Þjóðólfur - 22.08.1902, Side 2

Þjóðólfur - 22.08.1902, Side 2
134 einhverju sé gleymt, að eitthvað verði eptir. Svo v í ð t æ k a stefnuskrá sem hér er á vikið, hefurheimastjórnarflokkurinn. H ann er einhuga í því, eins og hverjum sönnum ættjarðarvinum sæmir, að styðja hvert það mál til sigurs, er vitrustu og beztu mönnum þjóðarinnar kemur saman um, að sé sannarlegt velferðar- og fram- faramál fyrir þjóðina. Það liggur í hlutarins eðli, að engin flokkaskipting getur myndazt út af þeirri »stefnuskrá«, er þessi nýskírði »framsókn- arflokkur« þykist hafa helgað sér, að minnsta kosti ekki af hálfu heimastjórnar- flokksins, sem fyrstur hefur, eins og sanna má, hvenær sem vill, flutt inn á þing, og barizt fyrir mestum hluta þeirra mála, er þessir 13 menn lofa nú að sty ðja af fremsta m egn i. Það eröðrunær,en að heimastjórn- arflokkurinn hafi nokkuð á móti því, að fá þennan liðsatika í þessu, þótt lítill sé, því að munar um mannsliðið. En öll þessi margþætta »málaskrá« er í raun- inni ekkert annaðen veiðibrellu-»humbug«, fremur barnaleg kosningabeita íyrir þjóð- ina til næstu kosninga, samin án vit- undar alls þorra þingsins, til þess að láta líta svo út, eins og þessir 13 menn einir beri velferð lands og lýðs á herðum sér, að þeir einir hafi bæði viljann og máttinn til að endurskapa þjóðina, og þeirra leiðsögu sé óhætt að treysta. Menn muna vlst eptir ávarpinu sæla, sem út var gefið í þinglok 1897, þá er 16 þing- menn hétu á þjóðina til fylgis við val- týskuna, eins og bún var þá fallega til reika, eða hitt þó heldur. Nær helm- ingur þessa nýja »framsóknarflokks«, er nú hefur samið þetta nýja »ávarp«, eru sömu mennirnir, sem rituðu undir ávarpið 1897. En nú eru tímarnir dálítið breytt- ir, svo er heimastjórnarflokknum fyrir að þakka. Nú tjáir ekki að bjóða þjóðinni annað eins hneyksli, eins og 16-menning- arnir gerðu 1897. En það hefur kostað mikla fyrirhöfn, mikinn ófrið og fádæma harða styrjöld, að koma ófögnuðinum frá 1897 á kné, og kveða niður tilfullsþann draug, er 16 fulltrúar þjóðarinnar vöktu upp og mögnuðu í þinglok 1897. En nú er það hefur loks tekizt að mestu eða öllu leyti, af því að gæfa landsins var meiri en forsjá og viturleiki meginþorra fulltrúa hennar, þá er einsætt að láta nú gras gróa yfir jafnógeðslegan vígvöll. Og ekkert er jafnfjarri sigurvegurunum, en að hælast um, þótt leikslokin yrðu þessi, og þeir lytu í lægra haldi, sem svo höllum fæti stóðu þegar í ttpphafi bardagans. Úrslitin eru gleðilegri en svo. En til þess má þó ætlast af þeim, er miður veitti, að þeir fari ekki að hnupla neinu af herfangi hinna, eða skreyta sig þeim fjöðrum, er þeir eiga enga heimtingu á að bera, að minnsta kosti ekki fremur en hinir, en heldur miklu síður. Hinir sigruðu ættu fremur að hyllast til þess, að draga nú svart stryk yfir fortíðina, láta sér enga lægingu þykja, að ganga í flokk meiri hlut- ans, og vinna með alúð og einlægni að þvl að byggja upp með honum það, sem bramlað hefur verið og brotið í stímabraki síðustu ára. En að því stuðlar minni hlutinn