Þjóðólfur - 15.08.1902, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 15.08.1902, Blaðsíða 4
132 anlega ber ekkert skynbragð á, þótt það skipti auðvitað minnstu, hvoru megin hryggj- ar hann liggur, að því er áhrif á kosning- una í Arnessýslu snertir, því að Eyrbekk- ingar munu ekki meta tillögur hans í þeim efnum svo mikils, enda er 17. og 18. öldin með allri sinni einokunarkúgun fyrir löngu liðnar, og sú skoðun til grafar gengin, að íbúar smákauptúna hér á landi séu ánauð- ugir þjónar og viljalaus verkfæri kaupmanns- ins, auðmjúkar undirtyllur, er verði að sitja og standa eins og honum þóknast. Hafi hr. Nielsen slíka skoðun, er hann sannarlega ofseint í heiminn borinn, enda hefur hann þegar komizt að raun um, að verzlunarstjóri Lefoliisverzlunar er enginn einvaldsherra yfir Bakkamönnum, og verður víst aldrei. H. Þ. Loptritunin. I fjáraukalögum þeim, er neðri deild hefur nú afgreitt, var samþykkt svolátandi athugasemd: »Af fjárveitingunni undir 12. gr. staflið D í fjárlögunum fyrir árin 1902 og 1903 (35,000 kr. sem fyrsta borgun í 20 ár) má verja svo miklu, sem nauðsyn kref- ur, til þess að koma á loptrita (aéro- graf) milli Reykjavíkur og útlanda og 4 stöðva á Islandi, einnar í hverjum landsfjórðungi, að því áskildu, að samn- ingarnir verði, áður en þeir eru full- gerðir, lagðir undir atkvæði alþingis og að tillagið frá Islands hálfu verði éigi hærra, en sem samsvarar 2/s af allri þeirri fjárupphæð, sem danska ríkið (Dan- mörk og Isand) leggur til«. Hvað þeir ætluðu sér. —:o:— Það er alls engin nýlunda, að höfuð- málgagn valtýska flokksins hér í bænum gerir flokksmönnum sínum ónotalegan »bjarnargreiðac við og við með fram- hleypni sinni og fáfræði, segir það, sem það má ekki segja, og ljóstrar upp leynd- um hugsunum, launráðum og fyrirætlun- lim forkólfanna, bara af tómum gatista- skap og pólitisku skilningsleysi. Einn slíkan grikk, og hann fremur óþægi- legan, hefur sísafold gert »framfaraflokkn- um« í gær (14. ágúst, 51. tölubl.). Hún er nfl. að barma sér mikið yfir því, að nú sé þessi framfaraflokkur í minni hluta í báðum deildum, og geti því ekki komið ár sinni fyrir borð, ráðið neinu um úrslit mála á þinginu. Og svo fer blaðið að tala um ríkisráðsákvæðið — innskot ráð- herrans í stjórnarfrumvarpinu —, er flokk- urinn verði að una við, þótt hann hefði sneitt hjá því alla tíð og viljað feginn, að þétta hefði ekki verið tekið fram skýrum orðum í frumvarpinu. En í sambandi við áskorun E. Benediktssonar til efri deildar, sem minnst er á annarsstaðar hér í blað- inu, og Isafold iætur lítið yfir í orði kveðnu, rennur út í fyrir henni, og fer þá að ámæla heimastjórnarflokknum fyr- ir að samþykkja frumvarpið með þessu ríkis ráðssetuákvæði, og klykkir svo út með þessum örvinglunarorðum: „enda eru J>eir (o: heimastjórnarmenn) í meiri liluta á þessu þingi, og hefði því ekki verið til neins fyrir ..Framfaraflokkinn" að hugsa til að koma áminnstri breytingu (o: kippa burtu orðunum »í ríkisráðinu«) að, þótt hann hefði viljað. (ísafold 14. ág. 1902, 1. bls. 2. dálki). Hreinskilnisleg játning hjá Isu gömlu um það, hvað flokksmenn hennar hefðu gert, ef þeir hefðu orðið í meiri hluta, hafi ætlað sér undir eins að fella stjórn- arfrumvarpið með skírskotun til hins óhæfi- lega ríkisráðsákvæðis, og samþ. frv. frá 1 fyrra, eða að minnsta kosti gera stjórnarfrv. óhæfilegt til samþykkis stjórnarinnar með því að fella burtu þennan ásteytingarstein, og þá var spilið eins unnið, valtýskan í bakhöndinni. Þessa fyrirætlun flokksins, hefði, hefði hann verið í meiri hluta hefur Isafold sjálf gert heyrum kunna, og á hún þakkir skilið fyrir. En hvort flokk- urinn hennar þakkar henni eins vel fyrir fyrir það, er óvíst. Og allt kemur þetta svo dæmalaust vel heim við Hávarð og Atla, og allar sprengingartilraunirnar, sem minnzt er á áður hér í blaðinu, og ritað var um áður en Isafold birtist í gær. Ept- ir þessa ótvíræðu