Þjóðólfur - 22.08.1902, Blaðsíða 4
136
Minni íslands.
Sem spámannleg bending, sem óskeikul orð,
sem ómur frá dularheimsins sölum
með himinsins blævind nú berast yfir storð
og bylgjast eptir þröngum fjalladölum.
Þau glóa í skýjanna glitofna dúk
og glitra um meitilhvössu fjöllin,
og hnoðrinn, sem léttfleygur líður yfir hnúk,
hann letrar þau á bláu jökulsvellin.
Þau skína á fjallanna rammbundnu rún,
sem rist var af heimsins forna eldi,
er stóð hann sem Kerúb á Heklu brattri brún
og brá um landið mildum roðafeldi.
Þau berast frá djúpinu dimmt, þessi orð,
er dunar í Geysis leyndu æðum,
þá sprotanum bjarta hann bregður yfir storð
og bendir oss að Ijóssins tignarhæðum.
Þau orð eru guðdómsins öfluga mál,
sem áheyrn í brjósti þínu finna,
því þau vekja ættjarðarást í þinni sál
og anda þínum benda til að vinna.
Guð gaf oss það land, sem hann lætur í dag
með ljómandi undraverkum skína. —
Hvar hljómar jafn máttugt og margraddað lag,
6, móðir, eins og gegnum strengi þína?
, t
O, Island, þú bera mátt höfuð þitt hátt
og hreykja upp jökulfaldi björtum,
því mikil og dýrðleg er myndin, sem þú átt,
ó, móðir vor, í barna þinna hjörtum.
Já, vinur minn, náttúran boð til þín ber,
það boð, sem hún ætlar þér að skilja:
guðs heilaga fjall, þessi ey er orðin þér,
hér opinberar hann sinn mikla vilja.
Sem spámannleg bending, sem óskeikul orð,
sem eilífa guðdómsvizku bandið *
fer boðið með himinsins blæ yfir storð,
sem býður þér að elska og treysta d landid.
Póstskipið „Laura“
kom frá Höfn seint í gærkveldi. Far-
þegar með því frk. Helga Havsteen, Sig-
urður Jónsson járnsmiður, Klemp katólski
presturinn og 8 Englendingar. Frá Vest-
mannaeyjum Magnús Jónsson sýslumaður.
— Nýjungar frá útlöndum fremur fáar.
Mest talað um krýningu Játvarðar kon-
ungs, er fram fór 9. þ. m. og verður nánar
minnst á það í næsta blaði. En að öðru
leyti eru þessi helztu
títlend tíðindi (Eptirfréttabréfi frá
Höfn 11. þ. m.):
Skólastríðið í Frakklandi stendur
enn sem hæst. Ráðaneytið Combes er
óbifanlegt, en klaustralýðurinn og aðrir
góðir kaþólíkar liggja heldur ekki í lág-
inni. Langverstar eru þó nunnurnar. Þær
hafa fleirum sinnum boðið lögreglunni
byrgin, og varið sig með bareflum. Og
Frakkar, sem eru kunnir að kurteisi gagn-
vart kvennþjóðinni, láta heldur lúberja sig
en leggja hendur á pilsin. Verstur kvað
lýðurinn vera viðureignar í Bretagne, sem
er gamalt kaþólskubæli! En vitanlega
gerir pólitíkin sig llka gildandi í þessu
máli-, andstæðingar stjórnarinnar (sér í
lagi þjóðvinirnir svo nefndu — national-
istarnir—) eru allir meðmunkunum. Það
hefur opt komið fyrir, að innsigli yfirvald-
anna á skólum þeim, sem lokað hefur
verið með valdi, hefur þegar verið brotið,
en áfbrotamenn eiga eptir ákvæðum dóms-
málaráðgjafans að sæta ströngustu hegningu
fyrir. — Nokkrar hefðarkonur leituðu ný-
lega áheyrnar hjá frú Loubet, sem þær
vildu fá til að skerast í leik, en hún lét svara,
að hún gæti ekki skipt sér af stjórnmál-
um. Að öðru leyti er sagt, að mál þetta
valdi Loubet forseta áhyggju, því fremur
sem móðir hans er kaþólskrar trúar og
kona hans og dætur hafa lært í nunnu-
skólum. Ennfremur hefur páfinn opinber-
lega mótmælt aðförum frönsku stjórnar-
stjórnarinnar gegn sauðahúsi hans.
