Þjóðólfur - 25.07.1902, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 25.07.1902, Blaðsíða 4
120 Mustad’s önglar (búnir til í Noregi). eru nú eingöngu notaðir við fiskiveiðar með fram ströndum Noregs, einnig við New-Foundland og að öðru leyti um allan heim. Þeir eru hinir beztu og ódýrustu önglar, sem fást í verzlunum. Önglarnir fást nú keyptir hjá verzlunarmönnum alstaðar á íslandi og fiskimennirnir verða að reyna þá. Mustad’s smjörlíki (norsk vara) fæst nú keypt hjá flestum verzlunarmönnum. Reynið það, og þér munuð komast að raun um, að það er bezta smjörlíkið. Suður Kjöl úr Skagafirði fóru 4 þingmenn, Klemens Jónsson, Ól. Briem og nafnarnir frá Fagra- skógi og Möðruvöllum, komu hingað í gærkveldi. Eru nú allir þingmenn komnir. EmbsBttispróf í guðfræði við háskólann hefur tekið Bjarni B. Hjaltested með 2. einkunn. Hann kom hingað nú með »Laura«. Veðurátta óvenjulega þur og hlý hér á Suðurlandi þennan mánuð. Grasvöxtur í lakara lagi, einkum á túnum. Sláttur nýbyrjaður og sumstaðar að byrja þessa dagana hér aust- ur í sveitunum. Fyrir 2 krónur geta nýir kaupendur fengið síðari hluta þessa yfirstand- andi árgangs Þjóðólfs frá 1. júlí til ársloka. í kaupbæti fylgja tvö síðustu sögusöfn blaðsins (1 1. og 1 2. hepti), yfir 2 00 bls. með mörgum fallegum skemmti- sögum, en ekki verða þau send neinum fyr en blað- ið er borgað. Áskript að þessum hálfa árgangi er einnig bindandi fyrir næsta árgang blaðsins. Nýir kaupendur gefl sig fram sem allra fyrst, áður en upplagið af sögusöfnunum þrýtur. SW“ Háttvirtir kaupendur ÞJÓÐÓLFS, sem enn eiga blaðið óborgað, eru beðnir að minnast þess, að gjalddaginn var 15. þ. m. Fálkaveiðar. Austurrískur riddaraliðsofursti hefur í nokkur ár haft í hyggju að koma aptur á veiðum með tömdum fálkum, er áður þótti svo mikið í varið. Honum hefur líka tekizt að temja nokkra fálka heima hjá sér. Hver sem þekkir þessa óstýrilátu og herskáu fugla, hlýtur að dást að þolin- mæði ofurstans, er sigrazt hefur á slíkum erfiðleikum. Hann bjó sér líka til þau tæki, er þurftu til tamningar fálkanna; eptir koparstungum Riedingers o. fl. og hinum fáu ritum, sem samin eru um þessa fugla. Frá íslandi komu á miðöldunum hinir huguðustu og jafnframt skynugustu og temjanlegustu fálkar, svo að það má telja það einkaheimkynni fálkanna. Þess vegna vill ofurstinn kaupa j íslenzka fdlka lif andi, en seljandinn verður að annast flutn- ing þeirra 1 búri til Vlnarborgar. Frá Kaupmannahöfn til Vínarborgar má auð- veldlega flytja þá á jámbraut, og er það engum erfiðleikum bundið, því að ferðin varir einungis 26 stundir, og ekkert vatn þarf að gefa þeim. Tilboð má senda til ritstjóra „Þjóðólfs" eða (til 25. n. m.) tii baróns dr. Jaden í Reykjavík. Fljótandi Asfalt er það bezta og ódýrasta, sem fæst til að smyrja á grunna, múrverk og tré, til að verja sagga. Má smyrja því á eins og olíufarfa, og þarf ekki að hita það. Fæst keypt hjá jóni Reykdal, málara. Þingholtsstræti 22. Keykjavík. Við undirskrifaðir ferjubændur kunngerum hér með: að við flytjum ekki hér eptir, nema að borgað sé um leið, eptir því sem stendur í 16. gr. ferjulaganna. Iðu í júlí 1902. Rnnólfur Bjarnason. Sigm. Friðriksson. Leirtau ýmisiegt nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. Hálslín, Slipsi og Slaufur fyrir karlmenn, nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. Á þjóðhátfð Reykjavikur 2. ágúst verða verðlaun veitt: Fyrir skeiðhesta þrjá þá beztu 50 kr., 30 kr., 20 kr. Fyrir klárhesta þrjá þá beztu 50 kr., 30 kr., 20 kr. Þeir, sem ætla sér að taka þátt í veðreiðunum, snúi sér til Björns kaupm. Kristiánssonar fyrir kl. IÓ kveldið áður. Veðreiðanefndin. Til þeirra sem neyta liins ekta Kína-lífs-elixírs. Með því að eg hef komizt að raun um, að þeir eru margir, sem efast um, að Kína-lífs-elixírinn sé jafnáhrifamik- ill sem fyr, vil eg hér með leiða at- hygli manna að þvt', að elixírinn er öldungis samskonar sem fyr, og selst með sama verði sem áður nfl. i kr. 50 a. flaskan, og fæst hann aistaðar á Islandi hjá hinum háttvirtu kaup- mönnum. Astæðan fyrir því, að hann er seldur svona ódýrt, er, að það voru fluttar til íslands allmiklar birgðir af honum, áður en tollhækkunin gekk í gildi. Neytendur elixírsins eru alvarlega beðnir um sjálfs síns vegna, að gæta þess, að þeir fái hinn ekta Kína-lífs- elixír með hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendinni og firmanafnið Waldemar Pet- ersen Frederikshavn, ennfremur að á flöskustútnum standi .