Þjóðólfur - 10.10.1902, Blaðsíða 1
54. árg.
Reykjavík, föstudaginn 10. október 1902.
Jfo 41.
Bið j ið ætí ð um
OTTO M0NSTED'S
DANSKA SMJÖRLÍKI,
sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör.
Yerksmiðjan er liín elzta og- stærsta í Danmörkn, og býr til óefað hina beztn
vörn og ódýrnstu í sainanbnrði við græðin.
■c: Fæst hjá kaupmönnum. ^
Útlendar fréttir.
Kaupmannaliöfn 27. september.
Búaforingjarnir (Botha, de Wet og
Delarey) eru nú farnir burtu af Englandi
yfir til Hollands. Með því að þeir fengu
ekkert fullnægjandi svar hjá Chamberlain,
hafa þeir nú afráðið að snúa ser í aðra
átt. Þeir hafa sent út áskorun til Ev-
rópu og Ameríku um að hlaupa nú und-
ir bagga með Búum með fjárframlögum.
Eymdina þar í landi segja þeir meiri en
með orðum verði lýst. »Hús vor og allt
iausafé er brennt eða eytt á annan hátt,
ávaxtatrén höggvin niður, mylnurnar
skemmdar og öll alidýr annaðhvort drep-
in eða flutt á brott. Vér hötum ekkert
eptir, landið er auðn ein. Stríðið hefur
einnig útheimt margar slátrunarfórnir, og
um allt landið kveður við eymdaróp ekkna
og munaðarlausra barna«. Styrkur sá (3
milj. pd. sterl.) sem Englendingar veittu
Búum við lok ófriðarins, nær því harla
skammt. En hálfóviðkunnanlegt er það
fyrir Englendinga, að leita þurfi til ann-
ara til þess að bæta úr því tjóni, sem
hlotizt hefur af ófriði, er þeir hafa varið
svo hundruðum miljóna punda skiptir til
að heyja. Auðvitað leggja Englendingar
sjálfir til drjúgan skerf, ef þeir þá ekki
skyldu firtast af því að foringjarnir sendu
áskorunina út frá Amsterdam, en ekki
meðan þeir voru á Englandi.
Jarðarför Henríettu Belgíudrottn-
ingar fór fram 22. þ. m. Einungis kon-
ungur og nánustu ættmenn voru viðstadd-
ir, en aptur á móti engir fufltrúar frá
öðrum ríkjum, eins og vandi er við slík
tækifæri. — Meðan drottning var á lík-
börunum kom fyrir atvik, sem vakið hef-
ur töluvert hneyksli. Eins og áður er
getið dó drottningin skyndilega og voru
engir ættmenn hennar nærstaddir í Spa,
þar sem hún lézt. Þá er þeir fengu fregn-
ina flýttu þeir sér að koma, og meðal
þeirra var Stefanía dóttir hennar, er forð-
um var gipt Rudolf ríkiserfingja í Austur-
ríki. En þá er hún var nýkomin og hafði
kropið niður við banabeð móður sinnar,
kom Leopold konungur. En er hann fékk
að vita, að Stefanía dóttir hans væri fyrir,
neitaði hann að fara inn, fyr en hún væri
farin í burtu. Hún varð auðvitað að gera
það. Orsökin til þessa var sú, að Stefanía
prinsessa hafði eptir dauða Rudolfs prins
giptzt aðalsmanni einum, Lonyay greifa,
og sleppt þar með prinsessutigninni. Þetta
þótti konungi svo mikil niðurlæging fyrir
dóttur sína, að hann vildi ekki leyfa henni
að vera í návist sinni eitt augnablik. Hún
fók auðvitað heldur ekki þátt 1 jarðar-
förinni.
Bandarlkjastjórn hefur sent stórveldun-
um, sem skrifuðu undir Berlfnarsáttmál-
ann 1878, tilkynningu um það, að Gyð-
ingar sættu ranglátri meðferð í Rúmeníu,
þótt svo væri til orða tekið í sáttmálan-
um, að fullkomið trúarbragðafrelsi skyldi
vera þar 1 landi. Þetta ákvæði hefur um
langan tíma verið brotið. Gyðingar þar
1 landi eru um 400,000. Þeir eru útilok-
aðir frá öllum embættum, og þeim yfir
höfuð bægt frá allri æðri menntun. Einn-
ig eru ýras höpt lögð á atvinnufrelsi
þeirra. N'ú er eptir að vita, hvort stór-
veldin skeyta þessu og hlutast nokkuð til
um mál Gyðinga í Rúmeníu.
Austan til á Sikiley, í héruðunum Cat-
anfa og Modica hefur geisað hvirfil-
bylur, er gert hefur allmikið tjón á hús-
um og járnbrautum. Einnig hafa nokkr-
ir menn farizt. Eldgos hafa komið upp
á tveim stöðum í Evliaeyjunum og menn
eru jafnvel smeikir við, að Etna fari að
láta bæra á sér.
Jarðskjálptar hafa verið allmiklir í
Turkestan 1 lok ágústmánaðar og byrj-
un septembermánaðar. Fjöldi manna í
mörgum þorpum þar beið bana.
