Þjóðólfur


Þjóðólfur - 17.10.1902, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 17.10.1902, Qupperneq 1
Þ JÓÐÓLFUR. Reykjavík, föstudaginn 17. október 1902, M 42. Biðjið ætíð u m OTTO MONSTED'S “ DANSKA SMJÖRLÍKI, sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Verksmiðjan er hín elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina heztu vörn og- ódýrnstu í samaubnrði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. 54. árg. Takið eptir! ----——»girgiTi«i»imniinm»i»i»i«iO-—- ÞJÓÐÓLFUR 1903. Við næsta nýár (1903) hefst 55. árgang- ur Þjóðólfs. Þeir, sem gerast nýir kaup- endur að þeim árgangi fá ókeypis Jþennan síðastafjórðung árgangs- ins til ársloka 1902 (13 tölu- b1ö ð) og þar að auki um leið og þeir borga 55. árgang tvenn sögusöfn blaðsins sérprentuð (11. og 12. hepti), rúmar 20 0 bls. með ágætum skemmtisögum. Nýir útsölumenn, er útvega 5 nýja kaup endur og standa skil á andvirðinu, fá enn fremur auk venjulegra sölulauna í þokkabót eitt emtak af íslenzkum sagnaþáttum er annars kosta 1 kr. 50 a. fyrir kaup endur Þjóðólfs, en 2 kr. fyrir aðra. Sögu rit þetta er mjög skemmtilegt, og fróðlegt mjög hentugt til upplesturs á vetrarkveld um í sveit. Nýir kaupendur Þjóð- ólfs eru beðnir að gefa sig fram sem fyrst. Dr. Finnur og kosningalögin. Hlægilegar valtýskar grillur. Kosningaskjálftinn hefur nú þegar gagn- tekið svo valtýska aðalmálgagnið hér í bænum, að það riðar á fótunum af tauga- titringi og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Það sér vofur um hábjartan dag, og hyggur alstaðar óvini sitja í hverri krá og kima með axirnar reiddar, til að höggva burtu allar »rætur« úr valtýska liðinu á næsta vori, því að enn hefur ekki öxin verið til fulls reidd að rótum þess, og því á eld varpað. Og fremstur þar í flokki á að vera dr. Finnur Jónsson. Hann kvað nfl. sitja á seiðhjalli út í Kaupm.höfn og vera að gala þar galdra yfir frv. um leynilegar kosningar, er þingið afgreiddi í einu hljóði. Og hann á auðvitað að vera magnaður af einhverjum héðan að heiman, úr heima- stjórnarflokknum náttúrlega, þvf að þeim flokk á að vera meir en lítið kappsmál að koma þessu frv. fyrir kattarnef. Þeir láta það berast út Valtýingarnir, að við leynilegar kosningar verði þingið al- skipað mönnum úr þeirra liði, eða þvf sem næst, en annars megi hamingjan ráða hvernig fari, því að þeir hamli ekkert upp á móti hinum þrjótunum, er þeir mætist á orðaþingi og kosning fari fram í heyranda hljóði. Og meðþvíað Valtýingarnir séu fyrstu feður frumvarpsins, þá sé svo sem ekki að því að spyrja, hve vel hinum sé við það, þeir hafi bara dragnast með sakir þess, að þjóðin hafi verið orðin svo ólm að fá þessa breytingu.. Kærleikurinn og fylgið við frv. hefði allt verið Valtýinga meginn og þar fram eptir götunum. Nú er bezt að athuga, hversu mikið vit er í þessum staðhæfingum valtýska liðsins, og mun þá takast að sýna fram á, hvernig það sí og æ leitast við að blekkja landslýðinn gegn betri vitund til að reyna að skara eld að sinni köku. Það er að vísu satt, að það voru val- týskir þingmenn, sem fyrst báru þetta frv. fram á þinginu 1901, en það er í sjálfu sér ekki svo mikillar þakkar vert, því að töluverð hreyfing var þá komin á málið, og leynilegar kosningar lögleiddar í Danmörku, svo að breyting þessi lá því svo að segja f loptinu. Auk þess hefur frv. verið afarmikið breytt frá því, sem það var í fyrstu, því að það var satt að segja hrákasmfði á því, eins og eðli- legt var, því að lagabálkur þessi er vandameiri en svo, að ætlazt verði til að einstakir þingmenn geti gert hann viðun- anlega úr garði. Það er í rauninni stjórn- arstarf. En þótt frv. hafi