Þjóðólfur - 20.06.1902, Síða 3

Þjóðólfur - 20.06.1902, Síða 3
99 B. ekki kann að nefna) hafa verið með „Búahatt". En þessi hatt-geigur er næsta skiljanlegur, þar sem menn vita, að „Búar“ hafa lengi barizt drengilega fyrir frelsi sínu, en Isafoldar-JS. og kumpánar hans hafa nú allengi haft það verkefni með höndum, að reyna fremur að hnekkja sjálfstæði þjóðar- innar en efla það, reyna að trufla heilbrigða skynsemi landa sinna með ýmiskonar 'þóli-. tiskum blekkingum, einkum að því er snértir bankamálið og stjórnarskrármálið. Það er því harla ólíkt á komið með Isafoldar-ráðinu og Búum, jafnvel þótt Björn og lið hans sé að „fiagga" með „framfara-titlinum" á flokk sinum, sem enginn skynberandi maður efast um, að er hinn eini sanni apturhaldsflokkur sem íslenzka þjóðin hefur á að skipa. — „I saf.“ sneiðir alveg hjá smalaskýrslu Val- týsliða til Mýra-kjörfundarins, sem er þó all- fróðlegt að heyra, og skal því ágrip af henni seti hér, jafnvel þótt vita megi að ísafoldar- manninum mundi kærara, að kjörfundarbull hans fengi að standa eitt, því sá náungi er sjaldan vanur að líta nema á aðra hlið mála þeirra, sem hann er að þvaðra um, og þá er ætíð sjálfsögð regla hans, að setja upp þessi sfgrænu valtýsku ugluaugu Isafoldar, sem alræmd eru að pólitisku réttsýni(l). Það var ekki laust við að þeir Magnúsar- liðar færu að hreyfa sig, þegar leið að kjör- fundi Mýramanna, því að þeir voru orðnir hálf-smeikir um úrslitin, þrátt fyrir þessi dæmafáu afrek erindrekans á þinginu í fyrra, í bankamálinu, sem hann er svo óviðjafnanlega hreykinn af. Þegar kvölda tók, á laugardaginn næsta fyrir fundinn, lagði „forkólfurinn" þeirra Þverhlíðinga, odd- vitinn í Dal, af stað, og þeysti fram og apt- ur á milli „þegna sinna" að áminna þá um hinn gamla„katekismus“, sem þeirvirtustnærri því vera búnir að týna niður, sumir hverjir, að minnsta kosti, og hið æzta boðorð „forkólfsins" var þetta: „Kjósið séra Magnús, hann mun leiða yður í allan sannleika". Svo á hinu leytinu sendu Arnhyltingar „drenginn sinn“ um allar Tungurnar til þess að „agitera" fyrir guðs- manninum; en hið neðra og vestra um Mýr- ar fór Guðjón I Straumfirði og biskupsklíkan með „gleðiboðskapinn" á meðal sauðanna, og reru mikinn, eins og vænta mátti. Svo reið sjálfur guðsmaðurinn, átrúnaðar- goð Isafoldar, á stað með Síðumenn og aðra virktavini sína og út til Norðurár; en þar slógust Arnhyltingar og aðrir Valtýsvinir í förina, en framan úr hlíðinni reið forkólfur- inn fyrgreindi í broddi fylkingar, og var ærið gleiður á að sjá, yfir veiðum sínum þar fremra, þótt sumir hyggnari bændur þar í sveit meti lítils hin pólitisku „örverpi“ Ísafoldarklíkunnar þar efra, og þætti „fork.