Þjóðólfur - 27.06.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 27.06.1902, Blaðsíða 3
103 hversu langt hann vill fara. Þarna fer greinarhöfundurinn me3 vísvitandi ósann- indi um oss heimastjórnarmenn. En Hafn- arstjórnarmenn hafa lengi haft mengaða samvizku og láta sér eigi verða illt af þess konar smámunum, eru eigi mjög skammasárir. Valtýsk dánumanna-aðíerð er það vlst og, að séra Jens í kosningarleiðangri sín- um hingað vestur, hafði með sér stóran bunka af þessu tölublaði Isaloldar, og út- býtti því á báðar hendur sem flugriti, ein- mitt á þeim tíma, sem lesendurnir gátu ó- mögulega séð ritsmíð mína í Þjóðólfi til samanburðar. Hann útbreiðir ritdóminn um greinina, áður en kjósendur gátu les- ið það sem um er dæmt og var því eigi auðið, að bera þetta tvennt saman til að sjá ósannindin, útúrsnúningana og rang- færslurnar. En sem betur fór, létu menn hér f suðurhluta sýslunnar eigi villa sig, og sýndu manninum þvf þann maklega heiður, að hafna þingmennsku hans. Nú hefur ritstjóri Isafoldar í 32. tbl. þ. á. samið grein um sýslumann og þing- mann vorn Dalamanna og nefnir hana: »Kemur hvergi nærri«. Öll sú ritsmíð er nú vitanlega illgjarn uppspuni, og þótt hún f höfuðatriðinu eigi snerti mig beint, þá er þar samt veitzt ranglega að mér, og því vil eg svara henni fyrir mittleyti. Ritgerðin á að vera svar á móti dálít- illi grein í 21. tbl. Þjóðólfs þ. á. með fyrirsögninni: »Ur Dölum«. En það er merkilegast við þessa Isafoldarritsmíð, að ritstjórinn eignar mér auðsjáanlega Þjóð- ólfsgreinina. Það vill nú svo skrítilega til, að eg á eigi einn staf í þeirri ritgerð og veit alls eigi með vissu eptir hvern hún er, þótt eg hafi lausa ímyndun um höfundinn. Þarna hleypur því ritstjóri Isafoldar eins og optar á hundavaði og slæst upp á saklausan mann. I þessari ritgerð kallar ritstjórinn mig skósvein sýslu- manns og dindil, en eg er svo viti borinn, að reiðast þessu eigi, því eg veit, að hver maður sem notar slík orð um andstæð- inga sína, svívirðir sjálfan sig einn með því, en eigi þá sem hann titlar svona. Þetta skilur ritstjórinn auðvitað ekki. Að það er eg sem átt er við, þótt nafn mitt sé eigi nefnt, má ljóslega sjá af því, sem sagt er um skjalið frá Miðdælingum til Jens prófasts, sem ritstjórinn ségir, að hönd skósveinsins alkunna sé á, en skjalið sjálft er nú beinlínis skrifað af mér og svo rit- uðu sveitungar mínir um 30 manns undir það. Þetta er ekkert launungarmál frá hálfu vor Miðdælinga. En það má geta þess rétt til smekks (svo eg noti orð ísa- foldar) sern dæmi upp á valtýska aðferð, hvernig þeir herrar Björn og Jens snúast við þessu undirskriptarskjali. Svo sem alkunnugt er, þá skrifaði Jens prófastur um þinglokin í fyrra bréf til Dalamanna. Bréfið, sem var sjálft prent- að, en að eins skrifað á eintökin nafn hvers viðtakanda, sendi hann hverjum einasta kjósanda í sýslunni. í þessu bréfi lýsir hann skoðun sinni á valtýska frum- varpinu, sem marið var fram til samþykkis á síðasta þingi, og biður í endalok bréfs- ins um, að menn svari því og segi álit sitt um málið, þvl að undir því svari verði það komið, hvort hann gefi kost á sér sem þingmanni fyrir kjördæmið við næstu kosningar. Á hreppaskilaþingi hér í Miðdölum f haust var nú tilrætt um það, hvort menn ætti heldur að svara bréfinu hver í sínu lagi, eða allir hreppsbúar í sameiningu, með þvf að endurrita eitt skjal. Það stakk þá einhver upp á því (eg man eigi hver) að allir skrifuðu undir sama bréfið, og studdi eg fastlegaþá ttppá- stungu, enda höfðu menn í þeim hrepp- um, sem