Þjóðólfur - 31.10.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 31.10.1902, Blaðsíða 2
174 Miklu verra er það, hvernig höf. tengir saman orð (t. d. lýsingarorð og nafnorð) sem alls eigi geta átt saman og myndar á þann hátt skrípi, sem ekki geta á nokk- urn hátt staðizt, — t. d. þar sem segir að sjónin sé karlæg(H) og vonin vot- eyg(!). »Hádegis-bjarmi« er ekki til, heldur kveldbjarmi og morgunbjarmi. »Skrúfhærður kjúklingur« getur heldur ekki átt sér stað, því að gæsa- ungar og hænuungar eru alls ekki hrokk- inhærðir. í kvæðunum úir og grúir af kynlegum og fáránlegu »kenningum«. Að gang a er = »ota gönguteinum«, »vafra«, »eigra«, »hrökla fótum«(!!) víkja sér á fótum« o. s. frv. — að hugga eða gleðja kallar skáldi: að »þagga tómlei[k«, og»bólstrum létta af hvarmi«. Að yrkja er = að »hreyfa ljóði«, »æpa á Braganótum«, »bræða, móta og steypa feðragull«. Augun heita: »brúna!jórar«, »brúnaleipt- ur«, »brúnablámi«, »ennissól« o. fl. Lík- aminn heitir: »hreysi andar«, »hulstur sálar«, en hugskotið eru»Munavas- ar(!!); hugsanir »muna sina?« og fl., sem oflangt er upp að telja. Sólina kallar hann dulspaka og »sn i 11 i m át ta« og segir að hún fari að leita að gulli vestur í Klondyke! — Einn- ig talar hann um setu við »dauðans tær«, »veisur bernskutára«, »eldibranda vizku og þarfa«, og »gneypan (= álútan) byltingastormvind*, hlákuþey« sem »brenn- ir« o, s. frv. — Hann hefur mjög miklar mætur á sérstökum orðum, og hefur áður verið bent á ýmsan f a t n a ð, sem hann notar einatt til þess að breiða yfir hug- myndafátækt sína. Ennfremur er »Mu n i« (í mörgum samsetningum), »hjúfurblær«, »hjúfurskúr«, »að hjúfra«, »hlein« — allt einstaklega handhæg uppfyllingarorð í kvæðum höfundarins. Þótt margt sé enn ósagt um þessa ein- kennilegu ljóðabók, skal nú látið hér við lenda að sinni. Sumum kann að þykja, að hér sé litið meira á galla en kosti bókarinnar, og kemur það af þeirri ein- földu ástæðu, að gallarnir eru svo margir, að hið fáa, sem nýtilegt er í bókinni, hverfur algerlega. Hún hefur ekkert við sig, sem geti laðað menn að henni; smekk- leysurnar og skrípin vekja óþægindi. — Það er furða, að svona kvæðabók skuli geta komið á prent á þessum tímum. Hún óprýðir bókmenntir vorar, ef hún getur til bókmennta talizt. Og er eg hræddur um að sess Braga fari ekki að verða mikið hefðarsæti, ef slíkir og þvílíkir hagyrð- ingar gera sig þar svo heimakomna sem Guðmundur Friðjónsson. Kolskeggur. • '1 Í H-li'i l l . I t--f -^rré /c rX' /' Frá útlöndum. Dönsk blöð nýkomin frá 4.—13. þ. m., skýra frá setningu ríkisdagsins 6. þ. m. Forseti í landsþinginu var kosinn H. N. Hansen konferenzráð í stað H. Matzens prófessors, er lengi hefurverið forseti lands- þingsins meðan hægrimanna meirihlutinn hafði þar afl atkvæða. í fólksþinginu var Hermann Trier endurkosinn forseti með öllum atkvæðum. í fjárlagafrumvarpinu, (1903—1904) er fjármálaráðherrann lágði nú fyrir þingið, er tekjuhalli áætlað- ur 4.228,800 kr. Það vantar á, að tekj- urnar hökkvi fyrir útgjöldunum. í ræðu þeirri, er fjármálaráðherrann hélt um leið og hann lagði frumvarpið fram, lýsti hann ekki fjárhagnum glæsilega, því að sam- kvæmt landsreikningunum 1901—2 væri tekjuhallinn nál. 10 miljónir kr. (9.750,000). Tekjurnar, einkum tolltekjur, færu ávallt þverrandi, en útgjaldakröfurnar vaxandi. Verður því erfitt fyrir ráðaneytið, er kom að tómri féhirzlu, að fylgja þeirri stefnu, er vinstrimenn höfðu áður en þeir kom- ust til valda nfl. að lækka skatta og út- gjöld almennings. Ráðaneytisforsetinn lagði fyrir lands- þingið