Þjóðólfur - 19.09.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 19.09.1902, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 54. árg. Reykjavík, föstudaginn 19. september 1902. Jú 38. Biðjið ætíð u m OTTO M0NSTED S DANSKA SMJÖRLlKl, sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Verksmlðjan er liín elzta 0? stærsta í Danmörkn, 0g býr til óefað liina bc/.tn vöru og- ódýrnstn í samanburði við græðin. Fæst hja kaupmönnum. Útlendar fréttir. —o--- Kanpmnnnahöfn 4. september. Aptur koma voðafréttir frá Martin- ique. Síðan í miðjum ágústmán. hef- ur Mont Pelée við og við gosið; kvað þó ekki að því til muna fyr en 21. f. m., var þá þétt öskuhríð. En að- faranótt hins 31. ág. keyrði moldrykið úr hófi. — Bærinn Morne Rouge ger- eyddist á svipstundu af sjóðandi hraun- leðju, er kæfði allt lifandi Af öðrum bæjum, er gosið að miklu leyti lagði í auðn, eru nefndir: Ajouba Bouillon, Morne London, Le Carbet og Grand Riviere. Það er talið víst, að yfir 1000 manns hafi beðið bana í þessu eld- gosi og að minnst 1500 manns hafi hafi meiðst og særzt, sumir til ólífis. Umbrotunum í jörðinni fylgdi voðalegt hafrót; sjónum skolaði f bylgjum inn yfir landið og fjöldi fólks drukknaði, einkum í Le Carbet; þegar ósköpun- um létti, var sjö mílna löng landspilda á austanverðri eynni sokkin í sjó. — — Stjórnin kvað nú fastráðin í að láta fólk flytja frá norðurhluta eyjarinnar. Hraðfréttirnar, er fært hafa þessi tíð- indi, bæta því við, að hitinn á Mar- tinique sé nær því óþolandi. Eldgosin í Martinique eru svo gífur- leg, að menn taka varla eptir því, þótt fréttir komi annarstaðar frá um jarð- skjálfta og önnur náttúruumbrot, sem þó annars mundu þykja umtalsverð. Frétzt hefur þannig, að um 50—60 manns hafi farizt í jarðskjálftum í Man- illa, og að íbúarnir á eynni Torishima í Japan — um 150 manns — hafi farizt í eldgosi. í lífshættu staddur var Roosewelt Bandaríkjaforseti í gær milli Pittsfield og Lenox, rakst vagn hans á rafmagns- vagn, er molaði vagn forseta, drap hestana og lögregluþjón einn, er sat í vagninum. R. slapp þar á móti með nokkrar skeinur, sömuleiðis prívatskrif- ari forseta, er fylgdi honum. í Agram, höfuðbænum í Króatíu, eru mestu óeirðir þessa dagana. Það eru Serbar — mest kaupmenn — þar í bæ, er verða fyrir skakkafallinu. Bæj- arbúar ræna og brenna búðir þeirra og gera ýms spillvirki. í stympingun- um hafa margir fengið slæma útreið af skrílnum. Bærinn verður nú frið- aður af hermönnum. Armeningar hafa, eins og kunnugt er, ekki átt upp á pallborðið hjá Tyrkja- soldáni. Því meiri furðu þykir það gegna, að soldán — án sýnilegrar á- stæðu — hefur tilkynnt þeim, að hann ætli að fara betur með þá eptirleiðis. Soldán er annars ekki vanur að sýna neina tilhliðrunarsemi, nema þegar stór- veldin hóta honum hörðu. Eptir rimmurnar í Bretagne fyrir nokkru, — þarsem bændalýðurinn bauð lögreglunni byrgin með sálmasöng og logandi hálmvöndum — hefur ekkert sögulegt gerzt í skólastríðinu i Frakk- landi. Þar á móti hefur hermálaráðgjafan- um André nýlega tekizt að vekja at- hygli á sér í öðru máli. Hann hefur hingað til þótt skynsamur maður — svarinn mótstöðumaður „þjóðvinanna" (nationalistanna), er m. a. lifa á draum- um um nýja herferð, sigur yfir Þjóð- verjum o. þ. 1. — En við afhjúpun