Þjóðólfur - 24.10.1902, Síða 4
167
ilf
Viðarverzlun
Bjarna Jónssonar
hefur með skipinu „OLGU PAULINE‘% sem kom beint frá Halm-
stad í Svíaríki fengið söguð tré af öllum sortum, panel ogr
plægðan Borðvið.
Mustad’s smjörlíki
(no rsk vara)
fæst nú keypt hjá flestum verzlunarmönnum.
Reynið það, og þér munuð komast að raun um, að það er bezta smjörlíkið.
Klæðaverzlunin í Bankastræti 12«
Mikið úrval af:
KAMGARNI, KLÆÐI, BÚKSKINNI, CHEVIOT, einnig fjölbreyttogfall-
eg BUXNAEFNI og sérstakt Úrval í VETRARFRAKKA og ULSTERA,
Verð frá 2 kr 25—p kr. al.
er nú nýkomið og selzt með góðu verði eptir venju. Komið og gerið kaup við mig.
Virðingarfyllst.
GUÐM. SIGURÐSSON
klœðskeri.
Hálslín aföllum stœrðum HVERGI ÓDÝRARA, og allt því til-
heyr andi fæst þar einnig.
því að það atvik er að engu leyti henni að
kenna, jafnvel þótt nokkrar óhlutvandar per-
sónur hafi flutt þann orðróm út, og hirði
eg því ekki að nafngreina þær, að mér þykja
þær ekki þess verðar. Ein af óhróðurssög-
um þeim, sem hinir illgjörnu náungar hafa
smíðað í því skyni, að reyna að sanna lygar
sínar um fyrgreinda stúlku, er sú, að stúlka
þessi hafi spillt samkomulagi á meðal hjóna,
þar sem hún átti heimili fyrir austan, og að
hún hafi fyrir þá sök verið rekin þaðan, og
vegna þessarar óhróðurssögu hefur stúlkan
leitað vitnisburðar sóknarprests síns, og fylg-
ir því sá vitnisburður línum þessum.
Af þessu vona eg, að allir góðgjarnir og
réttsýnir menn láti sannfærast um, að óhróð-
ur sá, sem með röngu hefur verið borinn
út af greindri stúlku, er sprottinn af ill-
girni.þeirra, er flutt hafa, en hefur engan
sannleika í sér fólginn.
Reykjavík 3I/io 1902.
Magnús Gudnason.
(steiasmiður).
*
* *
Ungfrú Eggertína Guðmundsdóttir, núver- i
andi í Reykjavík hjá Magnúsi steinsmið I
Guðnasyni, hefur, að mig minnir bezt, ( 7
ár verið sóknarbarn mitt ( Holtaprestakalli, j
og þar af 2 ár vinnukona á heimili mínu i
þar, Guttormshaga. Og að gefnu tilefni gef
eg henni það vottorð: að hún, Eggertína
Guðmundsdóttir, kom sér allstaðar vel, þar
sem hún dvaldi, og engin kvörtun né kæra
gegn henni heyrðist frá nokkrum manni
þar. Vildu þar fleiri fá hana í vist, en fengu.
Og af heimiíi mínu fór hún svo, að ekkert
nema gott verður um hana sagt þaðan af
neinum. Sérstaklega var hún barnelsk og
barngóð.
Þetta vottast hér með eptir beztu vitund
og samvizku.
Fellsmúla á Landi 16. sept. 1902.
Ofeigur Vigfússon.
Næstkomandi fimmtudag
hinn 30. þ. m. verður haldinn Kvenn-
félagsfundur á venjulegum stað og tíma.
Þá er borgunardagur félagsins og æski-
legt að allar félagskonur mæti.
Stjórnin.
Harðfiskur,
Saltfiskur og
Grásleppa fæst í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theoi.
Prentsmiðja Þjóðólfs.
Leir eldfastur
fæst í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Mustads norska smjörlíki
nýtt og ágætlega gott er komið með
síðustu ferð Lauru til
Gunnars Þorbjörnssonar.