verið mikið breytt í ýmsum atriðum, þá stendur það at- riðið einmitt óhaggað, sem valtýska mál- gagnið nú er að gefa í skyn, að dr. Finnur(!) ætli að láta verða því að falli hjá stjórn- inni nfl. 50 kr. veðið, sem þingmannaefn- in eiga að setja um leið og þau bjóða sig fram. Sé þetta sú meinloka í frv., er geri það óhæft til staðfestingar, þá er það sannarlega engum öðrum en Valtý- ingum að kenna, að hún stendur þar, því að þetta var í frv. upphaflega frá þeirra hendi. Ekki er það »fleygur«, sem heima- stjórnarmenn hafa hleypt inn í það. Nú erum vér svo sanngjarnir að geta þess ekki til, að Valtýingar hafi sett þetta í frv. til þess að láta það verða því að falli, heldur mun sannleikurinn sá, að hvor- ugur flokkurinn hefur haft neitt við þetta að athuga, enda hefur enginn lögfræðingur hvorugu megin minnzt á það. (Skyldu það hafa verið þegjandi samantekin banaráð af beggja hálfu ?!!) Vér munum ekki ept- ir, að á þetta atriði hafi neitt minnst verið í þingræðum, og í nefndunum í n. d. (bæði 1901 og 1902) var að eins talað um, hvort ekki væri rétt að hækka þetta gjald að mun, t. d. upp í 100 kr., en alls ekki um, að þetta ákvæði væri neitt athugavert í sjálfu sér. En svo er það snemma í sept., þá er fregn var komin um það til Hafn- ar, að frv. væri samþykkt, að dr. Finnur getur þess í »Politiken«, að þetta ákvæði geti verið varhugavert, með því að ekki sé gert ráð fyrir sllku kjörgengisskilyrði f stjórnarskránni. A þessu einu byggir val- týska málgagnið það, að dr. Finnurséað brugga frv. banaráð, og þessu muni hafa verið spýtt ( hann héðan að heiman. Það er fremur sennilegt eða hitt þó heldur, þar sem þetta hafði aldrei borizt á góma hér. Byggi dr. F. þetta á öðru en sinni eigin hugsun, sem líklegt er, þá mun það vera frá dönskum lögfræðingum komið, ef til vill frá ráðgjafanum sjáltum. Oger til lftils að berja þá vitleysu blákalt fram, eins og valtýska málgagnið, að það sé heimastjórnarflokknum að kenna(!) ef frv. verður 'ekki staðfest, sakir ákvæðis, sem Valtýingar sjálfir hafa sett í það. En hvernig ráðgjafinn líturáþetta, það geta sannarlega hvorki heimastjómar- menn né Valtýingar ráðið við. Þar munu báðir standa alveg jafnt að vfgi. Þyki ráðherranum þetta vera í mótsögn eða ekki í samræmi við stjórnarskrána, þá er víst varla unnt að breyta þeirri skoðun hans, enda mun hann naumast hafa öðl- azt hana frá dr. Finni. Vér getum ekki séð, hvað Valtýingar geta grætt á því, að vera að fleka þessari heimsku framan í fólk, að dr. Finnur, innblásinn héðan að heiman, sé að róa í ráðgjafann til þess að staðfesta ekki þetta frv. Fyr má nú vera einfeldningsháttur, en að ímynda sér að fólk trúi öðru eins bulli. Og að því er snertir fullyrðingu valtýska málgagnsins um allshugarfylgi valtýska flokksins við þetta frv., þá er þvl svo hátt- að, að eini maðurinn f neðri deild í sum- ar, sem virtist hafa verulega horn í sfðu frumvarpsins, og var auðsjáanlega mein- illa við það, þótt hann væri að slá úr og í, og þ æ 11 i s t því hlynntur, það var Guð- laugur sýslumaður. Það þarf ekki annað en að lesa hina löngu og garralegu ræðu hans í B-deild Alþt. 1902 44.