Þjóðólfur - 03.10.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.10.1902, Blaðsíða 1
OLFUR. 54. árg. Reykjavík, föstudaginn 3. október 1902. M 40. Takið eptir! ---—Oiiiniiniiminnnnniinnio—-- Þ JÓÐÓLFUR 1903. Við næsta nýár (1903) hefst 55. árgang- nr Þjóðólfs. Þeir, sem gerast nýir kaup- endur að þeim árgangi fá ókeypis það sem eptir er afþessum yfir- standandi árgangi til ársloka 1902 (13 tölublöð) og þar að auki um leið og þeir borga 55. árgang tvenn sögusöfn blaðsins sérprentuð (11. og 12. hepti), rúmar 200 bls. með ágætum skemmtisögum. Nýir útsölumenn, er útvega 5 nýjakaup- endur og standa skil á andvirðinu, fá enn- fremur auk venjulegra sölulaunaíþokkabót: eitt emtak af íslenzkum sagnaþáttum, er annars kosta r kr. 50 a. fyrir kaup- endur Þjóðólfs, en 2 kr. fyrir aðra. Sögu- rit þetta er mjög skemmtilegt, og fróðlegt, mjög hentugt til upplesturs á vetrarkveld- um i sveit. Nýir kaupendur Þjóð- ólfs eru beðnir að gefa sig fram sem fyrst. Útlendar fréttir. —o--- Kanpmannaliöfn 20. september. Búaforingjarnir hafa nú fengið á- heyrn hjá Chamberlain og hefur verið birt opinber skýrsla um, hvað þeim fórámilli. Foringjarnir báru fram óskir sínar ogvoru þær hvorki fáar ná smáar. Þeir vildu, að allir enskir þegnar, sem tekið hefðu þátt i Búaófriðnum, skyldu fá uppgjöf allra saka og allir náðaðir, sem dæmdir hefðu verið fyrir tiltektir sínar meðan á stríðinu stóð, England skyldi árlega greiða fé til styrktar ekkjum og munaðarleysingjum og þeim Búum, sem misst hefðu aleigu sína í ófriðnum. Einnig kröfðust þeir, að enska og hollenzka skyldu njóta jafnréttar í skól- um og fyrir rétti, fangar skyldu lausir látn- ir og allir fá heimfararleyfi, sem fluttir hefðu verið úr landi brott. Allan skaða, sem hlotizt hefði af stríðinu, skyldu Eng- lendingar bæta, setja embættismenn lýð- veldanna inn í embætti sín eða greiða þeim skaðabættir o. s. frv. England skyldi taka á sínar herðar allar þær skuldbindingar, sem á lýðveldunum hvíldu og að lokum mæltu þeir móti því, að Búum skyldi þröngvað til að vinna Englandi trúnaðar- eiða, Svo sem við mátti búast tók Cham- berlain heldur dauflega undir þessar mála- leitanir, kvað hann friðarskilmálana við Búa svo mannúðlega, að slíks væru ekki dæmi í veraldarsögunni og það kæmi ekki til mála, að fara að breyta þeim í neinu. Búaforingjarnir báru það fyrir sig, að þeir hefðu afráðið að ganga að friðarskilmál- unum, eins og þeir.voru, til þess að koma í veg fyrir mein blóðsúthellingar, en þeir hefðu hinsvegar reitt sig á fullyrðingar Milners og Kitcheners um það, að þeim mundi gefast kostur á að verða aðnjótandi náðar konungs; þeim hefði því stórlega brugðizt vonir sínar, er konungur veitti ekki sakauppgjöf á krýningardegi sínum, þar sem Kitchener lávarður hefði lofað að mæla með því. Chamberlain kvaðst ekki mótfallinn, að heiðarlegir fangar fengju að snúa heim til Suður-Afríku, en líklegast er að þar við sítji og Búar verði að láta sér lynda skihnála þá, sem þeir hafa geng- ið að. Það er alltaf sama þófið í Frakklandi milli stjórnarinnar ogklerkanna út úr skól- unum. Undirforingi einn, Saint-Remy, neit- aði að hlýðnast skipun um að taka þátt í lokun klerkaskólánna í Bretagne. Var honutn stefnt fyrir herrétt og hann dæmd- ur í eins(!) dags fangelsi fyrir tilvikið. Segja frjálslyndu blöðin, að sósíalistar megi gleðjast yfir dómsúrskurði þesssum, því að nú þurfi sósíalistar, sem í hernum séu, ekki framar að hlýða því, þó að þeim sé skipað á móti verkamönnunum, sem verk- fall gera. Nokkrir heldri menn kváðu hafa stofnað félag, sem þeir nefna »Samband hins heilaga Marteins«, til þess að vernda nunnurnar og viðhalda trúnni. Það hefur ennfremur vakið óánægju með- al hinna æðri stétta, að ráðaneytið Com- bes hefur kallað heim sendiheirana í