meðstöðumenn. Jens eiga heima 1, þá aðferð, og þykir víst engum manni neitt ljótt við það. En á hreppskiiaþing- inu voru sumir, sem sögðu, að réttast væri að virða Jens alls eigi svars, en þessu mót- mælti eg harðlega, og kvað manninn eigi hafa unnið til slíkrar svívirðingar, enda gæti það verið honum bagalegt, því að þá kynni að vera að hann byggist við, að vér værum sér sammála, sem vitanlega eigi væri, og gæti þetta orðið til að hindra hann frá þingmennsku annarstaðar. Því eg álít, að ef eitthvert valtýskt kjördæmi ætti kost á honum, væri hann þó skárri en sumir aðrir, sem Valtýingar hafa þvælt inn á þingið. Það varð svo niðurstaðan, að eg ritaði bréfið sjálft, og er þar tekið fram, að röksemdirnar, er hann færi fyrir gæðum valtýska frumvarpsins, hafi eigi getað sannfært oss, og vér ráðum honum því frá að bjóða sig fram í þessu kjör- dæmi. Vér vildum eigi vera svo falskir að segja annað en þetta, sem beint var hugsun vor. Þetta bréf undirskrifuðu menn svo hérna á Kvennabrekku eptir því sem menn komu, því það lá lengi frammi til undirskriptar, svo að það er ósatt, að eg hafi gengið með það um. hreppinn; en þótt svo hefði verið, þá var mér það vfst heimilt, úr því að menn féllust almennt á að hafa að eins eitt* bréfið úr sveitinni. Með gleiðu letri segir nú ritstjórinn, að sýslumaður sjálfur hafi einnig ritað nafn sitt undir bréfið, það á víst að vera eitt- hvað illt við það. En þess er nú hér að gæta, að hann er einn at kjósendum hér- aðsins, og svo fékk hann líka sérstakt bréf frá séra Jens, alveg eins og vér hinir. þar sem einmitt er beðið um svar. Hann hafði þvf sama rétt sem aðrir til að und- irrita skjalið, og var einn þeirra, sem beð- inn var um svarið. En svo þegar séra Jens fær bréf þetta, þá labbar hann, heið- urskempan, með það til Isafoldar-Björns og lætur hann í þessari umræddu ritgerð kalla það undirróðursskjal og undirskripta- smölun. Þetta er víst sann-valtýsk aðferð. Eg hafði áður haldið, að séra Jens væri heiðvirður maður, þótt það álit mitt fengi talsverðan hnekki við strákslegu greinina hans í vetur: »Hættu að Ijúga Þjóðólfur«, sem jafnvel sumum flokksbræðrum hans hér vestra þótti fram úr hófi dónaleg; en nú sé eg að fyrri skoðun mín á mannin- um hefur verið röng. Hann biður um svar, og svo þegar hann fær það, lætur hann vin sinn kalla það á prenti, undirróðursskjal og smölun. Þetta held eg sé að brölta í siðferðislegu feni lubba- skaparins og lítilmennskunnar. Það er annars eitt með öðru hörmulegt við val- týskuna, að flestir þeir menn, er flækst hafa í neti hennar, verða gallagripir í sið- gæði, þótt þeir áður hafi verið heiðarlegir menn. — Hvað snertir tal ritstjórans um árásirn- ar á Jón kennara, þá kemur það mál mér ekkert við, því eg veit eigi til, að eg hafi skriflega eða munnlega talað illa um hann. Þótt eg riti opt í blöðin, þá eru það vana- lega greinar um almenn landsmál, en eigi last um einstaka menn. Það er eflaust ein valtýska aðferðin að eigna mönnum ritsmíðar og verk, sem þeir eiga engan þátt í. — Kvennabrekku 10. júnf 1902. Jóhannes L. L. Jóhannsson. Búnaðarfélag Islands hélt ársfund sinn 21. þ. m. en ekki var hann fjölsóttur. Rætt var um ýms mál- efni, og ýmsar fyrirspurnir lagðar fyrir stjórnina, en fáar ályktanir teknar. For- seti (Þórh. Bjarnarson) skýrði frá gerðum félagsins og helztu fjárframlögum í búnaðar- þarfir. En ekki verða enn greind nein búnaðarþrekvirki, er félagið hefur stutt til muna, enda er það nýtekið til starfa sem búnaðarfélag landsins, og gengur því eðli- lega nokkur