Þjóðólfur - 20.06.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.06.1902, Blaðsíða 2
98 unni i Höfn. Hann fékk þær upp til Djúpavogs, og sótti þær þangað landveg; en þrátt fyrir þann kostnaðarauka, að flytja þaðan á hestum heim til sín, þá seldi hann þó hverja á 64 krónur, og lét 1 pott af áburðarolíu fylgja hverri. — Þama sýnir það sig, hvort ekki er hægt að fá þær ódýrari heldur en kaupmenn selja þær, því einmitt þessa sömu tegund, »Alexandra« nr. 13, auglýsa þeir til 'solu og selja á 80 krónur, og fá þeir þær þó fluttar sjóveg alveg heim til sín. Þetta er nú nokkur verðmunur á einum og sama hlutnum, af sömu gerð, 16 kr. mismunur, án þess þó að taka með í reikninginn þann auka- kostnað, sem Þorgrímur læknir hafði fram yfir þá, sem, ef að öllu væri gætt, yrði líklega ekki minni en 3—4 kr. á hverri skil- yindu, og er þá um 20 kr. verðmunur á hverri. Og svo er annað, sem eg álít var- hugavert. Menn hafa ekki neina vissu fyrir þvf, að allar þær skilvindur, sem nú er farið að hafa á boðstólum, séu jafn- góðar, þótt öllum sé hælt í auglýsingun- um um þær, — »því það er lakur kaup- maður, sem lastar sína vöru«. Það gæti auðveldlega farið svo, að flutt yrði til landsins einhver tegund af skilvindum—og höfð þar til sölu — sem ekki væri af sem vandaðastri gerð eða endingargóð, þótt það sé ekki orðið enn; en það teldi eg illa farið, ef bændur gleptust á því, að kaupa þessháttar skilvindur. Það þarfað fyrirbyggja, að slfkt geti komið fyrir, en það verður tæplega gert, meðan þetta fyrirkomulag er haft, sem nú er. Eg ætla nú að skýra frá því, hvaða ráð eg áliti heppilegast til að útvega bændum skilvindur, sem bæði væri ódýrari en nú gerist, og jafnframt fengist vissa fyrir því, að væru hentugar og endingargóðar. En það er með því móti, að Búnaðarfélag Islands taki að sér málið, og annist um pöntun á skilvindum fyrir bændur um land allt, sem ætti að vera svo fyrir komið, að félagið kæmi sér í viðskiptasamband við einhverja verksmiðju, sem smíðaði skil- vindur, og sem væri þekkt að því, að hafa ekki nema góðar skilvindur á boðstólum; svo yrði féiagið jafnframt að semja við versksmiðjuna um, með hvaða verði það gæti fengið þær. Þegar þetta væri komið í kring, ætli félagið að auglýsa, að það gæfi kost á því að útvega bændum skil- vindur, og tilgreina um leið verð á þeim, og hvað mikilli vinnu þær afköstuðu á klukkutíma, og setja jafnframt skilyrði því viðvfkjandi, hvernig pöntunum yrði fyrir komið, sem yrði líklega að verða svo háttað, að bændur sendu pantanir sínar pg borgun fyrir hið umbeðna til fé- lagsins, t. d. að haustinu, og þá gætu þeir fengið skilvindurnar að yorinu til. Þetta fyrirkomulag, sem hér er talað um, held eg hlyti að reynast affarasælla og hent- ugra, heldur en það sem nú ér; enda er það ekki svo lítilsvert í fjárhagslegu tilliti, miðað við dæmið hér að framan, því ekki get eg hugsað annað en að Búnaðarfélag íslands geti komizt að eins góðum kjör- um og aðrir, sem verzla með skilvindur, með því að gera stærri kaup á þeim frá fyrstu hendi. Ef maður gerði ráð fyrir, að keypt yrði til jafnaðar á ári hverju 1 skilvindu í hvern hrepp á landinu, nú fyrst um sinn, — sem þó er líklega oflítil ágizkun — þá væru það 187 skilvindur, og miðað vð 20 kr. verðmun á hverri, yrðu það 3,740 kr., sem spöruðúst árlega af fé landsmanna, einkanlega bændanna, og er það ekki svolít- il upphæð; það gæti orðið lagleg »summa« í fleiri ár. Auk þessa er ótalið, að með þessari tilhögun yrðu það miklu fleiri fátækir bændur, sem gætu eignazt skilvindur, með því að fá þær allt að því */4 ódýrari en nú gerist. Það á Ifklega margur hægra með að eignast þann hlut, sem kostar t. d. 60 kr. heldur en 80. Og þetta at- riði tel eg ekki