Þjóðólfur - 19.09.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 19.09.1902, Blaðsíða 3
146 menn i neðri deild er bezt hlutu að vita um fyrirætlun H. H. í þessu efni, lýstu því yfir, að þetta mundi ekki vera ætlun hans, þá hefði verið réttara, að fara sér ögn hægra með þessa tilgátu, þar til séð væri, hver yrði framkvæmdin, þvi þangað til hlýtur allt þetta raus að skoðast sem ástæðulitlar illgétur. En ef það nú hefur verið tilgangur okk- ar með frumvarpið, að koma H. H. á þing næst, má maður þá ekkispyrja: hver var tilgangur Isafoldarliðsins með, að berjast á móti því, að frumvarpið fengi framgang? Var það ekki sá, að geta haldið ákveðn- um manni í þingsætinu, sem er einn úr því liði? Ef það er óheiðarlegt, að fylgja fram réttlátu og heiðarlegu máli með hliðsjón af þvf, að það einnig geti komið sérstök- um manni eða flokk að liði, þá skil eg ekki í því, að það sé heiðarlegra, að traðka réttu máli einungis vegna stundarhagnað- ar eins ákveðins manns eða flokks. Mað- ur getur gengið inn á það, að hinar per- sónulegu ástæður væru jafn óréttmætar, en munurinn á því að framfylgja réttu máli eða traðka því, er ærið mikill. — Þetta skiptingarmál var nú það eina mál á þessu þingi, sem leiddi af sér nokkrar ómjúkar orðasennur, en það lítur líka eins út og að Isafold hafi þurft þeirra með, þvl hún hefur lifað á þeim mest matar sfðan og virðist ætla að »vinna vel að« þessum eina skammti. Það er eins og henni kippi þar í kynið til púkans, sem var um tíma í fjósi Sæmundar fróða, er fitnaði stórum við hvert blótsyrði fjósa- mannsins, en sá ermunurinn, að þar sem púkinn drógst upp í hor, þegar fjósamað- ur hætti illyrðunum, þá getur ísafold — eptir að hún hefur upp etið öll fúkyrði sinnafjósamanna — haldið ftirðanlega hold- um af sínum eigin rangfærslum, illgetum, skömmum og skæting. S/g ig02. Gudjóti Guðlaugsson. Eldgosið á Martinique. I sambandi við hinar nýju voðasögur, er nú berast frá eyjunni Martinique í Vest- Indfum, mun ýmsum þykja fróðlegt að heyra frásögn sjónarvotts að fyrsta gosinu úr Mont Pelée, er lagði bæinn St. Pierre 1 eyði og deyddi 25,000 mannaásvipstundu 8. maf í vor. Maður þessi heitir Ellery G. Scott, og var fyrsti stýrimaður á gufu- skipinu „Roraima", er lá á höfninni í St. Pierre, þá er hið óttalega gos dundi yfir. Hefur hann lýst voðaatburði þessum f júlí- hepti tímaritsins „Cosmopolitan". Lýsir hann fyrst jarðargróða eyjarinnarog finnst mikið til um náttúrufegurð hennar: fossana og lækina, fagrar víkur og frjósamar ekr- ur, lítil spegiltær stöðuvötn, en framar öllu dáist hann að sólaruppkomunni þar, er hann segir að sé undrafögur, og litbrigð- in á haf og hauðri við sólaruppkomu og sólsetur svo einstaklega skýr og falleg. Hlíðar fjallsins Mont Pelée hafi verið grasi vaxnar upp á topp, og þaðan mjög fagurt útsýni yfir St. Pierre og nágrennið. Hann lýsir bænum allrækilega. Var hann mjög gamaldags að sniði með krókóttum, þröng- um og ósléttum götum, öllum steinlögðum með stórum klettum, og öll hús byggð úr steini með háum og mörgum göflum, en steinarnir orðnir mosavaxnir af elli. Járn- eða trérimlar voru hafðir í stað glerglugga, og þungir hlerar úrtré alstaðar, svo að kol- dimmt varð inni, er lokað var. Mesturhluti allra eyjaskeggja eru af svert- ingjakyni, og voru um 150,000 rnanns, áð- ur en gosið hófst. Á eynni voru þá um 15,000 Kínverja og að lfkindum jafnmarg- ir hvítir menn. Ibúarnir voru mjög hjá- trúarfullir. Þeir skoðuðu Mont Pelée, sem verndargoð og höfðu óbifanlega trú á því, að fjallið mundi aldrei gjósa optar (það hafði legið niðri meir en hálfa öld). En 3. maí sfðastl. fór Mont Pelée að ókyrrast með jarðskjálptakippum, og síðari hluta dags spúði gígurinn eldi og eimyrju, svo að morguninn eptir lá 2 þumlungaþykkt lag af heitri ösku