tími til þess í fyrstu, að átta sig á, hvað gera skuli og skoða landið með yfirreiðum. Og svo koma framkvæmd- jrnar náttúrlega á eptir. Samþykkt var tillaga frá dr. Jónassen landlækni, um að félagið sæi um, að bændur fengju sem ódýrastar skilvindur (sbr. grein í síðasta bíaði Þjóðólfs um þetta efni). Rætt var og um skemmdimar af vatnaágangi í Rang- árvallasýslu og samþ. tillaga (frá Hjálmari Sigurðss.) þess efnis, að búnaðarfélagið léti rannsaka, hvort ekki væri unnt að marka Markarfljóti farveg. Hannes Þorsteinsson ritstj. hreyfði því, að tiltækilegra væri fyrir félagið að reyna að hepta sandfok, þar sem það væri í byrjun, heldur en að verja fé í tilraunir til sandgræðslu á geisistórum sandflákum, er vitanlega bæri lítinn árang- ur (eins og t. d. ofan til f Rangárvalla- sýslu). Var tekið fram, að af sandfokinu og uppblástrinum kringum Reyki á Skeið- um gæti stafað mjög mikil hætta í fram- tíðinni, ekki að eins fyrir Skeiðin heldur allan Flóann milli Þjórsár og Hvltár, og var því félaginu bent á, að snúa athygli sínu þangað, enda hafði sýslunefndin í Ár- nessýslu vakið máls á þessu við félagið, og félagsstjórnin lét 1 ljósi, að hún mundi láta gera eitthvað til varnar frekari skemmd- um af þessum sandágangi. Þá gerði H. Þ. einnig fyrirspurn til félagsins um, hvort það hefði hugsað sér að styðja nokkuð það stórfyrirtæki, sem brytt hefði verið á fyrir nokkrum árum, nfl. að veita Þjórsá eða Hvltá yfir Skeið og Flóa. Voru allir sammála um, að stórkostleg framför yrði að þessu fyrirtæki fyrir allan neðri hluta Ámessýslu millum ánna, en fjárskortur hamlaði, að í það væri ráðizt að sinni, enda mælingar ófullkomnar og ófullnægj- andi, en samþykkt var, að félagið héldi máli þessu vakandi. Foringinn er fallinn. Þá er hann loksins oltinn af „tignartrón- inum“, maðurinn, sem sagt var um, eptir að hann hafði slampazt 1 gegnum inntöku- próf við lærða skólann; „Og það er sama hvaða ryðskóf yður er fenginn, séra Páll minn, þér fægið það allt saman", maður- inn, sem hefur þegið meira af guðsþökk- um en hann hefur lagt til þeirra, maður- inn, sem hefur forðazt brjóst mótstöðumanna sinna meira en bakið, maðurinn, sem ætl- aði að kefla þjóðina sína í það eina skipti, sem hún átti kost á eyra til að heyra, mað- urinn, sem ætlaði að bæta hag þjóðar sinn- ar með því að fá útlendingum fullt og ó- takmarkað vald yfir fjármálum hennar um fullan mannsaldur, maðurinn, sem ætlaði að bæta atvinnuvegi hennar með því að selja útlendingum fiskisælasta sviðið fyrir stundarhag eins héraðs, maðurinn, sem bezt hefði verið sæmdur af því, að sem minnst hefði verið um hann talað. Dr. ValtýrGuðmundsson er fallinn í þann val, sem hann hafði fyrirbúið öðrum, en flokkurinn, sem hann stýrði, sem hann átti, hjarir enn. Flokkurinn, sem árum saman hefur bar- izt fyrir útlendri stjórn, sem alltaf hefur borið Kaupmannahafnarráðherrann fyrir sér sem merki i öðrum fylkingararminum, flokkurinn, sem hefur barizt fyrir þvi, að þjóðin yrði aptur leigð útlendu auðvaldi, sem hefur borið „stóra bankann“ fyrir sér sem merki í hinum fylkingararminum, hann loðir saman enn. Hann þykist nú að .vísu hafa fleygt báð- um merkjunum, þykist fylgja heimastjóm- armönnum í báðum málunum, stjórnarskrár- málintt og bankamálinu, en það er ekki nema fyrirsláttur, Það er háaldrað hern- aðarbragð huglitilla manna, að fylkja sér undir merki og fara i föt mótstöðumann- anna, til þess að reyna að bjarga aumu lífinu, þegar sóminn er týndur. Það eru örþrifráð vesalla manna, að segjast ekki hafa framið