Þjóðólfur - 19.09.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 19.09.1902, Blaðsíða 2
150 urt verulegt gagn, enda varð niðurstað- an, er hún komst að, að eins sú, að skora á stjórnina að útvega fyrir næsta þing sem rækilegastar upplýsingar um leiguliðaábúðina í landinu til undirbún- ings væntanlegri endurskoðun á ábúð- arlöggjöfinni. — Það rekur líklega að því von bráðar, að skipa verði milli- þinganefhd til að taka alla landbúnað- arlöggjöfina til athugunar, því að óséð er, hvort hin nýja stjórn hefur næga framtakssemi eða þekkingu til að taka það starf að sér. En veruleg breyting á búnaðarlöggjöf vorri virðist nú orð- in nauðsynleg í ýmsum greinum. Niðurstaðan hjá verzlunarmálanefnd- inni varð þingsályktun um efnarann- sóknastofu í Reykjavík, meðal annars til að rannsaka, hvort matvara séskemmd eða fölsuð o. m. fl. Berklanefndin kom með 4 tillögur, er allar voru samþykktar í neðri deild, en ein felld úrí efri deildinni (um skyldu héraðslækna að hafa eptirlit með skól- um í umdæmi sínu). Miðuðu tillögur þessar allar til að hindra útbreiðslu veik- innar, en vitanlega getur þingið fáar alvarlegar ráðstafanir gert í þessu efni. Nefndarálitið í því máli (frá Þ. Thor- oddsen) var mjög ítarlegt og kom víða við. Var þar meðal annars minnst á heilbrigðisstofnun (sanatorium) handa berklaveikum mönnum, en nefndin treyst- ist ekki að svo komnu að leggja til, að gerðar væru neinar ráðstafanir í þá átt. Fjárkláðanefndin fékk samþykkta til- lögu um það í nd. að stjórnin hlutað- ist til um, að verkleg kennsla í kláða- lækningum komist á svo fljótt sem auð- ið er, helzt á tveim stöðum í landinu. En margir þingmenn voru tillögu þess- ari mótfallnir og töldu hana óheppilega og óþarfa, og mun ekki fjarri því að svo sé. Auk þess voru samþykkt á þinginu í fyrra og staðfest ný viðauka- lög við gömlu fjárkláðalögin, er miða til þess að útrýma fjárkláðanum eða að minnsta kosti stemma stigu fyrir honum, frekar en áður var unnt. Enn var ein þingsályktunartillaga samþykkt um það, að reglugerð Rækt- unarsjóðsins skyldi breytt á þá leið, að lán úr sjóðnum væri ekki að eins veitt gegn fasteignarveði heldur einnig gegn ábyrgð sýslu- og sveitafélaga. Þá má enn telja þingsályktunartillög- una um breyting á reglugerð lærða skólans þannig, að grfska sé afnumin, sem skyldunámsgrein, að kennslustund- um í latínu sé fækkað að mun, að lat- neskir stílar séu lagðir niður við próf m. fl. —Um hinn fyrirhugaða gagn- fræðaskóla á Akureyri var samþykkt í n. d. sú ályktun, að skólinn rúmi 80 —100 nemendur, að hann verði jafnt fyrir karla sem konur, að námstíminn verði 3 vetur, og að heimavistir verði í skólanum að minnsta kosti fyrir 3/4 nemenda. Þá var enn samþykkt þingsályktun í báðum deildum, um stjórnarvaldaaug- lýsingar, að þær væru „slegnar" hæst- bjóðanda um næstu 3 ár. Hefur þá verið minnzt helztu mála, er aukaþingið í sumar afgreiddi á einn eða annan hátt. En auk þess hafði þingið til meðferðar 11 þingmannafrv. er annað hvort voru felld eða ekki út- rædd. Af hinum felldu frumvörpum, 5 að tölu, stútaði efri deildin tveimur (um afnám gjafsókna embættismanna og um afgjald af hvölum,sem veiddir eru við ís- land) en neðri deild þremur (sölu lax- veiði í Laxá í Kjós, breyting á yfirsetu- kvennalögunum og frv. um vinnuhjú og daglaunamenn). Af þessum málum eru þau, sem efri deild felldi, merkust, eink- um gjafsóknarmálið. Mundi það nær einróma hafa verið samþykkt í n. d., ef það hefði komizt þangað. Frumv. um vinnuhjú og daglaunamenn er mik- ill bálkur, en hefur furðanlega litlar rétt- arbætur í sér fólgnar í