Það mun borga sig
að koma til kaupm. Jóns Helgasonar og
líta á sýnishorn af fallegum og hald-
góðum fataefnum, Sjölum, Skyrtum og
Teppum, nnnið úr ísl. ull í góðri verksmiðju.
Allir sem til þekkja, koma þang-
að með sínar nilarsendingar.
Virðingarfyllst
Jón Helgason.
Aðalstræti 14 (fyrverandi Sturlu-búð).
V o 11 o r ð .
Eg hef verið mjög magaveikur, og
hefur þar með fylgt höfuðverkur og
annar lasleiki. Með því að brúka
K í n a -1 í f s - e 1 i x í r frá hr. V a 1 d e -
mar Petersen í Friðrikshöfn,
er eg aptur kominn til góðrar heilsu,
og ræð eg því öllum, er þjást af slík-
um sjúkdómi, að reyna bitter þennan.
Eyrarbakka.
Oddur Snorrason.
KÍNA-LIFS-EI.IXÍRINN fæsthjá flestum
kaupmönntim á íslandi, án nokkurrar toll-
hækkunar, svo að verðið er öldungis sama
sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn
ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir
V. P.
að líta vel eptir því, að -p - standi á flösk-
unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá-
setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji
meO glas 1 hendi, og firmanafnið Walde-
mar Petersen.
Tapazt hefur úr Reykjavík 2. október
rauður hestur glófaxóttur, mark: biti fram-
an bæði. — Finnandi er beðinn að skila
honum gegn sanngjarnri þóknun, að Ólafs-
völlum á Skeiðum.
Br. Jónsson.
= U BSMIÐ U R =
Pétur Sighvatsson
á DÝRAFIRÐI,
gerir við og selur Ur og Klukkur, Baro-
metra, Kíkira, Glerangtt, (hita og kulda)-
Mælira, Kapsel, Hringi, Brjóstnálar,
margskonar Úrfestar úr Silfri, Gullpl. og
Nikkel m. m.
Allt mjög vandað og ódýrt.
Eg hef árum saman dvalið erlendis
og get því boðið betri kjör en nokkur
annar.
VÁTRYGGINGARFELAGIÐ
,SUN‘
í Lundúnum (stofnað 1710) tekur að
sér með sanngjörnum kjörum ábyrgð
á húsum, allskonar áhöldum og inn-
anstokksmunum, fénaði, er inni brenn-
ur og skipum, sem í höfn eru eða á
land eru sett.
Adnlumboðsmnður á íslandi
Dr. Jón Þorkelsson yngri
í Reykjavik.
5C
honum og sagði: „Drengurinn etur okkur alveg út á húsgangínn", en
faðir hans svaraði: „Það kemur aptur", sagði maðurinn, er hann gaf svín-
inu flesk", og svo fékk Þorsteinn að snæða úr grautarskálinni sinni í ró
og næði. Menn þóttust sjá, að maturinn hleypti kröptum í köggla pilts-
ins, er hann dró þungan, hlaðinn sleða upp glerhála brekkuna á vetrar-
degi, svo að svitinn rann niður eptir kinnunum, eða er hann lypti vetur-
gömlu nauti á lopt, með því að fara undir kvið þess. Svo virtist föður
hans einnig, og eptir slikar þrekraunir fékk hann ávallt svo mikið að
borða, að hann stóð á blístri. Þorsteinn óx upp, og varð herðibreiður
og ramur að afli. Leið nú að þeim tíma, að hann skyldi staðfestur
verða í kristindóminum. Faðir hans var hálfsmeikur um hann, því að
hann mundi eptir því, er hann sjálfur gekk tii prestsins, að það var erfitt
að sneiða hjá skerinu, svo að allt færi ekki í strand; því gaf hann Þor-
steini það ráð, að hann skyldi þegja að staðaldri, og að eins svara endr-
um og sinnum, er brýna nauðsyn bæri til. „Það eru spjátrungar, sem
kjapta mikið", sagði faðirinn. Og Þorsteinn lofaði þessu. En fyrsta árið
komst hann ekki að, af því að presturinn hafði spurt hann, hver væri
voldugastpr, og piltur svaraði skjótt, að það væri hreppstjórinn, því að
faðir Þorsteins hafði einmitt um það leyti átt í brösum við hreppstjór-
ann og lofað að slaka til. Og næsta ár kom Þorsteinn heim, og sagði,
að það væri hæpið, að hann slyppi í þetta sinn, því að honum hefði
orðið sú skyssa, að segja, að eiginleikar guðs væru „fýsn holdsins, fýsn
augnanna og ósiðlegt líferni". Nú voru engin önnur úrræði, en að faðir
hans varð að fara í spariflíkurnar sínar og tala einslega við prestinn, og
er hann kom heim aptur um kveldið, sagði hann Þorsteini, að hann
skyldi vera hughraustur, þetta lagaðist allt saman, hann skyldi að eins
rifja vel upp fyrir sér boðorðin og hinar þrjár greinar trúarjátningarinnar.
