Þjóðólfur - 17.10.1902, Side 2

Þjóðólfur - 17.10.1902, Side 2
inn að gleypa allt Skuggahverfið, og teygja sig allt inn að Rauðará, en á hinn bóg- inn suður um Skólavörðuholt og næstum að svonefndum Félagsgarði. Þá er eg var hér 1890 þótti mokkurskonar einsetu- bústaður í Þingholtunum, ogí Skuggahverf- inu var álitið, aðenginn »almennilegur« mað- ur settist að. Það úthverfi var í hinni tpestu fyrirlitningu, en nú er annað orðið uppi á teningnum. Þar kvað búa ýmsir sterk- efnaðir menn, skipstjórar og fleiri bæjar- stólpar, endar eru hús þar allreisuleg, og staðurinn einna fegursta plássið í bænum, að mér þykir. Það hefur því skinnazt upp Skuggahverfið gamla. Og nú mun engum þykja nein læging að búa þar. Hinar miklu húsabyggingar í bænum á síðtistu árum munu margir vilja telja til framfara. Getur verið að svo sé. En húsafjölgunin leiðir af fólksfjölguninni, það tvennt helzf í hendur. Og í fólksfjölgun- inni munu vera framfarir segja menn, að minnsta kosti fyrir höfuðstaðinn. En eg get ekki varizt þeirri hugsun, að það sem er framför eða gróði fyrir höfuðstaðinn, að því er fólksfjölgun snertir, er í mín- um augum apturför og tap fyrir þann hluta eða þá hluta landsins, sem verða fyrir burtflutningnum. Að vísu er mikill munur á því, hvort menn flytja af landi burt til Amerlku eða til Reykjavíkur, því að hinir síðartöldu eru þó ekki tapaðir ættjörðunni, en hvortveggju eru jafnt tap- aðir fyrir sveitirnar, fyrir landbúnaðinn. Og það tap er allmikið á ári hverju. Það hlýtur að vera eitthvað öfugt við það, þegar efnaðir bændur rífa sig upp frá góðum búum og stundum frá sjálfseignar- jörð sinni og flytja til Reykjavíkur, hrófa þar upp húskofa yfir sig og ganga á eyr- ina eða verða hlaupadrengir einhvers kaup- mannsins. Og fæstir þessara manna munu sitja á »sjálfs síns eign« þar í bænum, þegar fram f sækir. Eg þekki meðal annars tvo sveitunga mína, sem fyrir 3—4 árum fluttu sig til Reykjavíkur, menn, sem bjuggu við góð efni, og annar sjálfseignarbóndi. Hann seldi jörðina fyrir litlu meira enhálfvirði, og það, sem þeir báðir seldu af fénaði, urðu þeir að lána að mestu leyti. Hitt; sem eptir var óselt, var rekið til Reykja- víkur um haustið og slátrað þar. Báðir þessir menn hafa byggt sér hús í bænum. En fátæklegt þótti mér inni hjá þeim, og að mun óþrifalegra en í baðstofunum þeirra í sveitinni áður. En báðir þessir menn voru þó af náttúrunni þrifnaðar- og hirtn- ismenn. Mér fannst eins og þeir hefðu gengið ofan í jörðina, bæði andlega og lfkamlega, sfðan eg sá þá síðast. Þeir voru miklu daufari í bragði, orðfærri og áhyggjulegri. En ekki vildu þeir samt kannast við, að þeim leiddist eða liði illa. Ep þeir þurftu ekki að segja mér það, eg sá, að höfuðstaðarloptið hafði ekki orðið þeim hollt. Og eg frétti það annarsstað- ar frá, að .efnahagur þeirra væri þannig, að eignir þeirra mundu ekki nándarnærri hrökkva fyrir skuldum, ef eptir þeim væri gengið. Auk þess var annar farinn að drekka til muna, en var mesti reglumað- ur heima í sveitinni sinni. Þótt eg hafi nefnt að eins þessi dæmi, er eg þekkti, þá veit eg, að þau eru miklu fleiri. Hins vegar kemur mér ekki til hugar, að neita því, að ýmsir hafi haft »gott upp úr því« að flytja til Reykjavík- ur, einkum menn, sem ekkert höfðu að missa,. engar eignir áttu, og ekki hafa sett sig úr færi að taka hverja vinnu, er fáan- leg var. En eg þekki svo mikið til, að það sem margir sveitabændur flaska á, þegar þeir eru orðnír búsettir í Reykja- vík, það er ofmikil eyösla fyrstu árin í samanburði við efnahagmn. Menn hugsa ekki út í það, að það er dýrt að búa f höfuðstaðnum. Menn finna ekki svo mjög til þess í fyrstu, meðan menn eru að eyða búsleifunum og þurfa ekki beinlínis að kaupa allar nauðsynjar, en þá er þæreru þrotnar, sem opt mun verða