Þjóðólfur - 03.10.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 03.10.1902, Blaðsíða 2
i58 notuð, liggi í hirðuleysi og séu að miklu leyti fólgin neðan jarðar. Hirðuleysi það sprettur af þekkingarskorti þjóðarinnar, og áhugaleysi fyrir sínu eigin föðurlandi. Það er satt, að Island er langt á eptir flestum öðrum löndum á yfirborðinu, að ýmsu leyti, og jafnvel í öllu verklegu. En það er ekki landinu sjálfu að kenna, heldur þjóð- inni, sem byggir það. Þegar eitt eða ann- að land er dæmt fyrir megurð og hor, þá má ekki dæma það sjálft eptir efnahag íbúanna í þetta eða hitt skipti. Það verð- ur að dæmast eptir því, hvaða gæði það á í sér fólgið, og hversu ábatasamt það er að hagnýta þau. Ef gæði landsins borga meira en vinnuna, sem eytt er til að afla þeirra, þá er landið vel byggilegt. Mörg lönd og ríki hafa verið á eptir öðrum löndum í það og það skipti, en óðarafar- ið fram fyrir þau, þegar íbúar þeirra hafa öðlazt nóga þekkingu til að hagnýta gæði þeirra og auðæfi, sem höfðu legið fólgin í þeim. Þetta má sjá hjá Japansmönnum og fleiri þjóðum. Indíánar á Alaska-skag- anum hafa alla tíð, eins langt og saga þeirra þekkist, verið fátækir og nauðlíð- andi. En samt hefur gullið legið þar í hrönnum, sem nú er tekið afþeim mönn- um, sem hafa þekkingu og dug til að vinna það úr grjótinu í Klondyke og vfðar. I gullauðugasta landi heimsins getur búið skrælingjaþjóð, eins og hér er bent á. Og þetta samrýmist við sögu Ameríku, Astra- líu og Afríku. Það getur líka búið þjóð, sem á bókmenntir og vísindi í mögru landi, og þar sem er létt undir bú, eins og í Noregi, Danmörk og Þjóðverjalandi. Það er því ekki minnsta sönnun fyrir því, að landið sé fátækt, þótt að þjóðin sem það byggir sé fátæk. Og ekki heldur ferþað saman að landið, sem rík þjóð byggir, sé gullauðugt land. Bretar eru ríkasta þjóð í heimi hlutfallslega — á peningavísu talið — samt er ekki Bretland gullauðugt land. Og þó Islendingar séu fátækir, þásannar það alls ekki að Island sé fátækt land, ef verklegum hyggindum væri beitt þar, og vinnukrapturinn notaður forsjálega. Eg hef áður bent á, að ísland á ótæm- andi auðsuppsprettur, ef þær væru notað-. ar. En eg skal nú einu sinni enn gera það. Og það í heyranda hljóði. Þeir sem halla á Island og hafa hjartanlega ótrú á auð- æfum þess, gefst þá færi á, að færa fram sannanir fyrir sinni skoðun, hvar og hve- nær sem þeir kjósa. Mér er sama, hversu dómhringurinn verður stór, og hve marg- ir málafærslumenn Islands fátæktar verða, þá skal Island vinna málið, þó það ei til vill taki langan tíma. Dómsúrslitin hljóta að verða þau — og engin önnur — að það þolir fyllilega samanburð við öll lönd, sem eru talin góð lönd. Mér ersamahvað þeir Haraldur og Hrossjón eða önnur starfs- hjú ótrúarinnar klappa. Eg veit það sem eg tala um, ónotuð auðæfi á Islandi finnast á sfnum tíma. Má vera að núlifandi kynslóð sé þess ekki megnug að sækja fjársjóðinn í haugana, en Egill og Björn gera það, og fagrir grip- ir verða á festinni dregnir upp. Þær tvær þekktu og viðurkenndu atvinnu- greinar á Islandi nú, eru fjárrækt og fiski- fang. Það er sannað, að séu þessar at- vinnugreinar stundaðar með