ekki, með því að eigna sér ein- um það, sem bæði er og hlýtur að vera sameiginleg eign, sameiginleg áhugamál og sameiginlegur vilji allra: að efla fram- farir og velgengni ættjarðar sinnar í öll- um greinum. Hitt vekur ávallt illan grun, þá er örfáir menn taka sig út úr, eru ávallt með einhver laumuspil, launungar- mál og launráð á bak við tjöldin. Það gildir ekki síður í pólitík en öðru, að þar verður jafnan að vera »ærlegt spil«, ef vel á að fara. Alþingi m. Kennsla í lærða skólanum. Sig. Jensson og Kr. Jónsson báru framþgsál.- till. um að skora á stjórnina að hlutast til um, að gríska verði aftekin sem skyldu- námsgrein í lærða skólanum og latlnu- kennsla minnkuð að mun, en tíma þeim, sem vinnist, verði varið til aukinnar kennslu í móðurmálinu (einkanl. ritg.), í nýju mál- unum (einkum dönsku og ensku), og í eðlisfræði og náttúrufræði. Varhúnsamþ. í e. d. Þórhallur Bjarnarson breytti henni nokkuð og var hún svo samþykkt 1 n. d. líka. Eptirlaun. Nefndin í eptirlauna- málinu í e. d. klofnaði í tvennt. Meiri hl. Guðjón Guðlaugsson (skrif., frsm.), Hallgr. Sveinsson, Eiríkur Briem ogjósa- fat Jónatansson ræður til • að samþykkja frv. með þeirri breyt., að eptirlaunin verði af launaupphæðinni og 20 kr. fyrir hvert þjónustuár, í stað J/5 + 20 kr. eins og farið var fram á í frv., en minni hl. Júl. Havsteen (form. nefnd.) réð til að fella það. Nefndin kom líka fram með frumv. um, að embættismenn skuli skyldir að safna sér ellistyrk eða kaupa sér geymd- an lífeyri og verja til þess 2% af laun- um sínum, sem haldið sje eptir af þeim. Yfirsetukvennalög. Sighvatur Arnason og Ari Brynjólfsson fluttu frv. um, að laun yfirsetukvenna skuli greidd úr landsjóði, en það féll í n. d. Lífsábyrgðarnefndin (Þórður Thoroddsen, Hannes Þorsteinsson (skrif., frsm.), Ólafur Briem (form.), Stefán Stef- ánsson kennari og Þorgr. Þórðarson) hef- ur nú látið uppi álit sitt. Hún lagði fyr- ir deildina frv. um viðauka við lög 8. nóv. 1895 um hagfræðisskýrslur. Er þar forstöðumönnum og aðalumboðsmönnum, lífsábyrgðarfélaga og vátryggingafélaga gert að skyldu, að senda landshöfðingja ár- legar skýrslur urn starfsemi félaganna og ágrip af reikningum þeirra. Einnig flutti nefnd þessi tillögu til þingsályktunar, sem samþykkt er af báðum deildum, um, að skora á stjórnina að láta rannsaka hvort tiltækilegt sé, að stofna innlent lffsábyrgð- arfélag og leggja fyrir alþing 1903 frv. um það, ef hún kemst að þeirri niðurstöðu. Leynilegar kosningar. Nefndin í e. d. (Eirfkur Briem (form.), Hallgr. Sveinsson (skrif., frsm.), Guðjón Guðlaugs- son, Jósafat Jónatansson og J. Jónassen) hafa komið fram með álit sitt og lögðu einungis til, að gera smávægilegar breyt- ingar á frv., en við 3. umræðu í gær bar nefndin upp allvíðtæka breytingu á frv. í þá átt, að atkvæðakassarnir skuli ekki opnaðir af undirkjörstjórninni í hverjum hreppi, heldur sendir yfirkjörstjórninni, er opnar þá alla í senn og telur saman atkvæðin. Verður það meiri trygg- ing fyrir leynilegri atkvæðagreiðslu. Þess- ar breytingar samþ. í e. d. og eflaust einn- ig í n. d. á morgun. 