Þjóðólfur - 04.07.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 04.07.1902, Blaðsíða 3
107 skugga um það, ef hann vill lesa dá- lítinn greinarstúf í 21. tbl. Austra. TJm séra Arna Jónsson er öllum þeim, er hafa fylgzt ofurlítið með í stjórnar- baráttu vorri, fullkunnugt, að hann er einbeittur heimastjórnarmaður. En lík- lega hefur ritstjórinn ætlað, að menn þessir mundu verða tilleiðanlegir til þess að vera milli flokka, þegar á þing kemur, þá er hann væri áð- ur búinn að telja alþýðu trú um það í blaði sínu, að þeir væri flokksleys- ingjar. En honum hefur láðst að gæta þess, að menn þessir eru hvorki af hans sauðahúsi né vanir því að bera kápuna á báðum öxlum. En vér get- um frætt ritstjóra ísafoldar á því, að báðir þessir menn hafa hlotið kosningu, af því að þeir hafa notið og njóta al- menns trausts heimastjórnarmanna, sem staðfastir og einbeittir heimastjórnar- menn. Það er og ekki heldur eins dæmi, að ritstjóri ísafoldar hefur talið einbeitta mótstöðumenn valtýsku klík- unnarflokksleysingja. Það ert. a. m. ekki ýkja langt síðan, að hún taldi hr. Guttorm Vigfússon flokkleysingja; og mun þó enginn, sem þekkir manninn, væna hann um tvíveðrung. Hitt þykir oss harla merkilegt, hvers- vegna ísafold taldi sér ekki 14 þing- menn í stað 13, fyrst hún á annað borð fór að flokkfæra þingmenn eptir sinni „kokkabók". En þá hefði rit- stjórinn ekki heldur getað komið að hinni skarpvitru(I) og spekingslegu(I) á- lyktun sinni, „að hlutfallslega er þó liðsafli Valtýinga í þrengri merkingu minni eptir þessar kosningar en áður. En í víðtækari merkingu er hann vit- anlega miklu meiri eða sama sem all- ur þorri þtngsins". Ekki kæmi oss það neitt óvart, þótt einhverjir rök- fræðingar kölluðu röksemdaleiðslu þessa „logiskt" gat, er mundi vart komast fyrir f hinu sæla Dyrhólagati ritstjór- ans. Aleitni ritstj. við séra Einar Jóns- son er ekki svaraverð. Hann er að allra dómi, er hann þekkja, meiri sæmd- ar- og dánumaður, en flestir þeir, er teljast til sauðahúss ísafoldar að með- töldum sjálfum ritstjóranum. En ekki ber það vott um mikla fyndni eða skapandi ímyndunarafl ritstjórans, að fara að vitna í óþokka-syrpu til þess að svala reiði sinni á séra Einari. Loks fjölyrðir ritstjórinn mjög um það, hvað hafi valdið falli og hruni Valtýinga. Hann telur þar upp marg- ar orsakir, sem eru hvergi til nema í heila karls, en gleymir auðvitað aðal- orsökinni, sem var reiði og gremja þjóðarinnar á öllu atferli og háttalagi Valtýs og Valtýssinna og þá ekki sízt á starfsemi ritstjórans og blaðs hans. Því að það hefur upp frá því, aðþað kné- setti valtýskuna fyrirgert öllum rétti til þess að geta talizt til þjóðhollra blaða, er unna sóma sínum. Landnámsmaður. Alþingiskosningarnar. Til frekari skýringar við kosninga- fréttirnar hér áður í blaðinu, skal þess getið, að atkvæðatalan f Suður-Múla- sýslu var þannig, að Guttormur var kosinn með 157 atkv., og Ari Brynj- ólfssonmeð 153. Axel Tulinius sýslum. fékk 63 atkv. (ekki 67), og séra Jón Guðmundsson í Nesi í Norðfirði, er einnig bauð sig fram, fékk 49 atkv. Áður en farið var að kjósa var varp- að hlutkesti um, hvor þeirra Ara eða Jóns Bergssonar á Egilsstöðum skyldu bjóða sig fram, og kom hlutur Ara upp. Mun sjaldgæft, að hlutkesti hafi áður ráðið þingmennsku-framboði hér á landi. í Norður-Múlasýslu varð að tvíkjósa