Markverður forngripur hefur fund-
izt fyrir skömmu hér í Danmörku (í Odsher-
red). Það er mynd af sólinni 1 vagni með
hesti fyrir. Myndin er öll úr bronze, en
sólin er lögð gulli öðrumegin. Af skrauti
því, sem er á sólarmyndinni ráða menn,
að myndin muni vera gerð hér um bil
1000 árum f. Kr., og því um 3000 ára
gömul.
Til viðbótar skal þesss getið, að áð-
ur en »Laura« fór frá Leith fréttist, að
frakkneski rithöfundurinn Emile Zola
hefði látizt 29. f. m., hafði kafnað í gas-
lopti, sem opt hefur orðið mörgum að
bana, þá er það gleymist að skrúfa fyrir
gasið, áður en menn fara að sofa. Zola
var 62 ára gamall, og frægastur skáld-
sagnahöfundur Frakka síðan Victor Hugo
leið. Síðasta skáldsaga Zola, semveriðvar
að gefa út, er hann lézt, heitir »Verité«
(»Sannleikurinn«) Og er skáldleg frásaga
um Dreyfusmálið.
Alexander Kjelland, sem lengi hefur ver-
ið borgmeistari í Stafangri, er orðinn amt-
maður í Romsdalsamti.
ísland.
Eptir K. A. Benediktsson.
II.
(Síðari kafli).
Til þess að ísland komist inn á braut
framfara og velmegunar, þá þarf þjóðin
að umskapast. Hún þarf að menntast, og
nýr hugsunarháttur þarf að festa rætur hjá
henni, vaxa upp og bera ávexti. Það er
svo sem ekki mót von, þó þjóðin sé þröng-(
sýn og hægfara. Orsakirnar finnast á hverri
blaðsíðu í sögu hennar. Engu síður er til
gull í þjóðinni eins og landinu, og hún
á fullt eins mikla hæfileika fólgna í sér,
eins og nokkur þjóð í heimi. — Fyrir breyt-
ingu á hugsunarhætti þjóðarinnar verða
einstaklingarnirað gangast. Þeir verða að
gera það með menntun, og sýnilegum og
áþreitanlegum dæmum í verkfræði oghag-
nýtni landsins. Það þarf að fá meira starf-
svið handa þjóðinni, meiri starfslaun,
skemmtilegri vinnuaðferð, og notkun verk-
véla, og umfram allt meiri ánægju og trú
á landinu og sjálfri sér. Það er lffsspurs-
mál, að lækna ótrúna og vonleysið hjá öll-
um þjóðum, er þjást af þeim sjúkdómi.—
Til að byrja á stórum fyrirtækjum þarf
ísland að fá sér peninga, og þá má til að
fá í byrjuninni. Eg get ekki séð nokkuð
á móti því, að ísland fái sér starfsfé sem
önnur lönd. Ef allt fer eins illa og það
getur farið, þá yrði landið gjaldþrota. Þá
er þó tilraunin að bjarga sér, til í sögunni,
og allt er betra en deyja ráðalaus. En eg
er viss um, að slíkt kæmi ekki fyrir. Is-
lendingar eru eins góðir búmenn og aðr-
ir, þegar þeir eru búnir að læra búskapar-
lagið af nágrönnum sínum. Svo mundu
þeir reynast í þessu máli. En sé þeim
sem þjóð virkilega ómögulegt að lifa upp
á sínar eigin spýtur, þá er bezt að fá að
vita það sem allra fyrst, því þá verður
þjóðin ómöguleg sem þjóð, og þá er bezt
að hún hverfi sem allra fyrst inn í aðrar
þjóðir. En slíkt eru fjarstæður sem engri
átt ná.
ísland ætti að taka Nýja Sjálands stjórn-
arfarið sér til fyrirmyndar, að svo miklu
leyti, sem það getur átt við á íslandi. Næst
þvf verklega þarf Island að efla peninga-
magn í landinu og bæta verzlunarviðskipt-
in. Það þarf að láta heimsmarkaðinn taka
meira tillit til sín en hann hefur gert hing-
að til. Island þarf að koma upp öflugu
bankafyrirkomulagi, oglofaöllum peninga-
verzlurum að hafa frjálsan aðgang að pen-
ingaverzlun. Með lögum og stjórnmennsku
ætti það að geta tryggt landsbúum holl
peningaviðskipti og peningamönnum sæmi-
lega arðberandi viðskipti. Sömuleiðis ætti
landið að eiga nægilega stór ogöfluglífs-
ábyrgðarfélög fyrir þjóðina, með aðgengi-
legum kjörum. Það ætti að koma á fót
brunabótafélögum fyrir alla í landinu. og
útlánsfélögum, er lána peninga út á hús
og lóðir í bæjum og kaupstöðum, er gerði
viðskiptin auðveldari og fljótari. Þessi fé-
lög heldu peningunum í landinu, og gæfu
mörgu fólki atvinnu, sem vel yrði þegin.
