Þjóðólfur - 27.06.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 27.06.1902, Blaðsíða 1
54. árg. Reykjavík, föstudaginn 27. júní 1902. M 26. Bidjið æ t í 5 um OTTO M0NSTED S DANSKA SMJÖRLÍKl ~ sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Yerksmiðjan cr hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefad hina beztn vörii og’ ódýrnstn í sainanbnrði rið gæðin. ^ Fæst hjá kaupmönnum. u* nota fyrir stofnunina. Þinginu blandaðist Menn kunna að segja, að það sé nokk- Alþingiskosningar. IV. (Síðasti kafli). í Sudur-Þingeyjarsýslu endurkosinn: Pétur Jónsson. Atkvæðatala ekki frétt. í Norchir-Þingeyjarsýslu kosinn : Árni prófastur Jónsson á Skútustöðum, með 56 atkvæðum. Friðrik Guðmundsson á Þórshöfn fékk 9 atkvæði. í Norður-Múlasýslu kosnir: Ólafur Davíðsson verzlunarstjóri á Vopnafirði, með 149 atkvæðum og Jón Jónsson (fyr á Sleðbrjót) með 140 atkvæðum. Jóhannes Jóhannesson sýslumaður fékk 134 atkvæði. í Suður-Múlasýslu kosnir: Guttormur Vigfússon í Geitagerði og Ari Brynjólfsson á Þverhamri, með um 1 50 atkv. hvor. Axel Tulinius sýslum. fékk 67 atkv. í Austur-Skaptafellssýslu kosinn: Þorgrímur Þórðarson læknir á Borgum með 57 atkv. Séra Jón Jónsson á Stafafelli fékk 35 atkv. * * * Er þá frétt um allar kosningar á land- inu. Hafa heimastjórnarmenn orðið í al- gerðum meiri hluta, einsog vænta mátti, því að hinir höfðu unnið sér svo mjög til óhelgi í fyrra sumar, að það var barnaskapur einn að ímynda sér, að þeir gætu komið liðfleiri á þetta þing. Hlut- fallið er nú þannig, að heimastj'órnar- menn hafa 18 þjóðkjörna úr sínum jlokki, þá er þeir séra Þórhallur og Jón á Sleðbrjót eru taldir með. Hinn síð- arnefndi er af kunnugum talinn alger- lega viss í heimastjórnarflokknum, og hinn fyrnefndi má teljast það einnig, þótt oss sé kunnugt um, að hann vilji helzt láta teija sig »milli flokka«. Val- týingur vill hann fyrir engan mun kall- ast, og því hefur hann lýst skýrt yfir í »ísafold«. Hinsvegar hafa Valtýing- ar ekki nú nema 10 þingmenn, réttan þriðjung hinna þjóðkjörnu, og 2 telj- ast milli flokka (J. M. og E. B.). En þótt þessirmilliflokkamenn og 1 — 2 aðrir hölluðu sér að valtýska minni hlutanum, sem ekki þarf að gera ráð fyrir, þá hefðu heimastjórnarmenn yfir- tökin samt. Meiri eða minni hluti nú veltur ekki á I atkv., eins og síðast. Af þessum 30 nýkosnu þingmönn- um hafa 19 átt sæti á síðasta þingi, þ. e. verið endurkosnir (11 heirriastjórnar- menn, 8 Valtýingar), en fallið hafa 6 Valtýingar, er á síðasta þingi voru, þar á meðal foringinn sjálfur og 3 sýslu- menn. Hins vegar hafa ekki falhð nema 2 heimastjórnarmenn, er sæti áttu á sfð- asta þingi (H. Hafst., Björn í Gröf). Auk þessara 6 valtýsku þingmanna, er fallið hafa, hafa 5 úr þeirra flokki, er fyrrum hafa setið á þingi fallið (Björn Sigf., Jens Pálss., Jón Jenss., Jón Þór- arinss., Páll Briem) en að eins 1 úr hinna flokki fj. Jak.). Mannfallið hef- ur því nær eingöngu verið í valtýska flokknum, því að 11, segi og skrifa ell- efU gamlir og nýir þingmenn úrþeirra liði hafa hnigið í valinn, og flestir þeirra nokkuð breiðir fyrir fetann að minnsta kosti í sínum eigin augum. Jafnmikið »slátur« úr sama flokk er öldungis óheyrt við kosningar hér á landi áður, enda hafa þær aldrei verið sóttar með jafnmiklu kappi. En nú tók þjóðin einnig duglega af skarið og hratt heiðarlega af sér hinu geisimikla