frumvarpið um sölu Vestureyja, hér um bil óbreytt eins og fólksþingið samþykkti það síðast, og verður það nú líklega að lögum. Kennslumálaráðherr- ann hefur aptur lagt kirkjumálafrumvarp sitt fyrir þingið og hinir ráðherrarnir aðra uppvakninga. Jöhncke flotamálaráðherra datt og lær- brotnaði í stiga, er hann gekk út úr fólks- þinginu. Tíðindi frá öðrum löndum harla lítil. Búaforingjarnir hafa ekki fengið leyfi til að heimsækja Vilhjálm keisara í Berlln, vildu ekki ganga að skilmálum þeim, er þeim voru settir við heimsóknina. Verkfallið mikla í kolanámunum í Penn- sylvaníu heldur áfram og horfir til stór- vandræða. Hefur alstaðar orðið að loka skólum vegna kolaleysis. Eitt blað skýrir frá því, að síðan verkfallið hófst, — en það hefur staðið uro 5 mánuði — hafi vinnu- leysingjarnir myrt 20 manns, er hafi ætíað að taka til vinnu aptur (»skrúfubrjóta«), og getur lögreglan ogherliðið ekki hindrað slík glæpaverk. Nafnkunnur prestur í Boston E. Hale, sagði meðal annars í ræðu fyrir skömmu: »Það verður að binda enda á deiluna, annaðhvort verður Pennsylvaníurfkið eða Bandaríkin í heild sinni að taka að sér umsjón kolanám- anna, eða varpa eign sinni á þær. Það ætti ekki að geta átt sér stað í lýðveldis- ríki, að ómissandi nauðsynjavara, sem drottinn hefur veitt mönnunum, sé í vörzb um 20 eða 50 manna«. Óvenjulega mikill uppskerubrestur hef- ur verið í Norður-Svíþjóð, og útlit fyrir hin mestu vandræði. í heilum sóknum í Norrbotten er t. d. engin kýr á lífi, það hefur orðið að lóga þeim vegna fóður- skorts. Stjórnin hefur þegar gert alvar- legar ráðstafanir til að afstýra yfirvofandi hungursneyð í vetur með því að senda ókeypis peningafóður úr öðrum landshlut- um eða létta fyrir flutningi þess til norð- urhéraðanna. Jafnvel 1 Dölunum og norð- urhluta Vermalands er talað um bjargar- skort vegna uppskerubrests, og séu þess fá dæmi þar. Ritsj á. Nýtt kvæði, er nefnist »Guðbjörg í Dal« eptir Guð- mund Guðmundsson stud. med. er nýlega sérprentað, mjög vel vandað að öllum frá- gangi. Kvæðið er stutt, að eins 16 er- indi, og lýsir því, hvernig ung og fríð bóndadóttir vérður dauðans herfang eptir miklar þjáningar af sullaveiki, sakir fá- vizku föður hennar og óbeitar á öllum holdskurði. í stað þess að leyfa læknin- um að gera holdskurð á stúlkunni, meðan tími var til í byrjun veikinnar, leitar fað- irinn smáskammtalæknis, er þykist geta læknað sjúkdóminn með lyfjagutli, er hann selur föður stúlkunnar með okurverði, en gerir auðvitað ekkert gagn. Þá er allt er um seinan og stúlkan aðfram komin, leitar faðirinn læknisins aptur, en hann getur ekkert aðgert. Og skáldið lýkur kvæðinu með þessum orðum : „Og Guðbjörg er ekki sú einasta af þeim | mér auðvelt það reynist að sanna — | sem kvatt hefur æskunnar unað og heim I fyrir af- glöp og vanhyggni manna". Kvæði þetta á annarsvegar að sýna hina heimskulegu oftrú margra alþýðumanna á meðalagutli og ótta við holdskurði, en hinsvegar vanþekkingu eða vísvitandi fjár- drátt smáskammtalækna, er nota sér trú- girni manna og allt þykjast geta læknað með lyfjum. Er allsennilegt, að einhver sögulegur fótur sé fyrir kvæði þessu, eða gæti að minnsta kosti verið, þótt vérvit- um það ekki. Kvæðið er vel ort og tek- ur mörgum ljóðum fram, sem meiri kröf- ur gera. Innan skamms kvað vera von á nýju kvæði eða kvæðakerfi, er nefnist »Streng- leikar« eptir sama höfund. Las hann það upp 1 Stúdentafélaginu í fyrra og var það einróma álit þeirra er á hlýddu, að það væri snilldarfagurt og að þar hefði höf. bezt tekizt, enda mun það sjást, er kvæð- ið birtist, og verður þess þá getið nánar. íslendingasögur, er hr. Sigurður Kristjánsson hefur gefið út, eru nú allar prentaðar í 38 heptum, að eins smáþættir eptir (úr Flateyjarbók og víðar) er koma útaðári. Af hinum stærri sögum rak Grettissaga lestina og Þórðar saga hræðu, er báðar komu út í hitt eð fyrra. I fyrra komu út Bandamannasaga og Hallfreðarsaga (vandræðaskálds). En á þessu ári hafa 7 smásögur verið prentað- ar (32.