minnisvarða í Villefrance 15. f. m. til minningar um stríðið 1870 hélt A. ræðu, sem öldungis var í anda „þjóðvina" og hlaut að vekja því meiri eptirtekt — ekki sízt hjá Þjóðverjum — sem ræðu- maður situr í ráðaneytinu. Hann sagði meðal annars þessi orð: Hermaður sá, er minnisvarðinn sýnir, er framtíðar- hermaðurinn, sem á að endurvinna Frakklands fornu frægð; hann á að hefna Frakklands! Það eru óneitan- lega skýr orð og skilmerkileg. ÝmÍSlegt. Þeir Botha, De Wet og Delarey eru nú komnir hingað norður. Þegar þeir komu til Englands, var þeim fagnað næstum því eins vel og þeim Róberts og Kitchener. Þeir heimsóttu Edward konung og fannst mikið til um viðtökur hans. Rússakeisara, sem á 3 dætur, vant- ar einn ríkiserfingja. Til skamms tíma hafði hann þó góða von, því að drottn ing var með barni. En barnið kom fyrir tíinann og fæddist andvana. Sendiherra Rússa hér í Höfn, Buch- endorfif greifi, er orðinn sendiherra í Lundúnum (miklu hærra embætti), og sendiherra Frakka, Jusserand, á að fara til Washington. Borgarastríðið í Venezuela enn óút- kljáð. Kóleran í Egiptalandi og Kína bít- ur ekki á okkur hér nyrðra; verra er það, að Færeyingar hafa fengið bólu- sótt — borin þangað með sjómönnum — yfirlæknir Jastrau meðal hinna sjúku. Danir hafa eptir beiðni amtmanns sent þangað tvo lækna og tvær hjúkrunar- konur. Viðauki. Rvík. 19. sept. Eptir því sem segir í blaðinu „Dimma- lætting" 6. þ. m. hafði engin sýkzt af bólusótt í Færeyjum síðan 16. ágúst, svo að líkindum nær veiki þessi ekki neinni útbreiðslu þar í eyjunum. Látinn er 5. þ. m. hinn heimsfrægi læknir og náttúrufræðingur Rudolf Virchov í Berlín, rúmlega áttræður. Starf aukaþingsins. 111. (Síðasti kafli). í fjáraukal'ögum þeim, er þingið sam- þykkti, er það ákvæði merkast, er veit- ir stjórninni heimild til að verja svo miklu sem nauðsyn krefur af 35,000 kr, hvort árið (1902 og 1903) til að koma á loptrita1) (aérograf) milli Reykjavík- ur og útlanda og milli hennar og 3 annara stöðva á íslandi, einnar í hverj- um landsfjórðingi. Eins og menn muna hleyptu Valtýingar því inn á fjárlög síðustu þinga, að veittar væru 35,000 kr. á ári til að getá fengið sæþrað til Austfjarða. Þá mátti ekki heyra Mar- conisuppfundninguna nefnda á nafn. En stjórnin var það vitrari en þessir val- týsku leiðtogar þjóðarinnar, að hún skipti sér ekkert af þessari flónsku, er þjóðinni hefði orðið til stórtjóns og ófarnaðar, rétt áður en miklu ódýrari og hagkvæmari aðferð hefði rutt sér braut. Hún sá nfl. fram á, að það gat eklci liðið á löngu, áður en Marconis- uppfundningin kæmi einnig íslandi til nota, og því hefði verið frámunaleg heimska og vítaverð óforsjálni. að demba á fámenna, fátæka þjóð ókleyfum kostn- aði af fréttaþráðarlagningu um land allt, og viðhaldi allra þeirra tækja. En þetta vildu valtýsku leiðtogarnir, og fór betur, að það tókst ekki, meðfram fyr- ir alvarlega mótspyrnu heimastjórnar- manna, er sáu, hvflík fásinna þetta var á þeim tíma. Það er þessum flokki (heimastjórnarmönnum) því mikið að þakka, að vér nú höfum hér um bil vissu fyrir, að loptriti Marconi’s kemst hér á innan skamms, alveg á sama þátt og það er þeim flokk að þakka, að ráðherrann verður búsettur hér á landi, og að landsbankinn varð ekki útlend- um auðmönnum að herfangi