Þjóðólfur - 04.07.1902, Blaðsíða 2
io6
Ennfremur hefur þótt réttast að setja 1
þessa grein ákvæði um forstöðu ráðgjafa-
embættisins þann tíma, er líður frá því er
ráðgjafi deyr þangað til nýr ráðgjafi er
skipaður. Þar sem ræða er um einn ein-
stakan ráðgjafa eins og hér, sembýrlangt
burtu frá aðsetursstað konungs, enginn rit-
slmi er enn fenginn milli landannaog sam-
göngurnar eru erfiðar, verður varla komizt
hjá að hafa ákvæði um þetta. Sá sem
eptir hlutarins eðli virðist eiga að koma í
stað ráðgjafans, þegar svona stendur á, er
embætttsmaður sá í stjórnarráði Islands,
er gengur ráðgjafanum næst að völdum
(stjórnardeildarforstjórinn), og virðist fyrir
því rétt að gefa embættisstöðu hans það
heiti, er samsvari þeim störfum, sem hann,
þegar svona stendur á, hefur á hendi.
Skal hér stungið upp á nafninu landritari.
Það verður og auðvitað þessi embættis-
maður, sem gegnir störfum ráðgjafans, þeg-
ar hann er fjarverandi, en þá á ábyrgð
hans.
Til þess að taka af allan vafa um það,
hver eigi, þegar búið er að afnema lands-
höfðingjaembættið, að veita embætti þau,
sem konungur veitir eigi nú, sbr. 4. gr.
stjórnarskrárinnar, heldur landshöf ðingi,
er loks farið fram á það hér, að ráðgjaf-
inn hafi þetta á hendi.
Svo minnist ráðgjafinn á aðrar breyt-
ingar þær, er gerðar hafi verið á al-
þingisfrumvarpinu, og leiði af niður-
lagningu landshöfðingjaembættisins, er
þar hafi vitanlega ekki verið gert ráð
fyrir.
Þá hefur stjórnin gert eina þýðingar-
mikla breytingu á 8. gr. alþ.frv., en þar
stendur eins (og í stjórnarskránni 25. gr.)
að útgjöldin til hinnar æztu innlendu
stjórnar íslands, eins og þau verða
ákveðin af konunginum skuli greidd
fyrirfram af tillaginu úr ríkissjóði".
Þessu ákvæði er nú sleppt, því „að
stjórnin verður að vera þeirrar skoð-
unar“, segir í athugasemdunum, „að
þetta sérstaklega ákvæði eigi ekki
við það fyrirkomulag, sem hér er farið
fram á, enda verða og eptir því fyrir-
komulagi miklu fleiri embættismenn í
í „hinni æztu innlendu stjórn íslands"
en nú, því til hennar telst nú að eins
landshöíðingi og ritari hans og skrif-
stofumenn".
Um hina væntanlegu embœttaskipun
í hinni nýju stjórn hér, fer ráðgjafinn
nokkrum orðum í athugasemdum sín-
um, þótt það snerti ekki beinlínis frum-
varp það, sem lagt verður fyrir þingið.
Auk þess að landshöfðingjaembættið
leggst niður, telur ráðgjafinn sjálfsagt,
að amtmannaembættin verði afnumin,
og einnig eðlilegast, að landfógeta-
embættið fari sömu leiðina, og að störf
þess séu látin falla undir gjaldkeraem-
bætti í stjórnarráðinu. Er talið heppi-
legt, að þingið nú i sumar láti uppi
skoðun sína á einn eða annan hátt
um aðalatriðin í þessari fyrirhuguðu
embættaskipun ti! leiðbeiningar fyrir
stjórnina við undirbúning þessara frum-
varpa fyrir þingið 1903. Tilstuðnings
fyrir þingið gerir ráðgjafinn nú þegar
bráðabirgðartillögu um þetta fyrirkomu-
lag og bráðabirgðaráætlun um kostnað
við það, og lítur sú áætlun þannig út:
kr.
Auk rddgfafans, sem mun mega
ráðgera að hafi í laun.............12,000
nokkur hluti af því, ef til vill, áætl-
aður í embættisbústað og annar hluti
sem borðfé,
mun þurfa í stjórnarráðinu þessa
embættis- og starfsmenn:
1 landritara, er hafi í laun . . . 6,000
2 skrifstofustjóra með 3,500 kr. laun-
um hvorn...........................7,000
Annar þeirra gæti þá verið lands-
gjaldkeri.