nokkuð fljótt, þá þyngist fyrir fæti. Og þá mun »sveita- bændunum« gömlu í Reykjavík veita full- erfitt að hafa í sig og á, að minnsta kosti sumum hverjum. Eg þekki vel þetta gamla 166 viðkvæði hjá bændum þeim, er til Reykja- víkur flytja, að þeir geti ekki haldizt við í sveitinni fyrir vinnufólkseklu, háu kaup- gjaldi o. s. frv., og skal eg sízt neita því, að það hafi við nokkur rök að styðjast, einkum í sumum sveitum. En það er al- staðar við einhverja erfiðleika að stríða í lífinu. Menn flýja þá ekki, þótt menn flytji til Reykjavíkur. Og svo hefur mér sýnzt, að menn verði að hafa þar tölu- vert fyrir lífinu, ef vel á að ganga, að minnsta kosti þeir, sem eiga að lifa af handafla sínum. Og það segi eg satt, að þótt eg sé enginn búhöldur í sveit, og finni að kaupgjald vinnufólksins sé hærra en áður var, og erfitt að halda góðum hjú- um, þá mundi hagur minn þurfa töluvert að breytast til þess, að eg flytti til Reykja- víkur. Mér finnst eins og eg væri þá orðinn annara þjónn, sem daglaunamaður, kominn upp á náð og ónáð vinnuveitandans, auk þess, sem eg er handviss um, að eg vesl- aðist upp úr leiðindum, ef eg heföi ekki alltaf eitthvað fyrir stafni. Eg heföi enga skemmtun af að eigra þar aðgerðalaus á mölinni, eða hýma við búðardiskinn. Og svo er eg nærri viss um, að eg yrði efna- laus á fáum árum. Eg kynni ekki að lifa í Reykjavík. Þarfasta málið á dagskrá. Eptir sveitakennara. Mörg eru málin á dagskrá hjá þjóðinni um þessi nýafstöðnu aldamót, enginn neit- ar því, — en eitt hið þarfasta mál er efa- laust menntunarmálið. Ef því máli verður hrundið farsællega áfrám til ham- ingju þjóðar og lands, — eru um leið reist- ir þeir hyrningarsteinar, sem öll blessun og heill framtíðarinnar byggist á. Eins og maðurinn getur aldrei flúið sjálf- an sig — hvert sem hann fer, á líkan hátt getur þjóðin í heild sinni ekki flúið sig sjálfa. Kraptar þeir og hæfileikar, sem liggja leyndir hjáþjóðinni, verðaaðkoma sem mest fram til starfa. Það verður að setja þá í hreyfingu og optast með utan- aðkomandi áhrifum, ef þjóðin sjálferand- varalaus. Utanaðkomandi áhrif verða að vekja þann, sem sefur fast. — Og eins og verður að kenna barninu að læra það að læra, á líkan hátt verður að kenna þjóðinni, að fálönguntil þess að brúka þau farsælustu hjálparmeðul, sem geta gert hana sann- menntaða og sjálfstæða þjóð. Eg hef ávallt tekið eptir því, þó ein aðferð í kennslu sé yfirleitt brúkuð, þá verður þó allt af að breyta til með hana og gera hana mismunandi, eptir skilningi og lundarfari nemandans. A líkan hátt má ætla, að það skólafyrirkomulag, sem hefur gefizt vel hjá öðrum þjóðum, verði að vera á eínhvern annan veg hjá okkur íslendingum. Það er búið að rita talsvert um mennta'málið nú hin síðustu árin, og skoðanir manna á því máli gerast misjafn- ar, eins og í flestum öðrum málum. Samt virðist svo, að flestir vilji, að skólar séu reistir meira og minna í sveitum landsins. Og það mjög margir, að sumra áliti. En hafa þessir menn skoðað málið rétt? Að mínu áliti hafa þeir ekki gert það, eða slzt á nákvæman hátt. En svo geta þeir máske eins líka sagt um mig. Eg álít ekki heppilegt, að skólahús séu byggð víðsvegar um allar sveitir, fyr en það er komið inn í meðvitund þjóðarinn- ar, að það sé óhjákvæmilegt. Sveitafé- lögin verða fyrst að sjá þörfina fyrir siík- um skólum, og þjóðin i heild sinni verð- ur að óska eptir þeim — verður að þrá þá. Deyfð og áhtigaleysi almennings á menntamálinu, verður íyrst að hvería, en í þess stað að koma áhugi og samverk- andi viljakraptur. Þá er tíminn kominn til þess, að reisa þessa mörgu skóla, þá er almenningur búinn að skilja tilgang þeirra, og þá mun hann sannfærast um gagn það, sem þeir gera og loks, þá mun hann leggja sitt bezta til, að þeir haldist sem bezt við