yfir bænum, og reykjarmökk- urinn upp úr fjallinu var svo þykkur, að tindurinn sást ekki. Og 5. maí varð gos- ið enn ákafara. Þá rann glóandi hraun- leðjan úr f jallinu niður undir sjó, 1 Va kilo- meter á breidd, og fórust þá menn svo hundruðum skipti. En ekki lét fólkið sér þetta að varnaði verða. Það trúði enn á Mont Pelée sem verndarengil sinn. Þó flúðu nokkrir menn þá úr bænum sjóleiðis, því að Iandvegvartorvelt aðforða.sér úr bænum. Peningastofnanirnar í bænum urðu einna fyrstar til að rumskast. Allur gullforði í Nýlendubankanum og kjollurum annara bankastofnana var fluttur út á frakkneska herskipið „Suchet", en margir bankastarfs- menn urðu kyrrir í bænum. Ef til vill hefur ástæðan til þess, að fólkið var svo kærulítið verið sú, að útlit var fyrir, að gos- in mundu hætta 7. maí. Brestirnir í fjall- ínu urðu minni og öskufallið einnig, þótt reykurinn þyrlaðist enn jafnt og þétt upp úr gígnum. Svo fer höfundurinn að lýsa hinum voða- lega degi 8. maí og segir hann svo frá: „„Roraima" (skip það, er höf. var stýri- maður á) varpaði akkerum á St. Pierres- höfn kl. rúmlega 6 um morguninn. Loptið var hreint og himininn dimmblár, alveg heið- rfkur. Vér höfðum orðið varir við dálít- ið öskuregnummorguninn.áður en vérkom- um inn á höfnina, en nú féll engin aska. Skipið varpaði akkerum hér um bil í 700 metra fjarlægð frá ströndinni. Vérlágum beint andspsénis vitanum. Þetta var á norðanverðri höfninni og nær St. Pierre, en ef vér hefðum verið í suðurenda hafnar- innar. (Niðurl.). Dannebrogsmenn eruorðnir: Jón Jónsson hreppstj. í Byggðar- holti í Austur-Skaptafellssýslu, Ólafur Ólafs- son bæjarfulltrúi í Reykjavík og Páll Ól- afsson bóndi á Akri í Húnavatnssýslu. Hval þrjátíu álna millum skurða rak fyrir skömmu á Merkurfjöru (Stóru-Merkur) undir Eyjafjöllum og hvalkálf 18 álna á Steinafjöru. Bátur fórst á Seyðisfirði 17. f. m. og drukkn- aði einn maður: Halldór Einarsson úr Skólabæ í Reykjavík, en 2 var bjargað: Jóhanni Péturssyni úr Reykjavík ogTóm- asi nokkrum úr Vestmannaeyjum. Voru þeir báðir mjög þjakaðir og andaðist Tóm- as að viku liðinni. Sagt var, að mennirn- ír hefðu verið ölvaðir. Friðrik úrsmiður Gíslason á Seyðisfirði var nálægt á báti er slysið varð, og flýtti sér til að bjarga mönnunum. „Vesta“ kom hingað frá Kaupm.höfn í fyrra dag snemma morguns. Hafði komið við á Seyðisfirði samkv. áætlun. Með henni kom þaðan að austan séra Magnús Bl. Jónsson í Vallanesi með 2 dætur sínar, frk. Guðrún Blöndal og allmargt sunnlenzkt kaupafólk af Fjörðunum. Frá Höfn kom Björn Magnússon stúdent (frá Hnausum). InnbrotsþjófnaOur var enn að nýju framinn hjá Birni kaupm. Guðmundssyni hér í bænum aðfaranótt- ina 16. þ. m. Þykir líklegt, að þjófarnir hafi látið loka sig inni í húsinu kveldinu fyrir, því að enginn gluggi var brotinn, en farið út um kjallarann, sem lokið var upp að innanverðu. Lítið eða ekkert fénaðist þjófunum við þessa nýju atrennu, því að þeir gátu ekki mölvað peningaskápinn, en drógu hann úr stað og skemmdu, sprengdu einnig upp skrifborð, er þar var. Að þetta voru sömu mennirnir, sem fyr brutust þarna inn, sést á því, að þeir skildu nú eptir sparisjóðsbók þá, er þeir tóku fyrra skiptið. Kross. Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður hefur fengið rauðu arnarorðuna af 3. flokki hjá Vilhjálmi Þýzkalandskeisara, líklega í viðurkenningarskyni fyrir atbeina við þýzka "trollara", er hleypt hafa í strand við Skaptafellssýslu. Notið Tækifærið. Jörðin BJARNARHÖFN í Helga- fellssveit í Snæfellsnessýslu með hjáleigun- um Efrakoti og Neðrakoti og Ámýrum og eyðijörðunum Guðnýjarstöðum, Hrútey og Hafnareyjum (sjá nákvæmari lýsingu 1 36. tbl. Þjóðólfs þ. á.), sem er alþekkt ágætis- jörð, er til sölu með góðum kjörum. Menn snúi sér til hr. faktors Richters í