1 n. d. bar Sig. Stefánss. tipp þgsál.till. um, að skora á stjórnina að leggja fyrir næsta þing frv. um nýja skipun á kjördæmum hér á landi, er sérstaklega fari í þá átt, að gera kjördæmin sem jöfnust að auðið er, bæði að kjósendatölu og víðáttu, og að ekki sé kosinn nema einn þingm. fyr- ir hvert kjördæmi. Tillaga þessi féll í n. d., en í hennar stað var samþ. svolát- andi tillaga: »Neðri deild alþingis ályktar að skora á stjórnina, að leita álits allra sýslunefnda og bæjarstjórna um það, hvernig kjör- dæmaskipan mtindi haganlegast komið á í hverju umdæmi, svo og að leggja, að því búnu, fyrir næsta þing þar á’eptir, frum- varp til laga um nýja kjórdæmaskipan«. Berklaveiki. Magnús Andrésson flutti þgsál.till. um að skipa 5 manna nefnd til að íhuga ráðstafanir gegn út- breiðslu berklaveikinnar. I nefndina voru kosnir: Magnús Andrésson (form.), Þórð- ur Thoroddsen (skrif., frsm.), Lárus Bjarna- son, Þorgr. Þórðarson og Pétur Jónsson. Nefnd þessi hefur nú birt álit sittogbor- ið fram svohljóðandi þingsályktunartillögu: Neðri deild alþingis ályktar að skora á landstjórnina að sjá u.m : 1. Að samin sé og prentuð á landsjóðs kostnað lýsing á berklaveikinni og varúðarreglur gegn henni, er svo sé útbýtt meðal almennings ókeypis. Enn- fremur að prentaðar séu helztu var- úðarreglur gegn berklaveikinni til þess að festa á spjöld, er svo séu hengd upp á sem flestum opinberum stöðum. 2. Að héraðslæknar grenslist eptir út- breiðslu berklaveikinnar í umdæmum sfnum og sendi landlækni skýrslu fyr- ir 1. júní 1903 um, hve margir berkla- veikir, sérstaklega í lungum, séu í um- dæminu, og á hve háu stigi. 3. Að héraðslæknum sé skipað að hafa eptirlit með skólum í umdæmum sín- um og framkvæma skoðanir á nem- endum að minnsta kosti einu sinni á hverju kennslutímabili. Þeim sé og boðið að hafa vakandi auga á því, að varúðarreglum þeim, sem settar kunna að verða um varnir gegn útbreiðslu berklaveik'innar, sé fylgt í héruðum. 4. Að leggja fyrir næsta alþingi frumvarp til laga um varnir gegn útbreiðslu berklaveikinnar hér á lantíi. Tillagan er samþ. í n. d. Samhljóða þings- ályktunartillögu hefur Kristján Jónsson bor- ið upp í e.’ d. og er hún lfka samþ. þar, nema stafl. 3., er var felldur. G agn fræ ð a sk ó 1 i á Akureyri þgsál.till. frá Stefáni kennara o. fl. um, að skora á stjórnina, að hlutast til um að hinn væntanl. gagnfræðaskóli á Akur- eyri rúmi 80—100 nemendur, að skólinn verði jafnt fyrir karla og konur, að náms- tíminn verði 3 vetur og að heimavistir verði í skólanum, að minnsta kosti fyrir 3/4 nemenda. Samþ. f n. d. Landbúnaðarmál. Nefndin í því máli í n. d. hefur borið upp tillögu um, að skora á landstjórnina, að útvega fyrir næsta þing sem rækilegastar upplýsingar um leiguliða-ábúðina í landinu til undir- búnings væntanlegri endurskoðtin á ábúð- arlöggjöfinni. Samþ. í n. d. Landbúnaðarnefndin hafði Ilka kláða- málið til meðferðar. Nú hefur hún einn- ig komið með álit sitt á því máli, og flytur svolátandi þingsályktun um ráðstaf- anir