og séu brúkaðir sem mest. Það fyrsta sem menn verða að athuga æfinlega, þegar um þjóðlegt mál er að ræða, að það sé gert samkvæmt þjóð og landi því, sem það á að gerast í. Það verður að vera þannig útbúið, að það samlagist við þau kjör, sem landsmenn búa við, og eins verður að taka tillit til veðráttunnar. Það vita allir, að ekki þrífast hér allar þær jurtir, sem frjófgast í hinum ýmsu fjærliggjandi löndum, vegna kuldans og jarðvegsins, — á líkan hátt virðast sumar andlegu jurtirriar ekki geta gert það held- ur, nema máske með einhverjum breytt- um skilyrðum, frá því sem þær höfðu í upphafi. Og þau skilyrði þekkja ekki aðrir en þeir, sem hafa fengið reynslu og þar með þekkingu á þjóð sinni og landi sínu. Ef menn ætla að lækna meinin, verða menn í þessu tilliti, að þekkja vel þjóðlíkamann, þekkja hina sérstöku parta hans, eins og hann allan í sinni heild. Og umfram allt, þekkja aðallíffærið -— hjartað. Þeirsem þekkja þaðoggeta greint í sundur slög þess, þeir eru menn- irnir, sem geta læknað meinin. Vegna þess ríður á, að skoða allt nákvæmlega og þekkja vel kjör landsmanna. Mér er sama hver mælir á móti, að umgangskennslan er eina rétta kennsluaðferðin til sveita, að sinni. Að byggja upp skólahús með öllu þar að lútandi, og það eins mörg og presta- köllin eru, og máske eins mörg og kirkj- urnar eru taldar, — er hrein og bein lopt- kastalabygging, — langt fyrir ofan þjóð vora og land. Skólar upp til sveita geta enn ekki þrifizt, nema ef væri á einstaka stað á landinu. Þörfin á slíkura skólum er að vísu nóg, en hún verður að komast inn í huga almennings. Þjóðin verður fyrst að finna til sjálf og geta séð, að nauðsyn ber til, að skólarnir komi. Seinni tíð leggur henni þessi skilyrði í skaut. Það er ekki nóg, að byggja skólahúsin — það þarf margt fleira. Almenningur er víða svo i!la staddur, að aðstandendur barnanna geta hvorki fætt eða klætt barn- ið sitt í skóla svo viðunandi sé. Þeir, sem ekki trúaþessu, þekkja ekki hin marg- víslegu kjör landsmanna. Það sem á að verða alþýðlegt og um leið farsælt fyrir þjóðina, verður að skapast á brjóstum hennar og gerast við hjartaslögin hennar, — en ekki með hugann einvörðungu út í geimnum. Það verður að gerast samkvæmt eðli hennar og kjörum í fyrstu, með hliðsjón af annara þjóða háttum og færa sig þannig smátt og smátt áfrant á menn- ingarbrautinni. Eg hef tekið eptir því, að margir þeir, sem ritað hafa um menntamálið, hafa meira og minna minnst á umgangskenn- arana með þeim hug, að gera þá fremur lítilsverða í stöðu sinni og í augum lands- manna, — og jafnvel ekki brúkanlega nerna út úr neyð. Líka má skilja, að þeir séu svo óupplýstir og ómenntaðir, að þeirþess vegna ekkj, geti kennt að nokkru gagni. Þó þetta eigi sér máske stað, þá nær það engri átt að dæma þá alla svo. Og að berja það árlega inn í meðvitund þjóðar sinnar, að þeir menn, sem munu hiklaust vera einir af hennar þörfustu mönnum — séu að kalla óbrúkandi, það er bæði ó- kurteist og skaðlegt. Þjóðin missir virðingu sína af þvf á þessum mönnum og starfi þeirra. Það virðist drengilegra, að þessum mönnjum væri sýndur meiri sómi, bæði í orði og á borði. Umgangskennarastarfið er mjög erfitt, sé það leyst samvizkusam- lega af hendi. (Niðurl.). Atferli dr. Valtýs. Blaðinu »Vestra« hefur verið send svo- látandi grein frá Kaupm.höfn (birt í blað- inu 1. þ. m.): Það undrar oss landa hér, hve dr. Val- týr- Guðmundsson er djarfur, þá er hann kemur heim og fer að segja náunganum sögur um framkvæmdir sínar og afreksverk í pólitíkinni. Hann lætur eins og það sé honum að þakka, að stjórn landsins verði framvegis í landinu sjálfu. Hann gerist einnig svo djarfur, að hann afneitar nú öllum orðum sfnum 1 stúdentafélaginu danska, þótt bæði hann og margir aðrir viti, hve ákaft og bersýnilega