Þjóðólfur - 03.10.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 03.10.1902, Blaðsíða 3
159 íslenzkar sagnir. Frá Bjarna presti í Möðrudal. (Eptir handriti Gísla Konráðssonar). Að bænhúsinu eða kirkjunni (því gröpt- ur er að henni) að Möðrudal á Fjöllum, er keypt þjónusta af Hofspresti í Vopna- firði1). — Prestur einn var vígður þangað ungur, er sumir ætla Narfi hafi heitið2 *); átti hann sauðfé margt. Húskarl hans hét Bjarni, ungur maður, og gættu þeir báðir sauðfé prests á vetrum, því allmargt var sauðfé prests. Vildi það þá til, er prest- ur hafði allskamma hríð verið í Möðru- dal, að forráðshríð rak á þá prest og hús- karlinn. Kom svo, að prestur dó í hríð- inni, en Bjarni lifði af, og er upp stytti, tók hann bragð það, að hann klæddi sig fötum prests, kom heim og sagði lát hans. Eigi er getið, að annað fólk væri á bæn- um, en kona prests ung, er Rannveig hét, og er talið þeim kæmi það saman, að hann giptisthenni ogteldi sig prest vera. Ejórir eru bæir á Möðrudalsfjöllum, er þá hétu svo: Möðrudalur og Sótastaðir, en síðar var byggður Víðidalur úr Sóta- stöðum og annari jörðu, og þá var hinn fjórði Kjólfell. Prestur var heim fluttur og söng húskarl yfir honum, er sóknar- menn ætluðu aðkominn prest vera, — þekktu og lftið til prests — ogsönghann uú tíðir og sýslaði um önnur prestsverk og kom sér vel og liðu svo 5 vetur, þar til biskup kom þar á kirkjuskoðunarför að sunnan; tjaldaði hann við tún í Möðru- dal og bauð presti að senda í sókn slna að boða fólki til kirkju að koma,.en að morgni bauð prestur biskupi til bæjar og varð þeim þá reikað um kirkjugarð. Bisk- up spyrndi fæti við leiðum og spurði prest á latfnu, hverjir þar og þar væru grafnir, en fyrir því prestur var með öllu ólærður i latínumáli fékk hann engu svarað. Furð- aði biskup það næsta, hve mjög hann hefði niðurtýnt, kallaði hann inn í kirkju og fór að yfirheyra hann.' Varð Bjarna þá lítið fyrir, og kom svo að hann sagði biskupi allt, hversu við vissi um prests- skap sinn. Lét biskup þó enn kyrt vera. Kom messufólk og lét biskup prest stíga i stólinn, og ruglaði hann um daginn að þvf er hann mátti bezt, hafði hann og fundið ýms blöð eptir hinn fyrra prestinn og neytti þeirra á stundum, en orð það hafði álagzt, að optar færi hann með hinn mesta þvætting á stól. Er það til dæma talið, að svo sagði hann eina hvítasunnu, þá hart var og hræfuglar lögðust mjög á lömb hans: »Allt sækir að mér, elsku- leg guðsbörn !, hrafninn, örnin og helvízk- ur kjóinn«. Honum varð og illt til hjóna, fyrir því að opt felldi hann fénað úr hor, þó land væri afar kostugt; var og Rann- veig kona hans hinn mesti svarri. Sagði hann svo með öðru eitt sinn: »Hörmu- legt er að vita, að fala vinnukindur, þær una ei við annað, en skyr og rjóma, en eigi til að hugsa að bjóða þeim grasa- grautinn úr tærasta og bezta vatninu; en sú kemur tíð, að það fær skít, já, það fær ekki skít, já, það fær aldeilis ekki skít; herti hann þá á ræðunni og greiddi ærið hnefahögg stólnum að sýna með þvf röksemd sína. — En eptir messu þá bisk- up var við, sagði hann sóknarmönnum, hversu við vissi allt um prest þeirra og spyr, hvort þeir vildu eigi kjósa sér ann- •an, en eigi kváðu þeir sér skipti falla, er hann hvorki felldi [niður] messur né van- þakkaði þeim gjöld, væri hann og að öðru siðsamur. Lét biskup hann þá halda prestsskapnum og fór á brott síðan. — Það er og sagt, að kerling ein frá Gríms- stöðum á Hólsfjöllum sótti að Möðrudal 1) Möðrudal var lengi þjónað af nágranna- prestum, einkum frá Hofi f Vopnafirði. 