þ í grænu lakki. Fáist elixírinn ekki hjá kaup- manni yðar eða heimtað sé hærra verð en 1 kr. 50 a. fyrir hverja flösku eru menn beðnir um, að skrifa mér um það á skrifstofu mína Nyvej 16, Kjöbenhavn. Waldemar Petersen Frederikshavn. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan. 3° spyrjast fyrir hjá járnbrautarþjónunum komst eg einnig að því, að mað- ur þannig búinn kom með járnbrautinni frá Leicester til einnar stöðvar hér rétt hjá. Vegna þess að þjófnaðurinn komst strax upp, gat þjófurinn ekki haft tíma til þess að komast í burtu, eg spurðist því fyrir, og flækt- ist til og frá hjá járnbrautarstöðvunum í von um að sjá hann, en þegar það var árangurslaust ásetti eg mér að fara til bæjarins til að fá hjálp. Eg tók mér farseðil í fínasta vagni með hraðlestinni frá Masland, sem einungis stansar ( Bedford. Eg kom mér eins vel fyrir og eg gat, og fór að lesa „Times“. Það var hringt til brottfarar, og rétt þegar lest- in ætlar að fara eru vagndyrnar opnaðar og ungur maður stökk inn, og á eptir honum kom burðarmaður með handkofiört, hann tók á móti því og setti það niður, og burðarmaðurinn fór. Hugsið yður hve undrandi eg varð, þegar eg sá að samferðamað- ur minn var sá, er eg í seinustu daga hafði verið að leita að — það er að segja alveg eins og eg hélt að demantaþjófurinn frá Fernleigb mundi líta út. Eg sá það, að eg varð að vera mjög aðgætinn og ef eg væri ofbráður á mér gæti eg eyðilagt alltsaman. En eg gat eigi látið vera að brosa, er eg hugsaði um, hve hissa hann yrði, þegar eg tæki hann, og hrósið, frægðina og heiðurinn er eg mundi fá. En eg tók ekki allt með í reikninginn. Strax og hinn nýkomni sá mig, hneigði hann sig vingjarnlega og sagði um leið og hann fletti sundur blaðinu: „Það er leiðinleg saga, þetta með þjófnaðinn í Fernleigh. Það heí- ur vakið ákafa eptirtekt í héraðinu sem von er“. „Það er alveg rétt hjá yður“, sagði eg og reyndi að dylja hve hissa eg var á frekju hans. „Já“, hélt hann áfram, „eptir því sem mér sýnist þá eru þjófarnir farnir héðan. Þessi græningi, sem þeir hafa sent oss frá Scotland-Yard, hlýtur að vera ekta heimskingi". Þú skalt svei mér syngja í öðrum tón áður en lýkur nösum, hugs- aði eg; ef þú vissir hver eg er, mundir þú ekki tala svona. En blátt áfram sagði eg: „Það er ekki hæfulaust er þér segið". 3i „Já, öll leynilögreglan er svona", hélt hann ákafur áfram. „Strax og þeir fá mál, sem ekki er alveg augljóst geta þeir ekkert. Það er mesta hneysa að slíkt skuli koma fyrir í menntuðu landi, þar sem heill her er haldinn í því skyni að uppgötva ýmsa hluti. Þið eruð heimskingjar all- ir saman. Eg endurtek það herra — og hann stappaði í gólfið — það er hneyksli". „Það er vegna þess að blöðin orka ekkert, að þér haldið að ekk- ert hafið verið fundið", sagði eg ákafur, því eg var að byrja að verða reiður, „en þér fáið bráðum aðra skoðun“. „Eg fæ hana aldrei", sagði hann ákafur. „Eg skal segjayðurþað að eg er sjálfs míns maður en hertogafrúin af Melbourne — hin ágætasta kona, er nokkru sinni hefur verið til — hefur fengið mig til þess að reyna að ná í þjófinn". „Hvað segið þér", sagði eg hissa, og mér fór að detta í hug, hvort eg hefði getað hugsað vitlaust um þetta. „Já það er þannig", sagði hann, „og það sem meira er eg tek yð- ur fastan Henry Graham sem ákærðan fyrir þjófnaðinn í Fernleigh fyrir tuttugu dögum síðan“. Um leið og hann sagði þetta tók hann upp skamm- byssu og miðaði á mig. „Upp með hendurnar annars skýtegl Þaðer gotti Hreyfið yður ekki, þá eruð þér feigur! Svo tók hann upp hjá sér handjárn og áður en eg vissi af, hafði hann sett þau á mig. — „Þetta er hlægilegur misskilningur, herra!" æpti eg strax og eg hafði eiginiega áttað mig á þessu. „Takið undir eins járnin af mér og eg skal skýra yður frá samanhenginu. „Þér þurfið þess ails ekki“, sagði hann skellihlæjandi og hæddist að mér. „Það skal eg gera fytir yður. Þér eruð Henry Graham frá Scot- land-Yard og eg er Jón Smith, er hefi framið þjófnaðinn á Fernleigh. Nú ætla eg með yðar leyfi að skipta um nöfn og koffort: þér eruð Jón Smith og eg er Henry Graham, hinn heppni og hyggni uppgötvunar- þjónn. Skiljið þér. Eg sá hann skipta um kofifort, glerstykkin úr speglinum og græna pjatlan var í mínu, og eg sá hvað hann ætlaði sér. Eg gat ekkert, því

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.