hvað minnst vert, að flest- ir eignuðust þær, — þennan þarfa grip, sem ætti að vera til á hverju sveitaheimili. Eg hef hér í greininni aðallega talað um kaup á skilvindum, en auðvitað væri æskilegast að félagið annaðist líka Um pöntun á fleiri smérgerðaráhöldum, bæði fyrir bændur og aðra. Að lokum vildi eg óska þess, að stjórn Búnaðarfélags Islands tæki málefni þetta til rækilegrar íhugunar, og helzt til verk- legra framkvæmda hið fyrsta, þvf þarft málefni á ekki að bíða lengi, og hag- ur einstaklingsins er hagur þjóðfélagsins í heild sinni. G. H. Neðansjávar til norðurheimsskautsins. Ár frá ári verður kapphlaupið eptir að komast til norðurheimsskautsins áfergis- legra og alvarlegra, þrátt fyrir hið mikla manntjón, er ferðir þessar hafa valdið, og þrátt fyrir þær óhjákvæmilegu hættur, sem slíkri giæfraför hljóta jafnan að verða sam- fara, hversu vel og viturlega, sem til ferð- arinnar er stofnað. Það er um að gera, hver verður fyrstur til að stíga fæti á pól- inn, og margir munu þeir vera, sem vildu fórna lífi sínu fyrir þá frægð. Það eru allar líkur fyrir, að þessi þrekraun verði leyst áður en langter liðið af þessari öld. En marga hrausta og góða drengi mun norðurheimsskautasýki þessi að velli leggja í framtíðinni, eins og hún hefur gert. Nú er enginn, sem trúir því, að Andrée komi lífs aptur úr glæfraför sinni. En nafns hans verður minnst með heiðri 1 raunasögu norð- urheimsskautsfaranna, og það er þó alténd nokkuð. Svo glæfraiegt sem það sýndist að ætla sér að ná heimsskautinu í lopt- fari, eins og Andrée. þá ér þó naumast álitlegra að komast þangað í neðansjávar- bát, þ. e. bát, sem gengur í kafi, langt undir yfirborði vatnsins, eins og maður nokkur Anschiitz Kampfe frá Mona- co hefur í hyggju, Að manninum sé þetta alvörumál sést á því, að hann er að láta smlða bátinn í Wilhelmshafen við Jadeflóa og hefur skýrt landfræðifélaginu í Vín frá fyrirætlun sinni. Hann hefur nákvæmlega kynnt sér af ferðasögum pólfara, hvernig Isnum sé háttað umhverfis heimsskautið, þykkt hans, víðáttu, ísrek o. fl. Hann hyggur, að ísinn verði aldrei meir en hér um bil 30 metrar á þykkt, en báturhans á að vera knúður áfram á 50 metra dýpt undir sjávarmáli og hyggur hann, að á svo miklu dýpi sé hann ekki einungis örugg- ur gegn kulda og stormi, heldur líka gegn öllum jakaþrýstingi, sem er langmestur þrándur í götu pólfaranna. Hann ætlast til að geta verið neðansjávar 15 klukku- stundir samfleytt og komast að minnsta kosti 50 mílufjórðunga á þeim tíma. Hætt- an er þá fólgin í því, að hánn kynni ef til vill ekki að geta komizt upp fyrir yfir- borð sjávar vegna íss, áður en þessar 15 stundir eru liðnar, en Kampfe hefur það eptir norðurförum að ísbreiðurnar, séu nijög sjaldan stærri en 3 mílufjórðungar. Ef samt sem áður svo skyldi fara, að engin vök yrði fyrir honum innan þessa tíma, eru engin önnur ráð fyrir hendi en að reyna að brjóta ísinn, þar sem hann er veikast- ur. Báturinn á ekki að fara með miklum hraða, svo að honum sé síður hætt við að brotna við árekstur. Hann er líka mjög trau,«tlega smfðaður, enda veitir ekki afþví til þess að hann geti þolað þrýsting sjáv- arins á svo miklu dýpi. I bátnum eiga að vera 5 menn og samþjappað andrúms- lopt, er nægi þeim í 15 stundir, en að þeim tfma liðnum verða þeir að endur- nýja loptbirgðir sfnar. Tvær vélar eiga að vera í bátnum, önnur með 40 hestöfl- um til þess að knýja hann áfram, en hin með 5 hestöflum til þess að vinna á móti því, að honum skjóti upp og halda hon- um neðansjávar. Vélarnar eru knúðar af steinolíuhreyfivél og eiga að vera tífallt meiri birgðir í bátnum af steinolíu heldur en þarf til þess að komast frá Spitzberg- en til heimskautsins. Á leiðinni er ætl- azt til að láta