Þjóðólfur - 12.09.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 12.09.1902, Blaðsíða 1
54. árg. Reykjavík, föstudaginn 12, september 1902. M 37. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTED S DANSKA SMJÖRLÍKl, sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Yerksiniðjan er hín olzln ofí stœrsta í Danniörkn, og býr til óefað liina heztn TÖru og’ ódýrustu í samanbnrði við gæðin. —«c Fæst hjá kaupmönnum. ^ BNF" Heiðraðir kaup- endur Þjóðólfs eru beðn- ir að minnast þess, að gjalddagi blaðsins var 15. julí. ííi'iTl,íililiIt!tIt!iÍtí]ÍlíiííIííilTIífÍiITíÍt'tíÍtÍtíTíTÍTí .7iTíi.r.,,rír!,¥iÍTFÍIfiíi!I'i'i!i• IÍíViíts Starf aukaþingsins. IL í sambandi við sjálft stjórnarskrármálið tóku nefndirnar í því máli í báðum deild- um einnig tii athugunar fyrirkomulág það á hinni væntanlegu umboðsstjórn lands- ins, er ráðherrann vék að í athugasemd- unum við stjórnarfrumvarpið, og óskaði eptir, að þingið léti uppi álit sitt um á- ætlun þá, er þar var gerð um kostnað- inn við stjórn þessa. Það duldist víst engum, sem las þessa áætlun ráðherrans 1 athugasemdunum, að hún var mjög af handabófi gerð og harla lausleg. £n stjórn- arskrárnefndum þingsins, er héldu nokkra sameiginlega fundi, kom saman um að gera nú sem fæstar ákveðnar eða bind- andi tillögur um þetta mál, heldur að eins lauslegar bendingar, er ráðherrann gæti hatt til hliðsjónar við samning væntan- legs frumvarps um þetta efni, er að lík- indum verður lagt fyrir næsta þing, enda er það í sjálfu sér eðlilegast að svo stöddu, að hin nýja stjórn þegar hún er sezt á laggirnar leiti til fjárveitingarvalds þings- ins, ef henni þykir sér naumt skammtað. Menn hafa áður brennt sig á þvf soði, er einhverjar nýjar breytingar á embætta- skipun eða launum hafa verið gerðar, að sigla þá allháan vind þegar 1 stað og vera rlfir á stykkjunum, en iðrast svo eptir sfðar, þá er reynslan hefur sýnt, að óþarft var að slá svo stórt upp á. En þá hefur opt reynzt erfitt og enda ómögulegt, að losa um það, er áður er fast reyrt með lögum, eða klípa af þvf fé, sem einu sinni er veitt. Þessvegna er skynsamlegra að fara stillt af stað, en færa sig heldur upp á skaptið síðar, ef reynslan sýnir, að þess sé sönn þörf. Það má treysta þinginu til að það fari ekki að óþörfu að hlaða und- ir stjórn landsins, frekar en góðu hófi gegnir. Álit stjórnarskrárnefndarinnar f neðri deild um fyrirkomulagið á umboðsstjórn landsins, er áður birt í Þjóðólfi 34. tölu- bl. 22. f. m. og þarf því ekki að minn- ast á það frekar hér. Álit efri deildar nefndarinnar fer í nokkuð svipaða átt, en þó er nokkur meiningarmúnur milli nefnd- anna. Þar sem m d. nefndin vill að svo stöddu láta kostnaðaratriðið liggja á milli hluta, leggúr e. d. nefndin allmikla áherzlu á að skammta ekki stjórninni ofspart féð, en sá ótti virðist ástæðulítill. — Þá leggúrn.d. nefndin til, »að amtmannaembættin verði sem bráðast lögð niður«, en hin nefndin virðist vilja halda í þau fyrst um sinn, segir að vísu, að þau »mætti leggja niður, og að það muni almennings ósk, að svo sé gert«, en bætir við, að það »ætti ekki að hrapa að því«. En n. d. nefndin sá það glögglega, að yrðu embætti þessi ekki lögð niður svo fijótt sem atvik leyfðu, þá mundi dragast úr hömlu að gera það, og gamla skrififinnskan haldast, en það verður að teljast óheppilegt. Mundi miklu hag- anlegra að leggja embættisstörf þessara manna, amtmannanna, sem allra fyrst í hendur sérstakra manna (skrifstofustjóra) á stjófnarskrifstofunni, er þá jafnframt gætu haft fleiri störf á hendi. Það getur verið, að í bili sparist dálítið fé við það-, að amtmannaembættin væru ekki þegar lögð niður, en það mundi þó ekki verða svo í reyndinni, því að skrifstofustjórar þeir, er kæmu 1 stað amtmanna, mundu hafa töluvert minni laun en amtmenn hafa nú, en væru amtmannaembættin látin standa, gætu menn búizt við, að eptir- menn núverandi amtmanna fengju sömu laun og þessir menn hafa nú. Þessvegna væri á allan hátt vissara að leggja em- bætti þessi niður svo fljótt