Þjóðólfur - 30.05.1902, Blaðsíða 3
87
ólfur varpi öllum þingræðisreglum fyr-
ir borð með því að vænta þess, að
ráðgjafinn hraði ekki nú, áður en nýkosið
þing kemur saman, samþykkt bankafrum-
varpsins frá síðasta þingi, þessa frumvarps,
er samþykkt var þar sem neyðarúrræði,
þótt góðra gjalda væri vert í samanburði
við hina forsmánina, er Valtýingar ætluðu
að knýja fram: slátrun landsbankans og
skipting eigna hans meðal útlendra auð-
kýfinga. Frv. frá slðasta þingi girðir
þó fyrir það að minnsta kosti f bráð, en
er samt ekki hið ákjósanlegasta, af því að
þar er landið svipt hlunnindum miklum
og dýrmætum: seðlaútgáfuréttinum í 30
ár, enda þótt landsbankinn eigi að standa
með seðlafúlgu þeirri, er hann hefur. En
betri er hálfur skaði en allur, og þess
vegna urðu úrslitin á síðasta þingi miklu
s k á r r i, en horfur voru á, en g ó ð voru
þau ekki. Þess vegna getur Þjóðólfur
ekki verið neitt hrifinn af því, þótt frum-
varp þetta verði að lögum, en hann hef-
ur hvergi sagt, að ráðgjafinn ætti ekki
að samþykkja það, að eins vænt þess, að
hann hraðaði því ekki ákaflega. Hann
þarf ekki að samþykkja það t. d. fyr
en einhvern tíma áður en þingið 1903
kemur saman. Hvers vegna má aukaþing-
ið nýkosna í sumar ekki ségja álit sitt
um málið, eins og það horfir nú við.
Ósköp eru veslings Warburgs-bankamenn-
irnir orðnir þurfandi fyrir að sjá framan
1 Warburg! Þeir hafa víst staðið mál-
þola lengi, mannatetrin.
Um Axel Tulinius og framkomu hans
á síðasta þingi ætti ritstj. ísafoldar að
tala sem minnst. Drengskapur þessa
þingskörungs í launamáli hans o. fl. er
mörgum þingmönnum að minnsta kosti
svo kunnur, að þeir sem vildu honum vel,
ættu að hafa vit á að þegja. Ábyrgðar-
maður Þjóðólfs getur þó þakkað sér það,
að hneykslanleg fjárveiting, er sýslumaður
þessi vildi fá handa skotfélagi á Eskifirði
og fékk samþ. í e. d. var felld í n. d.,
en um launaviðbót hans má það eitt segja,
að auk þess, sem hún þótti sanngjörn í
samanburði við laun annara sýslumanna,
var hún samþykkt f n. d. í byrjun þings,
meðan maðurinn var ekki eins þekktur,
eins og hann varð síðar.
Ritstjóri Isafoldar ætti að hafa lært
það í hinum ýmsu viðskiptuni sínum
við Þjóðólf, að honum er ekki til nokk-
urs skapaðs hlutar að vera að hnoða sam-
an þennan sífellda róg, sem allur verður
rekinn öfugur ofan í hann aptur, og allir
skynsamir menn sjá, að ekki er byggður
á neinu viti, ekki sprottinn af öðru en rót-
grónu hatri og andlegum .vesaldarskap.
Hann má þó vita, að kjósendur, bæði í
Árnessýslu og annarstaðar virða orð hans
að vettugi, af þvf að honum tekst jafnan
svo hraparlega illa, að færa rök fyrir sínu
máli, svo að úr öllu verður endileysa ein
og botnleysa hjá manninum, máttlaust ill-
indaþvogl, sem menn eru orðnir hund-
leiðir á fyrir löngu, gatslitnar, margjórtr-
aðar hugsanir, stagaðar saman með hand-
ónýtum hugsunarlopa og bláþráðum, svo
að það er engin furða, þótt roðið rifni,
og illa gangi að hylja »götin«.
»Sá 9-faldi« getur nú legið á bæn og
og sungið sálma fram yfir helgina.
H. Þ.
Sannleiksvitnið og páfagaukarnir.
Kosningaskjálfti lsafoldar.