yfirlýsingu Isafoldar ættu landsmenn llklega að geta rennt grun í, hver hætta stjórnarbótarmálinu geti staðið af því á næsta þingi, ef Hafnarstjórnar- menn verða þ á í meiri hluta. Slíkt þarf ekki neinnar frekari skýringar við. Það sér hver heilvita maður. Auk þess, að Ijóstra upp þessu dýpsta leyndarmáli flokksins, gerir Isafold í gær annað dálítið ógætilegt strik, þar sem hún er að hlakka yfir því, að Einar Benedikts- son hafi »sagt heimastjórnarflokknum svo- nefnda heldur óþyrmilega til syndanna« á stúdentafundinum í Iðnaðarmannahúsinu í fyrra kveld. Hún tekur með því E. B. óvart sér til »inntekta«, þótt hún í öðru veifinu þykist láta lítið yfir »uppþotsvið- leitni« hans. En það má lesa milli lín- anna ánægjuna yfir þessari klofnings-til- raun og árás á heimastjórnarflokkinn. En það er hætt við, að hún byggi ofmiklar sigurvonir á þeirri hjálp, mjög hætt við, að þjóðin sjái við lekanum og setji und- ir hann, — eigi það ekki á hættu, að senda í meiri hluta inn á næsta þing, menn úr þeim flokki, er Isafold segir, að hefði æ 11 - að sér að sundra stjórnarbótarmálinu hefðu þeir getað. Það hamlar mörg- um getuleysið. ,,0pt má lítið Iaglega fara“, Haustið 1899 lagði hreppsnefndin í Gríms- nesshreppi á mig tveggja króna sveitarútsvar; var það, þótt lítið væri, helmingi hærra en venja er til að leggja á menn á mínu reki í hreppnum. —- Þegar oddvitinn — sem þá var sóknarprestur — húsvitjaði um haustið, átti Halldór bróðir minn tal við hann um þetta útsvar, og spurði hann, hvernig á því stæði, að eg ætti að borga 2 kr., en aðrir, með sömu ástæðum 1 kr. Hafði prestur- inn þá svarað þessari unrkvörtun Halldórs þannig, að ef 2 krónur hefðu verið lagðar á mig, þá væri það „pennafeil", sem hægt væri að laga. Um veturinn innheimti Jón á Búrfelli ógoldin útsvör, bæði hjá mér og fleirum; krafði hann mig um 2 kr. Eg borgaði hon- um þó ekki nema 1 krónu, og lét hann sér það nægja, eptir að eg hafði borið fyrir mig „pennafeil“ prestsins. — Var útsvar þetta úr sögunni þar til haustið eptir, þá kemur hingað seðill með nöfnum þeirra manna, sem áttu ógoldin útsvör frá fyrra ári; er eg einn meðal þeirra með 1 krónu; borgaðieg krónuna þó ekki, heldur skýrði Gunnlaugi á Kiðjabergi frá því, að oddvitinn hefði sagt, að hérværium „pennafeil" að ræða, en ekki lögmætt útsvar, og tók hann orð mín trú- anleg. Nú líður og bíður þangað til í vetur, þá bólar á krónunni á ný; er það með þeim hætti, að séra Gísli á Mosfelli kemur með innieign Halldórs bróður míns við kaupfé- lag Arnesinga fyrir 1901, sem samkvæmt reikningi átti að vera kr. 2,02, en séra Gísli skilaði bróður mínum að eins kr. 1,02, en þá orðsendingu flutti hann jafnhliða, að einni krónu hefði gamli presturinn og oddvitinn haldið eptir upp í ógoldið sveitarútsvar mitt. Mér kom nú þetta dálítið ókunnuglega fyrir. Eg þóttist vera HÚinn að borga út- svar mitt frá síðastliðnu hausti og kannast því ekki við kröfuna, nema ef svo væri, að útsvarið hefði verið hækkað í haust, en um það var eg ekki látinn vita. Það lítur því út fyrir, að hér sé gamla krónan frá 1899 marg-apturgengin á ferðinni, en eg hugsaði, að það hefði nú verið kominn tími til að strika hana burtu, ef svo var, að eg væri upprunalega krafinn um hana „pennafeils" vegna. Hugsun mín í þá átt styrkist og við það, að lögtaksrétturinn var ekki notað- ur við mig, eins og aðra gjaldendur hrepps- ins, meðan tími var til. Eg hef með bréfi ti! séra Stefáns í Austur- ey — því sá er maðurinn, sem um þessar mundir var bæði prestur og oddviti — dag- settu 3. apríl þ. á. færzt undan að borga hina margumræddu krónu, og beðið hann að skýra mér frá, hvernig á því stæði, að eg væri krafinn um hana. — Sem von var, gat hann ekki átt við að svara því bréfi neinu; en það er mér sagt, að eptir það hafi hann heimtað krónuna tekna lögtaki eptir nærri 3 ár. Er leitt, að hann skyldi ekki muna það, að lögtaksrétturinn var tapaður fyrir vangá hans, en