Þjóðólfur - 22.08.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 22.08.1902, Blaðsíða 1
54. árg Reykjavík, föstudaginn 22 ágúst 1902. Jfo 34. Lántakendur úr veðdeild. Landsbankans að— varast um; að gjalddagi er 1. október. að greiða verður nákvæmlega árgjalds upphæðina; auka- greiðsla heimil i októbermánuði, en standi á hundraði. að eptir októberlok áfalla dráttarvextir 1 % fyrir hvern mán- uð eða hluta úr mánuði, reiknað frá 1. október. að árgjaldsfrest er ekki unnt að veita. að hús, sem í veði eru, verða að haldast vátryggð. Reykjavík 21. ágúst 1902. Tryggvi Gunnarsson. ////////////////////////////í Biðjið ætíð um ••.—----------■■■■■■■•.« OTTO M0NSTED S 4 * DANSKA SMJÖRLÍKl, 4 4 sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Yerksmiðjaii er hín elzta og' stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina bcztn vörr og ódýrnstu í samanburgi við gæðin. c Fæst hjá kaupmönnum. 31 Stjórnarskrármálið var afgreitt frá þinginu 18. þ. m. Þá var heimastjórnarfrumvarpið (ráð- herrabúsetufrv.) samþykkt með öllum atkvæðum í efri deild, að viðhöfðu nafnakalli, óbreytt eins og það kom frá neðri deild. Nokkrar umræður urðu um málið þó við 3. umr. Var Krist- ján Jónsson einkum að tjá sig um, að hann væri ekki og hefði ekki verið á móti innlendri stjórn, og að orð hans á þingi í fyrra um ráðherrabúsetu hér hefðu haft aðra meiningu, en í þau hefðu verið lögð og í fljótu bragði gæti sýnzt, að þau hefðu. Þessu velferðarmáli landsins — stjórn- arbótarmálinu — er því borgið í þetta sinn, en kollhríðin er eptir, því að fullnaðarúrslit verða ekki gerð á þessu máli, fyr en sama frumvarpið er sam- þykkt af þinginu 1903 að afstöðnum nýjum kosningum. Meiri hlutinn á þinginu (heimastjórnarflokkurinn) hefur því gert álygar hins flokksins að engu, þær álygar, að heimastjórnarmenn vildu komast í meiri hluta inn á þetta þing (1902) til að ónýta málið, og sitja að völdunum næsta 6 ára tímabil hreyf- ingarlausir. Sú spáflugan er heldur illa sprungin, sem fleiri. Heimastjórnar- flokkurinn hefur nú lagt það undir at- kvæði þjóðarinnar, eins og sjálfsagt var, að hún geti með nýjum kosning- um lýst yfir vilja sínum, hvort hún vilji nú ekki ráða málinu til fullnaðar- lykta á næsta þingi. Til þess að vera 'óldungis viss uni, að svo verði, er þjóðinni afar áríðdndi að gœta þess, að tneiri hluti þingmanna á nœsta þingi vetði úr þeim flokki, semnú hef ur ráðið stjórnarbótarmáliuu til svo heþpilegra bráðabirgðarlykta. í þeirri aðvörun liggur engin tortryggni um fyrirjetlanir floklcs þess, er nú nefnir sig „framsóknarflokkinn", og í minni hluta varð á þessu þingi, heldur er það að eins eðlileg og sjálfsögð var- kárni, sem hrein og bein skylda þjóð- arinnar er að gæta í jafn þýðingar- miklu máli, er ekki má lengur í neitt tvísýni tefla. Og því mega menn ekki gleyma, að það er hin þrautseiga bar- átta heimastjórnarflokksins síðan 1897, er komið hefur máli þessu í jafngott horf, sem það nú er komið. Nýja stjórnarfyrirkomulagiO. I athugasemdum við stjórnarskrárfrum- varp stjórnarinnar var vikið að því, að æskilegt væri, að þingið í sumar léti að einhverju leyti uppi álit sitt um væntan- legt fyrirkomulag nýju stjórnarinnar, og kostnaðaráætlun þá, er ráðherrann hafði gert í þessum athugasemdum. Nefndirn- ar, sem skipaður voru i báðum deildum tóku því þetta atriði til nánari íhugunar, og hafa nú látið uppi álit sitt, að mestu leyti samhljóða. Birtum vérhér orðrétt álit neðri deildar nefndarinnar(Péturs Jónssonar, Lárusar