Þjóðólfur - 26.09.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 26.09.1902, Blaðsíða 3
154 höggið á frumvarp það til breytinga á fátækralöggjöfínni, er leggjast á fyrir næsta þing. En óvíst er, að þeir geti lokið svo við endurskoðun sveitarstjórnarlaganna, að frv. um það verði lagt fyrir næsta þing. Læknaskipun. Andrés Fjeldsteð læknaskólakandídat hefur verið skipaður læknir í Dýrafjarðar- héraði frá i. nóv. þ. á., en Magnús As- geirsson læknir á Dýrafirði skipaður lækn- ir í Flatey frá sama tíma. „Vesfa“ fór héðan til Hafnar 1 fyrra dag, og með henni margir farþegar, þar á meðal Arni Pálsson stúdent og frk. Þuríður Jóhanns- dóttir (dómkirkjuprests). Til Ameriku fór Þorsteinn Davíðsson fyrrum kapt. í Hjálp- ræðishernum og Valhallarstjóri með konu sinni og ýmislegt fleira fólk í för með þeim þangað. Rangkermd í meira lagi er sú frá- sögníálkunnu sannleiksmálgagni hér2o. þ. m., að 20 menn hafi sótt leiðarþing það, er þing- menn Arnesinga héldu við Ölfusárbrú 14. þ. m., því að þar voru að minnsta kosti 70—80 manns, þar á meðai líklega um 50 kjósendur, og var þó veður hið versta um daginn, hellirigning og hvassviðri, og sett- ust því ýmsir aptur, er ætluðu að sækja fundinn. Eptirmœli. í vetur, þegar minnst var á lát Jóns Jasons- sonar á Borðeyri, var þess getið í Þjóðólfi, að seinna mundi nokkuð gerr getið æfiat- riða þessa dugnaðar- og sómamanns. Jón Jasonsson er fæddur að Auðbrekku í Eyjafirði 16. jan. 1835; foreldrar hans Jason Guðmundsson og Steinvör Sveinsdóttir, sem þá voru þar til heimilis, voru bæði bláfátæk. Vorið 1838 fluttust foreldrar hans að Króki á Skagaströnd og var Jón þar hjá foreldum sín'um hin næstu 5 ár; en vorið 1843 fór hann frá þeim þá á 9. ári. Næstu 6 ár dvaldist hann í ýmsum stöðum og var fermd- ur vorið 1849; öll þessi ár vann hann fyrir sér sjálfur og nam tilsagnarlaust fermingar- lærdóminn í tómstundum sínum. Þessa er þvf fremur vert að geta, sem slíkt mun vera mjög fágætt um unglinga og er auk þess skýr vottur þess, að það hefur snemma kom- ið í ljós, sem sfðar f lífinu þótti einkenna hann, að hann ávallt sýndi óvenjumikinn dugnað og kjark til að bjárgast sjálfur. Frá því að hann var fermdur, var hann sam- fleytt 17 ár f vinnumennsku, þangað til 1866; þá kvæntist hann 26. okt. og gekk að eiga Ásu Marfu Ólafsdóttur, þau byrjuðu búskap með litlum efnum og voru ávallt fátæk, enda var fyrir mikilli fjölskyldu að íjá, þar sem þeim varð 7 barna auðið þau 11 ár, er þau bjuggu saman; dóu 3 þeirra í æsku en 4 lifa og hafa öll mannazt vel. — Eptir 11 ára sambúð missti Jón konu sína, sem andaðist 15. jan. 1878. Lét hann þá af búskap ári síðar og fluttist til Borðeyrar, og átti hann þar heimili upp frá því til dauðadags. Sex fyrstu árin, er hann var þar, hafði hann störf við verzlun. Af því hann í uppvextinum ekki hafði notið neinnar tilsagnar, svo að hann hvorki kunni að draga til stafs né reikna, þá tók hann það nú fyrir, kominn á fimmtugsaldur, að nema bæði skript og reikning af eigin rammleik og annað hið nauðsynlegasta, sem staða hans krafði. Vor- ið 1835 lét hann af. atvinnu þeirri, er hann hafði haft við verzlun á Borðeyri, og réðst hann þá í það, þrátt fyrir þröngan efnahag, að reisa gestgjafahús á Borðeyri og takast á hendur það erfiði og þau miklu umsvif, er samfara eru slíkri atvinnu. Kvæntist Jónþá öðru sinni og gekk að eiga Júlíönu Soffíu Stefánsdóttur, en þeim varð skammra sam- vista auðið, því að hún lézt 5. maí 1886 að nýafstöðnum barnsburði, eptir að þau höfðu lifað tæpt ár í hjónabandi. Samt hélt Jón áfram atvinnu sinni, sem gestgjafi með að- stoð Soffíu dóttur sinnar, sem þá var þó á unglingsaldri. En árið 1895 kvæntist hann í þriðja sinn, og átti þá Þóru Guðjónsdóttur og eignaðist með henni 3 börn. Hin síðari ár æfi sinnar var hann mjög heilsptæpur; var