hann barð- ist þar á móti heimastjórn. íslendingar ættu að vita, hvernig Valtýr hefur barizt hér á móti heimastjórn, eins og flestum löndum hér er nú loksins orðið kunnugt. Eg skal skýra frá því, sem eg heyrði einn nákunnan merkan mann segja í sumar um framferði Valtýs í stjórnarskrármálinu. Sá eini maður, sem hér fylgir Valtý í pólitík- inni, var að hrósa honum fyrir frammistöðu hans, og þá sagði hinn maðurinn frá því í viðurvist hér um bil 40 manna, að Val- týr hefði reynt að finna ráðgjafa Islands þrisvar sinnum rétt fyrir jólin. Svo var maður þessi nákunnttgur öllu, að hann til- greindi klukkustund og dag, hvenær þetta var. Tvisvar fór Valtýr forgefins til ráð- gjafans, en í 3. sinn náði hann taii hans og setti eg það á mig, að það var á Þor- láksmessu, h. 23. desbr., einni stundu eptir hádegi. Ráðgjafinn sagði þá Valtý, að hann ætlaði að bjóða Islendingum að kjósa, hvort þeir vildu heldur hafa ráðgjafa sinn búsettan framvegis hér í Kaupmannahöfn eða á Islandi. Þessu svaraði Valtýr með því, að segja að þetta væri það versta, sem stjórnin gæti gert, þá kæmist aldrei friður á í landinu og marga óhamingju mundi af því leiða. Reyndi hann þannig með mörgum orðum, að telja ráðgjafann af þessu og hindra það, að stjórn íslands yrði flutt inn í landið. Fylgifiskur Val- týs spurði nú, hvernig ræðumaðurinn vissi þetta, en hann kvaðst eigi nafngreina)heim- ildarmenn fyrir hverjum sem hafa vildi, en kvað þetta áreiðanlegt. En þá sagði annar maður svo allir heyrðu, að ráðgjaf- inn sjálfur hefði sagt sér þetta með sömu orðum á jóladaginn, og kvaðst þá Valtý- ingurinn trúa, enda er enginn efi á þessu. En af þessu sést, hvernig valtýskan er byggð á leynimakki og óhreinlyndi, og hvernig Valtýr hefur til hins síðasta bar- izt með öllum vopnum á möti heimastjórn og búsetu ráðgjafans á íslattdi. Hafnarstúdent. Nýjar bækur senðar Þj ó dólfi. 1. Augustinns Bekendelser 156 bls. 8™. Det nordiske Forlag. Köbenhavn. Þetta rit hins mikla kirkjuföðurs Agúst- ínttsar biskttps í Hippo regius (nú Bona) í Norður-Afríktt (•{• 430 e. Kr.) er frægt í kirkjunni, og hefur verið snúið frá frum- málinu (latínu) á flest höfuðmál kristinna þjóða. 1 Engin þýðing á því er þó til á íslenzku. Hinn hálærði guðfræðingur Har- nack prófessor í Berlín segir um þessar »játningar« Agústínusar, að það sé »mál- verk af mannssálinni, ekki rftgerð um skynsemi, vilja og tilfinningu í manninum, ekki þyrkingsleg rannsókn á sálarlífinu, eða lauslegt hugmyndatildtir og vandlæt- andi sjálfskoðun, heldur nákvæm lýsing á manni á framfaraskeiði hans frá barn- æsku til þroskaáranna með öllttm fýsnum hans, tilfinningum, baráttu og yfirsjónum«. Bók þessi er einn þáttur af kristilegum vakningarritum, er danskur prestur J. Palu- dan Miiller í Snesere gefur út á kostnað Ernst Bojesens forlagsiris (det nordiske Forlag). Stutt æfisaga Agústínusar er fram- an við bókina, sem er mjög vönduð að öllum frágangi. 2. Magdiilene Thoresen : Signes Historie. En Fortælling. Köbenhavn & Kristi- ania. Det nordiske F'orlag 215 bls. 8™ Norska skáldkonan frú Thoresen, sem nú er 83 ára gömul og ýmsir íslendingar munu hafa heyrt getið, hefttr ritað marg- ar sögur úr sveitalífinu í Noregi, er hafa náð ntikilli útbreiðslu, og þótt vel ritað- ar. Saga þessi lýsir því, hvernig ung og falleg bóndadóttir (Signý) verður töfruð af léttúðugiun prestssyni, er gerir hana þung- aða, en er viljalaust verkfæri í hendi föð- ur síns, sem látinn er vera hinn mesti mis- indiskarl, óprestlegur f öllum hugsunar- hætti, af því að hann hafði komizt á ranga hyllu í lífinu, var af háum stigum og í miklu áliti á námsárunum, en gerðist prest- ur í afskekktu prestakalli uppi til fjalla í Noregi, út úr vonbrigðum og slarki, og

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.