“ seilast nokkuð langt til lokunnar, að leggja út í þessa óþakklátu smalamennsku, þvert ofan í ósk ýmsra helztu sveitunga sinna, en il þess, að eins, að þóknast guðsmanninum á Gilsbakka og honum Birni hans, „ísa- foldar". En þennan nýnefnda öldung sýn- ist forkólfurinn hafa tekið sér helzt til fyrir- myndar, þótt honum tækist ekki með öilu að líkja eptir hinni kurteisu og stilli- legu framkomu Bjarnar á síðasta þingmála- fundi Reykvíkinga, enda mun fork. ekki hafa gefizt kostur á að hlusta á þennan vin sinn þar á fundinum. Kjörfundurinn var haldinn í Galtarholti, og hófst með því, að Einar próf. á Borg mælti nokkur orð, sem meðmælandi annars frambjóðandans, Jóhanns bónda í Sveina- tungu; — annar meðmælandi Jóhanns, Run- ólfur bókbindari í Norðtungu, fékk eigi sótt- an fundinn sökum lasleika. — Eptir það að séra Einar hafði mælt, byrjaði Pétur í Hjörts- ey sfna Iöngu og leiðinlegu ræðunefnu, sem var raunar lítið annað en eldgömul fsa- f o 1 d a r-upptugga, um valtýskuna og kosti(!) hennar, og svo „stóra-banka-della“ í endan- um, og var þá fundarmönnum farið að leið- ast til muna, svo að fæstir þoldu að hlusta á þvælu þá til enda. En fundarstjóri varð að áminna manninn um að vera stuttorðan, ög fór hann þá loks bráðum að þagna. Þá tók Þverhlidingaforkólfurinn til máls og talaði nokkur ófimleg orð um „gemlinga", eins og þeir væru eitthvað nákomnir séra M., sem „fork." ætlaði, að því er virtist, að mæla með, en meðmæli þessi þóttu lítt tak- ast, og líktust mjög hugsunarhætti mælanda, sem er alþekktur að pólitiskri vanþekkingu, og þykir lítt farast frammistaðan í lands- málavastrinu. Þegar hinn síðasttaldi hafði lokið sér af, tók Jóhann bóndi Eyjólfsson til máls, og mælti vel og skörulega, svo sem honum er títt; hann talaði einkum um bankamálið, og kvaðst mundi styðja landsbankann eptir megni, ef það mál kæmi til umræðu á næsta þingi, og hann næði kosningu; sýndi hann og með ljósum rökum, að það væri hið mesta óráð að selja útlendingum í hendur seðlaútgáfuiétt þann, er vér nú hefðum, og taldi þann rétt svo mikils virði fyrir lands- bankann, að með því að halda honum, hlyti bankinn að ná þeirn þroska áður en langt um liði, að hann gæti fullnægt kröfum þjóð- arinnar og myndi þá verða henni miklu heillavænlegri til frambúðar, en útlendur okurbanki, er mundi svipta landsmenn mest- um fjárráðum þeirra, er hann hefði einka- rétt að seðlaútgáfu landsins. Gerðu menn góðan róm að máli Jóhanns og þótti hann lýsa þekkingu á máli þessu, framar en þeir, er áður höfðu minnst þess þar á fundinum. Eptir það mælti séra Magnús alllangt er- indi, og hrósaði mjög kostum(!) valtpskunn- ar á síðasta þingi, og bankans stóra m. m., og loks leitaðist hann við, að bera af sér á- mæli það, er Jóhann bar á hann, viðvíkj- andi frammistöðu hans í bankamálinu á síð- asta þingi, en fæstir kunnugir og óhlutdræg- ir tilheyrendur munu hafa álitið þær afsak- anir M. nægilega* rökstuddar. — Að þessu loknu var gengið til atkvæða, og lágu þá Valtýingar ekki á iiði sínu með atkvæða- smölun handa séra M., enda náðu þeir loks meiri hluta atkvæða 67 gegn 46, og var síð- an fundi slitið. Þess skal getið, að nokkrir helztu og skyn- ugustu bændurnir í Hvítársíðu (sóknarmenn séra M.) sátu heima, og sýnir það meðal annars, að skoðanir manna þar um slóðir, á