Þjóðólfur - 08.08.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 08.08.1902, Blaðsíða 2
I2Ö gjafans væri fullkomlega lögleg og til hennar þyrfti hún ekki sérstaka lagaheim- ild, en aðrir hefðu verið á annari skoðun. Eptir yfirlýsingu stjórnarfulltrúans 1899 gætu menn þó ef til vill vonað, að þetta hafi fremur „teoretiska11 en praktiska þýð- ingu, og þar sem nú eru settir þeir tveir kostir að taka frv. eins og það er eða ekki, þá virðist einhlýtt að ganga að því, þó maður geri það ekki með glöðu geði, en mikið skal til mikils vinna. Orðabreyt- ingar meiri hlutans væru meinlausar, en þýðingarlausar. Það stæði alveg á sama, hvort embættismaðurinn væri nefndur land- ritari, höfuðsmaður eða bara skriffinnur, ef verksvið hans væri einungis hið sama. Sama væri að segja um hinar breyting- arnar. Hannes Þorsteinsson kvað frv. alls ekki fullnægja þeim kröfum, sem hann og endur- skoðunarmennirnir frá 1894 hefðu sífellt haldið fram, en sér gæti ekki dulizt að stigið væri með þessu frv. mikilvægt spor í rétta átt, til fullkominnar heimastjórnar. Þess vegna greiddi hann frv. atkvæði, þótt þótt hann væri óánægður með einstök at- riði þess, einkanlega ríkisráðssetuna; þá er hann hefði séð þetta ákvæði í stjórnarfrv. hefði hann orðið bæði hryggur og reiður. Setu ráðherrans í ríkisráðinu hefði jafnan verið mótmælt sem ólöglegri af hinum gömlu endurskoðunarmönnum. Það hafi ekki verið tekið fram í tímenningafrv., að ráðherrann skyldi sitja í ríkisráðinu, en samt hafi sér fundizt ástæða til að gera grein fyrir skoðun sinni á þessu atriði á þingi í tyrra, og þótt fleiri hefðu ekki gert það, þákvaðsthannætla.að hann hefði þar með leyst hinabundnu hugsun margra flokks- bræðra sinna. En nú er settir væru svona tveir kostir, kvaðst hann álíta að menn ættu að láta persónulega sannfíéringu sínalúta í lægra haldi, þá er um stærsta velferðarmál þjóðarinnar væri að ræða, en hins vegar lýsti hann því yfir, að hann viki ekki hárs- breidd frá skoðunum sínum á þessu atriði: ríkisráðssetunni. Það hefði verið gert mikið veður úr því á ónefndum stað, í ó- nefndu málgagni, hversu óviðurkvæmilegt það væri af mótstöðumönnum valtýsk- unnar frá '97 að vera nú með þessu. Menn vissu, hver höf. þessara greina væri. Hann væri að reyna að æsa menn og spana til þess að sundra og eyða mál- inu. Höf. væri auðsjáanlega meinilla við ráðherrabúsetuna hér, hataði hana. En til- raun hans mundi ekki takast. Ræðum. kvað aðferð ráðherrans gagnvart þinginu: að gera hverja breytingu, jafnvel orða- breytingu, að synjunarsök, næsta óviður- kvæmilega, sá tónn, sem ráðherranti talaði í til löggjafarþings landsins ætti illa við o. s. frv. Framsögumaður meiri hlutans (Lárus Biarnason) kvaðst aldrei hafa búizt við, að framsögum. minni hl. (Guðl. Guðm). mundi fara að hælast um atkvæðagreiðsl- una í e. d. 1901. Kvaðst heldur ekki vita hvaðan ákvæðið um ríkisráðssetuna væri komið, en hvort væri líklegra, að það væri komið frá þeim, sem álitu þetta at- riði lítilfjörlegt eða jafnvel nauðsynlegt eða frá hinum, sem sífellt hefðu barizt á móti því. Sér dytti ekki f hug að væna mótstöðuflokk sinn um það, og allra sfzt fr.sm. minni hl. (Guðl. Guðm). í- myndaði sér að ráðherrann