dugnaði, og frá hagfræðislegu sjónarmiði, þá gefaþær af sér eins mikla peninga og akuryrkja í öðrum löndum. Auðvitað geta orðið ára- skipti á arðinum, þótt unnið sé eptir verk- fræðislegum reglum, en það kemur alstað- ar fram í heiminum, í hvaða atvinnugrein sem er, og á hvaða stigi sem hún er stund- uð, að mismunur er á eptirtekjunni. Báð- ar þessar atvinnugreinar eru stundaðar í óumræðilega smáum stíl á Islandi, í sam- anburði við það, sem landið gæti fram- leitt, ef það væri nytjað eins vel og önnur lönd. Jarðabætur má gera á Islandi eins og í öðrum löndum. Túntæktin og engja- bætur margborga sig þar, þegar þær eru unnar eptir réttu reynslulögmáli. Það eru eins miklir peningar í þeim og kornyrkju í öðrum löndum. fíf jafnmargar ekrur væru sléttaðar til túnræktar þar, og eru undir komrækt í öðrum löndum, í sam- anburði við manntal, þá mundu þær á 25 ára tímabili gefa meira af sér. Sjálfsagt er meiri kostnaður við að slétta túnekru á Islandi að jafnaði, en plægja sáðlands- ekru í öðrum löndum, með jafngóðum á- höldum og sömu verkfræðislegri aðferð. En túnekran verður drýgri tii afnota, þeg- ar fram í sækir. Það þarf að plægja sáð- lönd á hverju ári og hvíla þau 3.—-4. hvert ár. Og að jafnaði bregst uppskeran af þeim 3 til 4 sinnum á nefndu tímabili. En enginn mun neitaþví, að sama er hvort gróðinn kemur af korni eða heyi. Hey getur hvergi orðið of mikið, þar sem kvik- fjárrækt er. ísland er fágæta auðugt af góðum sumarhögum. Varla eitt einasta land í heimi framleiðir eins ljúffengt og næringarauðugt kjöt, sem Island; ef hey- ræktin væri þar eins mikil og landið get- ur í té látið, þá gæti sauðfénaður þar ver- ið 1 hundraða- ög þúsundatali miljóna, og nautgriparæktin hundraðföld við það sem hún er nú. — Þó svo standi á fyrir Islend- ingum á þessum árum, að þeir geti ekki skapað sér tækifæri á heimsmarkaðinum, til að selja þá fáu og smáu kjötbita, sem þeir geta án verið, þá er það ólag ekki landinu að kenna. Það getur framleitt kjöt, einlægt er nóg sala fyrir kjöt um alla víða veröld, nema á Islandi. Orsökin er verzl- unarvanhyggja þjóðarinnar og stjórnarfars- ins. Það er ekki hægt að saka landið um það. Þá er fiskifangið. I sjónum, sem laug- ar fætur landsins, er ótæmandi gnægð af alskonarfiskitegundum. Gullkistan liggur hringinn í kring um landið, og er enn þá sama sem ónotuð af landsbúum. Utlend- ar þjóðir bregða sér til Islands og kafa þar eptir tugum miljóna rétt framan við landsteinana, ár eptir ár. Landsbúarhafa nú á síðustu árum svo lítið vaknað til um- hugsunar í þessu efni. Tilraunir þeirra hafa margborgað sig. Þessi auðsuppspretta landsins gæti gefið af sér marga tugi milj. á hverju ári, ef hún væri stunduð af ráði og dug. Það er ekki hægt að kalla það fátækt landsins, þó, fiskurinn hlaupi ekki upp á þurt land, og heim á bæina og sjóði sig sjálfur. Landið elur hann við fætur sínar allan árshringinn. En einhver þarf að rétta út hendina og ná honum. Báðar þessar atvinnugreinar liggja lítt notaðar við land ár eptir ár og öld eptir öld. Þær eru þó sannarlega jafn árennilegar og skemmtilegar, eins og þó önnur lönd ættu þær. Kornyrkjan og veiðiskapur annara landa, sem ágæt