Það er útlit fyrir, að Dreyfusmálið
muni aptur ætla að rakna úr roti. Fyrv.
hermálaráðgjafi Galliffet, sem ltklega hef-
ur verið betri hermaður en stjórnmála-
maður og »diplomat«, hefur nýlega — án
sýnilegrar ástæðu — látið sér þau orð
um munn fara, að hann frá áreiðanleg-
um manni, er hann þó ekki vill nafn-
greina, viti, að Dreyfus hafi ekki staðið
í neinu sambandi við Þjóðverja (»border-
au-ið« hafi verið skrifað af Esterhazy),
en þar á móti við Rússa. Þegar sam-
bandið milli Rússa og Frakka var stofn-
að, hafði formaður hershöfðingjaráðsins
franska, Boisdeffre hershöfðingi, gefið Rúss-
um upplýsingar um her Frakka (um tölu
herliðsins o. s. frv.). En Rússar, sem
æfinlega eru tortryggnir, trúðu ekki Bois-
deffre — segir sagan — og leituðu upp-
lýsinga gegnum njósnara. Þessar upplýs-
ingar á Dreyfus svo að hafa útvegað. —
Dreyfus hefur þegar í stað skorað á rúss-
nesku stjórnina, að lýsa sögu Gallifet’s
ósanna, en hefur enn ekki fengið svar.
Óhugsandi þykir það ekki, að ummæli
G.’s sem nýtt atriði í málinu geti orðið
til þess, að D. heimti og fái roálið aptur
endurskoðað við hæstarétt. — En Gallif-
fet hefur í öllu falli ekki unnið ráðaneyt-
inu Combes neitt þarfaverk!
Ofan á óheillasöguna um hrun klukku-
turnsins við Markúsarkirkjuna í V e n e d i g
koma nú enn ískyggilegri fréttir. Eigi
að eins hafa fundist sprungur í hvelfing-
um Markúskirkjunnar, heldur búast menn
við, að klukkutuminn á Stefánskirkjunni
í sama bæ þá og þegar muni hrynja. Ut-
yfir tekur þó, ef það er satt, sem sagt er,
að byggingafróðir menn haldi, að allur
bærinn Venedig sé í voða — vatnið í og
umhverfis bæinn hafi holað grundvöllinn
undir húsunum þannig, að þau fyr eða
seinna muni hrynja.
Óhappið í Venedig hefur orðið til þess,
að menn líka annarstaðar hafa farið að
líta betur eptir. í París reyndist sá hluti
Notre-Dame-kirkjunnar, er snýr að Seine-
fljóti, svo hrörlegur, að viðgerð var bráð-
nauðsynleg, og í Göteborg (í Svíþjóð) er
dómkirkjan í því ástandi, að ófært þykir
að halda þar guðsþjónustu að svo komnu.
Heimskautafarinn Baldwin frá Ame-
ríku, er lagði af stað í júlím. í fyrra (ferð-
in kostuð afauðmanninum Ziegler), er kom-
inn aptur til Noregs, en þykist þó ekki
hafa hætt við áform sitt — að finna norð-
urpólinn. — Hann komst ekki nema lítið
eitt (22 mín.) yfir 80. st. n. br., en lenti
í rifrildi við skipstjóra sinn, Johannsson,
sem hann svo setti frá stjórn. J., sem
segir B. ekki hafa þorað að halda lengra
norður, kvað hafa heimtað réttarrannsókn
til upplýsingar um deiluefnið. B. fann
vitanlega engan snefil af áður horfnum
heimskautaförum.
I.optfararnir missa ekki móðinn, þótt
einatt fari þeir flatt. 29. f. m. fór sænskur
maður, Erik Unge (sem milli sviga sagt
kvað vera á sjötugs aldri) við 3. mann
í loptbát upp frá Stokkhólmi og lenti 147»
tíma síðar skammt frá bænum Novgorod
Velikij við vatnið Ilmen í Rússlandi —
þorði ekki að halda lengra, var hræddur
um að lenda í vatninu, sem hann hélt vera
hið afarstóra Ladoga-vatn. Aform hans
var tvennt: að reyna, hve lengi gasið gæti
haldið bátnum (»Svenska« er nafn hans)
uppi, þar næst að vinna frægð með lengri
loptsigling en hingað til hefur tekizt (357»
t.). Unge ætlar að endurtaka tilraunina.
Við og við koma þokulegar fréttir um
óeyrðir í Kína. Seinustu tíðindin hljóða
svo: Foringi uppreistarmanna í Suður-
Tschili, Tsching-Ting-Hing, hefur verið
höndlaður og tekinn af lífi. Ástandið í
Kína nú talið viðunanlegt.