hefði tek- ið þetta upp hjá sjálfum sér, því að sér dyldist ekki að með því væri dönskum „interessum“ betur borgið. Þóttist hafa orðað nefndarálitið svo stillilega sem unnt væri til þess að allir gætu orðið á eitt sáttir, en yrði samt sem áður eldi varp- að inn í þetta mál, gæti hann ekki að því gert. Ari Brynjólfsson talaði nokkur orð al- menns efnis um málið í heild sinni og skýrði frá afstöðu sinni gagnvart því. Magnús indrésson kvaðst einn þeirra 6 þm., sem atkv. greiddu með stj.skr.frv. í fyrra í e. d., eiga sæti í n. d. nú og fyrir því vildihann víkjanokkrum orðumaðfrs.m. meiri hl. (L. B.).—Hann hefði sagzt geta skil- íð stefnu Valtýsliða allttil 13. ág. 1901, en þá yrði hún sér óskiljanleg og atkv.gr. í e. d. þá mundi hafa stafað af kappi. Þetta væri þung ákæra, að þm. létu kapp ráða gerðum slnum í svo mikilvægu tnáli meir en sannfæringu. Hann yrði að bera fram nokkrar afsakanir, en hann skyldi gera það hógværlega. Þegar fregnin barst um stjórnarskiptin í Danmörku f fyrra, hefði mönnum verið ókunnugt um skoðun hinnar nýju stjórnar. Ef menn hefðu vitað, að hún vildi veita innlenda stjórn, þá hefði verið öðru máli að gegna. Hann fyrir sittleyti hefði verið vonlaus um, að stjórnin mundi sjá önnur ráð til innlendrar stjórnar, en þau sem komið hefðu fram hér á landi, en mundi ekki sjálf finna nýtt ráð til að leysa hnútinn. En aðferðirnar, sem hér hefðu komið fram, hefðu verið hin svo- nefnda benedizka, en henni hefði þjóðin verið orðin fráhverf, hann hefði að minnsta kosti verið henni mótfallinn vegna hins mikla kostnaðar, svo væri miðlunin, er hann væri einnig mótfallinn af sömu á- stæðu og loks tímenningafrv., en það hefði sér fundizt óviðunandi. Fyrir því hefði hann talið sjálfsagt, að greiða atkv. með því frv., sem bezt hefði tryggt réttindi þingsins. Samt hefði flokksbræðrum sín- um hugsazt, að til gæti verið einhver við- unanleg aðferð til að fá heimastjórn, og þá hefði hann hugsað sem svo, að stjórn- in mundi engu síður gefa oss kost á henni, ef við óskuðum þess, þó að frv. hefði ver- ið samþykkt. Þeim hefði ekki dottið f hug, að stjórnin mundi fara að neita þeirri ósk fremur af því, að frv. hefði verið sam- þykkt. Þessvegna hefðu þeir, hann og flokksbræður hans í e. d., samþykkt frv., en jafnframt látið stjórnina vita í ávarpi — hinni einu formlegu leið, sem þeir þekktu — að óskum Islendinga sé ekki fullnægt fyr, en stjómin sé orðin innlend. Þeir hefðu vandlega hugsað um málið þessa daga. Hann gæti skilið, að menn hefðu orðið óánægðir við þessa 6 e. d. þm., ef afleiðingin af atkv.gr. þeirra hefði orðið hryggileg, en nú fengju menn frv. frá í fyrra að viðbættri búsetunni, svo sem ósk- að hefði verið í ávarpinu, svo að hann gæti ekki séð annað, en afleiðingarnar væru hinar heillavænlegustu. Framsögumadur meiri hlutans (Lát us Biarnasoti) svaraði þm. Mýram. (M. A). Hann hefði viljað skilja orð sín svo, sem kappið hefði borið sannfæringuna ofurliði hjá e. d. þm. í fyrra. Hann kvaðst vel trúa því, að þm. hefði greitt atkvæði af sannfæringu, því að kapp og sannfæring gæti opt farið saman. En þm. Mýr. (M. A. ) hefði endilega þurft að standa upp og margtaka það fram, að hann þyrfti að koma með afsökun fyrir gerðir