Svona vel hefur tekizt að firra þjóð vora vand- ræðum og voða í þeim 3 aðalmálum, er Valtýingar höfðu hugsað sérað leiða til lykta í öfuga átt. Annað ákvæði í fjáraukalögum síð- asta þings, er merkast mátelja og land- búnað vorn varðar allmiklu er allt að 20,000 kr. fjárveiting til tilraunar til að flytja kjöt í kældu skipi til útlanda haustið 1903, og á fé þetta að vera að eins sem uppbót fyrir hvert það pund af þessu kjöti, er selst lægra verði en ’svo, að seljandi fái fyrir það 18 aura 1) Þetta heiti á „aérograf“ er óðum að ryðja sér til rúms og mun ryðja burtunafn- inu „firðrita“ og líkum firrum. „Loptskeyti", þ. e. fregn, sem berst í loptinu, er jafnframt hárrétt þýðing á „aérogram", og fellir „ísa- fold“ sig mætavel við þetta hvorttveggja, og segir, að þetta verði líklega nöfnin, sem festist við Marconisuppfundninguna. Hún hefur líklega ekkimunað eptir því þá í svipinn, að það var Þjóðólfur, sem fyrst hreyfði því (20. júní þ. á.) að þessi nöfn ætti að taka. Annars mundi hún ekki hafa mælt með þeim. í kroppum undir 45 pd. en 20 aura í þyngri kroppum að frá dregnum kostn- aði. Skal þá greiða seljanda það, sem á vantar í 18 eða 20 aura, þó ekki meira en 5 aura á hvert pund. Fjár- veiting þessi er til þess stofnuð að fá menn hér til að reyna þennan markað í útlöndum, ef vera kynni að svona lagaður kjötflutningur héðan af landi gæti orðið almennur eptirleiðis. Kunn- ugir menn segja, að kælt kjöt seljist vel t. d. í Englandi, en af því að menn mundu verða tregir í fyrstu að gera þessa tilraun á eigin ábyrgð, þótti rétt- ast, að landsjóður ábyrgðist seljendum, að þeir biðu engan hall^ af henni í þetta sinn. En auðvitað getur ekki komið til greina, að landsjóður taki opt að sér svona lagaða ábýrgð. Takist þessi fyrsta tilraun illa, og engum óvenju- legum óhöppum sé um að kenna, þá verður það naumast reynt aptur, en takist hún vel, sem vonandi er, munu seljendur þora að senda kjötið út á þennan hátt upp á eigin spýtur án þess að hafa landsjóð að bakhjalli. Gert er ráð fyrir, að þessi fyrsta tilraun með svona lagaðan kjötflutning verði gerð frá Austurlandi. Mundi það verða mik- ið hagræði fyrir landsmenn, ef vér gæt- um fengið eptirleiðis öruggan markað a Englandi fyrir kælt kjöt. Merkust stjórnarfrumvarpanna auk stjórnarskrárinnar voru sóttvarnarlögin, aukning veðdeildarinnar (200,000 kr. viðbót) og botnvörpulaga viðbótin, þar sem reistar eru skorður við því, að hér- lendir menn geti haft nokkur óviður- kvæmileg viðskipti eða mök við botn- vörpuskip, og að skipstjóra á botn- vörpuskipum megi setja í fangelsi, ef þeir gera sig seka í ítrekuðu broti á fiskiveiðalöggjöfunni. Þingsályktunartillögur þær, er þing- ið afgreiddi, 11 að tölu, voru flestar að vísu þýðingarlitlar og hafa naumast mikinn árangur, en þó ef til vill betri en ekki. Það mátti t. d. ganga að því vísu, að nefnd í landbúnaðarmálinu mundi ekki nein afrek vinna á þessu aukaþingi. Hún hefur ekki gert það á aðalþingi, hvað þá heldur nú, þá er tími þingsins var svo takmarkaður. Það var því meir til að sýna einhvern lit á því, að þetta þing hefði ekki gleymt landbúnaðinum, að nefnd var skipuð í það mál nú, heldur en menn vonuðust eptir því, að hún mundi geta gert nokk-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.