Þjóðólfur - 10.10.1902, Blaðsíða 4
164
BW U ppboð. "^f
Miðvikudaginn 15. þ. m. kl. u. f. h. lætur kaupmaður B. H. Bjarnason
selja tóma kassa, tunnur, olíuföt úr járni, smíðatól m. m. á uppboði, sem fer
fram í portinu fyrir austan húsið M 7 í Aðalstræti. Að því búnu verður upp-
boðinu haldið áfram í leikllúsi kaupmanns W. 0. Breiðfjörðs og þar seld
ýms mjög' vönduð húsgögn úr hnotttré og eik svo sem : Buffet’ með
hurðum úr Maríugleri, Anrette’borð, bókaskápur, borðstofubekkur með mekka-
fóðri og útskorinni hyllu, hornsófa með mekkafóðri, stólar leðurvarnir, Schwarz-
walderklukka úr eik, mjög góður gripur, steinolíuofn, fallegir „ballance‘‘lamp-
ar úr kopar og smíðajárni og majolica, blómsturborð, mikið af snotrum skart-
hlutum, myndaspjöld, eldhúsgögn m. m.
Langur gjaldfrestur.
**■««»*
Mustads norska
smj örliki
er nú að nýju komið með „LAURA" og fæst aptur til kaups hjá
flestum kaupmönnum.
Reynið það og þér munuð ekkert annað
smjörlíki borða.
I
ca
DC
ro
□Q
-<
•<
-UJ
>■
o
í—
co
fcxD
O
1
>0
s*;
00
t
I Skóverzlunina f
5 Bröttugötu 5
Kom nú með „LAURA" mikið af
♦• SKÓFATN AÐI •♦
KARLMANNSSKÓR og STÍGVÉL —KVENNSKÓR marg. teg.
BARNASKÓR og STÍGVÉL — DRENGJASKÓR og STÍGVÉL.
MORGUNSKÓR — FLÓKASKÓR — GALOSCHER o. m. fl.
Virði ngarfyl lst. ■
M. A. Matthiesen.
<
Sb
3
a
v
Qi
c
>
c
CO
Ch
r+i
P
r-t-
3
flJ
Qi
C
2
5'
3
CD
-í
<
CD
Viðarverzlun
Bjarna J ónssonar
hefur með skipinu „OLGU I*AXJLXNE“, sem kom beint frá Halm-
stað í Svíaríki fengið söguð tré af öllum sortum, panel og
plægðan Borðvið.
////////////////////////////
= Ú RSMID U R =
Pétur Sighvatsson
á DÝRAFIRÐl.
gerir við og selur Úr og Klnkkur, Bnro-
metra, Kíkira, Oleraugu, (hita og kulda)-
Mælira, Kapsel, Hringi, Brjóstnálar,
margskonar Úrfestar úr Silfri, Gullpl. og
Nikkel m. m.
Allt mjög rnndaó og ódýrt.
Eg hef árum saman dvalið erlendis
og get því boðið betri kjör en nokkur
annar.
Skósmiður
Eigill Eyjölfsson,
Laugaveg 31,
bætir kjör manna, með því hann selur
skótau ódýraraen aðrir.
C Sjóstígvél c kr. 2,00 ó d ý r-
ari en hjá öðrum.
Það mun borga sig
að koma til kaupm. Jóns Helgasonar og
líta á sýnishorn af fallegum og hald-
góðum fataefnum, Sjöliim, Skyrtum og
Teppum, unnið úr ísl. iill í góðri verksmiðju.
jj#— Aliir sem til þekkjn, koma þnng-
að með sínnr nliarsendingnr.
Virðingarfyllst
Jón Helgason.
Aðalstræti 14 (fyrverandi Sturlu-búð).
LAMPAR
af mörgum tegundum komu nú með
Laura í verzlun
Sturlu Jónssoar.
Þegar eg var 15 ára að aldri, fékk
eg óþolandi tannpínu, sem eg þjáðist
af meira og minna í 17 ár ; eg hafði
leitað þeirra lækna, allopathiskra og
homöopathiskra, sem eg gat náð í, og
að lokum leitaði eg til tveggja tann-
lækna, en það var allt jafnárangurs-
laust. Eg fór þá að brúka Kína-Lífs-
Elixír, sem búinn er til af Valde-
mar Petersení Friðrikshöfn, og
eptir er eg hafði neytt úr þremur flösk-
um varð eg þjáningarlaus og hef nú f
nær tvö ár ekki fundið til tannpínu.
Eg get af fullri sannfæringu mælt með
ofannefndum Kína-lífs-elixír herra Valde-
mars Petersens við alla sem þjáðst af
tannpínu.
Margrét Guðmundsdóttir.
Ijósmóðir.
KÍNA-LIFS-ELIXIRINN fæst hjá íiestum
kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll-
hækkunar, svo að verðið er öldungis sama
sem fyr, 1 kr. 5° a. flaskan.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn
ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir
V P.
að líta vel eptirþví, að þ - standi á flösk-
unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá-
setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji
með glas i hendi, og firmanafnið Walde-
mar Petersen.