millum Jóhannesar sýslumanns og Jóns frá Sleðbrjót, því að hvorugur fékk yfir helming greiddra atkvæða við fyrri kosninguna (Jón 125, sýslumaður 121). Við þá kosningu fékk séra Einar prófastur Jónsson á Kirkjubæ 63 atkv. og séra Einar Þórðarson í Hofteigi 95, en þeir drógu sig í hlé við síðari kosninguna. í Suður-Þingeyjarsýslu var Pétur á Gautlöndum valinn með 139 atkv. Páll Jóakimsson bauð sig fram, en fékk ekkert atkvæði. Höfðu Suður- Þingeyingar sótt kjörfundinn svona sleitulaust, af því að kvit-tur hafði kom- ið upp um það, að Einar Norðurlands- ritstjóri ætlaði að koma þar í opna skjöldu og hrinda Pétri, gerandi ráð fyrir, að kjörfundur yrði laklega sóttur, af því að enginn annar en P. mundi verða f kjöri, og því þýðingarlaust að fjölmenna. Átti svo bróðir Einars, Sigurður læknir að smala í laumi Höfðahverfi og Svalbarðsströnd handa Einari, meðan hinir uggðu ekki að sér. En allt þetta ráð ónýttist af pata þeim, er fyr var getið, og treystist þá Einar ekki að láta á sér bæra, enda er full- yrt, að hann hefði fengið sárfá atkvæði, hefði hann lagt út á djúpið. Er þetta tekið eptir fregnum úr Suður-Þingeyj- arsýslu. í Eyjafirði var Klemens sýslumaður kosinn með 262 (öllum) atkv., en Stef- án í Fagraskógi með 236. Einhverj- ir, sem óánægðir voru yfir því, að fleiri skyldu ekki vera í kjöri fengu á kjörfundinum Agúst Þorsteinsson bók- bindara á Siglufirði til að bjóða sig fram, en hann fékk að eins 26 atkv. Guðmundur bóndi á Þúfnavöllum hafði hætt við framboð sitt aptur fyrir kjör- fundinn til að dreifa ekki atkvæðum. „Norðurland" er mjög angurvært yf- ir því, að ekki hafi tekizt að hrinda Stefáni frá. Atkvæðatala hjá Matthíasi kaupm. Ólafssyni (ísafj.s.) var 118 (ekki 124) atkv. — Þess skal loks getið, að Guð- laugur sýslumaður var kosinn (í V,- Skaptafellssýslu) með 58atkv.(2greiddu ekki atkv.). Frá útlöndum hafa borizt fréttir til 25. f. m. Helztu tíðindi þau, að krýningarhátíð Játvarð- ar Englakonungs, er átti að vera 26. f. m. var frestað um óákveðinn tíma, sakir veikinda konungs. Hafði verið gerður hættulegur holdskurður á hon- um 24. f. m., vegna ígerðar í botn- lan£$num, og tókst vel, en konungur þó ekki úr lífshættu, þá er síðast frétt- ist af honum aðfaranótt hins 25. Lhðu forföll þessi mikill hnekkir fyrir fjölda manna, er varið höfðu afarmiklu fé til undirbúnings hátíðahaldsins, en margir höfðu þó haft þá fyrirhyggju, að kaupa ábyrgð á lífi og heilsu kon- ungs, þannig, að þeir fá skaða sinn bættan hjá ábyrgðarfélögunum, úr því að hátíðin fórst fyrir sakir veikinda konungs, og verða því félög þessi fyr- ir öllu skakkafallinu. En vitanlega hefur fjöldi manna ekki verið svona forsjáll. Frestun hátíðahaldsins hefur og orðið harla óþægileg hinum ótölu- lega aragrúa af gestum, tignum og ó- tignum, víðsvegar úr heimi, er safnazt hafði til Lundúna til að vera við krýn- ingarathöfnina. Látinn er 19. f. m. í Sibyllenort á Saxlandi, Albert Saxakonungur 74 ára gamall (f. 23. apr. 1828), hafði setið að ríkjum síðan 1873, mikilsvirtur þjóð- höfðingi og mjög vinsæll af þegnum sínum. Fastráðið er, að Búaforingjarnir nafn- kunnu, De Wet, Botha og Delarey ferðist til Evrópu í sumar, eins og fyr hefur verið skýrt frá í þessu blaði. Kemur De Wet um miðjan september til Vínarborgar og ætlar að ferðast um Austurríki, Ungverjaland og Þýzka- land, en