Þjóðólfur - 30.05.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.05.1902, Blaðsíða 2
86 1 staðið í einhverju bréfi Valtýinga til ráð- herrans. Hér að framan er sýnt, hversu ötullega Valtýsliðið hefur einatt barizt á móti heima- stjórn, búsetu ráðgjafans í Reykjavík. Þeirra markmið er meiri Hafnarstjórn! Annað verður ekki séð af orðum þeirra og athöfnum. 1. Þeir miða frv. sitt við vinstristjórn og fást þó með engu móti til að biðja um heimastjórn. 2. Þeir kalla heimastjórn „heimskustjórn" og ráðgjafabúsetu á Islandi óhugsandi. 3. E. d. samþ. frv. óbreytt, eptir að stjórn- arskiptin fréttast, þrátt fyrir áskorun u.d. 4. Öll atkvæði Y altýs í n. d. eru á móti því, að æskja í ávarpsformi inn- lendrar stjórnar hjá nýja ráða- n e y t i n u. 5. „Ríkistengslin" eru talin því til hindr- unar, að ráðgjafinn geti verið búsettur á Islandi. 6. Valtýingar ætla að rifna, þegar H. H. siglir til þess að reyna að fá frekari um- bætur, heimastjórn. 7. Valtýingar hlakkast um það, að för H. H. til að fá heimastjórn, sé erindis- leysa. 8. Valtýr pverneitar að færa það í mál við stjórnina með H. H. að ráðgj. sé bús. á íslandi. 9. Valtýr heitir á opinberum fundÍ3o. nóv. að sjá svo um, að ráðgj afinn verði aldrei búsettur á íslandi. 10. Valtýr kveðst treysta sér til að hindra, að ráðgjafabúseta verði samþ. reglulega. 11. Valtýr og „ísafold" telja Hafnarstjóm- arfrumv. slðasta þings, heppilegast eins og nú standa sakir. 12. „Þeir fimm" vilja annaðhvort það, sem ekki fæst, landstjóra, e ð a frv. síðasta þings, sem sé það bezta, e k k- ert annað. 13. Þeir vilja hafa hagsmuna vorra gætt í Höfn, en þó engan „umboðsmann" þar — heldur þá ráðgjaiann sjálfan. 14. „ísafold" segir í haust, að þannig lög- uð búseta sé eins líkleg til ógagns, sem gagns. 15. „Isafold" vonar, að ráðaneytið flekist ekki til að ímynda sér, að það verði við óskum ísl., þótt það veiti „hérbúsett- um manni ráðgjafanafnbót og hafi hann fyrir hlaupasendil milli Isl. og Hafnar". 16. Isafold vonar, að stjórnin fari ekki að demba á oss kostnaði „fyrir það eitt, að Islan dsráðgjafinn heiti hér búsettur". Þvert ofan í allt þetta og ótalmargt fleira þvert ofan í alla framkomu sína segir „ísafold" 5. apríl þ. á. að ráðgjafabúset- an sé viðbót, sem aldrei liefur kouiið fram hinn minnsti ágreiningur um! Sama hafa fleiri forkólfarnir sagt; þeir segja, að aldrei hafi minnsti dgreiningur ver- ið um búsetuna!! — Allur þeirra ofsi og andróður gegn ráð- gjafabúsetunni er„ekki hinn minnsti ágrein- ingur". — Þeir geta því eflaust með jafn- góðri samvizku fellt ráðgjafabú’setuna ánæstaalþingi, án þess að þá greini „hið minnsta á um hana“ við heimastjórn- armenn. - Þeir kalla það ekki nema lít- inn — kannske alls engan — ágreining, þótt þeir greiði enn atkvæði á móti bú- setunni! Og ofan á allt þetta segir „Isaf." og Valtýingar, að tilboð stjórnarinnar sé peim að þakka. „Þrátt fyrir megnustu mótspyrnu apturhaldsliðsins", segjast þeir hafa komið þessu fram. Með öðrum orðum : Með því að berjast árum saman fyrir frumvarpi, sem fer í gagnstæða átt, með því að hamast gegn allri heimastjórn, og leita allra bragða til að hamla ráðgjafabúsetunni. — segjast þeir hafa áorkað því, að hún sé nú til boða ! En heimastjórnarmenn, sem barizt hafa fyrir búsetunni, sent mann á fund stjórnarinnar til þess að óska þess sem nú er boðið, — þeir eru auðvitað á Valtýingamáli „apturhaldsmenn, stjórnar- bótarféndur" o. s. frv. „Öllu snúið öfugt þó“ — má segja um Valtýsliða eða öllu heldur eins og kveðið var um árið.; „Ef einhver segir: Sól er björt, Svarthöfði gellur: Hún er svört! Kjósendur íslands! Hér hefur nú með nokkrum dæmum ver- ið sýnd framkoma flokkanna síðan um síð- asta þing, með og móti heimastjórn. Gætið þess vel, hvað gerst