þeirra. Hann segði, að sér hefði verið ókunnugt um skoðun nýju stjórnarinnar á búsetu- atriðinu, en hvað hefði verið líklegra, en að þar sem algerð stjórnstefnubreyting var komin á í Danmörku, þá hefði einn- ig breyzt skoðunin á þessu atriði. Eða hvað hefði verið í hættunni með að bíða, þangað til vitneskja tengist um álit stjórn- arinnar, þar sem heimastjórnarmenn hefðu lofað að fylgjast með hinum, ef ekki væri unnt að fá meira. En þá er menn hefðu verið að spá í fyrra, að vinstri manna- stjórn mundi bráðlega koma til valda, þá hefði það verið barið niður og talið með öllu óáreiðanlegt, en er vissa var fengin fyr- ir því, þá hefði verið reynt að fá menn til að trúa því, að vinstrimannastjórnin mundi ekki verða rffari við okkur og menn hefðu tekið til dæmis vinstrimanna- stjórnina frá 1848, en það dæmi sannaði ekkert. Þm. teldi engu spillt, þótt frv. hefði verið samþykkt í fyrra, líklega sanrt landsdómnum og því, að ekki væri unnt að gefa út bráðabirgðafjárlög, þvert ofan í þingið, og hvernig hefði verið hægt að búast við, að útlendur maður færi að þrengja upp á okkur tneiru en því, sem beðið var um í frumv. Hann hefði ekki haldið, að þm. færi að veifa ávarpinu. Það skoðaði hann sem Janus, hafandi tvö andlit, er horfðu sitt f hvora átt. Þeir hefðu átt eptir að koma á kjör- fund og þá væri betra að bera kápuna á báðum öxlum. Kvaðst álíta undarlegt, ef þm. Mýram,. féllist á hina fáránlegu setningu: „Arangurinn réttlætir stefnuna". Framsögutnaður minni hlutans (Guðlaug- ur Guðmundsson) kvað frs.m. meiri hl. (L. B. ) hafa talið einhverja úr andstæðinga- flokk sínum hafa álitið það kost, að ráð- gjafinn sæti í ríkisráðinu, en því yrði hann að mótmæla, það hefði enginn þingm. þess flokks látið þá skoðun f Ijósi. (Z. B. Eg sagði ekki þingm.). Kvað þingflokk- inn ekki geta viðurkennt orð og gerðir þeirra manna, sem rituðu eða töluðu ekki í nafni flokksins, Mótmælti nokkrum orð- um úr ræðu Ara Brynjólfssonar, en Ari kvað hann ekki hafa tekið rétt eptir. Að loknum þessum umræðum, er fóru mjög stillilega fram, voru orða- breytingar meiri hlutans samþykkt- ar, og hver einstök grein frumvarps- ins í einu hljóði. Málinu vísað til 3. umr. í einu hljóði. Þjóðhátíð Reykjavíkur var haldin 2. þ. m. á Hólavelli. Veð- ur hið fegursta allan daginn. Við veð- reiðarnar á melunum kl. 9 fékk 1. verð- laun fyrir stökk (50 kr.) rauðblesóttur hestur frá Blesastöðum á Skeiðum, 2. verðlaun (30 kr.) rauður hestur, eign Steindórs snikkara, og 3. verðl. (20 kr.) jarpur hestur, eign Guðmundar Kláus- sonar. P'yrir skeið fengu og 3 hestar verðlaun (50, 30 og 20 kr.). Á hjól- hesti var fljótastur Ólafur Jónsson (Ól- afsonar) bókavörður frá Chicago og fékk 10 kr. Kl. ifl/j gengu menn upp á Hólavöll í skrúðgöngu, og kl. 12. var hátíðin sett. Mælti Árni Gísla- son fyrir minni konungs, Jón Jónsson sagnfræðingur fyrir minni íslands og sagðist honum mætavel, (birtist ræða hans f heild sinni hér á eptir), Guð- laugur Guðmundsson fyrir minni Reykja- víkur, Guðm. Biörnsson héraðslæknir fyrir minni hátíðardagsins og Ólafía Jóhannsdóttir fyrir minni Vestur-ís- lendinga. Kvæði höfðu ort Steingr. Thorsteinsson fyrir minni íslands, Hj. Sigurðsson fyrir Reykjavík og Jón Ól- afsson fyrir minni Vestur-íslendinga. Þess má geta, að frágangur á prentun hátíðaprógrammsins og kvæðanna var hinn hraparlegasti og hátíðanefndinni til vansa. Tafl reyndu þeir með sér Ind- riði Einarsson og Pétur Zóphóníasson, og var teflt lifandi mönnum. Vann Pétur taflið. Glímurnar höfðu verið fremur lítilsháttar og fæstir, sem sáu þær. Þó voru veitt verðlaun (Ásgeir Gunnlaugs- son verzlunarm. 