gegn fjárkláðanum : Neðri deild alþingis ályktar, að skora á stjórnina að hlutast til um, að verkleg kennsla komist á svo fljótt sem auðið er, helzt í tveim stöðum á landinu, í því skyni að undirbúa öfluga tilraun til algerðrar útrýmingar fjárkláðans. Verzlunarmálanefndin (Magnús Andrésson (form.), Þórh. Bjarnarson (skrif., frsm.), Herm. Jónasson, Eggert Benedikts- son og Tr. Gunnarsson) hefur nú komið fram með álit sitt og stakk upp á þings- ályktunartillögu, sem samþ. er nú afbáð- um deildum, um að skora á stjórnina: A ð gera nauðsynlegan undirbúning til að koma upp efnarannsóknastofu 1 Reykja- vík, og taka upp í næsta fjárlagafrumvarp fjárveiting til að koma henni á og reka hana. A 5 leggja fyrir næsta þing frumvarp tii vörumerkjalaga og firmalaga. S t j órn a r v a ld a-au glýsin gar. Guð- jón Guðlaugsson o. fl. flytja í efri deild, en Björn Bjarnarson o. fl. í neðri deild þingsályktun um, að skora á land- stjórnina að hlutast til um, að einka- réttur til þess að birta stjórnarvalda-aug- lýsingar næstu 2 ár frá nýjári 1903 að telja, verði veittur þeim útgefanda hinna þriggja elztu þjóðblaða í Reykjavík, er bjóða kynni hæst árlegt gjald til lands- sjóðs fyrir þennan rétt, að þvl tilskildu, að hver þumlungur dálkslengdar (2*/* þuml. breiður) kosti ekki meira en 1 kr. 20 aura með venjulegu meginmálsletri (Corpus)». Botnvörpumálið fræga, eða hneykslunarfrumvarpið, sem Guðl. Guðmundsson bar upp á síðasta þingi hefur hann haft þrek til að bera núupp íneðri deild, að eins með þeirri breytingu, að sýslunefndir yfirleitt gæti veitt útlendu botnvörpufélagi (með inn- lendum stimpli!) leyfi til veiða í landhelgi, en auðvitað var það orðað svo til blekk- ingar, með því að flutningsm. hafði Skapta- fellssýslur einar í huga, eins og sfðar kom fram, þá er nefndarkosning marðist fram í máliuu, því að þá breytti meiri hlutinn (Guðl., Þorgr. Þórðarson ogPétur Jónsson) frumvarpinu í líkt form og það hafði 1901, þannig að um veiðileyfi fyrir Skaptafellssýslum einum væri að ræða. En af því að meiri hlutinn sá fyrir, að að þessi frumvarpsherfa mundi fljótt lögð niður við trogið í neðri deild, er sagt að að hann hafi ákveðið að láta það ekki koma á dagskrá í þetta sinn, og fengið hjálp annara manna, til þess að láta það heldur deyja kerlingardauða, heldur en en vekja ófriðarstorm og illindl í deild- inni, eins og það mundi eflaust gert hafa. En til þess að menn fái nokkurn veginn glögga hugmynd um, hver óskapnaður frumvarp þetta er, birtist hér álit minni hluta nefndarinnar, Lárusar Bjarnason (form. nefndarinnar) og Hannesar Þor- steinsspnar. Það er svo látandi: „Okkur er ekki kunnugt um, að Skapt- fellingar hafi óskað eptir slíkum heimild- arlögum. I þingmálafundargerðum Vestur- Skaptfellinga 12. og 18. júní 1901 segir svo: „Fundurinn mótmælir því, að leyfi verði veitt til botnvörpuveiða í landhelgi hér fyrir ströndum, nema því að eins að hér- aðið fái fullkomið endurgjald fyrir skaða allan, er af því leiðir, og að fyrirsjáanlegt sé, að gerð verði í héraðinu t.rygg höfn eða