Þjóðólfur - 25.07.1902, Blaðsíða 3
ií9
á það. Það er svo rnargt talað náungan-
um til lasts, að varlegra er, að trúa ekki
öllu.
Nei. Mr. Hjörleifsson er enginn maður
til að leggja hér orð i belg, hann er jafn-
ókunnugur menntun alþýðu og kötturinn
sjöstjörnunni. Hvernig stendur á því,
að margar stúlkur t. d. í Þingeyjarsýslu
lesa dönsku sér til góðra nota, ekki tóma
„rómana", heldur lika fræðirit, eins og
„Kringsjaa", ef það væri satt, sem hann
segir um lestrarkunnáttu þeirra? Mundu
þær gera það, ef þær væru ekki bænabók-
arfærar? Nei. Mr. Hjörleifsson, þér ætt-
uð að hafa holl ráð, þó frá ólærðum
komi, og hætta að skipta yður af því, sem
þér hafið ekkert vit á, og þekkið ekkert
til sjálfur. Heimildimar eru ekki allar á-
reiðanlegar, og þó þér gyllið þær með því,
að það séu w^tóprestar, sem yður segja,
þá bætir það ekkert um. — Gróa á Leiti
hafði líka að orðtaki, þegar hún laug sem
mestu, að „ólyginn" hefði sagt sér, og eins
er með þetta: frásögn yðar er jafnmark-
laust bull, þótt þér teljið merkisprest hafa
sagt yður.
Þér verðið að fyrirgefa, þótt eg hafi
dirfzt að ávarpa yður, þar sem eg er rétt-
ur og sléttur
Alfiýðumadur.
Flokkar og kosningar.
„Sigurinn" — ságði Isafold í fyrra.
Svo fór um sjóferð þá — má nú segja.
Sjaldan höfum vér Islendingar í Höfn ver-
ið jafnóþreyjufullir eptir fréttum frá ís-
landi og sjaldan höfum vér verið jafnilli-
lega dregnir á þeim, Vér fáum líka þef-
inn af ísnum. En þær voru líka ekki af
verri endanum, þegar þær komu — og
nú eru allar kjörfréttir komnar nema tvær,
og þær eru nokkurn veginn fyrirsjáanleg-
ar.
Þjóðin er búin að kveða upp dóm sinn
og dómurinn er, eins og við mátti búast.
Sjaldan hefur nokkur flokkur, sem hegð-
aði sér jafnhrokalega og Valtýingarí fyrra
sumar og jafnoflátlega eins og þeir með
sinni „centralstjórn“ 1 vetur (hættið að
brosa, piltar! Það er gamanleysa að eiga
svoleiðis stjórn), fallið jafnhart og jafn-
djúpt, en um leið að maklegleikum, eins
og hið íslenzka ,,reformparti“(l). Sá hlaut
skellinn, sem skyldi, má með sanni segja.
Allir góðir menn munu fagna þessum
málalokum og óska Islandi allrar gæfu
og blessunar með þau. Að hér sé að tala
um málaAA er vafalaust. Kosningarnar
hafa nú í sögu íslenzkrar „pólitíkur" sett:
punkt og nýja línu. Valtýsku martröðinni
er nú með öllu létt af þjóðinni. Hún er
sem vöknuð af illum draumi og tekur til
?iýrra starfa með morgunsárinu. Hinn
gamli Adam er kominn undir græna torfu,
látum mosann vaxa á leiði hans og helzt
hylja það allra sjónum. Vér þurfum ekki
að gráta hann, ekki einu sinni að raula
neitt líksöngsvers; hann rís aldrei upp —
friður sé með honum.
En svo kemur hinn nýi — ungur piltur
og frísklegur, roði í kinntim og brosir svo
bjartog hýrt, og segir: „Hér em eg“. Og
hann er og verður hér meðal vor. Það
er nýi tíminn, nýi andinn. Og hann munu
flestir Islendingar skilja, ekki sízt hinir ný-
kosnu þingmenn, sem nú eru í miklum
meiri hluta, þeir þingmenn, sem tilheyra
hinum virkilega framfaraflokki.
Eg tel það víst, að þeir ix, er endur-
kosnir voru nú af Andvaltýingum frá síð-
asta þingi, og þeir 8 nýju (þar af 3 fyr-
verandi þingmenn, er allir hafa kosnir
verið sem heimastjórnarmenn) og velflest-
ir ótvíræðlega komið fram sem Andvaltý-
ingar, myndi einn og órofinn flokk. En
eg býst ekki síður við, að ekki svo fáir
af þeim Valtýsliðum frá síðasta þingi, er
gæfastir eru og gegnastir og engir ofstæk-
ismenn, snúistí þennan flokk; þar eiga þeir
heima og par geta þeir gert gagn. Nú
þegar orsökin til hins gamla flokkadráttar,
Hafnarstjórnar-kappið, er algerlega horfið
úr sögunni, þurfa þessir menn, sem eg á
hér við, ekki að brjóta neinn odd af oflæti
sinu, til þess með hinum að mynda einn
virkilegan aðalframfaraflokk, þar sem þó
skoðanamunur getur komizt að í einstöku
málum og orðið til góðs fyrir málið, en er
ekki hamraður niður með hnefum og hnú-
um, eins og átti sér stað hjá þeim flokki
á síðasta þingi, er drambaði með nafninu
framfaraflokkur, eins og krákubróðirinn,
sem lánaði annara fugla fjaðurprýði, sæll-
ar minningar. „Heimastjórn" hefur fyrir
löngu bent á þessa nýju flokksmyndun.