eru talin, eru ekkertað- göngubetri eða viðmótsbjartari til frambúð- ar, en þessar atvinnugreinar. Sum korn- yrkjulönd eru orðin svo tæmd og lúin, að uppskeran fer síþverrandi. Og sá tími er í nánd, að afarkostnað verður að Ieggja í þau, til þess að þau gefi af sér viðunan- lega eptirtekju. Þá verða það eins efna- menn, sem geta stundað akuryrkju. En þar á móti eru áðurnefnar atvinnugreinar á Islandi óþroskaðar enn þá, og eiga eptir að þróast og fullkomnast. Menn segja opt, að ísland skorti allt, sem útheimtist til þess, að það geti stað- ið öðrum löndum jafnfætis. Það vanti skóga til húsagerðar, það eigi engin kol, enga málma o. s. frv. Þetta er alveg rangt með farið að mestu leyti. Island er auðvitað ekki timburland, en það á meira af góðu byggingagrjóti, en nokkurt annað land. Það ,á nóga málma, ogeng- inn veit enn þá, hvað mikil auðæfi eru fólgin í landinu. Þjóðin er ekki lifandi vitund að grennslasteptir því. Mennirnir sem tala um að landið skorti þetta, vita ekki um hvað þeir eru að tala. Það eru íslenzku gleraugun, sem þeir sjá fátækt Is- lands í gegnum. Byggingarsaga jarðarinnar sýnir, að málmarog dýr jarðefni eru nóg til á Islandi, þó þau liggi sama sem ónotuð enn. Allir vita, sem skyn hafa, að þar er gnægð af kolum, og góð ef nógu djúpt er grafið. Þar eru líka margskyns nám- ur. I sumum hefur verið unnið, og í sum- um ekki. Þar hefur verið unnið í nám- um, svo sem í brennisteinsnámum í S.- Þingeyjarsýslu og Krisivík. Kalk hefur verið unnið úr Esjunni við Hvalfjörð, silf- urberg úr Helgustaðafjalli við Reyðarfjörð — og á Ökrum á Mýrum eru verðmætar silfurnámur. Saltnámur eru til á íslandi, sem gefa 89% af góðu salti, og eru miklu auðugri en námur erlendis, sem salt er unnið úr. Járnnámur eru til á íslandi víða. Þær eru þekktar bæði í Borgarfirði vestra og Skagafirði. Þar er 81% af járni (meira en annarstaðar er þekkt í heimin- um í járnnámum). Sumstaðar liggja eðal- steinar ofanjarðar á íslandi, en þjóðinni dettur ekki í hug að nota þá. Gull er í Drápuhllðarfjalli við Breiðafjörð. Eru um 90 kr. úr tonninu, eptir sýnishorni, sem prófað var í gullbrennslu í Chicago í fyrra. ísland er eins námuríkt land, eins og nokk- urt annað land í heimi. En það hirðir enginn neitt um það enn þá. Hvar er þá fátækt landsins? Aðeins á tungu þeirra, sem ekki hafa þekkingu á landinu. Þjóð- in, sem byggir landið hefur litla þekkingu á því; það sem hún gerir hávaða um, er stjórnarskráin. Hún er svo löglesin, eins og »Björn úr Hvömmunum«, að hún get- ur ekki hugsað um annað en stjórnmál, og stjórnarskrárþras, sem ekki er ioaura virði f samanburði við góða verklega þekk- ingu og atvinnufræði. Hún er nú búin að hlusta samfleytt í sex ár á hanagal sunnan úr Kaupmannahöfn, og »kompon- era« milliraddirnar Heimastjórn og Hafn- arstjórn, og ganga þær að eins á tveimur nótum, er heita þing og aukaþing. Pistill úr Rangárþingi. [Heyskapur — Veðurátta — Sandfok — Vatna-ágangur — Markarflj'ót og Þverá. — Erlendur verkfræðingur — Sand* graeðsla með vatnsáveitu — Búnaðarframfarir — Embætt- ismennirnir — Enginn Ameríkuhugur]. Herra ritstjóri! Eg held eg verði að hripa Þjóðólfi okkar nokkrar línur, til