Stykkis- hólmi eða cand. juris Hannesar Thor- steinsson í Reykjavík. Búnaðarfélag ÍSLANDS. Hússtjórnarskólinn tekur á móti námsstúlkum til þriggja mánaða í senn, með sömu kjörum og áður. Frá I. okt. til ársloka er áskip- að, en laust frá 1. janúar og 1. apríl n. á. Bókleg kennsla verður veitt fáeinar stundir í viku frá 1. okt. í heilsufræði, matarefnafræði og garðyrkju, og auk þess er ætlazt til, að námsstúlkurnar hagnýti sér mjaltakennsluna, sem hér fer fram í vetur, verklega sem bók- lega. Þær sem skólann vilja sækja, snúi sér til forstöðukonunnar. Reykjavík 12. sept. 1902. Þórh. Bjarnarson. Sýslunin, sem ráðskona við holdsveikraspítalann í Laugarnesi verð- ur laus I. marz næstkomandi. Umsóknir um sýslun þessa eiga að vera stýlaðar til „yfirstjórnar holds- veikraspítalans f Laugarnesi" og send- ast amtmanninum yfir Suður- og Vest- urömtunum svo tímanlega, að þær séu til hans komnar fyrir 31. desbr. 1902. Yfirstjórn holdsveikraspítalans í Laugarnesi. Reykjavlk 16. dag septbr.mán. 1902. J. Havsteen. J. jónassen. G. Björnsson. M Til M yarde-klæðaverksmiðju ættuð þið að koma ullarsendingum ykkar sem allra fyrst. Þess fyr fá menn haldgóð, falleg og ödýr —-i Fataefni. -— Nýjar „prufur" til sýnis. Þar á meðal Sj'ól, Skyrtur, Teppi m. fl. Gerið svo vel og talið við umboðs- manninn: Jón Helgason. (Aðalstr. 14). VATRYGGINGARFÉLAGIÐ ,SUN‘ í Lundúnum (stofnað 1710) tekur að sér með sanngjörnum kjörum ábyrgð á húsum, allskonar áhöldum og inn- anstokksmunum, fénaði, er inni brenn- ur og skipum, sem í höfn eru eða á land eru sett. Aðaluiiibodsnittður á íslandi Dr. Jón Þorkelsson yngri f Reykjayfk. Tombóla Thorvaldsensfélagsins verður laugardaginn 27. og sunnudag- inn 28. þ. m. í IÐNAÐARMANNAHÚSINU. Agætir munir fyrir mörg hundr- uð krónur nýkomnir til hennar frá út- löndutn. WATERPROOFKÁPUR nýkomnar f verzlun Sturu Jónssonar. XJndirritaður veitir móttöku gjöfum, er góðfúsir bæjar- menn kynnu að vilja gefa til tombólu, er fríkirkjusöfnuðurinn í Rvík heldur í næsta mánuði. 24 Laugaveg 24. 12. sept. 1902. Gudm. Hallsson. Asfalt nægar birgðir í verzluninni ,GODTHAAB‘. Margarine og Ísl. SMJÖR í verzlun STURLU JÓNSSONAR. H L í N Utgefandi: St. B. Jónsson, Reykjavík. HILN er jafnt iðnaðar- sem búnaðarrit. HLÍN flytur mjög fróðlegan fyrirlestur U m I s I a n d og A m e r í k u. Góð inntaka gegn Vesturheimssýkinni. HLIN kemur út t v i s v a r á ári og kost- ar fyrir áskrifendur, er borga fyrirfram kr. 1,00 árg. Einstök hepti 0,75 au. HLIN er ómissandi bók á hverju einasta heimili. HLÍN er til sölu hjá Jóhanni Ögm. Oddssyni, Árbæ í Ölfusi. Til þeirra sem neyta hins ekta Kína-lífs-elixírs. Með því að eg hef komizt að raun um, að þeir eru margir, sem efast um, að Kína-lífs-elixírinn sé jafnáhrifamik- ill sem fyr, vil eg hér með leiða at- hygli manna að þvt, að elixírinn er öldungis samskonar sem fyr, og selst með sama verði sem áður nfl. 1 kr. 50 a. flaskan, og fæst hann alstaðar á íslandl hjá hinum háttvirtu kaup- mönnum. Ástæðan fyrir því, að hann er seldur svona ódýrt, er, að það voru fluttar til íslands allmiklar birgðir af honum, áður en tollhækkunin gekk í 'gildi. Neytendur elixírsins eru alvarlega beðnir um sjálfs sins vegna, að gæta þess, að þeir fái hinn ekta Kína-lífs- elixír með hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas' í hendinni og firmanafnið Waldemar Pet- ersen Frederikshavn, ennfremur að á flöskustútnum standi -þ ‘ I grænu lakki. Fáist elixírinn ekki hjá kaup- manni yðar eða heimtað sé hærra verð en 1 kr. 50 a. fyrir hverja flösku eru menn beðnir um, að skrifa mér um það á skrifstofu mína Nyvej 16, Kjöbenhavn. Waldemar Petersen Frederikshavn. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. thtol. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.