Til aðstodar og skrifstofukostnadar
þykir mega gera ráð fyrir .... 9,000
og af þvf laun: kr.
2 aðstoðarmanna .... 2,400
2 skrifara og 1 sendiboða . 2,400
4,800
Til annara skrifstofuþarfa mun
naumast mega ætlast á minna en
4,200 kr, og er þó ætlazt til að
húsnæði fáist ókeypis.
Alls 34,000
Við afnám embætta þeirra, er nið-
ur verða lögð, vinnast 34,700 kr., svo
að eptir þessum reikningi ráðgjafans
verður nokkur sparnaður við hið nýja
fyrirkomulag í fljótu bragði. En þess
ber að gæta, eins og ráðgjafinn og
tekur fram, að stjórnarbyggingu verð-
ur að reisa, ef ekki er unnt að breyta
landshöfðingjabústaðnum svo, að hann
verði notaður, sem tæpast mun mega
gera ráð fyrir. Svo bætist enn við
kostnaður við ferðirráðgjafans (eptirlaun,
hans? o. fl.)er verður að ákveða með sér-
stökum lögum. En mjög mikill út-
gjaldaauki ætti þetta ekki að vera fyrir
landssjóð.
Ráðherrann getur þess, að varla
muni verða haft neitt á móti, að ríkis-
sjóður greiði útgjöldin við litla skrif-
stofu í Kaupmannahöfn, er heyri undir
stjórnarráðið á íslandi, svo framarlega,
sem hennar verði óskað.
Síðasta málsgreinin í athugasemd-
unum við frumvarp stjórnarinnar er svo
látandi:
"Því skal að lokum bætt við, að sök-
um sambands þess, sem er milli frumvarps
þessa og frumvarps þess, sem alþingi sam-
þykkti í fyrra, að það sem sé er nákvæm-
lega takmörkuð rýmkun á stjómarskrár-
breyb'ngum þeim, sem þar standa, svo
víðtæk, sem stjómin hefur séð sér frekast
hægt að gera hana, ber eigi að skoða
frumvarp þetta sem samningagrundvöll,
sem gera megi frekari breytingar á, held-
ur eins og tilboð, sem alþingi er í sjálfs-
vald sett að taka eins og það er, eðakjósa
heldur frumvarpið frá í fyrra, því að það
er ósk stjórnarinnar, að það skuli alveg
komið undir áliti þingsins, hvort þessara
frumvarpa megi telja happasælast fyrir
hag Islands og framtíð þess.
Stjórnartilboðið
er þá loks komið frá fyrstu hendi, til-
boðið um ráðherrabúsetu í Reykjavík,
eins og heitið var í konungsboðskapn-
um 10. jan., en Hafnarstjórnarfrumvarp
síðasta þings lagt í gröfina, enda ætl-
ar stjórnin ekki að leggja það sjálf
fyrir þingið, eins og þó var gefið í
skyn í konungsboðskapnum. En þótt
Hafnarstjórnarfrumvarpið sé nú afhöfð-
að, hefur stjórnin samt ekki séð sér
annað fært, en fara eptir því að öðru
leyti en því, er snertir þær breytingar,
er leiða af búsetu ráðherrans hér og
niðurlagningu landshöfðingjaembættis-
ins. Hin eina verulega breyting frá
alþingisfrumvarpinu auk þessarar breyt-
ingar, er sú, að fjárveitingarvald alþing-
is er nú ekki takmarkað eða skert,
að því er snertir launin til æztu stjórn-
ar innanlands, en samkv. stj.skránni
átti konungur einn að ákveða þau, og
var það mikil skerðing á fjárráðum
þingsins. Þessi breyting er því mjög
mikils verð, og á ráðgjafinn eða þeir,
sem unnið hafa að því að koma henni
í frumvarpið þakkir skilið fyrir það.
