Þjóðólfur - 15.08.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 15.08.1902, Blaðsíða 3
I3i hefur mjög mikið aukizt, og nýjar at- vinnugreinar eru myndaðar. Þannig hefur bæði lyfjaefnasali og sjónfæra- smiður sezt hér að, og „Vínar kaffi- húsið" nýja er mjög fjölsótt vegna þess hvað það heldur mörg myndablöð. Séður hestakaupmaður hefur sett á stofn æfingaskóla með þaki fyrir hesta- menn nálægt Skólavörðunni, sem nú er reist af nýju og gnæfir við himinn. Málþráðar- og ritsímasamband er fyr- ir löngu komið á bæði um allt ísland og til Englands, svo að nú geta hinar þægilegu málþráðartrúlofanir og trú- lofanaslit einnig farið að tíðkast á ís- landi Veðurfræðisstöðvar um allan heim eru komnar í samband við Rcykja- vík, Akureyri og aðra íslenzka kaup- staði. Sjálfhreyfivagnar (automobil) hafa aldrei getað blessazt hér. Heilbrigðislögreglan bannaði opnu salernin og nú eru alslaðar komin lag- leg, lokuð, ensk vatnsalerni í húsin, þó að neðanjarðar-ræsunum sé allmik- ið áfátt enn, vegna þess hvað grund- völlur borgarinnar er grýttur. Drukknir menn sjást nú sjaldan, með því að alþingi hefur lagt bann fyrir aðflutning brennivíns. Og þegar ráðherrann, sem nú býr í laglegri höll á „battaríinu" gamla, ekur um hinar þriflegu götur bæjarins í skrautvagni sínum, standa elztu menn- irnir fyrir framan hús sín og hrista hissa höfuðin yfir umbreytingu tím- anna......... Dr. barón Jaden. Landsjóður og hlutabankinn. Nefndin í bankamálinu (Tr. Gunnars- son, Lárus Bjarnason, Þórh. Bjarnarson, B. Kr. og Þ. Thoroddsen) hefur nú látið uppi álit sitt um fyrirspurn þá frá stjórn- inni, er nefndinni var afhent af lands- höfðingja, þess efnis, hvort nota ætti heim- ild þá, sem stjórninni er veitt með lögum 7. júní þ. á. til þess að kaupa fyrirland- sjóðs hönd % hlutabréfa í hinum fyrir- hugaða hlutabanka. Réð stjórnin fremur frá því að nota þessi heimildarlög. Nú ræður nefndin einnig einhuga frá því, að landsjóður skipti sér af þessu fyrirtæki, og er það eflaust langhyggilegast eptir at- vikum, enda er niðurstaða sú, er nefnd- in hefur komizt að, með fullu sam- ráði við aðra deildarmenn og í fullu sam- ræmi við skoðanir meginþorra þeirra, að minnsta kosti að því er heimastjórnarflokk- inn snertir. Eptir því sem menn athug- uðu málið vandlegar, gat engum dulizt, að réttast væri að láta hlutabankann spila upp á eigin spýtur, en hætta ekki að neinu fé landsjóðs í slíkt fyrirtæki, því að eins og nefndin tekur fram í áliti sínu, er það nokkuð óvíst, »hvort hlutabankinn muni verða svo arðvænlegt fyrirtæki að minnsta kosti fyrst f stað, að landsjóður ætti fyrir þá sök eina að kaupa meira eða minna af hlutabréfunum, og hluttaka landsjóðs yrði að því skapi aðgæzluverðari, sem landsjóður yrði að taka lán til þess að eignazt nokkuð að ráði af hlutabréfunum, en óvlst nú, að það lán fengist úr ríkis- sjóði með viðunanlegum kjörum, eptir því sem stjórnin læturíveðri vaka«. —Hvort landsbankinn tekur síðar upp á eigin hönd nokkra hluti f hlutabankanum er einnig óvíst, og fer eptir þvf, hvort banka- stjórnin telur það arðvænlegt og heppi- legt eða ekki. Farsóttir. I erindi því, er Guðmundurhéraðslæknir Björnsson hefur sent landshöfðingja, og stendur í sambandi við hin nýju sóttvarn- arlög, sem nú eru fyrir þinginu, er fróð- leg skýrsla um farsóttir hér á landi, og birtum vér hana hér: »Pest hefur ekki gert vart við sig hér á landi síðan á 15. öld; er nú aptur farið að bóla á henni í öðrum löndum Norður- álfunnar. og er hún óefað voðalegust af þeim sóttum, sem við má búast frá út- löndum. Kólera og gul hitasótt, útbrotatauga- veiki og blóðsótf hafa aldrei komið hing- að svo að menn viti, en engu að síður er sjálfsagt að hafa í lögunum