laugssyni, Tr. Gunnarssyni ogritstjóra Þjóð- ólfs, því að það er á allra vitund, að fjand- skapur blaðsins gegn þessum mönnum er svo megn, að það getur ekki annað en litið Hjálmars augum á þessa menn, því að það finnur sárt til þess, að það getur ekki staðið nokkrum þessara manna snún- ing, og að þeir eruharðfylgnustu mótstöðu- menn þeirrar klíku, er blaðið lafir á. Þess- vegna verður það að klóra í bakkann í lengstu lög með þeim vopnum einum, er það kann að beita: persónulegum illmæl- um og rógi. Það er ekkert annað en persónuleg heipt og lubbaskap- ur, er stjórnar öllum tillögum Isafoldar í kosningaleiðangri henn- ar nú gagnvart andstæðingum hennar, ekki minnsti snefill af viti eða vilja til að skýra satt og rétt frá, ekki minnsta tilraun til þess að unna mótstöðumönnum sínum sannmælis í nokkrum sköpuðum hlut. Skyldi blaðið halda, að svona lagaður kosningarógur sé heppilegur til að afla flokksmönnum þess fylgis? Skyldi það ætla, að óvirðingarorð um aðalstétt lands- ins, bændastéttina, og svívirðingarorð um suma hina beztu og mikilhæfustu menn þjóðarinnar séu vél fallin til þess að efla virðinguog álitblaðsins meðal óhlutdrægra, skynsamra manna ? Ó, nei þvert á móti. Það sem fyrst og fremst hefur drepið nið- ur áliti »IsafoJdar« og gert hana í almenn- ingsaugum að því hneykslismálgagni, sem hún nú er orðin, það er hinn frámunalegi skortur hennar á skynsamlegum, sann- gjörnum og réttum rökum, þá er hún ræð- ir um menn og málefni. Það er eins og blaðið forðist að segja satt, geti ekki feng- ið það af sér, hvort sem vinir þess eða óvinir eiga í hlut, því að hið hóflausa heimskulega skjall, sem það ber á vini sína er alveg á sinn hátt jafn vitlaust, jafn fjarri sannleikanum, eins og hið hóflausa heimskulega níð hins vegar um óvini þess. Þar hallast ekkert á. Heimskan er öld- ungis jafnþung beggja vegna á garnla Brún. Eg hef minnst á þetta hér, ekki af því að þetta sé ekki allt fullkunnugt, heldur til þess að menn skuli varast að glæpast á illgresi því, sem »ísafold« er að reyna að sá meðal lýðsins, þvl að auðvitað eru til svo vitgrannir menn, þótt fáir séu, sem ekki sjá, hverskonar málgagn »ísafold« er, og hversu afarlangt hún er frá því tak- marki, sem heiðvirð, sómasamleg blöð eiga og verða að setja sér, hverja pólitíska stefnu sem þau hafa. I öðrum löndum mundi »ísafold« talin meðal hinna allra lélegustu saurblaða, en sem pólitiskt flokksblað á- hrifalaus og einskis nýt. Hún fær einnig væntanlega að sjá það við kosningarnar nú, hve tillögur hennar verða mikils metnar. Kaupandi ísafoldar. Happasendingin. Nú er þjóðmæringurinn kominn til lands- ins,—Jón Sigurðsson þeirra Hafnarstjórn- armanna, dr. Valtýr Guðmundsson! Margt geta þeir talið doktornum til geng- is og samanburðar við hinn fyrri foringja, — hér má benda á fá atriði. Báðir eru foringjar pólitiskra flokka: J. S. þess, sem vill fá stjórnina inn í lánd- ið, doktorinn þess, sem vill fá hana út úr landinu. Báðir berjast kappsamlega fyrir sínu máli: J. S. fyrir þjóð sína, dr. Valtýr fyrir sjálfan sig og hægristjórnina dönsku! B á ð i r fylgja fram sínum einkunnarorð- um: J. S. »Aldrei að víkja«, — dr. Valtýr: »Alltaf að víkja« (o: fyriröllu nema eigin hagsmunum). J. S. var »sverð ogskjöldur« þjóð- ar vorrar í baráttunni við Danastjórn dr. Valtýr »Sverð og skjöldur« Dana- stjórnar gega réttindum íslands! Eini verulegi munurinn er þá þessi: a ð J. S. fékk Danastjórn t.il þess að falla frá innlimunarkreddunum ogveitaalþ. löggjafarvald, — en Danastjórn (Rump & Co.) fékk dr. Valtý til þess að vekja upp þessar kreddur og reyna að flytja valdið út úr landinu,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.