Hið alkunna valtýska sannleiksvitni(l) hér
í bænum hefur 24. þ. m. eytt 6V2 ísu-dálki
undjr skammaþvætting um mig, sem fyrver-
andi þingmann Árnesinga og þingmannsefni
þeirrá nú við kosningarnar. Stærsti „sárs-
aukinn í Iffi" þess málgagns var kosning
mín haustið 1900, og 'sóttin hefur elnað síð-
an, svo að engin von er um nokkurn bata
hérna meginn grafarinnar, nema ef svo giptu-
samlega(!) tækist til, að mér yrði hrundið
nú við kosningarnar, og þessvegna er mál-
gagnið af veikum mætti í öllum eymdar-
skapnum, að bögglast við að segja eitthvað
til að harka af sér, en svo hefur veslings
ritstjórinn ekkert annað til brunns að bera
nema máttlausan róg og aumingjaleg svig-
urmæli út í bláinn, sem engin áhrif hafa á
nokkra hugsandi veru. Þá er ekkert er
orðið eptir nema geðvonzkan ein, þá er
snjallasta ráðið fyrir þann rithöfund, að
leggja niður pennann og skríða í felur. Það
hefði ritstj. Isafoldar átt að gera fyrir löngu.
Ritsmíðar hans eru svo vandræðalega klaufa-
legar, hugsunin svo skæld og skökk og all-
ur stíllinn svo peysulegur, að fólk stendur
alveg höggdofa yfir bullinu, sem enginn
nennir að lesa, nema örfáir kiíkubræður,
sem steyptir eru í sama móti, eins og höf-
undurinn, og þylja upp eins og páfagaukar
allar vitleysurnar, sem valtýska sannleiks-
vitnið er stöðugt að rogast með frammi fyr-<
ir almenningi.
Jafnvel þótt eg viti, að allar skriptir ísa-
foldar og öfugmæli hennar í minn garð,
hafi alls engin áhrif á kosningar í Árnes-
sýslu, þá virtist ekki rétt, að láta rógbull
hennar og ósannindi með öllu afskiptalaust.
Eg skil ekki heldur, hvernig blaðið getur
hugsað sér, að það ávinni sér fylgi nokkurra
skynsamra manna í Árnessýslu með ber-
sýnilegum hatursþvættingi um mig og brigzl-
yrðum urn merkustu og heiðvirðustu bænd-
ur í kjördæminu, er mér hafa veitt fylgi, og
munu veita, þrátt fyrir heimskugaspur ísa-
foldar, sem allir vita, af hverjum rótum er
runnið. Ritstjórinn ætti að vera svo skyn-
ugur að steinþegja, því að gangi kosning-
arnar ekki að óskum hans, verður sorgin
og illskan yfir ósigrinum enn þungbærari.
En manninum er svo þungt niðri fyrir, að
hann getur ekki stillt sig. Fall Valtýs, Stef-
áns kennara o. fl. heiztu höfuðpaura valtýsk-
unnar verður ekkert í samanburði við það
mótlæti, ef eg skyldi komast aptur á þing,
en falli eg, munu fagnaðaróp ritstjórans og
páfagauka hans heyrast hundrað rastir, svo
að t. d. fögnuður yfir falli Hannesar Haf-
steins, Tr. Gunnarssonar, Lárusar Bjarna-
son, Guðjóns o. fl. yrði harla lítill í saman-
burði við það. Það væri meira að segja
guðs mildi, ef ritstj. Isaf. gæti borið það
af, fengi ekki „slag“ af gleði. En hamingj-
an hjálpi mér, það verða „sólarlitlir dagar
í Öxl“, svo lengi, sem mér auðnast að
skipa fulltrúasæti á þingi. Það er enginn
minnsti vafi á því, að vinur vor(!) lítur ekki
glaðan dag þann tímann. Sjálfur sat hann
á þingi eitt ár (1879) — — sællar minning-
ar, — og öll afrek hans þar voru þau, að hann
fékk fjárstyrk til að gefa út alþingisfréttir
með Isafold(il). Kunnugir menn segja, að
hann hafi verið nauða liðléttur og lítilshátt-
ar fulltrúi, enda vildu. Strandamenn ekki
líta við honum aptur, höfðu verið teygðir
til að kjósa hann alls óþekktan þar, af ein-
um kunningja hans, sem ekki treystist að
halda honum fram optar. Svo var þingsagá
þessa fulltrúa úti, svo frægileg sem hún var,
og ekki hefur manninum farið fram síðan.