og harða áhlaupi valtýsku stórfiskanna, er nú ætluðu allt undir sig að brjóta, en fóru hinar háðulegustu hrakfarir all- ur þorrinn. Af hinum 11 þingmönnum, er nú hafa verið kosnir og ekki áttu sæti á síðasta þingi, hafa 5 setið áður á þingi (Arnijónss., Jón(Sleðbrj.) Sighv. Arnas., Sig. Stef. og Þórh. Bj.), en að eins 6 eru alveg spánnýir, menn, sem ekki hafa fyr á þingi verið (Ari Brynjólfss., Eggert Ben,, Eggert Pálss., Jón Magn., Ol. Dav. og Þorgr. Þórðarson). Þeir eru því ekki nema J/s hluti þjóðkjör- inna þingmanna. Hinir 4/5 eru allir fyrverandi þingmenn um lengri eða skemmri tíma. Hér er því ekki um neitt nýgræðingaþing að ræða í orðs- ins eiginlegu merkingu. Meðal hinna 6 spánnýju þingmanna eru 3 heima- stjórnarmenn, 1 Valtýingur og 2 milli- flokkamenn, en af hinum 5, er áður hafa verið þingmenn, en sátu ekki á síðasta þingi eru 3—4 heimastjórnar- menn, en að eins 1 Valtýingur. Þetta örstutta yfirlit verður látið nægja í bráð til að sýna afstöðu flokk- anna á þingi í sumar. Með þvi að Valtýingar hafa lamazt svo mjög, gcta þeir ekki ráðið forlögum stjórnarskrár- málsins eða annara mála á þingi, og munu því sjá sér þann kost vænstan, að hafa sig sem minnst uppi og leita nú samkomulags við hinn flokkinn, sem ætla má að takist að einhverju eða miklu leyti, þá er deildaskipunin og embættismanna-skipunin í þinginu er um garð gengin. Fyr getur ekki orðið um neina miðlun að ræða. Um geðveikrastofnun Sehierbecks o. fl. Kæruleysi íslenzka ráðaneytlsins. Eins og kunnugt er, sainþykkti síðasta alþingi frumvarp til laga um geðveikra- stofnun hérálandi. Hafði hr. Chr. Schier- beck læknir, sem dvalið hefur alllengi hér á landi og kynnt sig hvarvetna vel, gert það göfugmannlega tilboð, að kosta bygg- ingu spítalans og stjórna honum, er hann væri kominn á fót, gegn því að fá eina af jarðeignum landsjóðs til leigulausra af- ekki hugur um, að hér væri um mikið nauðsynja- og kærleiksverk að ræða, og gekk því einróma að hinu veglynda boði hr. Schierbecks í öllum aðalatriðum. Þó breytti fjárlaganefndin í n. d. nokkuð frumvarpi því, er hann lagði fyrir hana, bæði með því að ákveða tölu sjúklinganna hærri, er stofnunin veitti viðtöku o. fl. Jafnframt er ákveðið í frv. alþingis, að þa er stofn- unin sé komin á fót, skuli greiða úr land- sjóði kostnað við rekstur hennar eptir reikn- ingi eiganda, en þó ekki meira en 10,000 kr. á ári. Hr. Schierbeck, sem sýnt hefur mjög mikinn áhuga á þessu máli, lýsti yfirþvf, að hann mundi sætta sig við frumvarp þingsins, þótt honum llkaði það ekki alls kostar vel, og bjóst svo við, að allt væri klappað og klárt, og engin fyrirstaða mundi verða á staðfestingu frumvarpsins hjá stjórn- inni, svo hagfellt sem þetta virtist vera fyrir landsjóðs hönd, með því að ætla mátti, að jafngóð boð mundu honum aldrei bjóð- ast, en nauðsyn hins vegar mikil að koma upp slíkri stofnun í landinu. En þessi von hr. Schierbecks og annara hefur brugð- izt. Frumvarpið er óstaðfest, að því er menn vita enn í dag, eitf meðal hinna fáu frumvarpa síðasta þings, sem enn hafa ekki öðlazt konunglega staðfertingu. Hverju eða hverjum er þetta að kenna? Engu öðru en íslenzka ráðaneytinu eða einhverjum utanaðkomandi áhrifum á það. Með því að hr. Schierbeck er þessu máli vitanlega allra manna kunnugastur, þykir oss réttast að láta hann sjálfan skýra frá því. Hefur hann