1851 var ákveðið, að þar skyldi vera útkirkja frá Hofteigi, en nú eru Möðrudals- og Víði- hólssóknir sérstakt prestakall („Fjallaþing"). 2) Narfi Guðmundsson varð presturíMöðru- dal 1672, að þvf er talið er, næst á undan séra Bjarna, en eigi var hann vígður þang- að, því að hann hafði áður verið lengi prest- ur í Berufirði. Hann var sagður undarleg- ur og forn í skapi. til að taka sakramenti, þótti henni það skemmra en að Skinnastað í Axarfirði; kom hún kveldinu áður og sá drottins- dagsmorguninn, að prestur mokaði flór berum höndum. Sagði hún þá, að mikið væri að þiggja sakramenti afþeirri skepnu. Prestur heyrði, hvað hún mælti og svaraði: »Samur er maðurinn kona, hverju sem hann klæðist«. Þau Rannveig kona hans áttu börn nokkur og einnar dóttur þeirrar fékk sá maður, er Önundur hét. Var þeirra son Bjarni, er menn héldu fjölkunnugan, sem Bjarna prest móðurafa hans. Rannveig dó af barnsförum, kona Bjarna prests, um fimmtugt, en er hún lá nær að bana kom- in, bað hún mann sinn að minnast við sig síðasta sinni; gerði hann það, faðm- aði hún hann þá að sér, og bað hann að gera þá hinnstu bæn sína að giptast eigi aptur fyrir því, að engri kvaðst hún unna þess að eiga hann, en svo hafði hún fast knýtt um hann örmum sínum og haldið dauðahaldi, að aðrir urðu að losa hann úr örmum hennar dauðrar. Eptir það var Bjarni prestur lengi ógiptur, en þó kom svo, að hann kvongaðist. Leið þá eigi lengi áður Rannveig tók aptur að ganga, magnaðist hún jafnan meira og meira, drap hún mjög kvikfénað prests, svo ná- lega varð hann sauðlaus. Dó þá og kona hans skyndilega og fleiri menn; var það allt eignað apturgöngu Rannveigar. Flosn- aði Bjarni upp að lyktum og fór um á á Jökuldal, en Möðrudalur eyddist ai mönnum með öllu og lá síðan í eyði nær 50 vetrum. Gekk Rannveig þar lengi um híbýli, meðan uppi voru. En þau urðu lok Bjarna, er hann var mjög gamall, að hann dó af hesti á milli bæja á Jökuldal og fannst litlu síðar, en hestur hans eigi. — Um þær mundir fór maður af Jökul- dal Möðrudalsöræfi til Möðrudals, eru þau hálf önnur þingmannaleið millum byggða. Kom hann að Möðrudal, er þá var í eyði kominn. Þar sá hann hest með reiðtýgjum bíta í hlaðvarpa, en Rann- veigu sitja í bæjardyrum og prjóna dugg- arabandssokk sinn. Maðurinn hugði það lifandi konu og spyr, hver hestinn eigi. »Hann Bjarni minn átti hann« kvað hún, »eg var að syngja yfir hausamótunum á honum, og sletti eg mér svo upp á klárinn þegar eg var búin«. Sýndist honum þá sem æði ferleg tæki hún að verða, og og hélt burt leiðar sinnar hið hvatasta. Bjarni Önundarson, dótturson þeirra Bjarna prests og Rannveigar, sagði sögu þessa 1 Reykjahlíð og víðar, þá Halldór var þar ungur með foreldrum