Hann var þá á bezta skeiði, rúmlega þrít-
ugur. En það er skiljanlegt, að hann vilji
ekki unna mér að vera á þingi lengur en
eitt ár, lengur en hann var(!), hvort sem
þessi heitasta hjartans ósk hans verður nú
uppfyllt eða ekki. Með því að maðurinn
þykist bera sæmd og velferð Árnesinga svo
ákaflega fyrir brjósti, finnst tnér, að hann
ætti sjálfur að ganga út í eldinn þar eystra,
koma nú á kjörfund á Selfossi 2. júnf og
bjóða Árnesingum hina virðulega persónu
sína, láta t. d. séra Ólaf eða Eggert hætta
við framboð sitt, en ganga sjálfur á hólm-
inn gegn þessum versta Valtýsklíkufjanda —
ábyrgðarmanni Þjóðólfs. Mér væri ánægja
að sjá hina fögru ásjónu hans þar á kjör-
fundi sem þingmannsefnis, og hlusta á hina
sætu, hljómfögru og þýðu rödd hans, hlusta
á spekina fljótandi af vörum hans sætari
en hunang, sömu spekina, sem hann stöð-
ugt er að dreifa út frá sér í ísafold. Það
yrði sannarlega skemmtun „fyrir fólkið".
Hann væri handviss um að fá 3—4 atkvæði.
Tíu yrðu þau ekki, það er áreiðanlegt, þótt
2—300 kjósendur sæktu kjörfund. Sannleilc-
urinn er, áð maðurinn er ekki sérlega hátt
„skrifaður" meðal kjósenda í Árnessýslu frem-
ur en annarsstaðar. Það eru líklega 3—4
embættismenn þar, sem steyptir eru í líku
móti, og hafa blað hans sem nokkurskonar
hversdagsbiblíu, er þeir lesa með fjálgleik
miklum til að styrkjast í trúnni og traust-
inu á valtýskunni, Warburgsbankanum o. fl.
En jafnframt má nota hana sem Buslubæn
gegn mótstöðumönnunum og læra þar ut-
an að mörg smekkleg og handhæg lýsing-
arorð um náungann, sem hvergi finnast í
neinni íslenzkri orðabók, ekki einu sinni í
hinni frægu stafsetningarorðabók höfundar-
ins sjálfs, vísindamannsins víðfræga og mál-
fræðingsins margkunna, sem ekki veit hve
afar takmörkuð, afar lítilsháttar þekking
hans er, og hversu sýnt honum er um að
„gatifísera", einmitt í því, sem hvert barn-
ið ætti að vita. Verkin sýna merkin. H. Þ.
Frá útlöndum
hafa borizt fréttir í enskum blöðum frá
10.—17. þ. m., sem þó eru ekki samfelld
frá þeim dögum öllum. Helztu tíðindi:
voðaleg eldgos á eyjunni Martinique, einni
af hinum smærri Antillaeyjum í Vestindí-
um. Eyja þessi er eign Frakka. Hæsta
fjall á henni er Mont Pelée og stóð stærsta
borgin St. Pierre undir rótum þess á vest-
urströnd eyjarinnar. Fyrir nokkru varð
vart við umbrot allmikil í fjallinu mcð
jarðskjálftakippum, og urðu bæjarbúar all-
hræddir og ætluðu að flýja úr borginni,
en þá var hervörður settur um hana, er
bannaði fólkinu brottför, og nefnd fróðra
28
hún þau aptur. í því bili heyrðist voðalegt neyðaróp og þau sáu And-
rés velta um koll og hrapa niður með meiri Og meiri hraða mittíhræði-
legri grjótskriðu. Það brakaði og drundi í skriðunni nokkra hríð — síð-
an steyptist Andrés niður í gljúfrið og hvarf niður í hringiðuna, en möl
og stórgrýti hrundi ofan á hann.
Ingiríður og Knútur stóðu sem þrumulostin og einblíndu þangað
niður, hún enn með handlegginn utan um mittið á honum, og hann
með handlegginn utan um rnittið á henni. Loks fór hún að gráta, hné
niður á helluna og hélt höndunum fyrir andlit sér. Knútur settist þegj-
andi hjá henni og færði sig smátt og smátt nær henni, svo að höfuð
hennar hvíldi við öxl hans og hún snerti kinn hans með votum vang-
anum.
„Nú veiztu það, Knútur!" Nú veiztu líka, hvers vegna eg kom
hingað, að það var til þess að biðja þig um fyrirgefningu, einmitt á
sama staðnum og eg hafði syndgað svo stórlega, bæði gagnvart þér og
gagnvart mér sjálfri. Og eg finn að þú hefur fyrirgefið mér. Eg hélt
að við mundum bæði hrapa niður í fossinn, en það varðþáhann! Þetta
er allt saman hræðilegt!"