42
dálítinn tíma, því eg hugði, að samfundum þeirra hefði af tilviljun bot-
ið saman og að Aiken hefði ef til vill haft á réttu að standa.
Hún var önug og reið daginn eptir.
„Hversvegna má eg eigi vera uppi á þilfarinu um nótt, ef mig lang-
ar til þess", sagði hún.
„Faðir yðar mundi vera því mótfallinn", sagði eg. „Þér eruð undir
umsjón minni og eg ber ábyrgð á breytni yðar", bætti eg við um leið
og eg leit blíðlega til hennar.
„Munduð þér banna öðrum stúlkum, er væru farþegar á skipinu, að
vera uppi á þilfarinu um nótt?"
„Þér skuluð fá vilja yðar framgengt í sérhverju því, er yður er fyr-
ir beztu", sagði eg.
Hún leit glettnislega til mín, því næst andvarpaði hún og virtist verða
snögglega mjög hrygg.
Eg hygg, að hefði eg eigi séð hana með Aiken, þá hefði eg þegar
í stað borið upp bónorð mitt til hennar.
Næstu viku var henni svo gramt í geði, að hún svaraði engu, þótt
eg yrti á hana. Stundum virtist mér, sem hún hefði grátið í einrúmi,
en þó gat eg eigi talið sjálfum mér trú um, að svo væri. Farþegarnir
hugðu, að eitthvað gengi að henni og minntust á það við mig. Skips-
læknirinn talaði við hana og því næst sagði hann við mig einslega:
„Hún virðist hafa óbeit á Indlandi og vill fara heim“. Eg hugði
að bezt væri að leyfa henni að fara heim aptur, en fyrst yrði hún þó,
að koma til Indlands og þar mundi koma til minna kasta að tala máli
hennar við séra Jósep Moxon.
Einn morgun, er við sigldum fram hjá Góðrarvonarhöfða, vaknaði
eg við, að barið var á dyrnar hjá mér; undirstýrimaðurinn kom inn,
og hafði hann meðferðis kvennhatt og vasaklút.
„Eg hefi fundið þessa hluti við siglutréð, eg veit eigi hvernig þeir
hafa borizt þangað, en eg hygg, að það sé ills viti".
Eg stökk á fætur hálfklæddur, tók hattinn í hönd mér og fór með
hann að glugganum, til þess að virða hann vel fyrir mér; komst eg brátt
43
að þeirri niðurstöðu, að það var hattur ungfrú Minnie. Eg tók einnig
klútinn og sá eg, að stafirnir M. M. voru saumaðir í hann. Þetta var
nægilegt. Eg alklæddi mig í snatri og gekk inn í salinn.
Það fyrsta, sem eg gerði, var að senda undirstýrimanninn til mat-
seljunnar. Hún kom skjótt og skipaði eg henni, að vita, hvort ungfrú
Minnie væri i svefnklefa sínum og hvernig henni liði.
Hún skundaði brott, kom aptur að vörmu spori náföl og sagði:
„Svefnklefi ungfrú Minnie er mannlaus".
Mér kom þessi fregn eigi óvart, en samt hafði eg ákafan hjartslátt,
er eg gekk hljóður með matseljunni inn í rúmklefa ungfrú Minnie; eg
litaðist þar um í snatri og kom auga á bréfmiða, er hún hafði ritað tii
mín á þessa leið :
„Eg er södd lífdaga og hefi ákveðið að svipta mig lífinu, þvíhugs-
unin um að lifa með séra Jósep Moxon í Junglepore, jafnvel stuttan tíma,
hefir orðið mér of þungbær, og þar að auki eruð þér svo harður og
grimmur við mig. Verið þér sælir og eg þakka yður fyrir allt gott mér
í té látið; eg bið yður að bera föður mínum kveðju mína, þegar þér
hittið hann næst, og segja honum, að eg hafi elskað hann og blessað
allt til minnar hinnstu stundar".
„Guð minn góður, hún hefur framið sjálfsmorð", kallaði eg.
Eg varð utan við mig af undrun og sorg, og las eg miðann hvað
eptir annað; en mér til hugsvölunar hugði eg, að það gæti þó átt sér
stað, að þetta væri gaman, er hún vildi að síðar yrði í frásögur fært.
Því næst tók eg að rannsaka þetta til hlítar. Eg vakti Aiken og sýndi
honum miðann; spurði eg hann, hvort hann hefði séð ungfrú Minnie uppi
á þilfarínu, nieðan hann var á verði og hvort hann gæti eigi hjálpað mér
til að leiða sannleikann í ljós. Hann las miðann, horfði á mig náfölur
og gat eigi komið upp einu orði; hann sagði, að engin stúlka hefði kom-
ið upp á þilfarið á meðan hann hefði verið á verði og að hann hefði
eigi talað eitt orð við ungfrú Minnie síðan um nóttina, er eg hitti hann
með henni og lofaði honum duglegri ráðningu, ef hann gerði slíkt framar.
Nú var kominn morgun, og komu farþegarnir út úr svefnklefunum;