15 kr. ogjónatan Þor- steinsson söðlasmiður 10 kr.). Að öðr- um skemmtunum kvað lítið, nema dansi, er unga fólkið skemmti sér við langt fram á nótt. Vínveitingar voru engar á hátíðasvæðinu, en skammt að leita sér hressingar niður í bæinn. Ymsar verzlunarbúðir voru opnar. einkum fyrri hluta dagsins, því að sundrung nokkur hafði orðið í bæjarfélaginu út af veitingabanninu, og hefðu sést glögg merki þessa ágreinings við hátíða- skemmtanina, ef veðrið hefði ekki verið jafn Ijómandi fagurt allan daginn, eins og það var. Þjóðhátíðahaldið hér er og allt of tilbreytingarlítið til þess að það geti þolað nokkra skiptingu eða tvídrægni að því er hluttöku bæjar- manna snertir. Ræða Jóns Jónssonar sagnfrœðings fyrir minni íslands á þjoðliátíð Reykjavíkur 2. ágrúst lí)02. Háltvirta samkoma! Þegar vér lítum yfir sögu þjóðanna og athugum þau breytilegu kjör, sem þær hafa átt við að búa á ýmsum öldum, — sjáum hvernig sí og æ gengur upp og niður fyrir þeim, — hvernig Ijós og skuggar skiptast á í lífi þeirra, hvernig allt stendur í fögrum blóma með sólaryl og sumarblæ yfir sér annað veifið, og hitt veifið stendur allt í stömpum, eða þokast afturábak, — hvernig ein þjóðin ryðst áfrám með eldfjöri og á- huga, en önnur fellur aptur á móti í gleymsku og dá um skemmri eða lengri tíma, eða líður alveg undir lok, — já, þá verður okk- ur á að spyrja hvernig á þessu standi, hvort það séu blind örlög, sem ráði þessum um- skiptum. Á eldri tímum létu menn sitja við þá trú. Seinni alda menn aptur á móti hafa ekki getað sætt sig við þetta, heldur hafa farið að grafast bétur fyrir um ástæð- urnar, og þótt þeir hafi ekki alltaf getað komið sér saman um þær ytri ástæður, sem valda þessum breytingum, þá hafa þeir þó orðið ásáttir um eitt, og það er það, að þessi breytilegu lífskjör standi í nánu sam- bandi við það, sem kallað er fjóðernistil- finning. Lítum t. d. á okkar eigin sögu. — Með stofnun innlendrar stjórnar árið 930 er lagður grundvöllur undir þetta þjóðfélag, og hyrningarsteinarnir voru lögbundið frelsi og mannréttindi. A þessum grundvelli spratt hér upp líf svo fjörugt, svo viðburðaríkt og tilkomumikið, ‘ að allur heimurinn dáist að því enn í dág. A fyrra hluta 11. aldarinn- arstóð okkar íslenzka þjóðfélag með hæstum blóma. Það er okkar glæsilegasta tímabil, — tímabilið sem ól göfugri og þrekmeiri kynslóð en nokkurt annað fyr eða síðar. Það er tímabil hinna sterku og djúpu til- finninga, — enda er það gömul reynsla, að tifinningaafl og fratnkvæmdaprek fara jafn- an saman. Föðurlandsástin og þjóðernis- tilfinningin voru ríkar og sterkar hjá forfeðr- um okkar, — eða halda menn máske að það sé eintóm tilviljun, að títlegðardómur- inn var strangasta refsingarákvæðið sem til var í allri þeirra löggjöf? — Nei, þeir viður- kenndu það, að