sínum. Hafa og fleiri menn frá henni sagt. Eigi er getið, að Bjarni Önundarson ætti barna. Varð hann líkþrár að lyktum. [Sögn þessi, eins og hér er skýrt frá henni, er að mörgu Ieyti einkennileg, og sjálfsagt réttari en í Þjóðsögunum I. 293—95. Hall- dór sá, sem hér er nefndur heimildarmaður Gísla, var son Jóns Einarssonar í Reykjahlíð, og bjó f Borgarseli í Skagafirði, er hann sagði Gfsla söguna eptir Bjarna Önundarsyni, svo að hún hefur ekki farið margra á milli. í Þjóðsögunum er séra Bjarni sagður þrí- kvæntur, og hin fyrsta kona hans nefnd Margrét (Möðrudals-Manga) en hin síðasta Ragnhildur(?), en hér mun hermt réttar frá. í prestatali er sagt, að séra Bjarni hafi orðið prestur í Möðrudal 1685, en dáið 1716. Hann var vígður til heimilisprests að Skriðuklaustri 17. sept. 1679, og er svo að sjá, sem hann hafi verið lftt lærður. Nefnir Þórður biskup;hann „heiðarlegan og vel skikk- aðan dándissvein" (ekki „studiosum"). Mun hann hafa þjónað Möðrudal til 1712 eða um það leyti, því að ef trúa má sögunni í Þjóð- sögunum var Möðrudalur f eyði 1714, og apturgangan þar í almætti sfnu, þá er séra Gísli Gíslason vígðist að Desjarmýri. Það mun því áreiðanlegt, að séra Bjarni hafi hröklast fra Möðrudal nokkru fyrir andlát sitt, enda er það beinlínis sagt í þessari sögn. Um það ber sögnum saman, að hann hafi verið lítt, lærður og lítilla manna, pokaprest- ur, en þó fjölkunnugur. Ætternis Bjarna Önundarsonar er hvergi getið í ættatölum, en sennilegt er að það sé rétt hermt, að hann hafi verið dótturson séra Bjarna. Séð hef eg þess getið í óprentuðum skjölum, að Bjarni önundarson hafi verið Iærður f lögum og stundað nám ytra, enda hef eg síðar frétt með sanni, að hann tæki próf í iögum, þótt ekki sé hann talinn í Lögfræðingatali M. Stephensens. Annars er mjög lítið kunn- ugt- um æfiferil hans. H. P.} Brunl. Hinn 27. f. m. kl. 2—3 um nóttina brann hér í bænum skúr, er Ásgeir kaupm. Sig- urðsson átti, og stóð niður við sjó inn undir Rauðará. Var þar skrifstofa og smiðja, og þar var ennfremur geymt ýmis- legt, er heyrir til þilskipaútgerðar verzl- unarinnar, dálítið af peningum í járnskáp, reikningsbækur verzlunarmanna og önnur skjöl. Skápurinn skemmdist allmjög við brunann, svo að þar skemmdist eða ónýtt- ist sumt er f honum var, en ekki kvað samt mikið að því að sögn. Lausaféð var vátryggt fyrir 8000 kr., en húsið fyrir 2— 3000 kr. Það var mannlaust á nóttum og hefur ekkert vitnazt um, hvernig í því hafi kviknáð. ,,Hólar“ komu austan um land 28. f. m. með fjölda kaupafólks af Austfjörðum. Með þeim komu og Halldór Jónsson banka- gjaldkeri úr hringferð kringum land; hafði farið að líta eptir bankaútibúinu á Akur- eyri. Ennfremur kom frk. Guðrún Gud- johnsen frá Húsavík. — Fiskilaust svo að segja var fyrir Norður- og Austurlandi, er »Hólar« fóru þar um. Mjög góður afli í net hefur verið að undanförnu í Faxa- flóa. Fyrir rúmri viku var einn útvegsbóndi í Garði (Finnbogi kaupm. Lárusson í Gerð- um) búinn að fá um 400 í hlut af vænsta netafiski. Hér á Innesjum hefur og aflazt vel 1 net hjá þeim, sem hafa þau, en þeir eru því miður harla fáir. 460 hvali