ákvæði um þessar sóttir, sviplfk varnarákvæðum ann- ara þjóða. Það er sjálfsagt, að með blóð- sótt er hér átt við þá blóðsótt, sem geng- ur í heitu löndunum (Dysenteria tropica), en ekki niðurgangsveiki þá, er opt geng- iu hér og í öðrum löndum álfu vorrar, og líka er kölluð blóðsótt (Dysenteria nostras). Sama er að segja um kóleru, að hér er átt við austurlenzka kóleru (Cho- lerá asiatica), en alls ekki við þá sótt, sem algeng er um alla Norðurálfuna bæði hér og annarsstaðar og kölluð er heimukólera eða litla kólera (Cholera nostras, Chol- erine). Bólusótt var áður einhver hin voðaleg- asta farsótt, en verður nú aldrei að miklu meini í þeim löndum, þar sem bólusetn- ing er í góðu lagi. Hún hefur áður vald- ið stórtjóni hér á landi, en á öldinni, sem leið (eptir að farið var að bólusetja), má heita, að hún hafi fallið í gleymsku og dá. Hún kom hingað 4 sinnum á 19. öldinni (1836, 1839, 1871 og 1872), en var stöðvuð og náði engri útbreiðslu, nema 1839, þá fór hún um Suðurland, en olli litlu meini í samanburði við það,semáð- ur hafði tíðkazt. Þá eru taldar þær sóttir, sem önnur nálæg lönd hafa sérstakar gætur á, að þær komist ekki af erlendum skipum á land. En hér á landi er brýn nauðsyn að hafa sérstakar gætur á fleiri sóttum, vegna þess, að ýmsar heimasóttir nábúaþjóð- anna eru hér ekki landlægar, en geta bor- izt hingað mörgum sinnum og valdið miklu tjóni á lífi manna og heilsu, ef ekki er höfð ströng gát á þeim, Af sóttum, sem heima eiga í nálægum löndurn, en ekki hér á landi, má nefna mislingasótt, skar- latssótt, inflúensu, kfghósta og hettusótt. Mislingasótt barst hingað 5 sinnum á öldinni sem leið; 1846 kom hún frá Dan- mörku til Suðurlandsins, gekk yfir land allt og olli miklum manndauða; það ár dóu 56.8 af hverju þúsundi landsmanna (árin 1835—74 var dauðratalan til jafnað- ar 31.1 %o). 1868 komu mislingar aptur á land úr franskri fiskiskútu og gengu yfir austurhelming landsins það ár og næsta ár, og dóu síðan út. 1882 komu mislingar í 3. sinn á land, úr skipi, er kom frá Danmörku, og gengu yfir allt landið; það ár dóu 47.1 %o landsmanna (dauðratalan 1875—96 var til uppjafnað- ar 23.4). Árið 1895 bárust mislingartil Akureyrar, en voru stöðvaðir, og 1896 bárust þeir með Færeyingum til Seyðis- isfjarðar, en voru þar líka stöðvaðir. Skarlatssótt kom þrisvar til landsins á 19. öldinni, svo að kunnugt sé, 1 fyrsta skipti árið 1827 og gekk þá yfir land allt, en var væg; í annað sinn barst hún á land 1881, af skipi frá Noregi, gekk um Austfirði, varð stöðvuð og olli ekki miklu meini; í þriðja sinn barst hún til lands- ins árið 1900; varð hennar þá fyrst vart á Suðurlandi, og allar líkur til þess, að hún hafi komið úr enskum botnvörpu- skipum; en óséð fyrir enda sóttarinnar í þetta sinn. Skarlatssóttin hefur verið væg í þau tvö skipti, sem hún hefur komið hingað á 19. öldinni og ekki gert tillíka eins mikið mein og mislingarnir; en það er engin trygging fyrir því, að hún ekki geti orðið að miklu meini síðar, ef hún breiðist hér út, og ber því að sjálfsögðu að hafa jafnstrangar gætur á henni og mislingum. Eg hef stundum heyrt skynsama menn hreyfa því, að hollast mundi að hleypa mislingum og skarlatssótt sem optast inn í landið og lofa þeim að fara allra sinna ferða. Þetta er sprottið af vanþekkingu. I öðrum löndum, þar sem þessar sóttir eru innlendar, sjá menn, að þær valda miklu meini á hverju ári, stundum minna og stundum meira, og er víðast varið miklu fé og fyrirhöfri til þess að hepta útbreiðslu þeirra, minnka meinið. Nú er miklu hægra að verja sótt að komast á land en að hepta útbreiðslu hennar, ef hún að öllum óafvitandi hefur náð land- göngu. Þess vegna er það afarmikils vert, að sóttvarnarlög