röm er sú taug, sem rekka dregr föðr túna til. Og ef við viljum fá'frekari sannanir, þá get- um við lesið frásöguna um Gunnar á Hlíð- arenda, þegar hann snýr aptur á leiðinni til skips og kýs heldur dauðann en útlegð- ina, og svo var um fleiri. Þegar tekur að halla af tólftu öldinni, fara þessi fögru lífsmerki að þverra. Nú eru persónulegar ástríður látnar sitja í fyrirrúmi fyrir Öllu — græðgin eptir auð og völdum. Og þegar þjóðin er framan af 13. öldinni búin að bylta sér í níðingsverkum, tryggð- rofum, siðspillingu og flokkadráttum fyllir hún um miðja öldina mæli synda sinna með því að ofurselja sjálfa sig og frelsi sitt út- lendu stjórnarvaldi. Eptir það er eins og dimmi af nótt í lífi þjóðarinnar. Konungs- valdið hefur allar klær úti til þess að upp- ræta síðustu leifarnar af sjálfstæði þjóðar- innar, og kirkjuvaldið tekur í sama streng- inn. Á fyrstu tímum kristninnar hérálandi hafði kirkjan rekið erindi kærleikans og mannúðarinnar, — og meira að segja beitt kröptum sínum í þjónustu íslenzkrar menn- ingar —, en nú er hún lika búin að taka á sig útlent gerfi, og er orðin að fjandsam- legu kúgunarvaldi, enn þá hvimleiðara en veraldarvaldið, því hún lætur sér ekki nægja með að refsa mönnum fyrir orð og gerðir, heldur hneppir hún einnig hugsanir manna og tilfinningar í fjötra. Með siðaskiptabaráttunni er eins og ætli aptur að birta af degi í lífi þjóðarinnar. Mikið var þjóðin búin að þola af kaþólsku biskupunum; — miskunnarlaust höfðu þeir beitt refsimeðulum kirkjunnar; — marga voru þeir búnir að ofurselja tímanlegri og eilífri glötun. En það er eins og það sé allt gleymt, þegar Jón Arason biskup rís upp á móti konungsvaldinu danska, sem þá er fyrst fyrir alvöru að halda innreið sína hér í landið. í hans persónu reisir þjóðin ( síðasta skipti um Iangan aldur rönd við út- lendum yfirgangi. Hann fellur að vísu, en hann fellur ekki til ónýtis. Hans dauði hef- ur ef til vill haft meiri þýðingu fyrir þessa þjóð, en hans líf hefði nokkurn tíma getað haft, hefði hann lifað áfram, því „eptir lifir minning mæt, þótt maðurinn sjálfur deyi". Hans persóna, — stórbrotin og tilkomuroikil eins og hún var, — lifir í endurminningu þjóðarinnar og rennur ósjálfrátt saman við hugmyndina um forna frægð og sjálfstæði. Siðaskiptaskíman varð ekki langgæð. Það dimmir enn einu sinni af nótt í lífi þjóðar- innaf — og sú nótt varð löng og leið og full af kvölum og kynjum. Hinar síðustu leifar af kjark og þreki líða undir lok. Lfk- arnleg neyð, meiri én nokkru sinni áður, drepur niður allan áhuga og framtakssemi, og hjátrúarfargið hvflir eins og martröð á sálunni. Það er eins og enginn lífsneisti felist lengur með þjóðinni. Málið fer að spillast meir og meir, og þjóðin er í þann veginn að gleyma sér alveg, — gleyma eðli sínu og uppruna. Það er fyrst þegar kem- ur fram yfir miðja 18. öldina, að það sést hylla undir dagsbrún í myrkrinu, — og nú er það alvara. Það lýsir smátt og smátt af degi, þótt hægt fari. Þjóðin rís úr rotinu, og nýtt tímabil gengur í garð. 19. öldin er endurreisnartímabil þjóðarinn- ar. Það er skammt liðið á öldina áður þjóð- in finnur til þess, að hún á krapta í fórum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.