—38 hepti): Þorsteins saga hvíta, Þorsteins saga Síðu-Hallssonar, Eiríks saga rauða og Grænlendingaþáttur, Þorfinns- saga karlsefnis, Kjalnesingasaga, Bárðar saga Snæfellsáss og Víglundarsaga, og eru þær að vísu ekki allar sannsögulegar, eins og kunnugt er, en þó meira og minna »historiskt« í þeim flestum eða öllum. Þessar sögur eru auk þess almenningi miklu ókunnari, en hinar almennu og alþekktu Islendingasögur, því að þær hafa miklu sjaldnar verið gefnar út. Sama er að segja um smáþættina, sem eptir eru, því að þeir eru enn ókunnari öllum þorra manna hér á landi, en eru þó að mörgu leyti merkir og einkar skemmtilegir flestir. Þeir eru því nauðsynlegur og mikilsverð- ur viðauki við þetta ágæta og ódýra rit- safn, er ætti að komast »inn á hvert ein- asta heimili« á Islandi, ekki síður en guðs- orðabækur og barnalærdómsbækur. Það eru hinar fornu bókmenntir vorar, þar á meðal ekki sízt fornsögur vorar, sem mest og bezt hafa stuðlað að því, að varðveita þjóðræknis- og þjóðernistilfinningu lands- manna, með því að vekja aðdáun þeirra á hinum fornu hetjum og geyma minn- inguna um þá staði, þar sem þær hafa lifað og unnið afreksverk sín. Það er ó- trúlegt, hve slík minningarbönd geta tengt menn traust við »land og fólk og feðra- tungu«. Annars þarfnast Islendingasögur engra sérstakra meðmæla. Þær eru svo þjóð- kunnar og yfirburðir þeirra fyrir löngu viðurkenndir af öllum menntuðum mönn- um, sem nokkur kynni hafa af fornnor- rænum bókmenntum. Þetta stórfellda fyr- irtæki hr. Sig. Kristjánssonar, sem nú er að mestu til lykta leitt, verðskuldar þvf þökk allra þjóðhollra íslendinga. Fyrirlestur. Á fundi fornleifafélagsins 25. þ. m. hélt dr. B. M. Ólsen fyrirlestur um fundn- ar leifar af hörg eða blótstað í Hörgsdal í Mývatnssveit, er hann og kapt. Daníel Bruun rannsökuðu í sumar, og hefur skýrsla frá dr. Ólsen um það áður birzt 1 Þjóðólfi (5. sept. síðastl.) og vísast því til hennar hér. En fyrirlestur þessi var auð- vitað nokkru fyllri en sú skýrsla. Gerði dr. Ólsen fyrst grein fyrir ferð sinni norð- ur í sumar, og lék sérstöku lofsorði á alla þá fyrirgreiðslu, er hann hefði fengið til fararinnar hjá Benedikt prófasti Kristjáns- syni á Grenjaðarstað, er útvegaði honum hesta og fylgdarmenn frá Grenjaðarstað að Hörgsdal. Um leið gat dr. Ólsen þess út af ómaklegum óhróðri, er séra Bene- dikt hefcji orðið fyrir í blöðunum út af Presthólamálinu fræga, að hann hefði séð þess vott í stofunni á Grenjaðarstað, hvern- ig séra Benedikt væri metinn af sóknar- börnum sínum, því að þau hefðu gefið honum í minningu 2o ára prestsþjónústu hjá þeim, fagra koparstungu af meistara- verki Leonardo da Vinci's kveldmáltíðinni í fagurri umgerð. En í umgerðina undir myndinni er greipt gullplata og á hana letrað: »Til Benedikts Kristjánssonar og Ástu Þórarinsdóttur. Með ást, virðing og þakklæti«. Á Grenjaðarstað fékk dr. Ól- sen 2 forngripi handa forngripasafninu; krossmark lítið með Kristsmynd og tigil- hníf gamlan, er fundizt hafði suður á Mývatnsheiði suður af Sellandafjalli. Einn- ig las hann þar á rúnastein, sem settur er eptir Sigríði Hrafnsdóttur konu Bjarn- ar bónda Sæmundssonar