Bjarnarsonar, Guðl. Guðmundsson- ar, Hannesar Þorsteinssonar, Jóns Jónssonar, Ól. Briems, Sig. Stefánssonar), sem er nokkru fyllra en hitt og að því leyti heppilegra, að hér er það eingöngu lagt undir atkv. þjóðar og þings síðar, að hve miklu leyti farið verði fram úr kostnaðaráætlun þeirri, er ráðherrann hefur gert. Framhaldsálit stjórnarskrárnefndarinnar í neðri deild um breyting á umboðstjórn landsins. Vér gátum þess í nefndaráliti voru um frumvarp það til stjórnarskipunarlaga, er báðar deildir nú hafa samþykt, að vér seinna mundum láta uppi álit vort um breyting- ar þær á umboðsstjórninni, er stjórnarskrár- breytingin mundi hafa í för með sér. Af því að ráðherra vor á að vera bú- settur hér í landi, leiðir eðlilega, að leggja verður niður íslenzku stjórnardeildina í Kaupmannahöfn, og að setja verður hér á stofn stjórnarskrifstofu í hennar stað, en af þeirri breytingu leiðir aptur, að lands- höfðingja- og landshöfðingjaritaraembætt- in verða óþörf og eiga því að leggjast niður. Þessar breytingar eru e i n u b e i n u af- leiðingarnar af hinu breytta stjórnarfyrir- komulagi, og væri eigi farið lengra í bráð, mundi mega komast af með hlutfallslega fáa embættismenn á stjórnarskrifstofunni. Þá muridi, auk forstöðumanns stjórnarstof- unnar, sem stjórnarskrárfrumvarpið nefnir landritara, nægja að hata þar 2 aðstoðar- menn eða fulltrúa (fullmektuga), 2 skrifara og 1 sendiboða. Hinsvegar mundi vera nauðsynlegt, eða að minnsta kosti mjög æskilegt, að stofn- sett væri í Kaupmannahöfn lítilsháttar af- greiðslustofa, er vitanlega iyti stjórnar- stofunni í Reykjavík, og mundi þar eigi þurfa fleiri menn að skipa en 1 skrifstofu- stjóra, 1 aðstoðarmann, 1 skrifara og 1 sendiboða. Auk þessarasjálfsögðu embættabreytinga, gæti komið til mála að hreyfa við fleiri embættum, og þá einkum amtmannaem- bættunum, landfógetaembaéttinu og endur- skoðarasýslaninni, svo sem vikið er að í athugasemdum stjórnarinnar við stjórnar- skrárfrumvarpið. Vér erum nú að vísu þeirrar skoðunar, að eigi beri að hrapa að gagngerðri breyt- ingu á umboðsstjórninni, bæði af því, að reynslan mun hér sem annarsstaðar smátt og smátt skapa hið haganlegasta fyrirkomu- lag, sé eigi tekið fram fyrir hendurhenn- ar, og svo af því, að eðlilegast virðist, að hin nýja stjórn hafi atkvæði um það stjórn- arfyrirkomulag, sem hún á að búa við. En samt sem áður teljum vér rétt, að amtmannaembættin verði sem bráðastlögð niður. Mikið af störfum amtmanna fellur niður af sjálfu sér, öll þau störf, er þeir hafa haft á hendi sem millimenn milli landsstjórnarinnar og hinna lægri stjórn- arvalda, en hinum störfum þeirra mætti eflaust skipta milli stjórnarstofunnar og sýslu- manna. Vér verðum yfir höfuð að tala að telja það rétt, að vald héraðsstjórnendanna verði aukið sem mest. Bæði þykir oss það réttast í sjálfu sér, að valdinu sé sem mest skipt og þjóðinni, eða kjörnum nefnd- um af hennar hendi, sé veitt sem mest hlutdeild í þvf, og svo teljum vér það sér- staklega eiga bezt við vort víðáttumikla, en strjálbyggða land. Enjafnframt og vér teljum rétt, að amtmannaembættin verði lögð niður svo fljótt sem atvik leyfa, álít- um vér óhjákvæmilegt, að 2 skrifstofustjór- ar verði þá skipaðir á stjórnarskrifstofunni, og skrifaraliðið þá um leið ef til vill nokk- uð aukið. Hvað landfógetadæminu viðvíkur, þá get- um vér ekki lagt það til, að það verði lagt beint undir stjórnarstofuna, enda mundi lít- ið eðaekkertvinnastmeðþvf. Það mundi þá verða að bæta við 1 skrifstofustjóra. Hinsvegar búumst vér