lending innan skamms tíma". Og líkar voru undirtektirnar á þingmálafund- unum í Austur-Skaptafellssýslu 22. og 27. aprfl s. á. A þingmálafundunum í vor, hefur mál- inu ekki verið hreyft, að því séð verður á fundargerðunum, og má því ætla, að Skapt- fellingar séu á sömu skoðun enn. Okkur er heldur ekki kunnugt um, að nokkur maður, innlendur eða útlendur, hafi falað leyfi til að veiða rneð botnvörp- um í landhelgi, og mætti því segja, að þingið byði landsréttindi sín fram að fyrra bragði, ef það samþykkti frumvarpið. Það er alkunnugt, að botnverpingar eru skoðaðir sem vargar í véum í öllum sið- uðum löndum, og okkur þykir ekki sitja á Islendingum, jafn-reynslulitlir, sem þeir eru í þessu efni, að fara hér að brjóta upp á nýrrí reglu. Og við teljum það því óvið- feldnara að gera það á þessu þingi, sem vér einmittnú erum að setja harðari ákvæði til að verjast yfirgangi botnverpinga. Við erum og þeirrar skoðunar, að botnvörpu- veiðar fynr landi Skaptafellssýslna mundu spilla bæði veiði Skaptfellinga og veiði annara landsmanna, sérstaklega nágrenn- isins að vestanverðu. Að minnsta kosti er það víst, að fækkað hefur bátaútvegi í Skaptafellssýslum síðustu árin. 1897 voru þar samkv. Landhagsskýrslunum 51 bátur, en 1898 ekki nema 44 og 1899 að eins 27, enda hefur aðalflutningsmaður þessa frum- varps verið á þeirri skoðun sumarið 1899, að botnvörpuveiðar væru hættulegar, bæði Skaptfellingum og öðrum. Hann segir þá á þingi, sbr. Alþt. 1899, B. 1428: „Eg sé ekki betur en að h. flutnm. (E. J.) vilji ofur- selja þau héruð, sem um er að ræðá, til eyðileggingar", og bætir svo við: „Það má búast við, að einmitt á svæðinu frá Vest- urhorni til Hjörleifshöfða verði krökt at botnverpingum, þegar göngur koma, og að sú þvaga rnundi stemma stigu fyrir göngunni vestur með landi, og mundi það geta komið víða niður“. Til hins sama bendir áskorun frá 24 skipstjórum til þings- ins í fyrra, dags. 5. ágúst 1901. Þar segir meðal annars: „Það mundi skaða fiski- veiðar á svæðinu frá Vestmannaeyjum og vestur með landi". Þessi ótti mun eiga við góð rök að styðjast. Það er sem sé trú manna, að fiskurinn leiti einmitt fyrst upp að Skaptafellssýslunum og færi sig síðan smátt og smátt vestur eptir. Og víst er það, að minnsta kosti, að útlendingar byrja þar fyrst veiðar sínar á vetrum, og færa sig þaðan vestur, eptir því, sem á líður, eins og hitt er víst, að vertíð byrj- ar fyr þar eystra, en vestar. En af þessu er það dregið, að fiskur muni fyrst koma þar að landi, og væri svo, er einsýntj að botnvörpuþvaga á þeim slóðum mundi ónáða fiskinn og spilla göngu hans. Það er nú að vísu svo, að þetta mun ekki vera vísindalega sannað, en hitt erþó þvf síður sannað, að botnvörpuveiðar séu mein- lausar, og ættu þeir, er bieyta vilja gild- andi lögum, þ. e. lögum nr. 8, frá 6. apríl 1898, þó einmitt að sanna, að nýbreytni sú, sem þeir fara fram á, sé að minnsta kosti meinlaus. Svo sem allir vita, þykir íslenzkur fisk- ur góð vara, en fiskur botnverpinga

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.