á Einarsstöðum (frá fyrri hluta 15. aldar). Við gröptinn í Hörgsdal fundust með- al annars 7 brýni, 1 snældusteinn og kljá- steinar nokkrir, og hafði dr. Ólsen þá til sýnis, ásamt fleiri smásteinum, er þar voru teknir, og virtust vera eldbrunnir og hafa legið í ösku. Þótti dr. Ólsen lítill vafi á, að þarna hefði fundizt leifar af fornum hörg eða blóthúsi, sem nánar er lýst f skýrslu hans f Þjóðólfi áður. Þótt hörg- ar væru opt undir berum himni, þá er það víst, að þeir hafa ekki ávallt verið það. Eru sannanir fyrir þvf 1 fornritum, að hörgar hafa stundum að minnsta kosti verið með þaki = hús, eins og þessi hörg- ur í Hörgsdal hefur verið. Dr. Ólsen talaði að síðustu um upp- runa orðsins »hörgur«, og hvað menn vissu um hörga eptir fornritunum. Taldi hann líkast, að »hörgur« væri skylt orðinu »herr« og hefði fyrst táknað samsafn eða sam- komu manna, og svo blótstaðinn sjálfan. Þessa merkingu : samsafn eða fjölda hefði orðið »hörgur« einnig í norsku, en jafnframt »fjall« og »grjóthóll«, en á fornþýzku og engilsaxnesku, þýddi það »lundur«. Hörg- ar = blótstaðir hefðu ýmist verið »í lundi« eða á hæðum, grjóthólum, o. s. frv. Fyrirlestur þessi verður í heild sinni prentaður í Árbók fornleifafélagsins. Fregnbréf úr sveitinni. Borgarfirdi 17. okt. [Fólksflutningar úr sveitinni.—Aðstreymið í sj'óþorpin — Veðurátta — Heyskapur — Fjársala — Fjárkaup úr Reykja- vík — Vörukaup bsenda — Töklarnir bráðna — Urslit stjórnarskrármálsins.—Utlendri peningaeinokun afstýrt—Val- týsku flónskunni hnekkt.—Viðreisn þjóðarinnar.]. Herra ritstjóri! Eg hef lofað að sénda Þjóðólfi línu við og við. Efndirnar eru ekki góðar, því daglega stritið tekur all- an tímann frá ritstörfum og hugann með. Bændur hafa hér í sýslii fáum á að skipa. Fátt er af dugandi fólki, víðast ekki nema bóndinn og þá uppgjafamenn og ungling- ar, en duglegu mennirnir farnir til sjáv- arins, í kaupstaðina og til Amerlku. Stúlk- urnar fara á eptir, kunna náttúrlega ekki við sig innan um tóma bændur og van- meta eptirlegukindur! Það er ekki nema von, að svona fari ; ætti fólk að una í sveitum, þyrfti það að eiga meira af heil- brigðri skynsemi og yfirleitt standa á æðra andlegu stigi, Það þyrfti að hafa vit á að taka náttúruna með hennar unað- setndum, fram yfir þorpalífið með þess skrælnaða gróðri, hin hollu og styrkjandi störf til sveita, fram yfir hið deyfandi stjá og eril þorpalífsinsi Veðuráttuna í sumar lofa allir að mak- leglegleikum, en mest fádæmi eru þó, hve haustið er gott: ein óslitin blíða og logn frá því í fardögum fram á veturnætur, ekki einn einasti illviðrisdagur. Grasbrestur var nokkur á túnum og mýrum, en mikill á harðvelli. Þó varð heyskapur í meðal- lagi, því ekkert handarvik fór til ónýtis, þurfti nær aldrei að snúa flekk, heyið þorn- aði jafnótt Og það losnaði. Málnyta var f betra lagi, og geldfé í bezta lagi á hold. Fjárförgun er nú um garð gengin. Hafa verzlanir í Borgarnesi einkum keypt fé í uppsýslunni, ogborgað það eptir vikt: 100 pd. kind 13 kr. o. s. frv., hafa borgað helming af skuldlausri innieign með pen- ingum, hitt með vörum með reiknings- vecði. Jóhann bóndi Éyjólfsson úr Sveina- tungu hefur keypt einkum fé í suður- sýslunni, um 1700 fyrir íshúsið í Ilvíkog C. Zimsen kaupmann. Hefur hann borg- að dilka frá 5=7 kr., veturgamalt fé frá 8—10 kr., 2 vetra sauði 12—14 kr. og eldri 15—16 kr. ogborgað eingöngu með peningum. Bændur hafa um undanfarin ár keypt mikið af vörum. í Borgarnesi fyrir pen- inga; sumir hafa tekið lán í bankanum

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.