Og nú - nú þegar útséð er um allt, kem-
ur „ísafold" með þessa sömu hugmynd;
en það másegjaþar um, eins og þar stend-
ur: „Jeg kender dig Jupitermand“. No,
jæja, betra er seint en aldrei.
Um leið og eg bið Þjóðólf að flytja kveðju
mína öllum góðum Islendingum, ekki sízt
þeim, er svo öfluglega hafa barizt fyrir
heimastjórn og stuðlað að hinum glæsi-
lega sigri, er unninn er, vildi eg óska þess,
að þesskonar virkilegur framfaraflokkur,
er eg hef hér bent á, mætti stofnast nú
þegar og almennur friður verða í landinu.
Khöfn 1. júlí 1902.
Finnur Jónsson.
. *
* *
Oss virðist hinn heiðraði höf. gera sér
nokkuð glæsilegar vonir um almannafrið-
innílandinu, og „þennaneina stóra flokk"
er rísa eigi upp af hinum 2 gagnstæðu
flokkum, er nú hafa verið um hríð í land-
inu, og hljóta að verða á einhvern hátt
framvegis, þótt afstaðan og flokkaskipunin
kunni að breytast. Eða skyldi nokkur
ímynda sér, að engin flokkaskipting verði
framar í landinu, þá er nýja stjórnin er
setzt á laggirnar? Það væri dálítið nndar-
legt. Flokkaskipting hlýtur þá að verða
allgreinileg.: Almennur friður í þeim skiln-
ingi, er greinarhöf. meinar, getur því
naumast átt sér stað í þjóðfélagi, sem ekki
er dautt úr öllum æðum, þjóðfélagi, sem
er á framþróunarleið. Riistj.
Frá útlöndum
hefur borizt eitt enskt blað frá 18. f. m.
Af þvimásjá, að forsætisráðherraskipti eru
orðin á Englandi. Hefur Salisbury sagt
af sér ráðaneytisforstöðunni, eins og kvis-
azt hafði áður, en Balfour orðinn forsætis-
ráðherra í stað hans. Aðrar breytingar 1
ráðaneytinu virðast litlar, að því er séð
verður. Chamberlain er kyr í því og
H'icks-Beachs f jármálaráðherra. En hvern-
ig ráðaneytið að öðru leyti er skipað, sést
ekki af þessu eina blaði, af því að breyt-
ingin var um garð gengin fyrir 18. þ. m.
Játvarður konungur er hinn hressasti og
dvelur nú á skemmtiskútu sinni í Cowes.
Er krýningardagurinn nú hér um bil fast-
ákveðinn 9. ágúst.
Mannskæð kólera gengur í Mantsjúríinu.
I bænum Inku dóu 139 manns af 166, er
veiktust þar vikuna 27. júní—4 júlí, og
voru þá dánir alls þar í bænum 477 menn
af 643, er veikzt höfðu frá, því sýkin hófst
og til 4. þ. m. I bænum Kharbin, þar
sem kólerunnar varð fyrst vart 1. þ. m. dóu
322 menn á 10 dögum af 575, er sýktust.
Vesta'"
kom hingað að kveldi 23. þ. m. og með
henni fjöldi farþega, þar á meðal lands-
höfðinginn úr ferð sinni til Austfjarða,
þingmennirnir Guðjón Guðlaugsson, Her-
mann Jónasson, Lárus Bjarnason og Sig-
urður Stefánsson; ennfremur Jón Jónsson
læknir frá Vopnafirði, Arni Sveinsson
kaupmaður frá Isafirði, séra Lárus Bene-
diktsson uppgjafaprestur frá Selárdal, al-
fluttur hingað með fólk sitt, mr. Ward
fiskkaupm., Jóhannes Pétursson umboðs-
maður hans, Þorst Edingsson ritstj. „Arn-
firðings" o. fl.
Suður Sprengisand
komu nú 6 þingmenn í einum hóp:
Ari Brynjólfsson, Árni Jónsson, Guttorm-
ur Vigfússon, Jón frá Sleðbrjót, Ólafur
Davíðsson, og Pétur Jónsson. Voru
5 dægur milli byggða úr Bárðardal
suður f Eystrihrepp, og létu hið bezta
yfir förinni, veður ágætt og vötn lítil.
Eru nú vörður hlaðnar til Ieiðbeining-
ar á sjálfum sandinum. Er llklegt, að
vegur þessi verði eptirleiðis tíðfarnari, en
verið hefur, sem langstyzta leið mill-
um Suðurlands annars vegar og austur-
hluta Norðurlands og Austfjarða hins
vegar.