landsins veiti sem bezta tryggingu fyrir því, að erlendar sótt- ir séu handsamaðar á aðkomuskipum, og geti ekki leynzt á land. Því hættulegri sem sóttin er, þeim mun öflugri verður vörnin að vera. Það er skynsamlegt, að hafa í lögum ströng ákvæði um alvarleg- ar erlendar sóttir, þótt þær hafi enn aldrei komið hingað; en það er ekki skynsam- legt, að hafa miklu vægari ákvæði um þær alvarlegar erlendar sóttir, sem opt hafa komið hingað og einlægt má búast við. Inflúensa er sótt, sem erfiðara er um að segja, hversu opt hún hefur verið hér á landi. Næmar kvefsóttir ganga árlega, bæði hér á landi og í öðrum nálægum löndum; eru þær misþungar og mismun- andi mikil brögð að þeim. Þessum kvef- sóttum hefur þrásinnis veriðblandað sam- an við inflúensu, og hér á landi hefur hvorttveggja áður meir optast verið kallað landfarsótt. Nú er vfsindaleg vissa feng- in fyrir því, að inflúensa er sérstakur sjúkdómur, sem kemur af sérstakri orsök (Inflúensabacil) og getur enginn vafi leik- ið á því, að inflúensa hefur ekki verið og er ekki heimasótt á Islandi. Hitt er ekki unnt um að dæma, hversu margar af »land- farsóttum« 19. aldarinnar hafa verið in- flúensa og hversu margar beri að reikna til innlendra kvefsótta. Álitið er, að in- flúensan hafi gert vart við sig hér og hvar í Norðurálfunni bæði um fyrri hluta og miðbik 19. aldarinnar, og ekki er ólík- legt, að margar eða allar illkynjuðu »land- farsóttirnar* hér á landi (1816, 1825, 1834, 1843, 1862 og 1866) hafi verið inflúensa. Á síðari árum hefur inflúensan vakið mikla eptirtekt; árið 1889 kom hún aust- an úr Asíu inn í Norðurálfuna, og fór á skömmum tfma um allan heim; hingað kom hún 1890. Síðan hefur hennar orð- ið vart aptur og aptur í öðrum löndum, og hingað kom hún 1894 (allt landið), 1899 (Austurland) og 1900 (allt landið). Inflúensan fer afarfljótt yfir, stendur stutta stund við á hverjum stað og deyr aptur út, að minnsta kosti alstaðar þar, sem fámennt er og strjálbyggt. Um þessa veiki er þá í stuttu máli það að segja, að hún tekur nær því hvern mann, þar sem hún kemur, deyja margir, en miklu fleiri bíða viðvarandi heilsutjón, en allir vinnutjón; hún er ekki landlæg hér á landi og hennar verður hér því að eins vart, að hún flytjist hingað sjóveg; hún er að vísu mjög næm, en þó ekki svo, að ógerlegt sé að stöðva hana. Öðru máli er að gegna um þær er- lendu farsóttir, sem nú eru ótaldar, kíg- hósta, hettusótt og aðrar minni háttar eða sjaldgæfari sóttir. — Má gera ráð fyrir því, að hið almenna eptirlit á aðkomu- skipum muni nægja því til tryggingar, að þær sóttir verði handsamaðar, þá er þær berast hingað á aðkorouskipum. Kíghósti kom hingað 6 sinnum á 19. öldinni (1825, 39, 71, 79, 90, og síðast 1896 með fiski- skipum frá Jótlandi) og hefur valdiðmikl- um barnadauða. Hettusótt er miklu hættu- minni veiki, en hefur valdið mikluvinnu- tjóni, þá er hún hefur gengið héralmennt um bjargræðistfinann; hún kotn hingað 4 sinnum á hinni liðnu öld (1834, 37, 76, og síðast 1897 frá Færeyjum). Báðarþess- ar sóttir eru auðþekktar, og þess vegna ekki mikil hætta á því, að ekki verði við þær vart á aðkomuskipum«. Lagafrumvörp samþykkt afþinginu. 1. Lög um löggilding verzlunarstaðar við Óshöfn við Héraðsflóa. 2. Lög um löggilding verzlunarstaðar við Flatey á Skjálfanda. 3. Lög um breyting á lögum fyrir ísland 13. sept. 1901 um tilhögun á löggæzlu við fiskiveiðar í Norðursjónum. 4. I.ög um síldarnætur. 