—51. d. til að sannfærast um, að óvild gegn málinu 1 heild sinni er þar látin bitna á nefnd þeirri, er hafði það til meðferðar. Sama manni var og heldur ekki sérlega annt um að flýta mjög fyrir því á þinginu 1901. Það er oss kunnugt um. Því fer nfl. harla fjarri, að þetta mál sé sérstaklega nokk- urt áhugamál Valtýinga, og það er held- ur ekkert sérstakt áhugamál hins flokks- ins, vegna þess, að það eptir eðli sínu er ekki og getur ekki verið flokksmál. Báðir flokkar standa því alveg jafnt að vfgi og óháðir gagnvart því, nema hvað ö 11 u heldur væri ástæða fyrir heimastjórnar- flokkinn, að leggja verulega áherzlu á, að málið næði fram að ganga, og að kosið yrði leynilegum kosningum á næsta vori, því að á því leikur lítill vafi, að sá flokk- ur mundi einmitt græða mikið við þær kosningar, en hinir tapa, sakir þess, að við síðustu kosningar varð niðurstaðan sú, að valtýsku kandídatarnir munu hafa átt sárfáa kjósendur, er heima sátu og ekki sóttu kjörfundi, en heimastjórnarmenn miklu fleiri, vegna þess að kosningaróðr- inum frá Valtýinga hálfu var beitt þannig, að þar sem ekki var unnt að vinna kjós- endur til að kjósa kandídatana þeirra, þá var öll áherzlan lögð á að setja þá kjós- endur heima, og það mun allvíða hafa tekizt. Að minnsta kosti er oss kunnugt um, að í sumum kjördæmum hér nærlend- is komu flest eða öll kurl til grafar Val- týinga meginn. Það er því dálítið hæpið fyrir þá að »spekúlera« við leynilegar kosn- ingar f þeim, sem heima sátu síðast. Það eru einmitt Valtýingar, sem mættu gleðj- ast yfir því, ef kosningalögin yrðu ekki staðfest að þessu sinni, því að þeir mundu miklu fremur falla við þá kosningarathöfn en hina eldri. En það er auðvitað hyggi- legt af þeim, ef lögin verða ekki staðfest að hafa vaðið fyrir neðan sig til þess að geta afsakað væntanlegan ósigur með hefði, hefði, að hefðu leynilegar kosn- ingar verið, þá hefðu þeir unnið. Lítið er lítið. Heimastjórnarflokkurinn á þingi vildi f heild sinni gjarnan óska, að lögin yrðu staðfest, og að kosið væri eptir þeim næsta vor, til þess að það sæist .berlega, hvoru meginn sannarlegt fylgi þjóðarinnar væri, því að heimastjórnarmenn eru ekki smeikir við þann úrskurð, vita, hvernig hann mundi falla. En hvort lögin verða stað- fest eða ekki, um það mun hvorugur flokk- urinn engu ráða. En verði þeim synjað staðfestingar, mun það naumast verða vegna 50 kr. veðsins eins, heldur að lík- indum fremur vegna þess, að lögin eru ekki sniðin eptir dönsku kosningalögunum, held- ur mestmegnis eptir kanadiskum lögum. Vér getum ímyndað oss, að Alberti þætti þ a ð versti gallinn, og lögin óhafandi vegna þess. Enekki verður heimastj,- mönnum heldur um það kennt. Hugleiðingar um höfuðstaðinn. Eptir Ævar gainla. I. Það ber sjaldan við, að ferðamenn, er koma til höfuðstaðarins og dvelja þar lengri eða skemmri tíma, finni köllun hjá sér til að láta opinberlega í ljósi álit sitt á þess- um höfuðstað landsins, en eg verð samt að álíta, að það gæti haft nokkra þýð- ingu, að bæjarbúar fengju stundum að heyra einhverjar raddir frá utanbæjarmönn- um um höfuðstaðarlífið, eptir þvísemþað kemur öðrum fyrir sjónir. Sé sá máls- háttur sannur, að glöggt sé gests augað, og eg efast ekki um að svo sé, þá getur verið að aðkomumaður geti bent á hitt og þetta, er betur mætti fara og öðruvísi ætti að vera. Eins og það er eðlegt, að bæjar- búar »kritiseri« okkur sveitakarlana, er þeir heimsækja okkur, eins verðum við að .hafa leyfi til að segja okkar meiningu um höfuðstaðinn, er vér gefum' oss tóm til frá vinnunni og arginu heima í sveit- inni að bregða oss þangað. Eg hef ekki komið til Reykjavlkur næst- liðin 12 ár, þangað til í sumar, að svo stóð á, að eg varð að dvelja þar einn mánuð, mánuðinn, sem þingið var haldið. Eg kynntist því dálítið bænum og fólk- inu. Breyting sú, sem orðið hefur á bæn- um síðan 1890 er mjög stórfelld, miklu meiri, en eg hafði gert mér hugmynd um. Að vísu hafði eg frétt um hið mikla að- streymi úr sveitinni til bæjarins þessi síð- ustu ár og þar afleiðandi fólksfjölgun, en eg hélt samt ekki, að bærinn væri orð- inn svona víðáttumikill, að hann væri bú-

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.