þess hann taki þær til flutnings, því eg hygg, að fleirum en mér af kaupendum hans þyki fróðlegt, að fá að heyra fréttakafla úr ýmsum héruðum landsins. Þá er nú þessi sláttur að kveðja okkur Rangæinga, því almennt voru menn hér búnir með slægjulöndin kringum 13. þ. m. Þessi Iiðni sláttur má kallast einn lygn og fagur sólskinsdagur, og ætti okkur að vera minnisstæður, sem erum venjulega vanir þessari miklu úrkomutíð. Grasvöxt- ur var yfirleitt með rýrara móti, sérstak- lega í þeim hreppum sem fjærst liggja sjónum, svo sem í Landhreppi, efri hluta Rangárvalla og Holtahreppi. Þaðan hafa margir sótt heyskap í Safarmýri, sem er afarlangt, full dagleið frá sumum stöðum; hefur það bætt heyfeng þeirra og heyfirn- ingar frá fyrri árum, sem munu hafa verið miklar víðast hvar. Aptur munu aðrir hreppar sýslunnar bjarglega heyjaðir, og á sumum stöðum ágætlega; þar sem blaut engi hafa verið að undanförnu urðu í sum- ar þar auðunnin. Sú votlenda Safar- mýri kvað nú að mestu teigslegin, og er það nýlunda, og þeir, sem næstir henni liggja, kappheyjaðir. Það mun mega fullyrða það, að hér í sýslu sé hlýrri veðurátta en annarstað- ar á landinu, og veðursælla. En hér eru líka ýmsir ókostir, er önnur sýslufé- lög þekkja lítið til, sem eru þessar miklu sandauðnir, er stafa frá Heklugosum frá fyrri öldum. Þegar stormar ganga og standa eptir þessum sandflákuni, þyrlast mold og sandur 1 háa lopc, svo varla er ratfært um hábjartan dag. Slíkir sandbylir eru afarskaðlegir, vegna meiri uppblást- urs og annarar óhamingju, er af þeim stafar. Þá eru það vötnin, sem gera hér ógur- legt tjón árlega, þótt nú hafi þetta ár yfir- tekið, þar útlit er fyrir, að einn fjórði hluti Vestur-Landeyjahrepps leggist í auðn út af því, að Þverá, ásamt báðum Rang- ánum, er þær allar eru komnar saman, hafa á síðastliðnum vetri brotið skarð í bakkann við svonefndan Valalæk, og flóð þar inn á vestasta part hreppsins og gert þar afar spjöll. Til að sjá, er sem grilli í hundaþúfu, þar sem bæirnir standa inn- an um vatnið. Aður var þessi partur hreppsins einhver sá grösugasti, og gaf af sér heyskap, er fleiri tugum þúsunda hesta skipti. Það er Markarfljót, er þessum ó- fagnaði veldur; þegar það brýzt áfram úr gljúfraþrengslum með sínum jötunkrapti og kemur fram á sandana, leggur það lykkju á leið sína til útsuðurs, að Þórólfsfelli; þaðan fellur það með hraðri rás í Þverá, því nógur er hallinn. Þverá myndast af sm.áárn, er falla úr Fljótshíðinni, en þegar fljótið er komið líka, myndast þar stórt vatnsfall, afarillt yfirferðar, er brýtur ár- lega margan fagran grasi gróinn blettinn af hinni fögru Fljótshlíð. Aptur, þegar Þverá kemur út í Hvolhreppinn, fer hún hægara, er halli er minni, ber hún þar und- ir sig sand og aur, svo árbakkarnir, sem eru grasi grónir, eru litlu hærri en vatns- farvegurinn, og þegar hlaup koma í ána, flæðir hún yfir slægjulöndin, ber þar ofan á sand og möl til stórskaða. Sömu eða verri forlögum sætir neðri hluti Rangár- valla, þegar Þverá með Eystri-Rangá brjót- ast gegnum svonefnda Bakkabæi út í Þykkvabæjarvötn. Þar á Bakkabæjunum eru óskemmtilegir bústaðir, árbakkarnir svo lágir, skörðóttir og ótraustir, að