við, að fela mætti landsbankanum að gegna störfum landfó- geta, en bæta mundi þá þurfa að minnsta kosti 1 manni við starfslið bankans. Þá getum vér og eigi heldur ráðið til, að leggja niður endurskoðunarsýslanina, enda mundi það verða lítill ávinningur, því að þá þyrfti að sjálfsögðu að bæta við enn einum skrifstofustjóra á stjórnar- stofunni. Vér verðum hinsvegar að telja það mjög æskilegt og jafnvel nauðsynlegt, að sett verði á stofn annaðhvort sérstök hagfræðiskrifstofa, eða hún kannske öllu heldur sameinuð endurskoðunarskrifstof- unni. Loks látum vér þess getið, að vér get- um vel búizt við, að kostnaðursá, erráð- herrann telur munu leiða af hinni breyttu stjórnarskipun, muni reynast helzt til lítill; en vér finnum þó ekki ástæðu til að fara nánara út í þær sakir, og það því síður, sem allt af er hægur hjá að leita til fjár- veitingarvaldsins, reynist hann of lágur. u Málaskrá „framsóknarflokksins^. Býðup nokkur betup. Undir eins og stjórnarskráin var skropp- in út úr þinginu 18. þ. m. rigndi eins og skæðadrífa yfir þingmenn og bæjar- menn stóru, prentuðu skjali frá flokki þeim, sem við Valtý er kenndur, en ekki hefur viljað kannazt við neitt nafn sem flokksheiti á þessu þingi, fyr en nú, að að hann hefur látið skírazt (af hverjum veit enginn) og tekið sér nafnið »fram- sóknarflokkur«. Þennan nýskírða valtýska flokk skipa nú 13 menn alls á þingi, aðeins þriðjungur þingmanna. Og þetta litla brot þingsins hleypur til, og semur i pukri »ávarp til íslendinga« í 19 liðum, er það kallar »stefnuskrá«(!) sína, undirritaða fyrir hönd þessara 13 manna af Kristjáni Jónssyni og Guðlaugi Guð- mundssyni. Þetta einkennilega ávarp er nú þegar birt í 3 valtýskum málgögnum, svo að vænta má, að það sé mönnum nokk- uð kunnugt. Hið einkennilegasta við þessa margliðuðu »stefnuskrá«, er upp- talning allra eða flestra þeirra mála, er verið hafa á dagskrá þjóðarinnar langan aldur og enginn ágreiningur hefur verið um, auk annara mála, er ætla má, að ept- irleiðis verði á dagskrá einhverntíma á þessari öld, og því lýst, hvernig þessir 13 menn ætla að mynda nýja paradís hér á landi, að því er ráða má, nú á næstu ár- um, ef þjóðin vill vera svo góð, að lofa þeim að sýna mátt sinn og megin næsta 6 ára kjörtímabil fyrir það fyrsta. Sumir liðirnir 1 þessari löngu framfaramálaupp- talningu verða dálítið óákveðnir, og ekki svo gott að festa hendur á þeim, t. d. nr. 3 »efling hvers konar iðnaðar*, nr. 12 »hagkvæmari skipun kirkjumála« [ætla þeir að setja biskupinn af?], nr. 14 saukið kvenn- frelsi« [gera kvennfólk að prestum þing- mönnum? o. s. frv.], nr. 16. »efling bind- indishreyfingarinnar [hvernig, er ekki sagt], nr. 5. »að peningamagn í landinu verði nægilegt eptir þörfum landsbúa« [þess samt látið ógetið, að þeir ætli sér að hlynna að landsbankanum], nr. 3: sefling sjávar- útvegsins með hagkvæmri löggjöf* [þar á meðal líklega með því, að leyfa útlendum botnvörpufélögum að veiða í landhelgi, sbr. kokkabók Guðlaugs] o. fl. Með svona óákveðnum orðatiltækjum og fimbulfambi út í loptið, er lítið sagt. Það hefði verið miklu réttara að stryka yfir allar þessar 19 greinar, telja ekkert upp, en segja hreint og beint, að þeir skuldbindi sig til að styðja öll mál, hverju nafni sem nefnast, er nokkur líkindi væru til, að landinu gæti orðið til framfara einhvern tfrna að einhverju leyti. Það hefði tekið út yfir allt, gert öll yfirboð ómöguleg. En við alla sértalningu má jafnan búast við, að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.