„Ceres“
kom norðan og vestan um land í fyrra
dag með fjölda farþega, þar á meðal
voru: Páll Briem amtmaður á milliþinga-
nefndarsamkomu í fátækramálinu, séra
Geir Sæmundsson frá Akureyri, Hannes
Hafstein sýslumaður með frú sinni frá
ísafirði, frk. Ásta Stephensen (landshöfð-
ingja), séra Bjarni Þorsteinsson frá Siglu-
firði, séra Sigurður próf. Gunnarsson úr
Stykkishólmi, stúdentarnir Sturla Guð-
mundsson (frá Stykkishólmi), Sigurður
Guðmundsson (frá Mjóadal), Magnús Guð-
mundsson og Jón Stefánsson frá Sauðár-
krók, frk. Sigþrúður Guðmundsd. (Stykk-
ishólmi), séra Jósep Hjörleifsson frá Breiða-
bólsstað (til lækninga) með konu sinni,
P. Thorsteinsson frá Bíldudal, Kristján
Jónasarson verzlunaragent, Karl Olgeirs-
son frá Hnífsdal, Garðar Gíslason verzl-
unarumboðsm. frá Leith, Magnús Þórar-
insson kaupm. úr Stykkishólmi, ekkjufrú
Karítas Markúsdóttir (Rvík), Ward fiski-
kaupin., Jóhannes Pétursson Rvík, Guðm.
Einarsson í Nesi o. fl.
Sigfús Blöndal cand. mag., að-
stoðarmaður við konungl. bókasafnið í
Höfn, hefur í sumar verið í kynnisför hér
álandiásamt heitmey sinni, Björgu Þor-
láksdóttur (fráVesturhópshólum), er tek-
ið hefur stúdentspróf og í vor heimspek-
ispróf með 1. einkunn. Þau fara héðan
með »Ceres« 26. þ. m.
Mikill hvellur
var gerður út af smámáli einu í neðri
deild, sem nú er orðið að lögum, skipt-
ingu Isafjarðarsýslu í 2 kjördæmi. Með
því að breyting þessi er gerð samkvæmt ósk
sýslubúa, virðist nokkuð undarlegt, hversu
2 þingmenn í Nd., Guðl. Guðmundsson og
Sigurður Stefánsson, urðu geðillir út af
þessari lítilsháttar breytingu. Ástæðan get-
ur ekki ’verið önnur en sú, að 2. þm, fs-
firðinga (séra S. St.) sé smeikúr um, að
skipting þessi hafi eimhverj' áhrif á val
hans næst, þótt ólíklegt sé. En þótt svo
væri, sem vafasamt er, hefði þingmaður-
inn átt að stilla betur skapi sínu, og meta
meira óskir sýslubúa sinna, en persónulegt
stundarhagræði sjálfs hans. Um Guðlaug
tekur engin til þess, þótt hann fuðri upp,
án þess nokkurt tundurefni sé í nánd.
Frumvarpið var samþykkt með 12 atkv.
gegn 9 og því ekki flokksmál. Verður
það því harla haldlítil hnúta fyrir Valtý-
inga, ef þeir ætla sér alveg að lifa á
því beini til næstu kosningu. Að ísafold
hefur birt báðar ræður þessara þingmanna
þarf engan að undra, því að engin fæða
er því málgagni jafngómsæt, eins og hin-
ar svæsnustu æsinga-og ófriðarræður flokks-
manna þess. Það þrífst ekki, nema það
hafi eitthvert þess konar viðhaldsfóður, eins
og púkinn hans Sæmundar fróða, sem fitn-
aði af blótsyrðum manna.
Mannalát.
Hinn 8. þ. m. andaðist úr taugaveiki á
Oddeyri séra Pétur Guðmundsson,
fyrprestur í Grímsey, rúmlega sjötugurað
aldri (f. 3. jan. 1832), bróðir Sigurðar heit.
Guðmundssonar málara. Þá er hann var
kominn á fertugsaldur gekk hann í lærða
skólann, en tók ekki stúdentspróf, því að
meðan hann var í 2. bekk fékk hann
leyfi til að vígjast prestur til Grímseyjar
vorið 1868 með fyrirheiti um betra brauð
Xvö hross, rauður hestur, með sýlt,
bita fr. hægra, og jörp hryssa með stýft v.,
eru hér í óskilum.
Mosfelli 16. ágúst 1902.
Jón Jónsson.
Til þeirra sem neyta hins ekta
Kína-lífs-elixírs.
Með því að eg hef komizt að raun
um, að þeir eru margir, sem efast um,
að Kína-lífs-elixírinn sé jafnáhrifamik-
ill sem fyr, vil eg hér með leiða at-
hygli manna að því, að elixírinn er
öldungis samskonar sem fyr. og selst
með sama verði sem áður nfl. 1 kr.
50 a. flaskan, og fæst hann alstaðar
á íslandl hjá hinum háttvirtu kaup-
mönnum. Ástæðan fyrir þvf, að hann
er seldur svona ódýrt, er, að það voru
fluttar til íslands allmiklar birgðir af
honum, áður en tollhækkunin gekk í
gildi.