hefur og hvað nú liggur fyrir. . Á næsta alþingi liggja fyrir tvö frumvörp — nú verður kosið milli heimastjórnar og Hafnarstjórnar. Þér kjósendur íslands, sem viljið efla frelsi og framfarir landsins, viljið heima- stjórn — úr hvorum flokknum teljið þér öruggara að velja: þeim, er barizt hefur fyrir heimastjórn eða móti henni ? Líklega hafiið þér reynt það að. fullu, að tryggara er að meta menn samkvæmt framkomu þeirra, orðum og gerðum ár- um saman, en eptir tályrðum og fagur- galaloforðum á kjörfundi, þar sem ætla má, að þeir telji sér mestan hag að tala svo, sem líklegt er, að flestir vilji heyra. Treystið þvf ekki þeim mönnum að berj- ast fyrir heimastjórn á nœsta þingi, sem felldu með öllum atkv. á síðasta þingi til- lögu til stjórnarinnar um meiri umbætur, innlenda stjórn. Treystið ekki mönnum, sem eru svarn- ir flokksbræður þess manns, sem rekið hef- ur erindi hinna rótgrónustu apturhalds- manna hægristjórnar í Danmörku, manns, sem vill flytja valdið út úr landinu, yjir- ráð fjáiins út úr landinu og skólana út úr landinu! Nú er framtíð landsins að miklu leyti lögð í yðar hendur. Nú væntir vor gamla móðir, fósturjörðin, að hver Islendingur geri skyldu sfna. Metið það því mest að sækja kjörfundina til þess að kjósa sanna heimastjórnarmenn, en ekki þá, sem hop- að hafa, leíkið tveim skjöldum og barizt undir útlendu merki! Látið ekki vináttu einstakra manna eða hagsmunavon hamla yður frá, að ganga götu hins sanna og rétta. Hafnarstjórnarmenn hafa nógu lengi haft sjálfstæði og réttindi landsins að leikfangi, þótt það bætist nú ekki ofan á, að kjós- endur verði leiksoppar í hendi þeirra. Máttlaus kosningarógur. 9-faldur ósannindamaður. Hér skulu talin upp í röð allra frek- ustu ósannindin og vitleysurnar um mig í kosningarógi Isafoldar 24. þ. m. Það verður að eins drepið á meginatriðin án langra skýringa, því að mér dettur ekki í hug að svara bulli því orð fyrir orð, enda gerist þess ekki þörf, því að það er svo álappalega skritað, að enginn maður get- ur glæpzt á þvf. Einnig geng eg alveg fram hjá öllum persónulegum óhróðrí blaðsins um mig fyrir frammistöðu mína á síðasta þingi, því að þau ummæli blaðs- ins met eg að engu, stíluð af hatri einu, gegn betri vitund. Álit óhlutdrægra sam- þingisnranna minna úr báðum flokkum um þ a ð atriði, tel eg meira vert í þessu efni en hatursfullt heimskufleipur Isafoldar. 1. ósannindi málgagnsins eru þau, að Sogsbrúarmálið hefði hafst fram á þing- inu, hefði annar flutt það en eg, og að eg hefði sama sem látið það daga uppi, með því að koma svo seint með það inn á þing. Þetta er bull eitt; málið gat ekki komizt inn á fjárlögin, fyr en þau komu aptur til neðri deildar, úr því að fjárlaga- nefndin vildi ekki taka það til greina í fyrstu. Hún hafði hagað því svo vísdóms- lega, að sundurliða að eins í nefndarálit- inu hinar ýmsu fjárveitingar til brúa og vega, en ekki í frumvarpinu sjálfu. Það var ekki gert fyr en í efri deild, eptir á- skorunum, sem bæði eg og aðrir þing- menn í neðri deild höfðu beint til nefnd- arinnar, því að það voru margir þingmenn óánægðir yfir því, að verða að greiða at- kvæði með alveg ójsundurliðuðum fjárveit- ingum í frv. Eg átti ennfremur kost á að fá máli þessu framgengt á þann hátt, að landsjóður legði einhverja vissa upphæð til brúargerðarinnar, en svokostaði sýslan það sem á vantaði. Að því vildi egekki ganga, meðan engin sundur- liðuð áætlun um kostnað við brúar- g e r ð i n a v a r t i 1. Eg get hugsað mér, að sýslubúar hefðu orðið mér lítt þakk- látir fyrir svo lagaða fjárveitingu. Það var einmitt vöntun allra kostnaðaráætlana, sem varð málinu að fótakefli,- og samt munaði minnstu, að það yrði samþykkt í n. d., hefði orðið samþ., ef þm. Rangæ- inga hefðu ekki brugðizt