Frá Seyðisflrði
komu með »Heklu« 20. þ. m. dr. Val-
týr Guðmundsson, Jóhannes sýslum. Jóhann-
esson., Þorsteinn Gíslason ritstj. og Þor-
steinn Skaptason prentsmiðjueigandi.
Svensku r
Panelpappi
FÆST í YER7LUN
Gunnars Einarssonar.
4 Kirkjustræti 4.
ROGN og andre islandske Pro-
dukter modtages til Forhandling.
Billig Betjening. Hurtig Afgjörelse.
Einar Blaauw.
Bergen. Norge.
32
eg átti enga von á þessu, og gat því ekki annað en sagt: „Bíddu þorp-
arinn þinn, þig skal iðra þessa“.
„O — látið þér ekki svona bezti hr. Smith“, sagði hann háðslega.
„Gleymið ekki að þér eruð á mínu valdi. Til þess að eyða tímanum
skal eg gefa yður nokkra upplýsingar. Eg ætla að segja yður, hvernig
eg fór að því að stela á Fernleigh, það er embættisleyndarmál, en svo
mikið get eg sagt yður, að ef eg hefði ekki verið svo óheppinn að detta,
hefðuð þið aldrei fengið neitt, er gæti gefið hinar minnstu upplýsingar.
Vegna þess að þjófnaðurinn komst svo fljótt upp gat eg ekki farið strax
burtu úr héraðinu. Eg áleit einnig heppilegast að senda nær því alla
demantana til umboðsmanna minna víðsvegar um land. F.g get einnig
yður til ánægju sagt yður það, að eg hef haft stöðugar gætur á yður,
en af því eg varð að heimsækja einn umboðsmann minn varð eg svo
óheppinn að missa sjónar á yður ofurlítinn tíma. En nú var eg svo hepp-
inn að rekast á yður, annars hefði eg fengið frítt herbergi í tvö ár. Hvað
segið þér um leynilögregluna hr. Jón Smith?
Eg svaraði ekki.
„Nú—þér viljið eigi svara", sagði hann fjörlega, „það gerir ekk-
ert til“; svo tók hann pappír og ritaði:
„Til stöðvarstjórans í Wellingborough!
Sendið hraðskeyti strax til stöðvarstjórans í Bedford, og segið hon-
um að hafa lögregluna viðbúna, eg kem með aðalmanninn í Fernleigh
þjófnaðinum. Sjálfur verð eg að halda áfram til London til þess að hand-
taka hjálparmenn hans, er geyma demantana.
Henry Graham, Scotland Yard.
Eptir að hann hafði sýnt mér blaðið kastaði hann því út úr vagn-
inum um leið og við fórum fram hjá Wellingboroughstöðvinni, og einhver
járnbrautarþjónninn tók það upp.
Undir eins og hann hafði annazt þetta tók hann upp búning, er var mjög
líkur mínum, og málaði sig í framan, svo að hann leit út sem annar maður.
„Eg er hræddur um, að þér verðið í fangelsinu í Bedford í nótt hr.
Smith", sagði hann.
„Krókur á móti bragði“.
(Þýtt úr ensku).
„Þér spyrjið að því, hvort eg hafi ekki verið gabbaður. O-jú það
eru nú bráðum tíu ár, síðan eg var þá nýbyrjaðurjvið starf mitt", sagði
vinur minn, umsjónarmaður Henry Graham, einhver duglegasti leynilög-
regluþjónninn í Skotlandi. „Eg var mjög ánægður, þegar eg varbeðinn
að komast eptir hinum stóra þjófnaði í höllinni í Fernleigh í Leiceister-
shire, aðsetursstað hertogans af Melbournes. Þér munið máske eptir
atvikunum : Melbourn-kórónunni og öðrum demöntum fyrir alls hér um bil
20,000 pund sterlings var stolið um hádaginn og þjófurinn eða þjófarn-
ir hurfu án þess menn vissu neitt um þá. Eg var búinn að vera á staðn-
um í heilan dag, áður en eg komst á nokkurn rekspöl, en það var stutt
þangað til eg komst að því, hvernig maðurinn — því eg sá strax að það
ekki gat verið neitt félag, heldur að eins einn þjófur—hér um bil leit út.
Eg hélt að hann væri álíka stór og eg, snoturlega klæddur, og í græn-
um búningi".
„En hvernig í ósköpunum gátuð þér komizt að því?“ spurði eg.
„O, — það var ákaflega einfallt", sagði Graham. „Þjófurinn hafði
verið svo óheppinn, að einhverjir komu í nándina við hann, svo hann
varð að flýja inn í runnana í garðinum kringum höllina. A leiðinni datt
hann um stein og lenti í þyrnirunna, er reif ofurlítið stykki út úr fötum
hans. Það var grænt og samskonar og haft er í leikfimisföt. Vasa-
spegill, er hann hafði haft í vasanum, lá þar í smábrotum, og maður, sem
ber á sér vasaspegil getur maður verið viss um að gefur gætur að útliti
sínu. Runnurinn var lítill, og hefur lagst saman við þungann, og af jörð-
inni gat eg hæglega ímyndað mér hæð mannsins og byggingu. Við það að