hefur Ellefsen hvalveiðamaður fengið í sumar, flesta fyrir Austurlandi. Hann hefur nú stöð á Asknesi í Mjóafirði. Ann- ar hvalveiðamaður, Bull, er í Hellisfirði og hefur einnig aflað vel. Dálnn er vísindamaðurinn og Islandsvinurinn Konráð Maurer prófessor í Miinchen, hartnær áttræður (f. 1823). Rit hans 1 germanskri og norrænni (forníslenzkri) rétt- arfarssögu eru framúrskarandi að lærdóm og glöggskyggni. GufuskipiO „Riberhus** aukaskip frá sameinaða gufuskipafélag- inu kom hingað í gær. Með því kom Thor Jensen kaupm. og Chr. Schierbeck læknir. Yeðuráttufar í Rvík í ágúst 1902. Meðalhiti á hádegi. + tT^ C. —„ nóttu . + 3.5 „ Mestur hiti „ hádegi. + 13 „ (h. 27.). —kuldi „ —„—•.+ 5 „ (h. 14.). Mestur hiti „ nóttu . + 7 „ —„—knldi „ „ . -+ 2 „ (aðfn.h.17.). Mesta veðurhægð allan mánuðinn; nokk- ur rigning við og við síðari partinn. Má heita einmuna góð tíð um þetta leyti. */x° y. Jónassen. fæst keyptur í Mjóstræti 2. Helga Proppé. Notið Jl'ækifærið. Jörðin BJARNARHÖFN í Helga- fellssveit 1 Snæfellsnessýslu með hjáleigun- um Efrakoti og Neðrakoti og Ámýrum og eyðijörðunum Guðnýjarstöðum, Hrútey og Hafnareyjum (sjá nákvæmari lýsingu i 36. tbl. Þjóðólfs þ. á.), sem er alþekkt ágætis- jörð, er til sölu með góðum kjörum. Menn snúi sér til hr. faktors Richters í Stykkis- hólmi eða cand. juris Hannesar Thor- steinsson í Reykjavík. Ljósmyndaverkstofa Péturs Brynjólfssonar var opnuð fimmtudag 2. október í Bankastræti 14. 300krónur í peningum borgar undirritaður hverj- um þeim, sem kemur því upp, hver valdið hefur brunanum á Sjávarborg nóttina milli þess 26. og 27. f. m. Ásgeir Sigurðsson. Kennsla í hannyrðum. Undirrituð veitir börnum kennslu í munnlegum námsgreinum og handa- vinnu. Lysthafendur gefi sig fram fyir 10. okt. Lækjargötu 6. Kristín Jönsdóttir. og tilbúnir karlmanns- f a t n a ð i r; Buxur 2,95 ogjakkar 2,95. Einn- ig Nærfatnaður í verzlun STURLU JÓNSSONAR. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýs- ingar. WATERPROOFKÁPUR nýkomnar í verzlun Sturlu Jónssonar. undirrituö tek að mér að kenna stúlkum allskonar hannyrðir. Hallfriður Proppé. 2 Mjóstræti 2. Duglegur og reglusamur piltur, sem er vanur kennslustörfum, óskar eptir atvinnu nú þegar við kennslu í prívathúsi hér í bænum. Ritstj. vísar á. Margarine og Ísl. SMJÖR í verzlun STURLU JÓNSSONAR. HADSTULL, vel góða, kaupi eg nú gegn vörum og peningum. Jón Helgason, Aðalstræti 14. J>að mun bopga sig að koma til knnpm. Jóns Helgasonar og líta á sýnishorn af fallegum og hald- góðum fataefnnm, Sjölnm, Skyrtuin og Teppnin, nnnið úr ísl. nll í góðri verksmiðjn. DC Allir sem til þekkja, koma þang- að með sínar nllarsemlingar. Virðingarfyllst Jón Helgason. Aðalstræti 14 (fyrverandi Sturlu-búð). VATRYGGINGARFÉLAGIÐ ,SUN4 í Lundúnum (stofnað 1710) tekur að sér með sanngjörnum kjörum ábyrgð á húsum, allskonar áhöldum og inn- anstokksmunum, fénaði, er inni brenn- ur og skipum, sem í höfn eru eða á land eru sett. Aðalnmboðsmaður á íslandi Dr. Jón Þorkelsson yngri í Reykjavik. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. tfieol. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.