I.andið þyrfti að efla landbúnað og sjá-
arútgerð á allar lundir. Koma upp sýn-
ingum og veita verðlaun þeim sem bezt
gerðu. Það er að segja landsstjórnin þarf
að búa þjððbúinu og efla einstaklinginn,
í staðinn fyrir þann öfuga landsstjórnarbún-
að, að láta einstaklinginn búa fyrir lands-
sjóð og embættismenn. Slíkt athæfi er
langt á eptir þessum tíma.
Landsstjórntn ætti að gera aðskilnað á
ríki og kirkju sem allra fyrst, — fækka
prestum en fjölga læknum, — afnema að
mestu eða öllu sveitarútsvörin, sem eru
argasta hneyksli þessa tíma. Aptur ætti
landssjóður í sambandi við kaupstaði og
sveitirað komaupp munaðarleysingja-heim-
ilum, — afnema sem allra mest af lands-
sjóðs bitlingum, og einkanlega skáldastyrk,
sem er hróplegt hneyksli, og engu ærlegu
skáldi samboðinn (Um það skrifa eg síðar).
Um samgöngur innanlands og utan þurfa
Islendingar að breyta, auka vegi og bæta
innanlands, en fá tfðari of fljótari ferðir á
milli útlanda,ogkringum landið. Sömuleiðis
að koma upp fregnsambandi við umheim-
inn hið allra bráðasta. Af líkum að ráða,
er firðboða aðferð signor Marconi sú lík-
legasta, sem ísland gæti tekið upp um þess-
ar mundir.
Að öllu þessu þarf þjóðin að flýta sér,
ef hún ætlar ekki að deyja og hverfa út
af þjóðtölulistanum. Verklega þekkingin
þatf að ganga á undan öllu, og ætti Is-
land að fá hana sem mest frá Ameríku.
Það er auðveldast. Hún er fullkomnust
og mest til þar. Þar eiga íslendingar
nokkurskonar nýlendu. Það væri hollasta
menningarstefnan, sem Islandi gæti hlotn-
azt, ef sú stefna og löngun kæmist inn
hjá þjóðinni, að ungir menn færu til Ame-
ríku 2—6 ár, og lærðu þar verkfræði og
þessa tíma búverk, flyttu þá þekkingu heim
til ættjarðarinnar, og létu hana njóta ávaxt-
anna af lærdómi sínum. En til þess þarf
hugsunarhátturinn að breytast bæði austan
hafs og vestan. Austur-íslendingar skoða
oss hér langt fyrir neðan sig, skoða oss
jafnvel fyrirlitlega og einskis nýta, en standa
oss þó hvergi á sporði, ef til þrautarætti
að leika í þessa tíma þekkingu. Við er-
um komnir fram úr þeim, þó þeir geti ekki
viðurkennt það. Á hinn bóginn hefur
Island fengið hnútur frá sumum' og jafn-
vel álas, héðan að vestan. Þess vegna er
samvinna engin á meðal þjóðflokkanna.
Enda passa Austmenn sig með það að láta
oss ekki offitna af vinskap sínum og bróð-
urlegum atlotum. Það er því ekki árenni-
legt fyrir mann héðan að vestan, að rétta
föðurlandinu hjálparhönd, hversu vel sem
hann væri fær til þess, og langaði til að
gera það. Samt eru margir góðir dreng-
ir hér, sem unna ættlandi sínu af alhug
og einlægni, og vildu fegnir verja kröpt-
um sínum í þjónustu þess, ef nokkuru tauti
væri hægt að koma á við málspartana.—
Stjórnin á íslandi gerir ekkert til að laða
að sér fólk héðan að vestan. Það er ekki
svo mikið, að hún komi því til leiðar við
fólksflutningafélögin, að menn héðan geti
komizt til íslands fyrir sama fargjald og
hingað. Það er henni auðvelt, og mundi
leiða til mikils, ef hún gerði það. Og það
mundi verða öflugt spor 1 þá átt, að Is-
lendingar hyrfu heim aptur, þegar þeir
væru búnir að læra hér verkfræði og iðnað.
Þegar Island væri komið í líkt horf og
hér er bent á, þá er það ekki ólfklegt, að
um innflutninga mætti fara að ræða. Sú
stefna rlkir nú meðal mestu framfaraþjóð-
anna, að undirrót framfara og auðsæld-
ar sé fólksfjöldinn og innflutningar. Það
er nóg landrými á Islandi, og kæmi þar
fram námavinna — sem kemur fyr eða sfð-
ar — þá geta fleiri miljónir manna lifað á
íslandi. Það er engum efa undirorpið, að
fá mætti þá fjölda fólks að flytjaþangað.
Og ekki mundi skörpum og duglegum inn-
flutninga agentum í Amerlku blæða það 1
augum, að fá nokkra tugi þúsunda til að
flytja til Islands úr Norðurálfunni og víðar.
Þegar þjóðin þar væri komin inn á sömu
braut og aðrar þjóðir, er standa í þessa
tíma sambandi við menningarstrauminn,
þá yrðu innflutningar til fslands ekki ein-