sem unnt er, og ætti næsta þing að taka af skarið í 1 því efni. — Þjóðin getur nú áttað sig á álitsskjölum stjórnarskrárnefndanna til næsta þings, og lagt fyrir hina nýkosnu fulltrúa sína, hvernig hún vilji að þeir taki í mál þetta á næsta þingi. Næst stjórnarskrármálinu mun þýðingar- mesta afrek aukaþingsins verða talið sam- þykkt frumvarpsinsum leynilegar kosn- ingar til alþingis, enda gerir það mjög mikla breytingu á núv. fyrirkomulagi. Auk þess að kosningar skuli fara fram leyni- lega er höfuðbreytingin sú, að kosning fer fram á einum og sama degi um allt land (10. september) og að kjörstaður er í hverj- um breppi, svo að ekki verður framar unnt að kvarta um, að menn geti ekki neytt kosningarréttar síns sakir erfiðleika. Það er ekki unnt að gera mönnum hægra fyrir en þetta, nema með því að sækja atkvæðin heim til hvers eins. Þeir menn hirða alls ekki um að neyta kosningar- réttar síns, er ekki vilja hafa svo mikið fyrir, að sækja kjörfund f sínum eigin hreppi, að jafnaði ekki optar en 6. hvert ár. Aðalatriðið við aðra eins breytingu og þessa er, að kosningin geti í sannleika verið leynileg, að girt sé fyrir það, að að nokkur geti komizt að þvl, hvernig hver einstakur kjósandi greiðir atkvæði sitt. I þessum nýju lögum er reynt að að ná þessu takmarki með því að láta ekki opna atkvæðakassann á hverjum und- irkjörstað og telja þar saman atkvæðin, heldur senda kassann óopnaðan til yfir- kjörstjórnarinnar í hverju kjördæmi, er telur saman atkvæðin úr öllum hreppun- um í einu lagi. Með því að kosningar- athöfnin sjálf er allmargbrotin og margs þar að gæta, einkum fyrir óvana, er all- hætt við, að ýmsar misfellur verði á kosn- ingunum samkvæmt þessum lögum f fyrsta skipti, sem kosið verður eptir þeim, er líklega verður næsta vor til þingsins 1903, þótt ekki sé það öldungis víst nema þá verði kosið eptir eldri lögunum. En það er samt ólfklegra. Þessvegna verða menn nú þegar að fara að kynna sér lögin rækilega, einkum kosningarathöfmna sjálfa, svo að ekki fari allt í handaskolum, því að kosningar til næsta þings eru svo áríð- andi, svo þýðingarmiklar fyrir þjóðina, að þær mega ekki mistakast fyrir hand- vömm eina. En þau verða dauflegri kjör- þingin hér eptir en hingað til, og munu ýmsir fyrst í stað sakna hinnar sameigin- legu samkomu sýslubúa á einum stað í kjördæminu, þar sem atkvæði eru greidd í heyranda hljóði, ræður haldnar o. s. frv. Kjörþingin t; d. nú síðustu árin hafa verið einskonar »skemmtun fyrir fólkið«, eins- konar allsherjar-burtreið einstakra manna og heilla sveitarfélaga, þar sem menn hafa reynt styrkleika sinn. Allt þetta »fútt« hverfur að miklu leyti, og hver hreppur leggur þegjandi lóð sitt á metaskálina og fær ekkert um úrslitin að vita fyr en all- löngum tíma sfðar. En við þetta venjast menn er fram 1 sækir, og munu þá kom- ast að raun um, að þessi aðférð er heillavæn- legri og notadrýgri, en gamla aðferðin. Nú verður síður hægt að þröngva lítilsigld- um kjósendum til að kjósa gegn sannfæringu sinni. Valdsmaðurinn og embættismaður- inn getur nú ekki með augnatilliti sínu horft atkvæði út úr mönnum, eða látið reiði sfna bitna á neinum einstökum, þótt hann verði ekki valinn. Hann getur ekki einu sinni vitað, hve mörg atkvæði hann fær úr hveijum hreppi, auk heldur að hann viti neitt um, hverjir þeir séu, er ekki hafi greitt honum atkvæði. Hann veður þar alveg f villu og svíma. Hér eptir verður einnig þýðingarlaust að bera fé á menn til atkvæðafylgis, það verður að eins eigin sannfæring manna, er kosning- unum á að stjórna og mun stjórna, svo framarlega sem lögin ná tilgangi sínum. En auðvitað getur meðhald og mótspyrna vissra manna haft nokkur áhrif á þessar kosningar sem fyr. En það á ekki að vera unnt að sanna, hvort Ioforð, sem menn eru þvingaðir til að gefa eru haldin eða ekki. Sumir kunna að telja þetta ókost og leiða til hrekkvísi eða undirferli, en svo er ekki rétt skoðað, enda mun affara- sælla að reiða sig á frjálsa, óbundna sann- færingu manna, en þvingunarloforð, sem