algerlega við at- kvæðagreiðsluna. Að eg hafi komið mál- inu þrátt fyrir vöntun allra áætlana, svo langt áleiðis, sem frekast var unnt, sýna Ijósast ummæli Kr. Jónssonar framsögum. fjárlaganna í e. d., þá er hann lýsti því hreint og beint yfir, að aðalástæðan fyrir því, að fjárlögunum væri ekki hleyp- andi í sameinað þing, væri sú, a ð þ á mundi fjárveitingin til Sogsbrú- arinnar komast a ð. Það var hið bezta vottorð, sem eg gat fengið um, hversu nálægt markinu eg hafði komizt, þrátt fyrir allan undirróður, þrátt fyrir það þótt mál- ið væri svona illa undirbúið. Nei, vinur Björn verður að hafa eitthvað veigameira mér til áfellis, en afskipti mín af þessu máli. 2. ósannindi málgagnsins eða rétt- ara sagt, hrein og bein vitleysa er það, að eg hafi borið upp frumvarp á þinginu til að létta af héraðsbúum (Árnesingum) kostnaði af gæzlu og viðhaldi brúnna á Þjórsá og Ölfusá. Hér eru tvö »göt« samferða hjá Isaf.m. Eg var þó að reyna að koma vitinu fyrir hann í sumar um, að landssjóður hefur ávallt kostað við- haldið, en hann er jafnfróður um það enn, spekingurinn. Hér var því ekki nema um aflétting gæzlukostnaðarins að ræða, og það ekki að eins fyrir Arnessýslu (þar er hitt »gatið« hjá manninum) heldur einnig fyrir Rangárvallasýslu (Þjórsárbrú). Hefðu því þm. Rangæringa átt að styðja þetta frv., en 2. þm. þeirra (M. T.)gerði að minnsta kosti töluvert til að spilla fyrir þvf, og samt.féll það eins með 12 atkv. gegn 10 mest vegna þess, að þá er svo mikið fé var veitt til Stokkseyrarhafnarinnar, var í rauninni þýðingarlaust að ætla sér að hafa fram frekari fjárframlög til Árnesssýslu á því þingi og það gegn ákveðnum roeiri hluta (Hafnarstjóinarmönnum) er sjálfir mötuðu krókinn og héldu laglega hópinn í fjárveitingunum. 3. ósannlndi málgagnsins eru þau í sambandi við þetta mál, að það hafi verið eg, sem hafi sreynt að skeyta skapi mlnu á .samflutningsmönnum mínum«, þá er það var einmitt 2. þm. Rangæinga (M. T.), sem að fyrra bragði og öldungis ástæðulaust óð upp á mig með óviður- kvæmilegar og rangar aðdróttanir, er eg varð að leiðrétta örstutt, af því að eg hafði talað tvisvar í málinu, þá er sýslu- maðurinn hreytt úr sér ónotunum. Hér hefur Isafoldar-Bjórn að vanda hausavíxl á réttu og röngu. Að eg ekki var valinn í nefndina, sem ritstj. sem er svo gleiður yfir, er mér lítt til vansa. Það stafaði ekki af öðru en samsæri Valtýinga gegn málinu, eins og svo margar aðrar nefnd- arkosningar í öðrum málum á þinginu. Það ætti líklega flestum að vera kunnugt. ■4. ósannindin eru þau, að lax- veiðafrumvarpið (eg var skrifari og fram- sögumaður í því máli) hafi »farið í mola, eins og hin«(!l). Þetta er hrein og bein vitleysa. Málið var samþykkt með tölu- verðum atkvæðamun í n. d., þrátt fyrir allmikla mótspyrnu Valtýinga, en e. d. setti undir eins nefnd í það og svæfði það á þann hátt. En málið fór alls ekkert í mola. Það komust inn í það frumvarp stórvægilegar breytingar á laxalögunum. En það er ekki til neins að skýra það trekar fyrir ritstj. Isafoldar. Hann hefur ekkert vit á því máli, fremur en köttur- inn á sjöstjörnunni. Það er einmitt þekk- ing hans, sem þar er í fremur miklum »molum«, eins og annarstaðar. Þá er nú upptalið það sem ísaf,- maðurinn er að fetta fingur út í afskipti mín af einstökum málum á þingi, og er nú sýnt, hversu honum hefur farizt það höndulega og samvizkusamlega, að verða þar ferfaldur ósannindamaður. Ekki tekst honum, betur þegar hann hleypur út í »stefnufestuna«, þvf að frá- munalegra rugl hefur víst sjaldan sést í nokkru blaði. Hann er að reyna að af- saka hringsólið, stefnuleysið og mótsagna- grautinn hjá sjálfum sér, reyna að breiða yfir öll hin mörgu pólitisku göt og glappa- skot á sinni eigin pólitisku krabbagöngu, með þvf