Pét- ursborg og Berlín, sem báðir eru aðals- menn af háum stigum, án þess að þeir færu þess sjálfir á leit. en skipað íþeirra stað menn af borgarastétt. Það er auð- sætt, að raðaneytið ætlar sér að bæla nið- ur alla mótspyrnu klerka og aðals, hvern- ig sem það kann að talcast. Sjómálaráðherrann franski, Pelletan, hef- ur reynzt ráðaneytinu allóþarfur með fram- komu sinni. Það liggur við, að hann ætli með ræðum sínum að gera út af við þá vináttu, sem farin er að myndast milli Frakklands og Italíu. I sfðustu ræðu sinni, sem hann hélt í flotastöðinni Biserta, hélt hann því fastlega fram, að nokkur hluti Miðjarðarhafsins væri Frakka eign; hann gat þess að vísu, að Frakkland óskaði ekki ófriðar við England eða Italíu, en það væri skylda sín að undirbúa hið helga stríð gegn fjandmönnum Frakklands. Þjóðverj- ar hafa auðvitað ekki sparað að halda þessu á lopti og benda ítölum á, að þarna gætu þeir séð, hvað byggi undir vináttu Frakka, væri því bezt fyrir þá að leita trausts í þríveldasambandinu. Utanríkis- ráðherrann, Delcassé, hefur reynt að bæta úr þessu glappaskoti Pelletans, svo sem auðið er, með yfirlýsingum til sendiherra Itala í París, og það er nú sagt, að sendi- herrann hafi lýst yfir því við Delcassé, að stjórn Itala taki ekkert mark á ræðu Pel- letans, þar sem hún sé ekki í samræmi við skoðun ráðaneytisins f heild sinni. Nokkrir fulltrúar úr umdæmunum Kursk, Poltava, Charkow O. fl. komu fyrir Niku- lás keisara samkvæmt skipun hans í höll landshöfðingjans í Kursk. Keisari gat þess, að bændur hefðu farið með ránum í vor í umdæmunum Charkow og Poltava og mundi þeim verða refsað, því að yfir- völdin mundu ekki lfða slíkar óeirðir. Hann minnti þá ennfremur á orð þau, er faðir hans hafði við krýningu sína mælt til fulltrúa bændanna: »Hlustið á ráð aðalsmannanna og trúið ekki heimskulegu fleipri«. Að lokum kvaðst hann ekki mundi láta þá fara á mis við umhyggju sína, er þeir þörfnuðust hennar í raun og veru. Þeir mega svo sem vera óhræddir um það! Óeirðirnar halda enn áfram í Vene- z u e 1 a og C o 1 u m b i a. Orustur hafa staðið öðruhvoru milli uppreisnarmanna og stjórnarsinna. Járnbrautir og fréttaþræð- ir hafa verið eyðilagðir hingað og þang- að. Bandamenn hafa sett á land hermenn til þess að vernda járnbrautirnar. Hinn 11. þ. m. geisaði óveður mikið yfir England og gerði þar mikið tjón á uppskeru. Sumstaðar lá á eptir 1 þuml. þykkt lag af hagli á jörðunni. Einungis í miðhlutanum í héraðinu Kent var skað- inn áætlaður um 100,000 pd. sterl. S. d. féll nálægt bænum Vinay í Frakklandi mjög stórt hagl. Fuglar drápust og menn særðust. Heimkomnir norðurfarar. Pe- ary og Sverdrup eru báðir nýkomnir heim úr norðurförum og hafa þeir báðir verið 4 ár í burtu. Hvorugur þeirrahef- ur kornizt nær hinu þráða takmarki, norð- urpólnum, heldur en aðrir áundan þeim, en menn búast eigi að síður við allmikl- um vísindalegum árangri af ferðalagi þeirra. Peary komst ekki lengra en á 84° i7mín. n.br., en Abrúzzahertoginn, sem lengst hefur komizt, korost á 86° 33 mín. n.br. Sverdrup hafðist við f nyrsta hluta Græn- lands og rannsakaði þar ókunn lönd. Peary er Ameríkumaður, en Sverdrup Norðmaður og hafa þeir báðir verið í norðurförum áður. Sverdrup var skipstjóri á »Fram« í heimskautsför Nansens, en Peary hefur stöðugt verið að rannsóknum á Grænlandi og í íshafinu síðan 1886; hann komst fyrstur fyrir norðuroddann á Grænlandi og sýndi þar með, að það er eyland, en ekki í sambandi við neitt meg- inland við heimskautið. Henríetta Belgfudrottning dó 19. þ. m. af slagi og hafði hún lengi ver- ið sjúk undanfarið. Hún var nákomin austurrfsku keisaraættinni og var fædd ná- lægt Vínarborg 1836. Hún hafði allaæfi mikla mæðu að bera. Hjónaband henn- ar og Leopolds konungs var ekki farsælt og ekki átti hún barnaláni að fagna. Stef- anfa dóttir hennar var gipt Rudolf Aust- urríkiskrónprinz, sem mestu hneyksli og umtali olli fyrir nokkrum árum með hin- um sviplega dauðdaga sínum eða sjálfsmorði, en Lovísa önnur dóttir hennar skildi við mann sinn og er nú á geðveikraspítala. Eiríkur Ungi, sem áðurhefur verið getið, lét ekki hugfallast, þó að hin fyrsta loptsigling hans misheppnaðist. 