þingmannshæfileikum séra M. muni nú orðnar töluvert tvískiptar, þrátt fyrir allan Isafoldargorgeirinn, sem lengi hefur logað eins og myrkblátt mýrarljós yfir höfði guðs- mannsins, sem er auðvitað mjög annt um þessa daufu draugaskímu, og vill því í flestu lifa og láta eins og ísafoldarliðið ræður hon- um. Sannleikurinn var sá, að róðurinn og æsingarnar var hvorttveggja mest af hálfu Valtýinga þar í kjördæminu, jafnvel þótt Jóhannsliðar fylgdu drengilega fram máli sínu, og mun það helzt hafa borið til and- róðurs þeirra gegn séra M., að þeirn líkaði miður en skyldi framkoma hans á síðasta þingi, í tveim helztu velferðarmálum lands- ins. Mun alltvísýnt um kosningu hans þar, þótt hann byði sig optar fram. Eiga þeir menn heiður skyldan, sem sýndu hreinskilni sína ( þessu máli, og dugnað í fylgi sínu við bændastéttina, sem engum sanngjörnum bónda getur komið til hugar að mótmæla, að betra sé að senda á þing, en embættis- menn, sem eru að meiru eða minna leyti háðir stjórn landsins og optast litlu hæfari til þingmennsku en bændur, séu þeir ekki því ver að sér gervir, að andlegri atgervi. Fundarmaður. Hitt og þetta. Höfuðkúpnr af mönnum frá »diluvial«- tímanum hafa fundizt í nánd við Agram í Króatíu, og hefur Kramberger háskóla- kennari rannsakað þær vísindalega. Við þá rannsókn hefur það komið I ljós, að hér er um mjög mikilsverðan fund að ræða, því að hauskúpurnar hafa sömu lög- un, og hin nafnkenda hauskúpa, er fannst í Neanderdalnum hjá Dusseldorf 1856, er var ólík höfuðkúpum núlifandi rnanna, og Schaafhausen taldi vera af steinaldarmanni en Virchov vansköpuð afbrigði. En sú skýring getur nú ekki staðizt lengur, því að við Agram hafa fundizt hauskúpuleif- ar af átta mönnum, er allar hafa sömu lögun eins og kúpan Irá Neanderdalnum. A Agram-kúpunum eru hin stóru augna- brúnaÞein enn stórfelldari en á Neander- dalshauskúpunum, svo að menn verða að skoða hinn feikilega stóra ennisskúta sem kynþáttarmerki. Svoná margar samkynja i hauskúpur sanna, að hér er um ættar- einkenni að ræða, er sýnir mjög lágt þroskastig, og ennfremur sést af þessu í sambandi við Neanderdalsfundinn, að þess- ir menn, sem lifðu á steinöldinni, og svip- aði til apanna í skapnaðarlagi, hafa átt heima á stóru svæði í Mið-Evrópu. Loptrita (aérograf) er nú farið að kalla hina þráðlausu (eða vírlausu) fregnritun Marconi’s, því að mönnum þykir ekki við- ipmnanlegt að tala um »þráðlaust hrað- skeyti«, og er það því kallað á útlendu máli »aérogram«, er á íslenzku gæti kallazt loptskeyti, þ. e. frétt, sem flytzt í loptinu. Er það miklu réttara en »firð- ritun« eða »firðskeyti«, sem ekkert tákn- ar annað en fregn, senda úr fjarlægð, en alls ekki á hvern hátt hún berst. Marc- oni hefur þegar Iofað að senda loptskeyti um krýningu Játvarðar konungs 26. þ. m. til blaðs í Ameriku, svo öruggur er hann um, að loptriti hans geti flutt áreiðan- legar fregnir þvert yfir Atlantshafið á hér um bil 1900 kílómetra færi. Ætl- ar hann að hafa 70 metra (yfir 200 feta) háa