jafnlöngu máli og ýms ákvæði þar ekki sem heppilegust. Þau 6 frumvörp, er ekki urðu útrædd á þessu þingi, voru öll (að einu und- anskildu) allþýðingarmikil t. d. afnám framtals á lausafé til tíundar, eptirlauna- frumvarpið, afnám manntalsþinga. land- helgisala til botnvörpuveiða (Guðlaugs- frv.) og nýmælið um skyldu embættis- manna til að safna sér ellistyrk eða kaupa sér geymdan Iífeyri. Öll þessi mál verða líklega vakin upp á næsta þingi, og verða því kjósendur að kynna sér þau áður. Sérstaklega verða menn vel að átta sig á því, hvort menn vilja hleypa útlendum botnvörpuskipum inn á landhelgissvæðið fyrir Skaptafellssýsl- ur gegn endurgjaldi til þessara sýslu- félaga. Mál þetta hefur verið sótt af miklu kappi utan- og innanþings, bæði í fyrra sumar og nú, og hugmyndin hjá flutningsmönnum og styðjendum þess er víst sú, að þvælast með þetta á hverju þingi í þeirri von, að það sargist loks til samþykktar, er menn eru orðnirþreytt- ir á því, en óvíst er samt, að sú verði reyndin á. — Lagafrumvarp það, er Guðlaugur flutti um afnám lausafjár- tíundarinnar er og að mörgu leyti at- hugavert. Mun alls ekki verða vinsælt né heppilegt að hækka ábúðarskattinn um helming eða 2/s álnar af hverju hundraði. Einnig mun ýmsum virðast athugavert að greiða tekjur presta af lausafjártíundum, dagsverkum og offri í peningum úr landssjóði. — Þá munu og margir bændur alls ekki hirða um að fá manntalsþingin afnumin. -— Ept- irlaunafrumvarpið fer nokkru skemmra í lækkun eptirlaunanna en frumvörp síðustu þinga, og er þó dálítil réttarbót. Ellistyrksfrumvarpið er nýmæli, sem sjálfsagt fær góðan byr, en það þarf lagfæringar við í einstökum atriðum. Þótt hér hafi verið fljótt yfir sögu farið um starf aukaþingsins 1902, þá munu þó flestir verða að viðurkenna, að ekki hafi áður á þingi verið afrek- að öllu meira á jafnstuttum tíma, en nú var gert, og er það ekki hvað sízt því að þakka, að heimastjórnarmenn voru nú í meiri hluta, og gátu því notið sín til að koma þeirn málum áleiðis, er þjóð- in hafði áhuga á, en hindrað framgang þeirra mála, er annaðhvort voru ótíma- bær, eða ískyggilega athugunarverð að einhverju leyti. Vilji þjóðin hafa trygg- ingu fyrir því, að næsta þing feti í lík fótspor sem þetta þing, verður hún að gæta þess við kosningarnar, að engu sé teflt í tvísýni með yfirráðum þess flokks, er sakir breytni sinnar á þingi 1901, varð nú í minni hluta. Þjóðin tók þar í taumana, eins og hún á ávallt að gera, þá er fulltrúar hennar misbeita valdi sínu. En gerðirþessa aukaþings munu almennt falla þjóðinni vel í geð. Það mun því verða árangurslaus eða árang- urslítil iðja að ætla sér að spana hana til mótspyrnu gegn ályktunum þeirra fulltrúa, er nú áttu sæti á þingi. ,DásamIegur vitsmunahnykkur* samfara dásamlegri sannleiksást og góð- girni er það, sem kemur fram í 58. tbl. Isafoldar með þessari fyrirsögn, þar sem hún skýrir svo frá, að tveir »forsprakkar« heimastjórnarflokksins hafi flutt og fengið samþykkta áskorun til stjórnarinnar um, að leita álits allra bæjarstjórna og sýslu- nefnda um það, hvernig kjördæmaskipan muni haganlegast komið á í hverju um- dæmi, svo og að leggja fyrir næsta þing þar á eptir frumv. til laga um nýja kjör- dæmaskipun. Isafold lætur þess ógetið, að þessi klausa sem hún tilfærir, var að eins breytingar- tillaga við þingsályktunartillögu, sem einn úr hennar liði flutti í neðri deild, tillögu um áskorun til stjórnarinnar sama efnis að því er frumvarp snerti um kjördæma- skipun, en sem átti að keyrast inn á næsta þing undirbúningslaust. Tillagan var því svo löguð, að enginn maður með