5. Lög um að selja salt eptir vikt. 6. Lög um kjörgengi kvenna. Þlngsályktun um reglugerð Ræktun- arsjóðs Islands, er samþykkt í báðum deildum. Til ritstjöra Þjöðölfs, Þér hafið, herra ritstjóri, í yðar heiðraða blaði Þjóðólfi nr. 28 frá 11. júlí sæmt mig með all-langri umsögn, er þér nefnið „Eyr- arbakka-farganið". — í greín þessari leitist þér við að fá lesendur blaðsins til að trúa þvf, að það hafi verið af pólitiskum dstœð- um, að eg sagði Jóni organista Pálssyni upp atvinnu sinni við Lefoliisverzlun. í tilefni af þessu leyfi eg mér að láta yð- ur vita, að þér í téðu efni hafið sneitt hjá sannleikanum, svo eg ekki komist harðara að orði. Mál þetta er blátt áfram þannig vaxið : Eins og þér takið rétt fram, hefur Jón Páls- son ekki verið fastráðinn við verzlunina, heldur upp á daglaun og tímavinnu eptir kringumstæðum. Hinn 5. júlí skýrði eg hon- um frá, að eg hefði ekkert handa honum að gera fyrst um sinn þegar „lestir" væru úti f lok júlímánaðar, og væri því réttast fyrir hann, að leita sér atvinnu við kaupavinnu um sláttinn, eins og hann hafði gert áður þegar líkt stóð á. Fyrirspurn hans um það, hvort hann gæti aptur fengið atvinnu við verzlunina eptir sláttinn, svaraði eg á þá leið, að hann mætti búast við því, að fá nokkuð minni atvinnu við verzlunina en að undanförnu, með því einum föstum verzlun- arþjóni hefði verið bætt við f sumar, og lét hann þá í ljósi við mig, að sér þætti það alveg náttúrlegt. Jafnframt sagði eg Jóni Pálssyni við þetta tækifæri, að svo framar- lega sem hann hefði fengið opinbera stöðu. er hann sótti um í sumar, hefði enginn ver- ið tekinn í hans stað við verzlunina. Af ofangreindu munuð þér, herra ritstjóri, sjá, að hin umrædda uppsögn frá minni hálfu kom einun^is til af því, að eg hafði ekkert handa Jóni Pálssyni að gera um 5—6 vikna tfma, en hefði svo tekið hann aptur að þeim tíma liðnum, ef hann hefði óskað þess, og eg þurft hans með. Árás yðar á mig í Þjóðólfi er því með öllu ástæðulaus, og sá áburður yðar á mig, að uppsögn þessi sé sprottin af pólitiskum rótum, er laus við nokkurn neista af sannleika. Leiðréttingu þessa skora eg á yður, herra ritstjóri, samkvæmt 11. gr. prentfrelsislag- anna frá 1855, að taka upp in extenso í 1. eða 2. nr. Þjóðólfs, sem út kemur eptir að þér hafið fengið hana f hendur. Eyrarbakka 21. júlí 1902. P. Nielsen. * Það er ekki smáræðis gorgeir í þessum danska verzlunarstjóra á Eyrarbakka, sem hvorki getur talað né ritað íslenzku, þótt hann hafi veiið hér búsettur um 30 ár eða lengur. Hann hefur þvf orðið að fá einhvem til að snúa þessu snildarritverki (!) sínu á ís- lenzku, hafi hann annars frumsamið það. í sjálfu sér er þetta engin „leiðrétting", held- ur miður kurteisleg ádeilugrein fyrir, að Þjóð- ólfur leyfði sér að setja brottrekstur Jóns organista Pálssonar f samband við kosn- ingafargan verzlunarstjórans, sem flestum Ár- nesingum mun orðið heyrum kunnugt, og verið hefur aðalumtalsefni manna þar eystra nú upp á síðkastið. — Það er engin furða, þótt verzlunarstjórinn vilji ekki kannast við það fyrir almenningi, að hann hafi vísað J. P. burtu frá verzluninni af pólitiskum ástæð- um, því að hann veit, hve brottrekstur'þessi hefur mælzt vel fyrir, eða hitt þó heldur. Það er því eðlilegt, að maðurinn vilji þvo sig hreinan. En það er ekki örvænt um, að síðar birtist skýrsla um viðureign Jóns Pálssonarog verzlunarstjórans, og hvað þeim hefur farið á milli þriðjudaginn 3. júnf, dag- inn eptir kjörfundinn. En raunar þarfþess alls ekki við, því að atferli verzlunarstjórans þar á Bakkanum fyrir og eptir kosningarn- ar, og hversu þungt honum féllu kosninga- úrslitin er fullkunnugt, Verzlunarstj. er að tala um ,,árás“(!) er Þjóðólfur hafi gert á sig, en þar var um enga árás að ræða, held- ur skýrt satt og rétt frá málavöxtum, og verzlunarstjórans sjálfs að litlu getið. En það heilræði vill Þjóðólfur leggja honum, að vera ekki að vasast f pólitík, sem hann vit-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.