það einkum brjóstveiki, er honum am- aði og síðastliðinn vetur ágerðist hún svo, að öll læknisráð urðu árangurslaus, og and- aðist hann 2. febr. þ. á. Meðan Jón Jasons- son var annara þjónn, lá hann aldrei á liði s!nu, heldur sýndi frábæra trúmennsku, dugn- að og atorku, Og þegar hann fór að eiga með sig sjálfur, var hagsýni og ráðdeild sam- fara dugnaðinum og atorkunni. Allir sem þekktu hann, ljúka um það upp sama munni, að þeir hafi ekki þekkt greiðfúsari mann, né góðgjarnari, né úrræðabetri. Hann var ör í lund, en jafnframt manna hreinlyndast- ur. I öllum viðskiptum var hann hinn vand- aðasti maður. Um hann sem húsföður er það einróma dómur allra, er þekktu hann, að hann hafi verið konum sínum hinn ást- ríkasti eiginmaður, og börnum sínum hinn bezti faðir, er leitaði þeim allrar þeirrar menningar, er efni hans leyfðu. Þar sem hans missti við missum vér einn hinn mesta nytsemdar- og sæmdarmann. (X). Fermingapkort fást í verzlun Gunnars Einarssonar, Kirkjustræti 4. WATERPROOFKÁPUR nýkomnar í verzlun Sturlu Jónssonar. Landsbankinn, Frá 29. sept.—4. októ- ber næstkomandi að báð- um dögum meðtöldum verður tekið á móti greiðslum í veðdeild bank- ans frá kl. 5—7 e. h. dag hvern. Eigi verður öðrum banka- störfum sinnt þennan tíma dags- ins. Landsbankinn í Reykjavík 24. sept. 1902. Tryggvi Gunnarsson. Notið Tækifærið. Jörðin BJARNARHÖFN í Helga- fellssveit í Snæfellsnessýslu með hjáleigun- um Efrakoti og Neðrakoti ogÁmýrumog. eyðijörðunum Guðnýjarstöðum, Hrútey og Hafnareyjum (sjá nákvæmari lýsingu í 36. tbl. Þjóðólfs þ. á.), sem er alþekkt ágætis- jörð, er til sölu með góðum kjörum. Menn snúi sér til hr. faktors Richters í Stykkis- hólmi eða cand. juris Hannesar Thor- steinsson í Reykjavlk. VOTTORÐ. Full 8 ár befur kona mín þjáðst af brjóstveiki, taugaveiki og illri meltingu, og reyndi þess vegna ýms meðul en árangurslaust. Eg tók þá að reyna hinn heimsfræga Kína-lífs-elixír frá Waldimar Petersen, Frederikshavn, keypti nokkrar flöskur hjá J. R. B. Lefolii á Eyrarbakka. Þá er konan mín hafði eytt úr 2 flöskum fór henni að batna, meltingin var betri og taug- arnar styrktust. Eg get þess vegna af eigin reynslu mælt með bitter þessum og er viss um, að hún verður með tímanum albata, ef hún heldur áfram að neyta þessa ágæta meðals. Kollabæ í Fljótshlíð 26. júní 1897. Loptur Loptsson. * ■* * Við undirritaðir, sem höfum þekkt konu Lopts Loptssonar mörg ár og séð hana þjást af áðurgreindum veik- indum, getum upp á æru og samvizku vottað, að það sem sagt er í ofan- greindu vottorði um hin góðu áhrif þessa heimsfræga Kína-lífs-elixírs, er fullkomlega samkvæmt sannleikanum. Bárdnr Sigurðsson, Þorgeir Guðnason, fyrv. bóndi í Kollabæ. bóndi í Stöðlakoti. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir v. p. að líta vel eptir því, að -þ - standi á fiösk- unum 1 grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. M Tii M Varde-klæðaverksmiðju ættuð þið að koma ullarsendingum ykkar sem allra fyrst. Þess fyr fá menn haldgóð, fallegr og ódýr —=: Fataefni. — Nýjar „prufur" til sýnis. Þar á meðal Sjöl, Skyrtur, Teppi m. fl. tGerið svo vel Og talið við umboðs- manninn: Jón Helgason. (Aðalstr. 14). Margarine og ísl. SMJÖR í verzlun STURLU JÓNSSONAR. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol, Prentsmiðja Þjóðólfs. 