viti gat samþykkt hana óbreytta. Það geta allir menn séð, hvað það er heimskulegt, að vera að skora á stjórnina í Kaupmannahöfn og fá hana til að semja fyrir oss eins stutt og einfalt frumvarp og þetta hlýtur að vera, en fara ekki fram á það um leið, sem að eðli sinu er stjórn- arinnar verk, nefnil. að hún undirbúi svo málið, að líkur væru til, að það yrði við- unanlegt fyrir alla landsmenn ; heldur þvert á móti koma í veg fyrir það, að stjórn- inni væri unnt, að hafa þann undirbúning sem nauðsynlegt er, með því að skammta henni svo nauman tímann, að henni væri það ómögulegt, sem við þurftum hennar liðs við, og sem eitt er skilyrði fyrir því, að skiptingin yrði viðunanleg, en það er að fá upplýsingar og umsögn helztu stjórn- arvalda héraðanna. Neðri deild hafði því einungis um tvennt að velja, annaðhvort að fella tillögu þessa, eða samþykkja breytingartillögu við hana þannig lagaða sem þessi var. Vér heimastjórnarmenn notuðum alls ekki afl vort á þessu þingi til þess, að fella mál fyrir mótflokksmönnum vorum, heldur þvert á móti hllfðumst við því sem mest, og því var fyrri kosturinn ekki tek- inn, með því sá síðari var í öllu tilliti réttari og geðfeldari. Þar fyrir er það ekki rétt af ísafold, að ^vipta lið sitt heiðrinum af tillögu þessari, þvl það á hann eins og heiðurinn af flutn- ingi hvers annars máls inn á þingið, sem því verður talinn, þrátt fyrir ýmsar breyt- ingar, sem hinn flokkurinn kann að hafa gert við þau, Og það vantar þó ekki að ísaf. skreyti liðið sitt með þeim fjöðrum. Það getur nú verið, að grein þessi í ísaf. eigi sérstaklega að vera til þess, að sýna heimsku og ósamkvæmni í skoðun- um heimastjórnarflokksins, er samþykkti frumvarp um skiptingu ísafjarðarsýslu í 2 kjördæmi. Vitanlega gæti það litið svo út, e f allt væri satt, sem ísaf. hefur flutt um það mál og e f ekkert væri ósagt af henni, sem satt er ; en hvorugt er tilfellið. Það er ekki rétt hermt, að skipting ísa- fjarðarsýslu sé ger að öllum fornspurðum, eða hlutaðeigandi stjórnarvöldum. Það kom ósk úr Vestur-ísafjarðarsýslu um flutning á þessu máli til þingsins 1899. Það var flutt sem frumva,rp á þinginu 1901 af sýslumanni sýslunnar og bæjarfógetan- um á Isafirði, og nú kom einróma ósk til þingsins frá sýslunefndinni í Vestur-ísa- fjarðarsýslu um skiptingu þessa. Engin meining gæti því verið í því, að leggja þetta mál aptur undir álit þeirrar sýslu- nefndar, og að því er ísafjarðarkaupstað snertir, þá má álíta, að oddviti bæjarstjórn- arinnar hefði ekki farið að flytja þetta mál, ef bæjarbúar eða sérstaklega sam- verkamenn hans í bæjarstjórninni hefðu talið það óréttlátt og gerræði gegn sér. Þá er það Norður-ísafjarðarsýsla, sem engin afskipti hefur haft af málinu — og þá ekki heldur á móti því — hún hefur ekki verið spurð um þetta, en engu að síður vitað um þessa hreyfingu og enga mótstöðu veitthenni. En þá erulíkafyr- ir hendi 2 spurningar, sem þarf að svara: Um hvað á nú að leita álita sýslunefnda og bæjarstjórna, oghvað er það, sem bú- ast hefði mátt við, að hefði getað valdið mótmælum Norður-ísfirðinga ? Það eina hugsanlega var það, að þeir vildu ekki missa sinn gamla rétt, sem þeir hafa haft upp á kostnað vestursýslunnar og fram- yfir ýmsa aðra landsmenn, og það er að gefa tveimur atkvæði til þingmennsku. En nú er það ekki þetta, sem meinter að eigi að spyrja nokkurt stjórnarvald um næst. Þingm. ísf. S. St. vildi fá neðri deild til þess, að skora á stjórnina, að hún í frumvarpi sínu, léti ekkert kjördæmi velja nema einn þingmann. Þannig sést, að ef frumv. um skipting ísafjarðarsýslu hefði ekki