19. þ. m. steig hann í loptbátinn í Stokkhólmi, en þessi loptsigling varð þó enn skammvinn- ari en hin fyrri, því að eptir 8 mínútur sprakk loptbelgurinn og steyptist niður. Eiríkur Ungi og félagi hans meiddust þó ekki, því að fallhlífin opnaðist á leiðinni. Loptfarið er alveg eyðilagt og því ólík- legt, að karlinn, sem nú er um sjötugt, fari að byrja á nýjan leik. Alþjóðagerðardómurinn í Haag tók 15. þ. m. til meðferðar fyrsta málið, sem til hans hefur verið vísað. Það er gömul fjármálaþræta milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Kosningarnar til landsþingsins hér í Danmörku eru nú afstaðnar. Hinir eiginlegu hægrimenn (fylgifiskar Estrups) hafa misst 5 þingmannasæti, svo að þeir eru nú ekki framar í meiri hluta í landsþinginu. Hinn litli meiri hluti þeirra þar, var lengi eina stráið, sem þeir héngu á. Við þessar kosningar störfuðu sósíalistar víð- ast hvar í sameiningu með vinstrimönnum. Hægri-frávi llingarnir, » á ttmenningarnir «, stóðu sig vel, voru allir endurkosnir, þeir er buðu sig fram, nema einn (Steensen- Leth), og segja vinstri menn, að það beri vott um, að pólitík þeirra hafi verið viður- kennd rétt hjá fjölda hægri manna. Eru vinstri menn glaðir yfir sigri sínum, þótt þeir hafi ekki unnið nema 5 sæti frá hin- um reglulegu Estrupssinnum, segja að nú hafi verið kveðinn upp dauðadómurinn yf- ir pólitík hans, og að hún eigi aldrei framar uppreisnarvon, nú verði landsþing- ið ekki lengur þrepskjöldur allra fram- fara, eins og það hafi verið gagnvart fólks- þinginu. Og blaðið »Politiken« hælir »sós- laIdemokrötum« fyrir samvinnuna, ogsegir, að vinstii vilji vera og eigi að vera frjáls- lyndur flokkur (»radikalt Parti«). D a g m a r keisaraekkja, G e o r g Grikkja- konungur ogAlexandra Englandsdrottn- ing dvelja hér nú sem stendur hjá föður sínum Kristjáni konungi. Krúger gamli Transwaalforseti ætlar að fara að gefa út æfisögu sína. Hún á að ná fram að friðarsamningnum og á að koma út í nóvembermánuði samtímis á ensku, þýzku og hollenzku. F 1 ó ð mikið varð á I n d 1 a n d i í þess- um mánuði. Mörg fljót flóðu yfir bakka sfna. 25 þorp skoluðust á burt og 6,000 manns urðu heimilislausir. Það lítur út fyrir uppskerubrest víða á Norðurlöndum í ár. Einkanlega er ástand- ið mjög ískyggilegt norðan til í Noregi, vegna óvenjulega mikilla kulda og hefur verið gerð gangskör að því, að reyna að koma í veg fyrir hallæri, þar af leiðandi. ísland. Eptir K. A. Benediktsson. I. Eg hef átt tal við marga menn um Is- land. Þeir hafa hér um bil undantekn- ingarlaust niðrað landinu, að einu og öðru leyti, og flestir staðið á því fastar en fót- unum, að það ætti enga framtfð fyrir hönd- um. Þeir hafa haft þá skoðun og jafnvel sannfæring, að það þyldi engan saman- burð við önnur lönd. Sumir hafa sagt mér, að Island hefði þar ekki tærnar þar sem Ameríka og önnur góð lönd hefðu hælana. En eg trúi þessu aldrei. Eg hef sjálfur mikla trú á íslandi og framtíð þess. Island hefur margt og mikið til síns ágæt- is, og þó enn þá fleira sem hulið er sjón- um þessarar kynslóðar. Það er eins langt frá því að vera fátækasta landið í heim- inum, eins og sólin er langt frá jörðinni. Eg marka það á jarðmyndunarsögunni, og afstöðu Islands frá öðrum auðugum lönd- um. Landið á mikið af auðæfum, og það er ekki því að kenna, þó þau séu ekki

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.