að bregða mtír um stefnuskipti(H). En hann ríður ekki feitum hesti úr þeirri leit, sem ekki er von. Og hann verður því eins og vant er að grípa til ósann- índanna. Þau eru ávallt svo einstaklega handhæg fyrir hann, þegar allar ástæður, allt vit, allar röksemdir vantar. Hann heldur því lestrinum áfram með 5. ósannindin, þessi margtuggnu um »undirtylluráðgjafann fiom. frv., »ut- anveltugemsann« er hann kallar, »í raun réttri ekkert annað en landshöfðingja í nýjum einkennisbúningi«(!!). Þessi heimska, sem flokksmenn ísafoldar eru ávallt að jórtra á, hefur verið svo margrekin ofan í þá herra, að um það er óþarft að rita frekar. 6. ósannindin eru þau, sem flestir munu kannast við úr Isafold fyr, að »Fram- faraflokkurinn(H) hafi sagt búsetuviðauk- ann(!) æskilegan og fengið framknúð til- boð um hann«(!!). Þess vegna á það að vera voðaleg ósamkvæmni hjá Þjóðólfi, að vera fylgjandi konungsboðskapnum með búsetu hér, þessari búsetu, sem heima- stjórnarmenn hafi stöðugt verið að streit- ast á móti(!!). Er það ekki ágætt hjá Isu gömlu!? Hún lötrar lengi seigt með skynsemina og röksemdirnar, þá er rit- stjórinn »talar af sínu eiginn«. 7. ósannindin standa í nánu sam- bandi við nr. 6, eru kvistur af sömu rót. Það er þessi sama della um, að Fram- faraflokkurinn hafi komið ráðgjafanum í skilning um(ll) hina réttu búsetu, þvert ofan í það sem hver maður með viti veit, að það er einmitt búsetan hér, sem Hafn- arstjórnarmenn hafa stöðugt barizt á móti með hnúum og hnefum, þangað til þeir gátu ekki lengur. Það þarf heldur ekki að taka það fram — hefur verið gert svo opt — að það er einmitt aðalatriðið, m ergurinn málsins í 10 m. frv., stjórnarbú- setan hér, sem konungsboðskap- urinn tekur til greina, þvert ofan frumvarp Hafnarstjórnarmanna frá síðasta þingi. Þetta vita allir, skilja allir, sem skilja vilja, nema ritstj. ísafoldar og hans nótar. 8. ósannindin og þau harla frek- leg eru þau, að eg hafi verið mjög fylgj- andi stórabankafrtimvarpinu, er það kom fyrst fram 1899, eða meðan Benedikt Sveinsson lifði. Þetta er hreinn og beinn rógur og helber ósannindi. Einmitt þá þegar í júlímánuði 1899 er auðsæ af- staða Þjóðólfs í málinu. Peningaþörfin í landinu er viðurkennd, en talið »ísjárvert að veita útlendingum einkarétt til seðla- útgáfu nær heila öld og viðurhlutamikið að afhenda eignir landsbankans erlendum »privatmönnum« í hendtir m. fl., en talið tiltækilegra að breyta fyrirkomulagi lands- bankans«. Þetta segir Þjóðólfúr 14. júlí, þá er nefnd er sett í málið. Síðar(íblað- inu 17. júlí) ér hælt framkomu Guðlaugs Guðmundssonar á almennum borgarafundi 14. júlí, þar sem hann reif niðnr hluta- bankafrumvarpið og taldi það háskalegt. Er það vottur um meðhald með frv.? Þar segir einnig í sama blaðinu, að frumvarp- ið sé ,ótækt‘, eins og það liggi fyrir. Það þarf meira en litla bíræfni til að gera úr þessu fylgi við frv. AfstaðaÞjóðr ólfs í þessu máli hefur aldrei miðazt við neina menn, hefur ekki verið neitt per- sónufylgi, eins og ávallt er um afskipti Isafoldar af almennum málum. Og eg verð að fullyrða það, að það mun ein- hvern tíma viðurkennt, að það sé Þjóð- ólfi og ritgerðum hans um málið 1899— 1901 mes'c og bezt að þakka, að almenn- ingur hefur skilið, hvílíkt háskamál hér er um að ræða, og að það sé honum að þakka, að málið verður ekki sjálfstæði landsins til rneiri ófarnaðar en nú er út- lit fyrir. En ísafold hefur aldrei flutt nokkurt orð af viti um þetta mál, ekkert nema blekkingar og villukenningar til að ríða landsbankann á slig, taka fyrirkverk- ar honum. Þeirra tilrauna verður ein- hvern tíma getið, og blaðinu lítt til sæmdar. 9. ósannindi Isafoldar í sambandi við stórabankann eru þau, að Þjóð-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.