ístöðulitlir menn gefa opt af ótta við ónáð »keisarans«, t. d. ef sýslumaður þeirra eða sóknarprestur eða einhver annar sveitarhöfðingi, kaupmaður eða annar burgeis er 1 vali eða leggur sig mjög fram í kosningabaráttunni. Það lék einnig grunur á, að sumum valdsmönnum og embættismönnum í þinginu væri lítt annt um þessi lög, að þau hefðu framgang að minnsta kosti að þessu sinni, munu ekki hafa verið lausir við að hafa einhvern beig af þeim við næstu kosningar, en f orði kveðnu vildu þeir ekki láta annað á sér skilja, en að þeir væru málinu einstaklega htynntir. Að minnsta kosti þóttist nefndin í neðri deild verða vör við einhvern frern- ur kaldan gust gegn málinu frá einum lögfræðingi, sem mörg ár hefur verið ó- bifanlega »jarðfastur« í sínu kjördæmi, en ekki óhugsandi, að losnað gæti eitthvað um hann við þessa nýbreytni í kosninga- aðferðinni. Yfirleitt verðhr að telja lög þessi hina þörfustu og nauðsynlegustu réttarbót, og vonandi að reynslan sýni, að þau hafi hin beztu og heiHaríkustu áhrif á löggjafar- starf þjóðarinnar, svo að þeir einir menn komist í fulltrúasætin, er hafa almennt traust kjósenda sinna fyrir frjálslyndi, dreng- lyndi, samvizkusemi og áhuga á sönnum framförum þjóðar sinnar. Þriðja stórmálið, sem aukaþingið réð til lykta í þetta sinn, var stofnun i n n 1 e n d s brunabótafélags. Hefur það mál optar verið fyrir þinginu áður, en jafnan farið 1 mola. En það, sem nú herti eink- um á hnútunum og knúði þingið til að hrinda málinu áleiðis voru afarkostir þeir, er útlend brunabótafélöghafa nýlega sett vátryggjend- um hér á landi, þar sem þau hafa hækk- að ábyrgðargjaldið upp í y°/oo fyrir húseign- ir hér á landi, sjálfsagt meðfram vegna stórbrunans á Akureyri næstl. vetur. Sarnkv. frumvarpi alþingis skal öllum húseignum í verzlunarstöðum hér á landi, hvort sem þær eru eign almennings eða einstakra manna haldið 1 brunabótaábyrgð, Reykjavfk þó undanskilin, af því að hún nýtur sérstakra hlunninda í hinum dönsku brunabótafélögum. Landssjóður á að á- byrgjast, að brunabótafélagið innlenda geti staðið í skilum með 300,000 krónum, og mun mörgum að vísu þykja það nokkur áhætta fyrir landsjóðs hönd, ef stórbruna bæri að höndum, en hjá þessu verður ekki sneitt, meðan félagið er að komast á fót. Og menn verða optast nær að hætta ein- hverju, ef rnenn vilja koma stórvægilegum breytingum á. En ákveðið er 1 lögunum, að skerðist ábyrgðarupphæð landsjóðs rneira en svo að nerni 100,000 kr., þá skuli vinna það upp með því, að leggja aukaútgjöld á vátryggjendur. Til umræðu kom einnig á þinginu nú í fyrsta skipti annað mál þessu skylt: stofnun innlends lífsábyrgðarfélags, sem auðvitað er miklu áhættuminna en bruna- bótafélag. En nefndin í því máli sá sér ekki fært að hleypa því af stokkun- um nú jafnhliða hinu, einkum sakir þess, að allar skýrslur og upplýsingar í þessu efni vanta svo að segja. Til að ráða bót á þessu og undirbúa málið, samdi nefndin því lög (viðaukalög við hagfræðisskýrslur 8. nóv. 1895) Þar sem forstöðumönnum og aðalumboðsmönnum lffsábyrgðarfélaga hér á landi og allskonar brunabótafélaga er gert að skyldu, að senda landsstjórninni árlegar skýrslur um starfsemi félaganna. Jafnframt var og skorað á stjórnina með samhljóða þingsályktun frá báðum deild- um, að láta rannsaka ítarlega, hvort til- tækilegt væri að stofna hér innlent lífs- ábyrgðarfélag, og kæmist hún að þeirri niðurstöðu, þá að láta leggja frumvarp um stofnun slíks félags fyrirnæsts þing. Þann- ig er þessu máli — lífsábyrgðarfélagsstofn- uninni — einnig hrundið á góðan rekspöl, og mun það verða hér eptir á dagskrá þingsins, þangað til því verður ráðið til heppilegra úrslita. Það getur víst engum blandazt hugur um, að það sé lífsskilyrði fyrir oss, að hafa hér innlend ábyrgðarfélög, svo að fé það, sem nú rennur árlega út úr land- inu til erlendra félaga, og geysimikið er, eptir vorum mælikvarða, geti orðið starfs- fé og veltufé í landinu sjálfu, því að það

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.