Neytendur elixírsins eru alvarlega
beðnir um sjálfs síns vegna, að gæta
þess, að þeir fái hinn ekta Kína-lífs-
elixír með hinu skrásetta vörumerki á
flöskumiðanum: Kínverji með glas í
hendinni og firmanafnið Waldemar Pet-
ersen Frederikshavn, ennfremur að á
flöskustútnum standi Vj.P' í grænu
lakki. Fáist elixírinn ekki hjá kaup-
síðar, en það loforð var ekki ent af
kirkjustjórninni, og varð hann að sætta
sig við að þjóna Grímseyjarbrauði samfleytt
27 ár; fékk lausn frá prestskap haustið 1894
og flutti burt úr eyjunni til Akureyrar
vorið eptir, fékk 500 kr. eptirlaun úr land-
sjóði með sérstökum lögum 1895 og 150
kr. viðbót á síðustu fjárlögum. Hann var
kvæntur Solveigu Björnsdóttur prests á
Stokkseyri Jónssonar, og eru börn þeirra
Hallgrímur bókbindari á Akureyri og ein
dóttir. Séra Pétri búnaðist allvel um eitt
skeið í Grímsey, en síðar gekk fé mjög
af honum og varð hann örsnauður að
lokum. Hann var einkennilegur maður á
ýmsan hátt og vel að sér í mörgu, eink-
um í rími o. fl. Hann var og hneigður
fyrir íslenzka sagnafræði, og hefur safnað
mjög miklu til viðburðasögu 19. aldarinn-
ar í árbóka- eða annálaformi með fram-
úrskarandi elju og ástundun. Hann var
og skáldmæltur. Hann var mjög hraust-
ur til heilsu, svo að hann hafði aldrei
kennt sér neins meins, og aldrei legið
veikur á æfi sinni, fyr en hann tók bana-
sótt sína.
Nýdáinn er (eptir því sem »Vestri« seg-
ir) merkisbóndinn Eggertjónsson á
Kleifum í Gilsfirði á áttræðisaldri, nyt-
semdarmaður mikill í sinni sveit, fjörmað-
ur og áhugamaður, greindur vel og hygg-
inn og sæmdarmaður í hvívetna.
■j.iii«'ii«iiiiim^!.»i«niiiii»jii.iijiLi|iii»i>ii!.iiii|j.|iji|iini.|i»iiiini«ni»ii.iii«i»iii»iii.ini»iiiii»
ramrii»i»ii,iiiTiv«viinriniiiiiiiiii7F«~i«i»iíTíii'iifii7ii7ii8r«rir»T>TgTi'i»Fii«iáiii'i,iini«r»'iÉr«i»T«i8ii
Hér með vil eg leyfa mér að votta
Onílrðing'iim heztn þökk mína fyrir þann
sóma, er þeir sýndn inér, og þann góðvilja,
er þeir hafa mér í ijósi látið, með því að
gefa mér -í heiðursskyni fallegan silfurbik-
ar, sem mér var afhentur 6. þ. m. Eins
og mér var bikar þessi afhentur með beztu
heillaóskum, að því er við keniur komandi
tíð, og með vinsemdarorðum, að því er
liðna tímann snertir, þann er eg hef dval-
ið í Önundarflrði, svo vil eg og óska Ön-
flrðinguin alls hins bezta á ókomnuin tíma,
og þakka þeim fyrir þann lilýja hug, er
eg frá fyrstu viðkynningn hef orðlð var
t
við hjá þeim til mín.
manni yðar eða heimtað sé hærra
verð en 1 kr. 50 a. fyrir hverja flösku
eru menn beðnir um, að skrifa mér
um það á skrifstofu mína Nyvej 16,
Kjöbenhavn.
Waldemar Petersen
Fiederikshavn.
ROGN og andre islandske Pro-
dukter modtages til Forhandling'.
Billig Betjening. Hurtig Afgjörelse.
Einar Blaauw.
Bergen. Norge.
VATRYGGINGARFÉLAGIÐ
,SUN‘
í Lundúnum (stofnað 1710) tekur að
sér með sanngjörnum kjörum ábyrgð
á húsum, allskonar áhöldum og inn-
anstokksmunum, fénaði, er inni brenn-
ur og skipum, sem í höfn eru eða á
land eru sett.
Aðaiumboðsmaður á íslandi
Dr. Jón Þorkelsson yngri
f Reykjavík.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Glasgow-prentsmiðjan.
Sólbakka 21. júlf 1902.
Hans Ellefsen.
Mustad’s smjörlíki
(no rsk vara)
fæst nú keypt hjá flestum verzlunarmönnum.
Reynið það, og þér munuð komast að raun um, að það er bezta smjörlíkið.
/ / / / / / / / / / / / / / / /////////////