En jafnframt saknar maður margs ann-
ars, er æskilegt og nauðsynlegt hefði
verið, að ráðherranum hefði þóknazt
að taka til greina í frumvarpinu. Það
er t. d. stór galli, að þar eru engin
ákvæði um bráðabirgðarlög og bráða-
birgðarfjárlög til tryggingar þingæðinu,
eins og í hinni endurskoðuðu stjórnar-
skrá 1895 og 94, og í IO manna-frum-
varpinu, ekki að tala um neina breyt-
ingu á kosningu til efri deildar ^ða
skipun landsdóms til að dæma ráð-
gjafann, er reyndar var síður að vænta
en hins o. m. m. fl. Hins vegar hefur
ráðgjafanuin þótt nauðsynlegt, að taka
það beint fram, að ráðherrann hér á
landi skuli bera málin upp í ríkisráð-
inu fyrir konungi, og kallar þeð „stjórn-
arfarslega nauðsyn", alveg sama við-
kvæðið eins og á dögum hægrimanna.
stjórnarinnar. Þá bera og niðurlags-
atriðin í athugasemdunum það með
sér, að hér er um valdboð („octroy") að
ræða gagnvart alþingi, að því er snertir
samþykkt þessa stjórnarfrumvarps, eins
og það nú kemur fram. Þar má engu
breyta. Gagnvart löggjafarþingi er
það óneitanlega nokkuð hart, en þó
eðlileg afleiðing af gerðum Hafnar-<
stjórnarmanna á síðasta þingi, er þeir
knúðu frumvarp sitt fram og komu
þannig í veg fyrir alla samninga við
stjórnina um frekari umbætur á stjórn-
arfari voru. Af því atferli súpum vér
og eptirkomendurnir nú seyðið. Það
er Hafnarstjórnarflokknum á þingi
í fyrra og engum öðrum að kenna,
að vér fáum nú ekki enn betri boð
hjá stjórninni en þessi. Þeim flokk
er því ekki ofgott að stæra sig af slíku
afreksverki. Og það hefur auk þess
alveg orðið gagnstætt tilgangi þeirra
herra, að stjórnin hefur umhverft höf-
uðgrundvelli frumvarps þeirra, búset-
unni í Höfn, en boðið oss það, er gekk
í gagnstæða átt, búsetu hér á landi.
En danska stjórnin var stjórnskipulega
skoðað bundin við að taka að 'óðru
leyti sem mest tillit til frumvarps þess,
er þingið hafði samþykkt, þótt ekki
væri reyndar nenia að nafninu. Hún
gat ekki gengið á svig við það öllu meir,
en hún hefur gert. Öll ógæfan liggur
í skammsýni og ofurkappi Hafnar-
stjórnarmanna á siðasta þingi, enda
hefur þjóðin nú við kosningarnar að
nokkru leyti þakkað þeim fyrir ráðs-
mennskuna með því að endurkjósa
ekki nær helming þeirra manna, er
það óhappaverk drýgðu á síðasta þingi
að samþykkja frumvarpið. Af þeim
fulltrúum hafa fallið 6, hinn 7. (Sig.
Sig.) ekki gefið kost á sór, en að eins
8 verið endurkosnir. Það var ekki
von, að þjóðin gæti svona allt í einu
hrundið þeim frekar, jafnmiklum æs-
ingum og ærslum, sem beitt var til
að koma þeim að aptur. Vonandi
skilur þjóðin það betur, er fram !íða
stundir, hvað hún á þessum mönnum
að þakka, hvernig þeir hafi orðið
þrándar i gótu fyrir því, að vér gœt-
um með samningum við stjórnina og
samkomulagi, fengið svo rífiegt sjálfs-
forrœði, sem frekast var unnt að fá.
Það munu koma þeir tímar, að sagan
sker úr, hvor aðferðin hafi verið hyggi-
legri og heillavænlegri, heimastjórnar-
manna eða Hafnarstjórnarmanna á sfð-
asta þingi. Og þann dóm þurfa heima-
stjórnarmenn ekki að óttast.
Með því að unnið verk verður ekki
ógert látið, hversu mikið óhappa-
verk, sem það hefur verið, þá tjáir
ekki að sakast um það, heldur una
þeim úrslitum, sem nú eru í vændum
á stjórnarmáli voru, úrslitum, sem eþtir
atvikum og ástæðum, eptir því sem til
var stofnað af hinna hálfu, mega kall-
ast vonum framar. Má ganga að því
vísu, að þingið f sumar skiljist svo
við þetta mál, að til engra nýrra vand-
ræða horfi, því að þrátt fyrir galla þá,
sem á stjórnarfrumvarpinu eru, og þrátt
fyrir valdboð ráðgjafans, er þó á hitt
að líta, að hin fyrirhugaða breyting á
stjórnarfarinu er svo mikilsverð í sjálfu
sér, að enginn þjóðhollur þingmaður
mun vilja verða þess valdandi, að hún
farist fyrir, enda þótt hann hefði kosið
frv. nokkuð öðruvísi úr garði gert, og
breytingarnarfleiri og víðtækari. Heima-
stjórnarmenn geta og að því leyti verið
ánægðir með þessi úrslit, að heima-
stjórnin, sem nú er í boði er þeimað
þakka, þeim og engum öðrum. Hinir
spyrntu gegn henni af öllum mætti
fram í rauðan dauðann, og kalla svo
allt valtýsku(Il), hnupla til sín ávöxtum
af annara manna gerðum. Fyr má
nú verapólitisk vesalmennska en svo sé.