Botha fer til Frakklands, Hollands og Belgíu, og Delarey til Rússlands. Þannig skýrir austurrískt blað („Neues Wiener Tagblatt" 18. f. m.) frá ferðaáætlun þeirra. Þegar Loubet forseti Frakka kom heim úr Rússlandsferð sinni, sagði ráðaneytið Waldeck-Rousseau af sér völdum, eins og fyr hefur verið skýrt frá hér í blaðinu. Formaður nýja ráða- neytisins, er fylgir sömu pólitisku stefnu og hið fyrra (radikal), heitir Combes, 66 ára gl., var upprunalega læknir, en fór brátt að gefa sig við pólitík, hef- ur setið í öldungaráðinu (senatinu) síð- an 1885. var kennslumálaráðgjafi í ráðaneyti León Bourgeoi’s 1895/96. Af ráðgjöfunum í ráðaneyti W.-R. hafa þeir Delcasse utanríkisráðgjafi og André hermálaráðgjafi fengið sæti í hinu nýja ráðaneyti. Fjármálaráðgjafi varð Ronvier, hinn nafnkunni stjórn- málamaður, er áður hefur verið ráða- neytisforseti. Hann er nú risinn úr roti eptir Panama-hneykslið hér um ár- ið, þar sem hann þótti hafa brennt sig. Við forsetakosningar í fulltrúaþing- inu, er fóru fram rétt áður en ráða- neytið myndaðist vann Bourgeois sig- ur yfir Paul Deschanel, er áður gegndi forsetastörfum. Eldgosinu á Martinique heldur áfram með nokkra daga millibili. 6. f. m. kom gífurlegt gos úr Peleéfjalli. Bær- inn Fort-de-France lá 4 tíma í myrkri. Sveitin umhverfis Morne Rouge þakt- ist sjóðandi leðiu. Haldið, að nokkr- ar fiskiskútur hafi farizt. Annars ber víðar á eldgosi um þess- ar mundir; fréttir þó óljósar; þannig má nefna: Eldfjallið Strazsa í Efra-Ungverja- landi, fyrir sunnan Karpatafjöll, hefur eptir nokkur 100 ára hvíld aptur gosið. - - Frá Baku fréttist, að fjallið Gusy Gran — nálægt þorpinu Kobí — hafi spúið eldi og m. a. drepið heilan fjár- hóp. — Frá Valparaiso: Í Chaico — héraði eldgos; 2 þorp eyddust, 75 manns fórust. SuðurheimskautafarinnBorchgrevinck, er hefur dvalið í Martinique, nú í New-York, hvað þykjast hafa gert vís- indal. uppgötvun, er geti leitt til, að menn geti séð fyrir eldgos. Maður sá, er drukknaði af þilskipinu „Svanen" 25. f. m. og getið var um í síðasta blaði hét Jón Sigurdsson. Til Ameriku fór í f. m. alfarinn séra Einar Vigfússon á Desjarmýri með skylduliði sínu; viðskilnað- ur sagður laklegur við stað og kirkju. Mun hann ekki hafa gert biskupi eða prófasti aðvart um brottför sína, heldur gengið þegjandi trá öllu saman. Hann var sagð- ur mjög efnalítill. Prestkosning er farin fram 1 Selárdal. Kosningu hlaut Magnús Þorsteinsson (frá Húsafelli) með ölluro greiddum atkv. Embættispróf i læknisfrceði við háskólann hefur tekið Steingrímur Matthíasson (prests Jochumssonar) með 1. einkunn, 175 st. Fyrti hluta lögýrceóipt ófs hafa tekið Egg- ert Claesen og Jón Sveinbjörnsson með 1. einkunn og Magnús Jónsson með 2. eink. Heimspekisptóf hafa tekið þessir stúdent- ar: Einar Arnórsson, Jóri Ófeigsson, Magnús Sigurðsson og Skúli Bogason með eink. dgœtl., Björn Líndal, Böðvar Jónsson, Böðvar Kristjánsson, Guðmundur Einars- son, Gunnlaugur Claesen og Haukur Gísla- son með ddvel, Guðmundur Jóhannsson vel. Ný lög frá alþingi staðfest af konungi 7. f. m. Lög um heimild til að stofna hlutafél- agsbanka á Islandi. Lög um heimild fyrir landstjórnina tii hluttöku fyrir landsjóðs hönd í hlutafélags- banka á Islandi. Viðaukalög við lög 12. jan. 1900 um stofnun veðdeildar í landsbankanum í Reykjavlk. Með „Ceres“, er kom