orðið að lögum, eða ef svo kynni að fara, að það öðlaðist ekki stað- festingu, þá hrópar þó þingm. ísfirðinga S. St. á stjórnina sér til hjálpar, með, að svipta kjósendur sína þessum »dýrmæta rétti«, til þess að kjósa 2 þingmenn, og þetta gerir hann án þess að spyrja kjós- endur sína í Norður-ísafjarðarsýslu um; og þetta er þó það, sem ofsinn og óhljóð- in gagnvart þeim, sem studdu frumvarpið hljóðuðu að miklu Ieyti um. Eh hlutur- inn er nú sá, að S. St. er þar ekki einn á bandi. Það er búið að fá almenna viðurkenningu úr báðum flokkum, að kjör- dæmi eigi að vera jafnmörg þjóðkjörnum þingmönnum, og því er það ekki meining þingsályktunartillögunnar, að spyrja sýslu- nefndir eða bæjarstjórnir um þetta atriði. En í hverju er þá réttur Norður-ísafjarð- arsýslu fyrir borð borinn, með því að samþykkja frumv. þetta ? I því einu, að þeir fá ekki tækifæri til þess að segja beint um það, hvort skiptingin skuli vera einmitt þar sem hún er ákveðin í frum- varpinu, en því hafa þeir fyrirfram svarað með skiptingu ísafjarðarsýslu í tvö sýslu- félög einmitt á þessum sömu takmörkum. Því er einnig svarað fyrir löngu, með því að öll kjördæmatakmörk landsins falla saman við sýslutakmörk. Sýslunefnd Vest- ur-ísafjarðarsýslu hefur fyrirfram svarað þessu, og loks svöruðu flutningsm. frum- varpsins til hinna almennu kosningarlaga, sem báðir eru úr ísafoldarliðinu upp á spurningu þessa, þar sem þeir í frumvarp- inu stinga upp á þessari skiptingu með þessum sömtt landamerkjum, sem sett eru í frumvarpinu um skiptingu ísafjarðarsýsltt í tvö kjördæmi. En ekki eitt einasta svar, ekki ein einasta rödd hefur heyrzt um önnur takmörk og mun aldrei heyrast, því fjallgarðnr sá, sem sker ísafjarðarsýslu í tvo hluta, er það sem öll þessi svör eru byggð á, og öll svör í þessu efni óefað byggjast á í framtíðinni. Hér var því allt öðru máli að gegna, en með hinar aðrar sýslur, sem kjósa eiga 2 þingmenn, en sem eru óskipt sýslufé- lög og alls ekki eins tvískipt af náttúrunn- ar völdum, og sem auk þessa ekki hefur verið hreyft neinni skiptingu á. Það er því eins sjálfsagt, að leita álits hlutaðeigandi sýslunefnda og bæjarstjórna um skiptingu á þeim sýslum, eins og það var óþarft og blátt áfram þýðingarlaus leikaraskapur, að vera að spyrja um.hvar ætti að skipta ísafjarðarsýslu. Hér erþví alls ekki um neina ósamkvæmni að ræða hjá þeim, sem greiddu atkvæði með hvoru- tveggja frumvarpinu og tillögunni um kjör- dæmaskipanina. Þegar nú þessa alls er gætt: 1. að allar þær sýslur — nema ísafjarð- arsýsla — sem eru tvö sýslufélög og kjósa 2 þingmenn eru líka 2 kjördæmi. 2. a ð engri sýslunni er eins tvískipt af náttúrunnar völdum sem ísafjarðarsýslu. 3. að úr engu öðru héraði hefur komið ósk til þingsins um slíka skiptingu. 4. að allir virðast nú vera orðnir sam- mála um það, að þeim kjördæmum beri að skipta sem fyrst, er kjósa nú tvo þingmenn og 5. a ð takmörkin milli kjördæmanna í ísafjarðarsýslu eru ákveðin þau sömu, sem allir undantekningarlaust eru sam- mála um að hljóti að vera, og sem jafnvel þeir menn, er spyrnt hafa móti málinu á þessu þingi, hafa stungið upp á, þá má heita furðanlegt illindahregg, er lamið hefur á heimastjórnarflokkn- um fyrir fylgið með máli þessu, sem allir játa þó, að sé sjálfsagt að fái framgang innan skamms. Jú, það er getgátan um, að tilgangurinn með flutning og fylgi við þetta mál, sé sá, að koma Hannesi Hafs tein á þing, og óttinn fyrir því, að sú kunni að verða af- leiðingin við næstu kosningar, sem veldur þessum hrakyrðaofsa; en þar sem þeir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.