bátinn vera eins lengi ofansjávar og unnt er. Óðar en menn verða varir við vök eða rifu á ísn- um er sú vélin stöðvuð, er heldur bátnum neðansjávar, og honum skýtur þá þegar upp á yfirborðið; heldur hann svo áfram ferðinni ofansjávar og má þá á þeim tíma gera ýmsar vísindalegar athuganir. Ef eng- in vök eða rifa hefur orðið fyrir bátnum eptir 6 stundir er hann látinn hægt og hægt nálgast undirflöt ísbreiðunnar og fikra sig fram með henni ofurhægt, þangað til sjá má á þrýstimæli (manometer), að ísinn se í þynnra lagi. Þar verður borað gat í gegnum hann og þó að það sé mjöglít- ið, má þó ávallt ná í nýjar loptbirgðir í gegn um það. En ef ísinn er svo þykk- ur, að hvergi er unnt að bora gat í gegn- um hann, snýr báturinn við þangað, sem hann síðast var ofansjávar eða náði síðast í lopt gegnum ísinn og reynir svo fyrir sér á öðrum stað. Vatnaflóðið í Landeyjunum. Það vofir nú bersýnilega voði yfir mikl- um hluta af heilli sveit í Rangárvallasýslu Út-Landeyjum, sakir ógurlegs vatnsrennsl- is úr Hólsá yfir byggðina. Á síðari ár- um hefur stöðugt meira og meira afMark- arfljóti runnið í Þverá, svo að vatnsmegn- ið í henni og Hólsá, er úr henni rennur, eykst ár frá ári, en land mjög lágt um- hverfis. Enginn flóðgarður eða stíflur standast því þann vatnsþunga, er á þá þrýstir og vatnið beljar með ógurlegu afli gegnum skörðin, er það rýfur. Eru 7 jarðir í Útlandeyjum verst farnar: Skúms- staðir, Eystri-Hóll, Ytri-Hóll, Sperðill, Klasbarði eystri og vestri og Klasbarða- hjáleiga, svo ekki er fyrirsjáanlegt annað, en að jarðir þessar leggist alveg í auðn og fólkið verði að flýja burtu, ef ekki er skjótt bót á ráðin. Standa ekki nema stöku holt og hæðir upp úr vatninu, sem er í miðjar síður og taglmark á sléttlendi, en á sund, þar sem dældir eru, torfpælur eða þessháttar. Ómögulegt að komast þar bæja ámilli nema fyrir þaulkunnuga menn, er þrætt geta þar sem grynnst er og þó ekki hættulaust. — Sigurður Magnússon dbrm., er búið hefur stórbúi og sæmdarbúi á Skúmsstöðum nál. 70 ár og er nú nál. 92 ára gamall, hefur haft á orði, að hann miindi neyðast til, að flýja þaðan nú, þótt hann hefði ekki ætlað sér að fara þaðan lifandi. Þetta voðaástand hefur haft mik- il áhrif á þennan fjörgamla bændaöldung eins og eðlilegt er. — Auk þessara 7 fyr- greindu jarða, sem verst eru farnar, eru 5 aðrar í allmiklum voða og ennfremur 4 undir stórskemmdum, eða alls 16 jarðir, sem hætt er við, að verði óbyggilegar. Það hefur og spillt miklu um, að Þykk- bæingar hafa hlaðið upp 1 svonefndan Fjarkastokk (ós úr Þverá) til að bjarga sínum löndum og veitt með því vatninu yfir á Landeyjar, sem naumast er leyfi- legt, en það er enginn annars bróðir í leik, þegar slík vandræði bera að höndum. Hr. Knud Zimsen verkfræðingur var sendur austur nýlega, samkv. tilmælum sýslunefndarinnar í Rangárvallasýslu, til þess að leggja ráð á, ef unnt væri, að hepta þennan voða. Er hann kominn apt- ur úr þessari ferð sinni. Telur hann tor- sótt mjög að stífla Hólsá svo, að gagni verði, en þó muni það mega takast með 6000 kr. tilkostnaði. Lakast er, að hér þarf bráðra aðgerða við, en lagaheimild skortir til þess, að lagt verði fé úrlands- sjóði til verksins. Reyndar mundi engin hætta á því, að þingið samþykkti ekki eptir á sllka fjárbiúkun í jafnmikilli nauð- syn. Það mundi verða talið sjálfsagt. En með því, að landstjórnin mun samt sem áður kynoka sér við, að gera þetta upp á eigin hönd, ætti búnaðarfélag landsins, sem hefur allmikið fé handa á milli, að hlaupa undir bagga til bráðabirgða í vissri von um endurgreiðslu á því fé frá land- sjóðs hálfu. Það er hvort sem er hlut- verk búnaðarfélagsins, að veita þar hjálp, sem mest þarf við og mest nsuðsyn er á til þess að varna landauðn. Það liggtir miklu nær hlutverki félagsins, en að verja miklu fé til að kosta þýðingarlitlar vísi- tazíuferðir eða yfirreiðir hálaunaðra »ráða- nauta« með hvíta flibba upp yfir eyru og »mansjettur« fram á hendur. Landbúnað- urinn íslenzki þarfnast annars meir. H úrra! Húrra fyrir ísafoldl Nú er hún loksins komin til sannleik- ans viðurkenningar í reikningsdeilu-málinu. Nú flytur hún í 38. tölubl. 