Það fór hrollur um hana, og hún vafði sig fastar upp að honum.
„Eg á þá enga sök í dauða hans. „A eg það, Knútur?"
„Það á enginn sök á dauða hans nema hann sjálfur. Hvað var
hann að vilia út í urðina? Hvert barn gat séð, að hún ínundi hrapa
undir eins og regn kæmi úr loptinu. Hann hafði ganað út í hana, blind-
aður af afbrýðissemi og hefndarhug, þvf að hann átti þar betra skot-
færi á mér“.
„Við skulum koma heim. Eg þarf að láta aðra vita um þetta.
Það verður ekkert af neinu brúðkaupi á morgun; guði sé lof“.
Föðursystir Ingiríðar ein fékk að vita, hvernig í öllu lá. Hvorki
minningu hins látna né þeim, sem eptir lifðu var neinn hagur að því,
að menn vissu um hin nánari atvik að dauðdaga hans. Andrés hafði
dáið af slysförum, eins og margir aðrir, bæði á undan honum og eptir,
og skriðan bar nægilegan vott þess með hv iða atvikum það hafði vilj-
að til. Lík hans fannst nálægt Efra-Rjóðri við brúna, allt sundurtætt og
hlaut sæmilega greptrun. Ingiríður var skoðuð sem ekkja hans og sat
á búi þeirra árið á enda; síðan gekk hún að eiga Knút, gamla unnustann
sinn og fluttist þá að Neðra-Rjóðri.
25
blinduð af þrjózku og ofstæki og gerspillt þannig allri hamingju sinni
í Iffinu. Hún varð að gera það nú, sem hún hafði ekki getað gert þá,
að falla fram og leita hugsvölunar í tárum; daginn eptir átti hún að
standa fyrir altarinu við hlið Andrésar, en fyrst varð hún að hrópa þess-
um orðum inn í beljandi fossinn: Knútur! Eg elska þig! Eg hef
aldrei elskað nokkurn annan mann. Eg bið þig um að fyrirgefa mér".
Allt í einu datt henni í hug: „Hann skyldi þó ekki vera hérna
einhvers staðar nálægt?" Nei, engin lifandi vera sást, svo langt sem
augað eygði. Hún var þarna alein utan við sig af sorg og iðrun í hinni
hrikalegu náttúru, sem svipt var bæði sólu og sumri, eins og hún sjálf.
Hún ætlaði að fara að setjast niður og gefa tárum sínum og kveinstöf-
um lausan tauminn, en þá varð hún var við dálitia götu, sem hún kann-
aðist ekki við, er lá upp eptir snarbrattri fjallshlíðinni. Hana langaði
til þess að vita, hvett gatan lægi og til þess að komast eptir henni upp
undir sjálfan fossbarminn, þar sem hún gæti látið niðinn í fossinum yfir-
gnæfa alla kveinstafi sína.
Hún gekk eptir götunni með öruggum en léttum skrefum nokkuð
hratt, en þó varlega, því að gatan lá ýmist upp á við eða niður á við,
og þúfur og kvistar mynduðu stalla á henni. Hún studdi sig bæði með
höndum og fótum þarna utan í brekkunni, henni skrtkaði fótur og hún
rann til hvað eptir annað, en greip í krækiberjalyng og fjalldrapa og hélt
sér fastri; loks stóð hún móð og lafþreytt við nokkra almviðarrunna,
sem slúttu næstum fram yfir sjálfan fossinn.
En, viti tnenn, þarna var setpallur úr grjóti og grassverði, auð-
sjáanlega gerður af mannahöndum; mosinn og grasið í kring var líka
svo traðkað, að það var bersýnilegt, að einhver vandi komur sínar hing-
að. Skyldi það geta verið Knútur? En hvaða erindi átti hann hingað?
Ekki gat það verið til þess að veiða, því að staðurinn lá allt of hátt til
þess. Kom hann þá hingað til þess að hugsa um hana? Hann var
fyrir löngu alveg hættur að hyggja á ráðahag við hana og hann hafði
einmitt hennar vegna beðið um lausn fyrir Andrés. Hann, sem hún
hafði ásakað í huga sínum fyrir seinlæti, hugleysi og ánauðaranda, hann