Þjóðólfur - 25.07.1902, Blaðsíða 1
54. árg.
Reykjavík, föstudaginn 25. júlí 1902.
Jfs 30.
Biðjid æ t í ð u m
OTTO M0NSTED’S
DANSKA SMJÖRLÍKl
sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör.
Yerksiniðjan er hin clztii og' stærsta f Damnörkn, og hýr til óefað hina beztn
vörn og ódýrustii í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnum. 3»
Frá 26. júlí til 3 1. ágúst
næstkom., að báðum dögum
meðtöldum, verður lands-
bankinn opinn til afgreiðslu
frá kl. ÍO—1 hvern virkan
dag.
Bankastjórn til viðtals kl.
lOVa-l IV2.
Landsbankinn 24. júlí 1902.
Tryggvi Gunnarsson.
Yerkefni aukaþingsins.
Það er útlit fyrir, að aukaþing það,
sem koma á saman á morgun fái næg
verkefni til að fjalla um, þær 4 vikur,
sem því eru skammtaðar til vinnu.
Auk stjórnarskrármálsins sjálfs, sem
ef til vill þarf ekki að taka langan
tíma, verður bankamálið eflaust á dag-
skrá. Það er þegar komið frumvarp
frá stjórninni um lítilsháttar lagfæringu
á hinu staðfesta frumvarpi síðasta þings.
Það var í því skökk tilvitnun í aðra
grein, er gerir það að verkum, að skatt-
frelsi eða álögufrelsi nýja bankans, er
ekki tryggt (vitnað í grein, þar sem ekk-
ert er um slíkt skattfrelsi talað). Villa
þessi stafar af því, að þá er breyting-
aratkvæðið um, að landsbankinn skyldi
standa við hlið hlutabankans, komst
inn í frumvarpið, þá haggaðist hin
upphaflega greinatala, en tilvitnunar-
tölunni, sem stjórnin vill nú fá lagfærða,
var þá ekki jafnframt breytt. Þótt
þetta sé ekki mikilsháttar galli, þá hefði
stjórnin einhverntíma látið bíða, að
staðfesta frumvarpið, og lagt það að
nýju í heild sinni fyrir þingið, eða
synjað því staðfestingar um sinn. En
nu stóð svo á, að henni mun hafa
þótt „periculum in mora“ (biðin hættu-
leg) fyrir málið, og þessvegna smellt
á það staðfestingu, þrátt fyrir þennan
galla. Það er ekki óhugsandi, að eitt-
hvað spinnist utan um þcssa breyting-
artillögu stjórnarinnar, þótt víðtækari
breytingartillögur um niðurlagningu
landsbankans komi líklega ekki í þetta
sinn frá þeim Arntzen og Warburg.
Þeir munu ekki treysta sér til þess,
að fá þeirri ósk sinni framgengt, eptir
því sern þingið nú er skipað. En full-
yrt er af kunnugum mönnum, að hefðu
kosningarnar fallið öðruvísi og Hafnar-
stjórnarmönnum í vil, þá hafi ekki átt
að bíða boðanna, heldur fá nú þegar
í stað lagfærð(l) bankalögin nýju og
þeim komið í viðunanlegra horf frá
sjónarmiði þeirra Warburgs. En nú
verður sú fyrirætlun líklega að bíða
þingsins 1903, ef þá skyldi viðra bet-
ur við kosningarnar fyrir þá. í sam-
bandi við breytingartillögur stjórnar-
innar, er ekki óhugsandi, að aukaþing-
ið gefi út heimildarlög fyrir landsbank-
ann til að taka*hluti f nýja bankanum,
sem svarar V5 eða því sem landsmenn
mega skrifa sig fýrir móts við þá 2/5,
er landsjóður hefur heimild til að taka,
ef það á annað borð verður ofan á í
þinginu, að landsjóður skuli nota þá
heimild, því að annaðhvort er, að land-
ið nái tökum á 3/5 hlutabankans, eða
skipti sér alls ekkert af honum.