alltaf má vænta, að þessi mikli vatnskraptur ryðji sér farveg gegnum þessa haldlitlu bakka og flæði svo yfir allt. Hér virðist landstjómin hafa verkefni að láta vinna, til að afstýra þessum voða, því það er óefað skylda hverrar landstjórn- ar sem er, að berjast með hnúum og hnef- um fyrir því, að land það, er henni er fengið til umráða, gangi ekki af sér, til minna md ekki œtlast. En til þess dugar ekkert kák. Hún þarf að fá útlendan al- vanan verkfræðing, er áður fyr hefur sinnt slíkum störfum, er hér þarf að framkvæma, láta hann gera áætlun um, hvað kosta muni haldgóður farvegur fyrir Markarfljót skemmstu leið til sjávar, láta hann fram- kvæma verkið, leggja fram fé til kostnað- arins úr landssjóði í réttu hlutfalli við land- eigendur, er tjón bíða af vötnunum, og sýslusjóð. Sama er að segja um sandana og uppblásturinn, til þess þarf áð útvega vel hæfan mann til að athugá, hvort ekki má ná upp Rangánum eða öðrum smærri vatnsföllum, er næst liggja, til að leiða yfir sandflákana til uppgræðslu, og til að stemma stigu fyrir meiri uppblæstri. Þótt nú Rangárvallasýslu fylgi nefndir ókostir, þá eru þar til æðimörg fögur og gróðurrík héruð, sem bjóða faðminn mót styrkri mannshönd til að framleiða afurðir handa helmingi meiri fólksfjölda, en þar býr nú, eg tek eigi dýpra 1 árinni. Framfarir eru hér allmiklar í búnaði, er koma helzt fram í túnasléttum og aukn- ingu matjurtagarða, er hvortveggja borgar sig vel, líka vatnsveitingum, skurðagrepti og garðahleðslu. En vinnukrapt vantar til að framkvæma það í stórum stíl, og hentuga löggjöf fyrir leiguliða, er knúði þá til meiri framtakssemi í jarðabótunum. Líka má telja það með framförum, er Hvolhreppingar hafa komið á kláfferju á Markarfljót inn á afrétti, til þess að draga þar yfir á fjallfé sitt haust og vor, þar ferjustaðurinn 1 ónýttist við jarðskjálftana 1896. Milli sementaðra stöpla á Fljóts- gljúfrunum eru 25 faðmar, eru þar strengd- ir yfir 2 botnvörpustrengir rammlega festir í bergið; á þeim hleypur kláfurinn á hjól- um. Kostnaðurinn við að koma ferjunni á, nemur í kringum 500 kr. Hefur bún- aðarfélag íslands styrkt fyrirtækið með 100 kr., og sýslusjóður með 50 kr., er hvort- tveggja á loflegar þakkir fyrir, þar eð Hvol- hreppurinn er lang-fámennastur og fátæk- ur gagnvart öðrum hreppum sýslunnar, og var nærri ókleyft að koma verkinu í fram- kvæmd, nema með drengilegri aðstoð. Sýslufélagið er heppið í því að hafa hlot- ið unga og duglega embættismenn; sýslu- maður er duglegur og framtakssamur í embætti slnu, og búmaður góður, þá er læknirinn framúrskarandi duglegur og ástsæll hvarvetna. Presta höfum við 7, kennimenn í bezta lagi, og marga af þeim búhölda góða. Gæti maður ætlazt til, ef samvinna væri góð milli þessara manna, að þeir gætu stutt að verulegum framför- um héraðsins. Amerlkuferðir heyrast hér ekki nefndar á nafn. Við vonum og treystum því, að vort kæra feðrafrón eigi góða framtíð fyr- ir höndum, að þjóðin, ásamt stjórn henn- ar taki höndum saman, til að styðja með ráði og dáð hvert það fyrirtæki, sem mið- að getur að framförum Islands. í september 1902. M. G.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.