léð oss til athugunar skýrslu þá, er hann ætlar að senda dönsk- um blöðum um þetta efni. Með því að hún er mjög fróðleg á margan hátt, veiða hér tekin upp öll helztu atriði hennar. Hr- Schierbeck segir meðal annars: »Eg hlýt að gera grein fyrir þvf, hvers vegna landar niínir, Islendingar, hafa svo lengi ekkert heyrt um hina fyrirhuguðu geðveikrastofnan mína hér. Eg hafði vakið vonir 1 margra brjóstum, og margar sann- anir hef eg í höndum fyrir þvf, hversu nauðsynleg slík stofnun sé, því að eg hef fengið mörg auðmjúk bónarbréf, þar sem eg er grátbændur um að taka að mér nánustu vandamenn beiðenda, systur — eiginmann — móður — barn o. s. frv. Hin fyrirhugaða stofnun hefði þurft að vera 3—4 sinnum stærri en ráð- gert var, til þess að geta veitt viðtöku öll- um þeim sjúklingum, er vandamenn þeirra hafa beðið mig fyrir í barnslegu trausti eða von um meinabót þessara veslinga undir minni hendi.--------— uð seint, að þessi skilagrein komi frá mér. — En eg hef sjálfur verið að bíða og blða eptir svari íslenzka ráðaneytisins upp á lagafrumvarp alþingis, er samþykkt var f einuhljóði af báðum deildum, frumvarp, sem reyndar var ekki nema að nokkru leyti byggt á uppástungum mfnum. En mánuður líður eptir mánuð, og önnur samþykkt lög eru staðfest, en þetta ekki. Þá fór mér að skiljast, að hið háa ráða- neyti væri málinu ekki hlynnt, og ætlaði að láta það lognast út af, sofna til fulls og alls. Þetta hryggði mig mjög, og þess- vegna reit eg hans »excellence«, ráðgjaf- anum fyrir ísland á þá leið, að mér virt- ist ráðaneytið að minnsta kosti vera skuld- bundið að svara manni, er býðst til að reisa af eigin efnum hæli fyrir hér um bil lógeðveikaíslend- inga, útbúa það að ölluleytimeð áhöldum, og stjórna því sem læknir án nokkurra launa, ef ósk- að væri. Með því að eg hef ekkert svar fengið, get eg auðvitað ekki skoðað það öðru- vísi en synjun. Menn hafa ekki vilj- að láta ókeypis grunn með hæfi- lega miklu óbyggðu landi og held- ur ekki greiða hinn árlegakostn- að við rekstur stofnunarinnarí sameiningu við sveitarfélögin, eins og skil- yrðin voru fyrir því, að eg með aðstoð tengdamóður minnar jústisráðsfrú Hostrup-Schultz og konu minnar skyldi annast byggingarkostnaðinn o. s. frv. Með öðrum orðum: það verður ekk- ert af þessari stofnun hér á landi, og það sker, sem hún strandaði á, var ráðaneytið, þar sem svo mörg góð íslenzk frumvörp samþykkt af þing- inu hafa strandað. Þetta frumvarp mitt hefur liðið sameiginlegt skipbrot með svo mörgum öðrum. Eg verð því sjálfur að slökkva þær vonir, er eg hef vakið til lífs, og það er þungt og hart. Eg hefði svo innilega óskað að geta hjálpað hinum ógæfusömu löndum mínum, er nú sitja innilokaðir í klefum með járnlásutn fyrir, innan um saurindi og fataræfla, hæddir og ertir gegnum riml- ana eins og óarga dýr (eg t a 1 a a f reynslu um það, sem eghetséð sjá lfur), eða fjötraðir eins og apar með reiptagl um mittið, fest við krók í lopt- inu í rökum kjöllurum. Eg hef sjálfur séð geðveikan mann, er dó af voðalegum skurði þvers yfir hálsinn, sjálfsmorðingja í óráði 1 Sá sem ekki hefur séð, hvernig farið er með geðveika menn víðsvegar á bóndabæjum hér á landi, mundi ekki trúa því, að slíkt ætti sér stað á þessum mann- úðar tímum. Það er einkennilegt, að á íslenzku er sérstakt orð haft um þann

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.