18. þ. m. grein eptir »Hreppsnefndaroddvita«, þar sem reikningsdæmi »Bóndasonar« er sett upp alveg í sama formi sem Bónda- son« notar, nfl. venjulegu aðalreiknings- formi; afborgunin talin tekjumeginn til jafnaðar, og viðhafðar nákvæmlega sömu tölur, sem eg sagði 25. aprílíiy. tölubl. Þjóðólfs, að eg mundi hafanotað »ef eg hefði verið' þessi* »Bóndason« — sem sé 25 þús. kr. tekjumegin og 25 þús.kr. + 17,500kr. = 42,500 kr. gjalda- meginn. Með því að flytja þessa grein »Hrepp- nefndaroddvitans« athugasemdarlaust viðurkennir Isafold: 1. að reikningsformið sé rétt, eins og eg hafði áður sýnt og sannað, 2. að færa beriafborgunina tekjumeg- inn til jafnaðar—eða eins og Isafold orð- ar það í 26. tölubl.: »að bæta væntan- legum útgjöldum bankans við væntan- legar tekjur hans; nefnir í 33. tölubl.: »nýstárlega uppgötvun um einhlftt íanga- ráð til að auka tekjur sfnar, sem sé: að bæta við útgjöldunum« og í 37. tölubl.: »að auka tekjurnar með því að bæta við þær nokkrum hluta útgjaldanna«. Þessa »tekjuaukauppgötvun nafntoguðu« (37. tölubl.) lýsir nú Isafold hárrétta, og er þannig komin til sannleikans viðurkenn- ingar. Húrra fyrir Isafold! En hún fer hálf-iila með vin sinn Björn Kristjánsson með þessu háttalagi— að skilja hann svona einsamlan eptir á mölinni og alla speki hans; — manninn, sem sagði upp- haflega í 15. tölubl. ísafoldar: 1. að »Bóndason« telji »fjárhæðir tekjumeginn, sem að eins eiga heima gj aldam egi n n «, 2. að af- borgunarupphæðin eigi sallsekkiað standa tekjumegin«, og 3. að hún sé sett þar af sfrámunalegu þekkingarleysi« eða til að sblekkja fáfróða lesendur« ; — segir í 21. tölubl. Isafoldar, 4.: »þetta sannar fullkomlega, að tekjuhæðinni 44,643 kr. í dæminu er ofaukið«; ogloksÍ25. tölubl. ísafoldar, 5. »Fjárhæðin (44,643 kr.) gat ekki staðið í þessum reikningi (o: tekjumeginn), þó að fjárhæðin sjálf hefði verið rétt«. Eg fer nú að kenna í brjóst um B. Kr. fyrir það, að ísafold skuli nú einangra hann — eins og skarlatssóttarsjúklinga. Eg vil vekja athygli »Hreppsnefndar- oddvitans« á því, að það var ekki B. Kr. sem benti á það, að sléoða yrði upphæð- ina 44,643 kr. hjá »Bóndasyni« ofhátt talda um 19,643 kr. (þegar miðað væri við fyrstu árs afborgun), heldur eg 1 17. tölubl. Þjóðólfs 25. apríl, eins og B. Kr. viðurkennir í 25. tölubl. Isafoldar með þessum orðum: »Hann (H. J.) færir þessa fjárhæð því niður um 19,643 kr.« En ísafold er snúin; hefur viðurkennt sannleikann. Húrra fyrir Isafold ! Væntanlega kemur nú B. Kr. á eptir og segist alltaf hafa ætlað að fara að hugsa þetta. Vér táum að sjá. Halldór Jónsson. Af kjörfundi Mýramanna. Einn af þessum alræmdu sannleikspistlum Isafoldarmannsins birtist í blaði hans 18. þ. m., og hljóðar sá um kjörfund Mýra- manna, þar sem hann er að fárast út af at- kvæðasmölun andstæðinga sinna þar efra, fyrir Jóhann bónda í Sveinatungu, sem hann kallar „bankasendil" o. s. frv. Meðal annars getur hann þar einhvers „þriðja smala", sem hann segirað hafi verið „sendimaður apturhaldsliðsins" í Reykjavík, og sýnist Björn gera einna lengstan sálm- inn um höfuðbúnað þess manns. Er auð- heyrt á greininni, að Ísafoldar-B. hefur staðið einhver geigur af því, er hinir ólygnu(!) fréttasnatar hans sögðu mann þennan (sem

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.