40 þeim vel í geð. — Þegar hún talaði undir borðum, tóku allir með miklu athygli eptir því, sem hún sagði; eg hygg, að konunum hafi reyndar eigi geðjazt vel að þessu, en eins og eg áður hefi tekið fram, voru þær aliar mjög vingjarnlegar og kurteisar við hana. Af því að eg hafði séð ungfrú Minnie gefa hinum fallega stýrimanni Aiken hýrt auga, réð eg, að hún mundi vilja sýna honum tilgangslaus fleðulæti, þegar eg væri hvergi nærri. Eg hafði þessvegna ákveðið, að ef eg sæi stýrimanninn hafa í frammi fíflalæti við hana, skyldi hann fá duglega ráðningu; eg hafði í raun og veru ákveðið, að verða mjög harður við hann, en taka eigi tillit til minna eigin tilfinninga. Nú liðu margir dagar og varð eg aldrei var við, að hann segði eitt orð við hana. Einu sinni, er eg gekk með henni fram og aptur um þilfarið og Aiken stóð skamt frá okkur, bað hún mig að segja sér eitthvað um hann. Hún spurði mig, hvort hann væri kvæntur, og svaraði eg, að hann væri ókvæntur. Ennfremur spurði hún, hverjir foreldrar hans væru, hve lengi hann hefði verið í sjóferðum og hvenær hann myndi verða skipstjóri. Við fórum nú að tala um annað, og upp frá þessu varð eg eigi var við, að þau gæfu hvort öðru hýrt auga. Nú er svo komið, eg verð að játa það, að áður en við komum til Kanarisku eyjanna, hafði eg, Cleaver skipstjóri á „Hekla", fengið brenn- heita ást á ungfrú Minnie, vegna hennar var eg órór í skapi daga og næt- ur og hugsaði sí og æ um, að bera upp bónorð mitt til hennar, byggt á þessum ástæðum : í fyrsta lagi, að eg unni henni heitt, í öðru lagi, að hún unni eigi prestinum Jósep Moxon, í þriðja lagi, að eg gat veitt henni heimili á Englandi og svo að lokum var faðir henrtar, vinur minn, í sömu stöðu, og eg efaðist eigi um, að hann mundi verða frá sér num- inn af fögnuði, ef eg kæmi heim með hana se'm konu mína. Nú hugsaði eg eigi framar um skyldur við séra Jósep; mér var það nóg, að eg unni stúlkunni og að eg hafði komizt að því, að hún hvorki unni séra Jósep né virti hann. Eg var 38 ára gamall og var vanur að telja sjálfum mér trú um, að eg væri enn ungur; samt sem áður reyndi ung- frú Minnie, eins og mér er nú kunnugt um, af ásettu ráði, að koma þeirri 37 Mills skipstjóri leit á mig með ánægjusvip um leið og hann kipr- aði saman annað augað og lypti upp vínglasinu sínu. Svo var ráð fyrir gert, að hann skyldi koma með dóttur sína út á skipið næsta þriðjudag, til þess að skoða það og velja káetu. Við og við var eg að velta giptingu stúlkunnar fyrir mér, allt þangað til hún kom út á skipið með föður sínum. Eg var steinhissa á því, að gamli skip- stjórinn skyldi eigi hyggja að því, er öllum lá í augum uppi, að senda stúlkuna til þess að giptast manni þeim, er henni eigi leizt á, og sem hvorki kynni að dansa né syngja, heldur hefði óbeit á þvt og myndi jafnvel eigi leyfa konu sinni það; að því er eg hugði og gat ráðið af orðum Mills, var Moxon hvorki fagur ásýndum né andríkur prestur, þótt hann hefði ákveðnar skoðanir, og gat því eigi gert tiHcall til, að eignast fagra og káta heitmey. Þetta hefði að vísu getað farið svo, að hún hefði orðið honum trú og góð kona, en aldrei hefði hann orðið henni vel að skapi. Margt hafði á dagana drifið á sjóferðum mínum, og opt hafði eg séð margt enda öðruvísi, en eg hafði búizt við í upphafi. Þá er feðginin komu út á skipið, stóð eg á þilfarinu. „Hekla" var mjög þægilegt og snoturt skip; í henni var stór salur með svefnklefum til beggja handa, og var allur útbúnaður eptir því sem tíðkast hjá Norð- urálfubúum; stórt „piano" var á skipinu og gluggarnir voru stórir og bjartir. Eg hafði vqnað, að stúlkan myndi hafa skemmtun af því, að litast um á skipinu og að eg myndi sjá ánægjusvip á henni, en hún var döp- ur í bragði og þreytuleg, éins og hún væri þegar farin að kvíða fyrir því, að skilja við föður sinn. Þótt hún naumast gæfi nokkru gaum, tók eg samt sem áður eptir því, að hún gaf yfirstýrimanninum Aiken hýrt auga, er hann var að líta eptir ýmsu, er gera þurfti. Aiken var maður á að gizka um þrítugt; hann hafði góðlegan svip, dökkgrá augu og var mjög skyldurækinn ogskemmti- legur. Mills skipstjóri leit á hann, er við stóðum á þilfarinu, og var auðséð, að dugnaður hins unga manns hafði meiri áhrif á hann, en feg-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.