hingað frá útlöndum norðan og vestan um land 28. f. m. komu ýmsir far- þegar, þar á meðal Sighvatur Bjarnason bankabókari frá Akureyri fvar að setja á laggirnar útibú þar), frú Sigrlður Jónsdótt- ir, kona séra Geirs Sæmundssonar, Jón óðalsbóndi Jónsson á Hafsteinsstöðum, Þorvaldur Jónsson læknir frá ísafirði, Skúli Thoroddsen o. fl. Ennfremur kom með skipinu séra Sigurður Jónsson frá Þöngla- bakka með fólk sitt á leið til Lundar í Borgarfirði, er honum hefur verið veittur. Með „Botnia“, er kom frá útlöndum 30. f. m. komu nokkrir farþegar, þar á meðal M. Lund lyfsali, Andrés Fjeldsted cand. med. &. chir, stúdentarnir Bjarni Jónsson, (frá Unnarholti), Eggert Claesen, Guðm. Tóm- asson, Guðm. Þorsteinsson, KristiánLinn- et og Vernharður Jóhannsson úr Rvík, frk. Steinun Hjartardóttir trá Englandi, og nokkrir útlendir ferðamenn. Hinn 22. f. m. andaðist hér í bænum Stefdn Bjatnason fyrrum bóndi á Hvíta- nesi í Skilmannahrepp. Hann var fæddur 12. nóv. 1830 á Hóli í Fjörðum (Þöngla- bakkasókn), fluttist 12 ára suður að Gils- bakka með séra Magnúsi Sigurðssyni, fór þaðan tvítugur að Háafellií Hvitárslðuog var þar 16 ár, þaðan að Hvítanesi í Skil- mannahrepp 1867, og bjó þar góðu búi 34 ár, var öll þau ár hreppstjóri, og optast nær sýslunefndarmaður, flutti til Rvíkur vorið 1901. Hann kvæntist haustið 1867 Kristjönu Teitsdóttur, átti með henni 9 börn, þar af lifa 4 stúlkur og 1 piltur, öll efnileg. Eptirmseli. Hinn 11. okt. f. á. andaðist að Núpdals- tungu í Miðfirði bóndinn Jón Teitsson á áttræðis aldri. Hann var talinn einhver hinn bezti heimilisfaðir og var kvæntur Elin- borgu Guðmundsdóttur smiðs frá Völlum á Vatnsnesi, nafnkennds völundar. Meðal barna þeirra hjóna er Björn bóndi í Núp- dalstungu, meðal merkari bænda þar um slóðir. Hinn 2. maí þ. á. andaðist að heimili sínu Minna-Knararnesi á Vatnsleysuströnd, merkisbóndinn, Sigurdur Gíslason, 78 ára að aldri. Sigurður sál. fæddist að Eyrarkoti í Vogum og fluttist í æsku að Háteig í Garðahverfi og ólst þar upp hjá afa sínum, Gísla Jónssyni og konu hans Þóru Daníels- dóttur, systur Jóns sál. Daníelssonar í Stóru- Vogum. 24. ára fluttist hann að Minna- Knararnesi til föður síns, Gtsla Gíslasonar, og kvæntist þar árið 1856 Margréti Bjarna- dóttur og eignaðist með henni 5 börn og dó eitt þeirra í æsku, en 4 eru á lífi mjög mannvænleg börn, 3 synir kvæntir og ein dóttir ógipt. Sigurður sál. var mesti dugn- aðar- og ráðdeildarmaður, búhöldur góður og ágætur húsbóndi, trúfastur maki og á- gætur faðir. Að stiilingu og hógværð átti hann fáa stna líka, hann var einkar orðvar og fáskiptinn og lifði yfir höfuð rnjög grandvöru lífi til orða og verka, jafnframt því, sem hann var öðrum fyrirmynd í dugn- aði, ráðdeild og reglusemi. Ktyia hans, sem var mesta sóma- og greindarkona og ljós- móðir hreppsins um full 25 ár, andaðist 14. jan. 1899. Fyrir 10 árum síðan missti Sig- urður sál. sjónina og ásamt henni heilsuna, og var optast meira og minna þjáður þessa löngu nótt. Trúin á guð var hans eina en jafnframt fagra og sæla ljós þessa löngu nótt. Allir, sem þekktu hinn framliðna minnast hans með þakklátum huga og hreppsfélagið kveður hann með þeirri játn- ingu, að hann hafi verið einn meðal hinna nýtustu og duglegustu meðlima sinna með- an heilsa leyfði. A.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.