Auk þess, sem nú hefur verið getið
mun stjórnin leggja fyrir þingið frum-
varp um ný sóttvarnarlög, ennfremur
breyting á botnvórpulógunuin m. fl.,
sem enn er ekki kunnugt um. Svo
mun vera von á frá þingmanna hálfu
kosningarlagafrumvarpinu, er þó mun
tæpast verða ráðið til lykta á þessu
þingi. Þá er ekki ósennilegt, að rætt
verði eitthvað um stofnun innlends
brunabóta- eða lífsábyrgðarýélags, ann-
að eða hvorttveggja, þótt tími vinnist
naumast til að gera fullnaðarákvæði um
það mál. Lagt verður og af stjórninni
fyrir þingið frumvarp áhrærandi nýja
aukningu veðdeildarinnarv'vS landsbank-
ann. Allt þetta, sem hér hefur verið
getið um eru stórmál, er taka mik-
inn tíma til íhugunar og umræðu. Og
þó er enn ótalið það málið, er ef til
vill verður umfangsmest og vandasam-
ast, en það er um fyrirkomulagið á
hinni vœntanlegu nýju embœttaskipun
í sambandi við stjórnarskrárfrumvarpið,
laun nýju embættismannanna, eptir-
laun o. s. frv., því að þetta verður
þingið nú í sumar að taka til alvar-
legrar íhugunar og undirbúa það svo
vel, sem kostur er á fyrir þing að ári,
svo að menn geti fyrir það þing ekki
að eins heyrt álit stjórnarinnar um uppá-
stungur þingsins, heldur og að þjóðin
sjálf fái tækifæri til, að kynna sér þær,
áður en málinu er ráðið til fullnaðar-
lykta, og geti látið í ljósi skoðun sína
á því, bæði í einstökum atriðum og í
heild sinni, því að það skiptir miklu,
að þessu sé ekki til fulls skipað, að
þjóðinni fornspurði, og að hún geti
orðið nokkurn veginn ánægð með allar
þær breytingar, er hin fyrirhugaða
stjórnarbót hefur í för með sér. An
þess að fara hér neitt út í einstök at-
riði þessa máls, skal þess getið, að á-
ætlun ráðherrans í athugasemdunum
við stjórnarfrumvarpið mun þurfa all-
mikllar lagfæringar við, því að sú á-
ætlun virðist allmjög byggð í lausu
lopti, og að eins gerð til þess,
að láta kostnaðinn við nýju stjórnina
vega salt á móti hinum núverandi
kostnaði, svo að sem minnst hallist á.
En á það má ekki eingöngu líta, held-
ur á hitt, að stjórn landsins fullnægi
kröfum þjóðarinnar um verulega styrka
og staðgóða innlenda stjórn.
Auk breytinga þeirra á núverandi
embættaskipun, er ráðherrann stingur
upp á t. d. niðurlagningu landfógeta-
embættisins, er sjálfsagt verður tekin
til greina, mun koma til athugunar,
hvort ekki sé ástæða til, að Ieggja
niður fleiri hálaunuð embætti samhliða
landshöfðingjaembættinu, amtmanna-
embættunum og landfógetaembættinu,
úr því að gagnger breyting á stjórnar-
fari landsins á fram að fara á annað
borð. Þá er ekki vert að hafa það
neitt hálfverk. Fyrir mannasjónum
lítur t. d. svo út, að biskupsembættið
í þeirri mynd, sem það nú er orðið,
megi leggjast niður. Það er hvort
sem er lítið annað en nafnið eitt,
valdalítið, virðingalítið og veigalítið
skrififinnskuembætti. Yfirstjórn kirkj-
unnar gæti verið í höndum kennslu-
málaráðherra, er auðvitað hefði mennta-
málin og skólamálin undir sinni stjórn,
en forstöðumanni prestaskólans mætti
fela að vígja prestana og kalla hann
t. d. biskup, ef menn vildu ekki missa
nafnið. Yfirreiðir þær, sem biskuparn-
ir hafa haft, gæti hann vel framkvæmt
á sumrín, ef það sýndist nauðsynlegt.
Við niðurlagningu 4hins” núverandi bisk-
upsembættis ynnust um 7,000 kr. á
ári, er gætu gengið til hinnar nýju
kirkju- og kennslumálastjórnar í stjórn-
arráðinu, Nú er um að gera, að koma
sem mestri einingu og samvinnu í
alla yfirstjórn landsins, gera allan gang
málanna óbrotnari og vafningaminni, en
hingað til hefur verið, án þess) nokkurs
manns rétti sé þó hallað. Þessvegna
væri t. d. rétt, að afnema einnig amts.
ráðin, sem aldrei hafa orðið vinsæl
hér á landi, og hafa engin þau störf
á hendi, er íslenzka stjórnarráðið fyrir-
hugaða, gæti ekki framkvæmt miklu
greiðlegar og haganlegar. En við afnám
þessarar stofnunar sparaðist einnig all-
mikill kostnaður.