stólpa, sem stöðvar sitt hvoru megin hafsins við Landsend á Englandi og á Nýfundnalandi. Alkóhollanst vín og öl er sagt, að dr. Pitoy í Reims á Frakklandi hafi framleitt. Hann fullyrðir að hann hafi fundið ólgu- geril (leuconostoc ^dissiliens) er skiptirsykri vínþrúgunnar og maltsins, ekki í alkóhol og kolsýru, eins og venjulega, heldur I kolsýru og annað efni, er hann kallar »dextranose«. Efni þetta er hvorki eitrað né áfengt, en sá alkóhollausi drykkur, sem framleiðist við þetta, hefur að öðru leyti alla eiginleika vínsins og ölsins, að því er bragð og lit snertir. Frakkneskt stór- blað, sem skýrir frá þessu segir, að þessi uppgötvun Pitoy’s muni óhjákvæmi- lega gera feikimikla byltingu I heiminum, og er það ekki ósennilegt, ef satt reynist. En að fregn þessi sé fullkomlega áreiðan- leg viljum vér ekki ábyrgjast. Vér seljum hana ekki dýrara, en vér keyptum. Lög um smjör, er geta varðað oss Islendinga miklu, eru nýlega gengin I gildi á Englandi. í lögum þessum erákveðið, að allt smjör, er við rannsókn reynist að geyma meira en 16°/o afvatni, skuli teljast svikin vara, að svo miklu leyti, sem hið gagnstæða verður ekki sannað. I Danmörku hafa ákvæði þessi vakið mikla eptirtekt, þvl að eins og kunnugt er, selja Danir mestallt smjör sitt til Englands. Hefur landbúnaðarráða- neytið danska brýnt fyrir smjörútflytjend- um að gæta þess vel, að hlíta lögum þess- um, og setja greinilegt merki á smjörið, að það sé danskt, svo að danskir seljend- ur verði ekki fyrir skakkafalli fyrir svikið smjör annarsstaðar frá. Með því að vér Islendingar erum nýbyrjaðir að flytja út smjör til Englands, er mjög áríðandi, að vér gætum laga þessara, því að Englend- ingar kvað fylgja þeim mjög stranglega fram, og getur enska markaðinum orðið algerlega lokað fyrir smjör vort, ef það reynist vatnsbornara, en það á að vera, auk þess sem mál verður þegar hafið fyrir sölu á sviknum vörum gegn hverjum þeirn er flytur til Englands smjör, sem fullnægir ekki þessum fyrtöldu ákvæðum laganna. (Eptir blaðinu „Börsen" t. þ. m.). Póstskipið „Laura" fór héðan 17. þ. m. áleiðis til Hafnar. Með því sigldi til Englands Einar Bene- diktsson yfirréttarmálafærslumaður með frú sinni, Haraldur Níelsson cand. theol. á bindindis-stórstúkufund í Stokkhólmi, Sigurður Jónsson járnsmiður til Hafnar, nokkrir vesturfarar o. fl. Hafíshroði var á Húnaflóa og Skagafirði er slðast fréttist. »Vesta« komst ekki inn á Sauð- árkrók fyrir ís 8. þ. m., en haldið, að hún mundi bíða úti fyrir, unz hann ræki fráaptur, því að hann var árekiafHúna- flóa inn í Skagafjörð um það leyti. Var búizt við, að ísinn mundi fara til fulls þá og þegar. Embættispróf á prestaskól— anum tóku I gær Þorsteinn Björnsson með 2. eink. 71 st. Jón Brandsson — 2. — 64 — Mannalát. Isömu vikunni, núfyrir helgina létust 4 menn á einum bæ í Bisk- upstungum, Gýgjarhólskoti. Fyrst dó systir konunnar, Elín Guðnadóttir, svo konan sjálf Anna Guðnadóttir, og 2 dögum síðar maður hennar G u ð - m u n d u r bóndi Pálsson (sonur Páls Guðmundssonar, er bjó á Gýgjarhóli) hátt á sjötugsaldri, hafði búið allan sinn bú- skap í Gýgjarhólskoti. Síðast andaðist dótt- ir hjónanna Katrín, um þrítugt, sama daginn sem faðir hennar. Sagt er að lungnakvef eða lungnabólga hafi orðið fólki þessu að bana, en æði illkynjuð hef- ur sótt sú verið, Er þetta fágætur mann- dauði á fárra daga fresti á sama bæn- um. Sagt að 2 menn hafi verið lifandi á heimilinu eptir. Hjón þessi voru alla æfi fátæk, en björguðust þó furðanlega við mjög lítil efni með allmikla fjölskyldu. Dáinn er 12. þ. m. hér í bænum Gísli Matthíasson, fyr bóndi á Felli í Biskupstungum, hafði flutzt hingað til bæjarins fyrir 2 árum, dugnaðarmaður og myndarbóndi, og dável efnaður, er hann bjó eystra. Hann var kvæntur Þórdísi Ámundadóttur frá Sandlæk Guðmunds- sonar, systur Ólafs verzlunarstjóra við Brydesverzlun og þeirra bræðra. Þau hjón eiga 2 uppkomin börn á lffi. Eptirmasli. Hinn 1. d. mafmán. 1901 andaðist í Hofs- ós óðalsbóndi Þorgils Þórðarson frá Kambi í Deildardal í Skagafj.sýslu. — Hann var fæddur 26. febr. 1842 á Kambi og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Þórði Sigurðs- syni og Hólmfríði Markúsdóttur. Þorgils sál. kvæntist vorið 1868 eptirlifandi ekkju, Steinunni Árnadóttur frá Grundarlandi f Unadal og eignuðust þau 6 börn; af þeim eru 4 á lífi: Páll bóndi á Stafni, Hjálmar, ráðsmaður hjá móður sinni og 2 dætur ó- giptar. Öll eru börn þeirra mjög mann- vænleg. Þorgils sál. var fyrirmyndarbóndi að dugnaði, ráðdeild og hverskonar fram- kvæmdum; húsaði jörð sína vel og endur- bætti hana að túni og engjum. Hér ‘um bil allan búskap sinn var hann hæstur tí- undandi og hsestur gjaldandi til hrepps hér í hreppnum, að verzluninni undanskilinni, og sýnir búskapur Þorgils sál. að mögulegt er að komast hér af og safna þó nokkru fé, ef ve! er á haldið. — Þorgils sál. var hinn mesti vaskleikamaður og fylginn sér, gleði- maður, gestrisinn mjög og sífellt reiðubúinn að rétta þeim hjálparhönd, er þess þurftu. Er hans því að verðugu sárt saknað sem hins nýtasta manns og bezta drengs. — Einn af vinum hins hitna. Heimsins vöndiiðustn og ódýrustu Orgel og Fortepiano fást rneð verksmiðjuverði beina leið frá Beethoven Piano & Organ Co og frá Com- ish & Co, Washington, N. J. U. S. A. Orgel úr hnottré með 5 áttundum, 13 tónfjölgunum, 2 hnéspöðum, með vönduð- um orgelstól og skóla, kostar I umbúðum ca. 125 krónur. (Orgel með sarna hljóð- magni og líkri gerð kostar I hnottréskassa minnst 244 krónur I umbúðum hjá Peter- sen & Steenstrup). Flutningskostnaður frá Amerfku til Kaupmannahafnar er frá 26— 40 krónur eptir verði og stærð orgelsins. Öll fullkomnari orgel og fortepiano til- tölulega jafn ódýr og öll með 25 ára á- byrgð. Allir væntanlegir kaupendur eiga að snúa sér til undirritaðs. Einkafulltrúi fé- laganna hér á landi: Þorsteinn Arnljótsson. Sauðanesi. Tll leigu eitt herbergi lítið fyrir ein- hleypan mann ( Grettisgötu 3.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.