ísafold
Og
kosningaúrslitin.
,Ekki batnar Birni enn
banakringluverkurinn'.
Opt hefur ritstjóri ísafoldar haft
hausavíxl á sannleika og ósannindum,
en sjaldan hefur honum tekizt betur
upp en í 40. tbl. málgagnsins í lang-
lokugrein einni, er nefnist „leikslokin".
Eptir allar kosningahrakfarirnar er rit-
stjórinri svo furðu djarfur að staðhæfa
það fremst í blaði sínu, að Valtýing-
ar hafi unnið „mikinn og frægan sig-
ur“, og að það liggi við, að þingið nýja
sé há-valtýskt“.
Það þarf engum blöðum að fletta um
það, að annaðhvort er ritstjórnin orð-
in vönkuð og hálfær af öllum óförun-
um, svo að hún getur ekki framar gert
greinarmun á svörtu og hvítu, réttu og
röngu, eða hún gengur upp í þeirri dul-
unni, að lesendur blaðsins trúi henni
eins og nýju neti og beri ekki við að
hugsa sjálfstætt eða leita sér annara
heimilda en hún hefur að bjóða.
Vér skulum þessu næst fara nokkr-
um orðum um helztu öfgarnar og vís-
vitandi missagnir fyrnefndrar greinar
blaðsins.
Ritstjórinn staðhæfir, að flokkstjórn-
in valtýska hafi, þegar er konungsboð-
skapurinn birtist hér í vetur lagt ein-
dregið með því, að .þjóðin aðhylltist
þar umrædda og framboðna stjórnar-
bót‘. Hefði mátt færa þessa staðhæf-
ing til sanns vegar, ef ritstjóri ísafoldar
hefði jafnframt getið þess, að þegar er
hann og ritstjóri Þjóðviljans sáu,að fokið
var í öll skjól, að því er framgang
valtýskunnar snerti, kúventu þeir báð-
ir staðfestupostularnir fyrir fortölur eins
meðstjórnarmanns síns, er leiddi þeim
fyrir sjónir, að nú ættu þeir einskis
annars úrkostar, en ganga að konungs-
boðskapnum óskorað. Fyrstu undir-
tektir beggja málgagnanna undir kon-
ungsboðskapinn sýna, að þetta er rétt
hermt og að ritstjórinn segir ekki satt
frá málavöxtum. — I annan stað fyr-
irverður ritstjórinn sig ekki, að vekja
upp aptur draug þann og grýlu, sem
hann hefur blandað blóði við og hamp-
að framan í lesendur sína í vetúr, að
konúngsboðskapnum og hinu væntan-
lega stjórnarfrumvarpi hafi verið hætta
búin af hálfu nokkurra þeirra manna,
er mest og bezt höfðu að því unnið, að
við fengum fyrirheit stjórnarinnar um
slíkt frumvarp. Vér getum að minnsta
kosti ekki ætlað, að nokkrum skyn-
sömum manni blandist hugur um, að
þetta er hrein og bein fjarstæða. En
þar sem ísafoldarritstjórinn reynir að
styðja þessa staðlausu staðhæfing sína
með skírskotun til þess, að hr. Hann-
es Hafstein hafi ekki verið endurkos-
inn, þá er það á vitorði allra, sem unna
sannleikanum, að til þess lágu orsakir
þær, er ritstjórar ísafoldar og Þjóð-
viljans ættu að tala sem minnst um.
En þó kastar fyrst tólfunum, er rit-
stjórinn fer að flokkfæra hina nýkjörnu
þingmenn. Hann fullyrðir, að um 2
þeirra, þingmann Norður-Þingeyjarsýslu
og annan þingmann Sunnmýlinga sé
alveg ókunnugt, hvorum flokknum þeir
fylgi. En sú helga einfeldni I Ritstjór-
inn hefði þó ekki þurft að hafa mikið
fyrir því, að grennslast eptir til hvors
flokksins^beri að telja Ara Brynjólfs-
son. Hann getur þegar gengið úr