Þá er Þorsteinn gekk til prestsins morguninn eptir, hafði hann með sér
stórt smjörkvartil, sem hann átti að skiija eptir í eldhúsinu, og pabbi
hans hafði aptur og aptur áminnt hann um, að hann skyldi vera stilltur
og gætinn, meðan þetta stæði yfir. Og Þorsteinn var Svo þýður og gæfur
þann daginn, að það var öldungis aðdáanlegt. Það datt hvorki af hon-
5i
um né draup. Hann sat allan fyrri hluta dagsins í lestrarstofunni, og
grúfði sig niður i bókina, eins og það væri synd að horfa ofan á sand-
inn á gólfinu, og svo boginn í bakinu, að það varð enn ávalara en
venjulega, og með hárlubbann langt niðri í augum. Og svo las hann
svo lágt, að það var næstum kjökur. Presturinn aumkaðist þá yfir hann,
svo að hann varð fermdur, en hann varð að lofa því, að hafa guðs orð
iðulega um hönd og leitast ávallt við að lifa eptir því. Jú, hann lofaði
því, að hann skyldi áreiðanlega lesa, og lifa eptir því, það væri öldungis
víst. En hið fyrsta, er Þorsteinn gerði, er hana slapp burtu, var að taka
langan staur, er stóð í aldingarði prestsins og skjóta honum beint inn
um búrgluggann, og sama kveldið lúbarði hann fimm stráka, og hleypti
tveim hrossum frá Andrési á Brúarlandi út í engjarnar, af því að dóttir
hans hafði kallað: „Skammastu þínl" á eptir honum. Nú var Þorsteinn
frjáls maður, og engum háður nema föður sínum. Það kom einnig brátt
í Ijós, því að innan skamms var farið að kæra hann fyrir föðurnum hvað
eptir annað. Ymist hafði Þorsteinn verið á þessum staðnum, ýmist á
hinum með strákapör sín. Faðirinn svaraði fáu, áminnti Þorstein að eins
við og við, að hann skyldi fara gætilegar. Þorsteinn var enginn geð-
prýðismaður; ef hann reiddist, þá barði hann, því að hann vissi, að þá
sefuðust allir. í ryskingum stóð enginn honum á sporði. Sveitungum
hans var ekki vel við hann, og vildu ógjarnan kljást við hann, því að
það var naumast nokkurt samkvæmi, er ekki lauk með áflogum, ef Þor-
steinn var þar staddur. Svæsnastur var hann, er hann var orðinn heitur
af dansi og teitur af víni. Þá óð hann fram með frýjunarorðum, þreif
til sumra og hóf þá á lopt til að sýna, hve sterkur hann var. Fótleggir
hans voru eins og vel vaxnir trjástofnar, og er hann spennti aflvöðvann,
var hann harður átöku sem járn. En þótt sveitarmönnum væri ekki vel
til Þorsteins, þá var það samt hann, sem kom hvarvetna fram, ef eitthvað
var á seiði, sem sveitin varð að skipta sér af. Hann var eins og Golíat,
er Filistearnir höfðu að skildi fyrir sér. Þannig var það einhverju sinni,
er leið konyngs lá um sveitina, að reistur var heiðursbogi, er konungur
skyldi ganga í gegnum, og var Þorsteinn fenginn til að standa undir
I