óþverraverkin, þegar vöndur- inn vofir yfir þeim; enda þótt þeir hafi verið margstaðnir að verkunum. Það eru fjötrar flokksins, þessa þarfaflokks, sem verður að gera óbreyttan og óbreytilegan „Jens“ að fyrirliða þessa ráðþrota flokks, sem játar það svart á hvítu, að hann berj- ist nú fyrir engu öðru en völdunum, þessa flokks, sem svo opt hefur gleymt sann- leikanum og velsæminu*), þessa flokks, sem *) Skúli Thoroddsen og Einar Hjörleifs- son blönduðu sjúkdómi eins mótstöðumanns síns og láti konu hans inn í kosningaróginn á móti nonum 1900. Greinar Kristjáns Jóns- sonar og séra Jens Pálssonar eru svo minn- í stuttu máli virðist hafa gleymt því, að hann er þó íslenzkur. Ritað 15. júní 1902. G u n n a r. Yfirlýsing. Vér undirskrifaðir Goodtemplarar á Eyrarbakka og Stokkseyri, sem kosningarrétt h'ófum til alpingis og sem mœttum á kjörfundi að Selfossi 2. p. m., en ekki kusum hr. prest Ól- af Ólafsson í Arnarbœli, lýsum pví hér með yfir, — að gefnu tilefni, — að vér h'áfðum ekki skorað á hann að gefa sig fram til pingmennsku, né heldur lofað að greiða honum atkvœði vor eða afla honum kosningafylgis. En alla pá, er annað hafa sagt eða segja um petta, lýsum vér ósanninda- menn. Eyrarbakka og Stokkseyri 12. jún! 1902. Jóhannes Sveinsson úrsmiður. Jón Pálsson. Ólafnr Ólafsson. Gísli Gfslason Ásgautsstöðum. Jón Guðbrnmlsson. Torfi Sigurðsson. Jón Jónsson Skúmsstöðum. Jón Jónsson Norðurkoti. Júníus Pálsson. Signrðnr Hinriksson. Pálmar Pálsson. Gísli Pálsson. Einar Gíslason Borgarholti. Guðni Arnason. Jón Bjarnason söðlasmiður. Einar Jónsson. Guðni Jónsson verzlunarm. Áshjörn Áshjarnarson Brennu. Gnðinniidur Gnðmnndsson Sölkutópt. Sænmndur Steindórsson járnsmiður. Hafísinn var um það leýti farinn frá Norðurlandi um 20. þ. m., að eins eptir dálítið hrafl inn á Húnaflóa (í Hrútafirði) eptir því sem séra Eyjólfur Kolbeins á Staðarbakka segir, en hann er nýkominn hingað land- veg að norðan. Grasvöxtur mjög lftill þar nyrðra þá orðinn, og kafaldshríð var þar um 22—23. Þ- Þá er „Hekla" fór þar framhjá.— „Skálholt" komst á Reykjarfjörð og Hvammstanga, en ekki á Borðeyri. „Vesta“ hafði og loks komizt á Sauðár- krók á leið sinni héðan 5. þ. m., en varð þó í fyrstu að hverfa þar frá, eins og fyr var getið um hér í blaðinu, og hélt til Ak- ureyrar, en sneri þaðan aptur á Sauðárkrók. Drukknun. í fyrra dag féll útbyrðis og drukknaði maður af þilskipinu „Svanen“, er það var á útsiglingu hér millum eyjanna. Maður- inn sökk þegar, enda var hann sagður drukkinn. Hann hét Sigurður Jóhannes- son, kvæntur rnaður af Akranesi. Þilskipin eru nú flest komin inn og hafa aflað mjög vel yfirleitt, þótt fiskur sé í smærra lagi. Er nú almennt farið að tíðkast að liafa síldarnet með hverju skipi, og síld veidd þá til beitu jafnóðum. Er það góð framför, enda hefur aflinn aukizt til muna við þessa aðferð. Próf i forspjallsvísindum við prestaskólann hafa tekið: Benedikt Sveinsson með eink. ágætl. -j- Þórður Sveinsson — — dável -j- Böðvar Eyjólfsson — — vel -f- Fyrri hluta læknaprófs á læknaskólanum tóku í fyrra dag: Guðm. Pétursson (35V3 st.) og Þorvaldur Pálsson (60V3 st). H a n n J ó n. Maður kom til mín nýlega og hafði með sér „Ljósið"; það var prestur. Eg leit yfir „Ljósið" og sá á aptasta blaði þess eitt- hvert brot af „yfirlýsingu" frá séraJóniBjarna- syni í Ameríku. Yfirlýsing þessi kvað eiga að vera sem svar til séra H. P., en er þó allt annað. Manni dettur ósjálfrátt í hug isstæðar, að það þarf ekki annað en geta þeirra. —

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.