hins vegar þó vorkun, þótt hann hafi á sínum langa prest- ferli lært meira af hógværð, kurteisi og kristilegu umburðarlyndi, en lögfræði. Eptir að hann heimtaði lögtakið í vor, borgaði faðir minn krónuna enn á ný. Hef- ur séra Stefán því tvær krónurnar til þess að skella saman. I hvorri skyldi nú vera hreinna hljóð? Syðri-Brú 12. júlí 1902. Eiríkur Sigurðsson. SÓ F I óskast til leigu nú þegar. Ritstj. vísar á. BOTNFARFI. Nordens Kobberstof. Framvegis nægar birgðir hjá Ve rz 1. Godtliaab. Munið eptir, að það er samkeppni frá þessari verzlun, sem hefur fært niður verðið á vörutegund þessari. Mustad’s önglar (búnir til í Noregi). eru nú eingöngu notaðir við fiskiveiðar með fram ströndum Noregs, einnig við New-Foundland og að öðru leyti um allan heim. Þeir eru hinir beztu og ódýrustu önglar, sem fást í verzlunum. Önglarnir fást nú keyptir hjá verzlunarmönnum alstaðar á íslandi og fiskimennirnir verða að reyna þá. N ý ko m i ð í verzl. Godthaab mjög stórar birgðir af Eldavélum, Ofnum, Gufurömmum, Hreinsunarrömmum, Skolpþróm, RÖrum (allar stærðir), m. fl. selst að eins með verksmiðju verði að við bættu flutningsgjaldi. Búnaðarfélag ÍSLANDS Mjaltakennsla fyrir almenning, jafnt karla sem konur, hefst á Hvanneyri 1. október næstkomandi. Kennslan stend- ur yfir 6—8 daga fyrir hvern hóp, og veitist ókeypis, en Hvanneyrarskólinn lætur í té hus og fæði fyrir sanngjarna borgun. Þeir, sem þessu boði vilja sæta, snúi sér til skólastjóra Hjartar Snorrasonar á Hvanneyri. Reykjavík 9. ágúst 1902. Þórh. Bjarnarson. EITT HERBERGI með hús- gögnum óskast til leigu nú þegar á góðum stað í bænum. Ritstj. vísar á. VATRYGGINGARFÉLAGIÐ ,SUN‘ í Lundúnum (stofnað 1710) tekur að sér ineð sanngjörnum kjörum ábyrgð á húsum, allskonar áhöldum og inn- anstokksmunum, fénaði, er inni brenn- ur og skipum, sern í höfn eru eða á land eru sett. Aðalumboðsmaður á íslandi Dr. «Jón Þorkelsson yngri í Reykjnvík. ROGN og andre islandske Pro- dukter modtages til Forhandling'. Billig' Betjening. Hurtig Afgjörelse. Einar Blaauw. Bergen. Norge. Ómissandi á hverju ísl. heimili. Verið er að gefa út: Matth. Jochumson: Ljóðmæli I.—IV. Safn af Ijóðmælum skáldsins, frá yngri og eldri árum. Mjög mikið af þeim er áður ó- prentað. Æltast er til, að safn þetta komi út í 4 bindum, hvert bindi um 300 bls. að stærð. Myndir af skáldinu og æfiágrip skálds- ins er ætlast til að fylgi safninu. Fyrsta bindið kemur út í haust 1902, og framvegis eitt bindi á ári hverju. Hvert bindi selt innbundið í einkarskraut- legu bandi, guil- og litþrykktu, og kostar: Fyrir áskrifendur: kr. 3,00. I Íausasölu: kr. 3,50. Verð þetta er nærri því helmingi lægra, en kvæðabækur vanalega seljast hér á landi. Það er sett svo lágt til þess, að sem allra flestir geti eignast safn af ljóðmælum „lár- viðarskáldsins". Verð þetta mun þó verða hækkað að mun, undir eins og útgáfunni er lokið. Pantið því kvæðasafnið sem fyrst hjá næsta bóksala! Prentsmiðja Seyðisfjarðar, 24. júlí 1902. David 0stlund. Eg tel það skyldu mína að senda yður eptirfarandi vottorð; Eg hef mjög ár þjáðst af innvortis sjúkleika, mataróiyst, taugatitringi og annari veiklun. Hafði eg árangurslaust fengið nokkrum sinnum meðul hjá ýms- um læknum. Nú síðustu árin hef eg neytt Kína-lífs-elixírs frá herra Waide- mar Petersen, Fredrikshavn, og ávallt fundið á mér bata við það, en sökum fátæktar minnar hef eg ekki haft efni á að hafa hann stöðugt, en finn það samt sem áður, að eg get ekki án el- ixírsins verið. Þetta get eg vottað með góðri samvizku. Króki í febrúar 1902. Guðbjörg Guðbrandsdóttir. KÍNA-1 .IFS-ELIXÍRINN fæst hjá fiestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðiðeröldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir V. P. að líta vei eptirþví, að p : standi á flösk- unum f grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kfnverji með glas í hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.