Allt þetta og margt fleira í sambandi
við þetta mál verður þingið f sumar
að taka til íhugunar, og ganga svo
frá þvf, að vel megi við una. „Varð-
ar mest til allra orða, undirstaðan rétt
sé fundin“. Það verður nú í sumar,
að leggja þann grundvöll undirstjórn-
arfar íslands í framtíðinni, sem við
megi hlíta um alllangan tíma, svo að
ekki þurfi að vera að káka við þetta
á næstu árum.
Hlutverk þessa aukaþings er því
stærra og þýðingarmeira, en hlutverk
nokkurs þings, er hingað til hefur ver-
ið haldið hér á landi, og þótt ýmsu
verði ekki ráðið til fullnaðarúrslita í
þetta sinn, þá á aukaþingið nú að
leggja þann hyrningarstein undir stjórn-
arbyggingu landsins, er standa á ó-
hreyfður að minnsta kosti alllengi fram
eptir nýju öldinni.
Loptriti Marconi’s o. fl.
,,Ólagiö“ rlOIO lijá.
Það eru- mjög miklar líkur til, að
ekki líði lángur tími, þangað til hin
heimsfræga loptritunaruppfundning Mar-
coni’s setur oss íslendinga í samband
við umheiminn. Frá auðugu félagi f
Lundúnum, er hefur fengið einkarétt
til að hagnýta sér uppfundningu Mar-
coni’s og hefur hann í þjónustu sinni,
hefur fjármálaráðherra Dana Chr. Hage
viljað fá skýrslu um loptritunarsamband
milli Danmerkur og íslands, og að sögn
frá öðru félagi á Þýzkalandi. Ennfremur
hefur hr. Einar Benediktsson yfirréttar-
málafærslum. sem nýkominn er nú
frá Englandi fundið sjálfan forstöðu-
mann Marconifélagsins í Lundúnum
að máli, og hafði þessi forstöðumaður
látið í ljósi, að félagið væri fúst til að
koma á loptskeytasambandi millum
Englands (eða Hjaltlandseyja) og ís-
lands, ef alþingi íslendinga vildi fyrir
sitt leyti styðja að framkvæmd máls-
ins með því að semja við félagið um
að koma þessu sambandi á. Það hef-
ur þegar verið reynt til fullnustu, að
fullkomnu loptritunarsambandi má koma
við á meira en 1500 enskra mílna
svæði á Atlantshafinu milli Englands
og Ameríku, en fullyrt að senda megi
loptskeyti miklu lengri veg, ef vélarn-
ar séu hafðar styrkari. En með því
að tilraunirnar á Atlantshafinu eru ekki
enn komnar lengra en þetta, en vega-
lengdin, sem þegar verður komizt með
áreiðanleg skeyti, samt miklu meiri en
milli Englands og íslands eða Jótlands-
skaga og íslands, þá er Marconifélagið
enn fúsara á, að reyna sig á þessu
svæði, sem full vissa er þegar fengin
um, að senda má loptskeyti yfir.
Aukaþingið ætti þvf að einhverju leyti
að taka inál þetta til athugunar og
undirbúnings, svo að greiðari verði
vegurinn fyrir næsta þing, þá er um á-
kveðnar fjárframlögur verður að ræða.
Verði Færeyjar hafðar sem millistöð,
sem Danir munu krefjast, þá leiðir
þar af, að danska stjórnin leggur fé
til fyrirtækisins að einhverju leyti, er
hún mundi fremur ófús á, ef sambandið
yrði beint milli Hjaltlandseyja og ís-
lands, en verði loptskeytasambandi
komið á millum Jótlandsskaga og ís-
lands og þá líklega yfir Færeyjar, verð-
ur hluttaka ríkissjóðsins danska í kostn-
aðinum vitanlega að því skapi hlut-
fallslega meiri, og landsjóði íslands
því léttara að leggja fram fé til þess,
enda er ekkert á móti því, að Danir
beri bróðurhlutann af þessum kostnaði,
sem verður margfalt minni á þennan
hátt, en með gömlu aðferðinni — frétta-