Þjóðólfur - 31.10.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 31.10.1902, Blaðsíða 3
175 fréttisc í fyrstu, en hesturinn fannst með hnakknum upp undir hrauni. Jón heit. var á 65. aldursári, fæddur í Haga 1 Aðal-Reykjadal 13. apríl 1838, sonur Gunnlaugs Loptssonar frá Grund í Höfðahverfi Bessasonar, Bessasonar í Borg- argerði Ólafssonar, en móðir Jóns heit. var Vilborg Jónsdóttir, ættuð úr Reyðarfirði. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum á Reykjum 1 Reykjahverfi, Ytrafjalli og Tjörn í Aðaldal, sigldi og lærði stórskipa- smíði og var um hríð i Reykjavík um og eptir 1880, en sumarið 1884 var hann skipaður vitavörður á Reykjanesi og gegndi þeirri sýslan síðan með alúð og samvizku- semi; ræktaði hann þar út, skammt frá vitan- um, allstórt tún með miklum kostnaði m. fl., því að hann var hinn mesti iðju- og atorkumaður. Hann var kvæntur Sigur- veigu Jóhannesdóttur úr Reykjadal nyrðra og áttu þau ekki börn, en ólu upp mörg fátæk börn, því að Jón heit. var mjög hjartagóður og hjálpfús og manna gestrisn- astui. Hann var vel greindur maður, skemmtinn og glaðvær í umgengni, hrein- lyndur, tryggur og vinfastur og drengur hinn bezti. Er að honum mikill mann- skaði og mun hið sviplega fráíall hans vekja hluttekningu allra þeirra, er kynni höfðu af þessum dánumanni. „Laura“ fór héðan áleiðis til Hafnar 25. þ. m. Með henni sigldi Copland stórkaupmaður og unnusta hans frk. Stefanía Rafnsdóttir, kaupmennirnir Helgi Helgason og Valdi- mar Ottesen, Th. G. Muus, Þórarinn Þ. Egilsson, Kristján Jónasson verzlunar- agent, Bojsen dróttstjóri Hjálpræðishersins með konu sinni alfarinn héðan, sömuleið- is N. C. Bach bakarameistari frá Eyrar- bakka, alfarinn til Hafnar, smiðirnir dönsku við Landakotsspítalann og norski yfirmað- urinn við skipdráttarbrautina hjá Hlíðar- húsum. 1896, upprunalega 500 kr., sem afborg- ast með 50 kr. árkega á 10 árum, nú að eptirstöðvum 200 kr., hitt 500 kr. tekið 1902, greiðist með 20 kr. árin 1903— 1906 og með 70 kr. árlega 1907—1912. — Uppgjafaprestur í brauðinu á eptir nú- gildandi mati að fá eptirlaun sín úr land- sjóði. Veitist frá fardögum 1903 að telja. Auglýst 22. þ. m. Umsóknarfrestur til 20. desember. Ránskapar-sögur, ýktar og óáreiðanlegar hafa gengið hér staflaust um bæinn að undanförnu. Hafa hinir og þessir þótzt verða fyrir árásum og ránskapartilraunum af grímuklæddum mönn- um. Mun fremur lítið hæft í flestum þess- um sögum, nema líklega tilræðinu, er Þor- birni bónda Finnssyni á Kleppi var veitt, nálægt vallargarðinum þar. En hann „hreinsaði sig af" áhlaupinu, svo að tveir lágu þar eptir, og náðu piltar þessir ekki peningum hans. Og þótti það hraustlega gert. Ekki hefur vitnazt um, hverjir þessir ránsmenn eru, En optar en einu sinni hef- ur það verið borið út um bæinn, að búið sé að taka bófana fasta, og þeir jafnvel nafn- greindir, en enginn flugufótur fyrir því neinu, ekki einu sinni neinn grunur á nokkrum vissum manni eða mönnum, hvað þá heldur frekar. Þá er fátt er tíðinda, verður að búa þau til, hugsar fólkið sjálfsagt. Hæfilegt spyröuband. Nú fyrir skömmu sendi ritstjóri Isafoldar út 2 tölublöð af „Sunnanfara". í öðru er mynd af Indriða Einarssyni revisor, og í hinu mynd af B. Baldvinssyni vesturfaraagent (!!). Eins og við er að búast, eru báðir mennirn- ir óskabörn ritstjórans og fá því tilbærilegt lof hjá honum. — Auðvitað er það eigi af hendingu, að ritstj. hefur spyrt saman þessa tvo menn, heldur hefur honum fundizt, að starf þeirra fyrir ættlandið á seinni árum sé nokkuð svipað hjá báðum. Atli. og keypt vörur af Birni kaupm. Krist- jánssyni, fluttar inn í Hvalfjörð. Mun vöruverð þetta vera líkt og gerist fyrir peninga 1 Reykjavík. Jöklarnir hafa verið að minnka nú um undanfarin ár, enda hafa 3 undanfarnir vetur verið snjóléttir. Fyrir 20 árum var á Okinu sunnanverðu allmikil jökulkúpa, en nú sést ekki nema mjótt, hvítt stryk upp við heiðisblámann. Svo er að heyra, sem flestirséu ánægð- ir með úrslit stjórnarskrármálsins. Eink- um þykir oss þó vel farið, að landsbank- inn hélt velli. Fáum hefur víst getað skilizt sú röksemd, að einveldi hlutafé- lagsbankans útlenda væri betra en hið svonefnda einveldi landsbankans, að ein- veldi banka, sem vér engu gátum ráðið um væri hollara en banki, sem vér ö 11 u getum ráðið um. Hvað þarf mikla sögulega reynslu til að læra af, ef reynsla vor á einokun 17. og 18. aldar nægir ekki til þess? Járnbrautarflðnskan, ritsímafíflskan og Stórabankaflanið, eptir því sem Valtýing- ar hugsuðu sér þetta, eru allt valtýskir uppvakningar, sem hefðu riðið oss að fullu, ef guð og góðir menn hefðu ekki að dugað. — Nú ríður á samheldni og ein- drægni til að reisa við þjóðfélagsbygg- ingu vora á þeim grundvelli, sem þegar er lagður. S. Slysföp. Látinn er sviplega 23. þ. m. Jón Gunn- laugsson vitavörður á Reykjanesi. Hann var þann dag staddur 1 Grindavlk og mun hafa ætlað að gista á Stað um nóttina, kom um kveldið að Járngerðarstöðum, er dimmt var orðið, og spurði, hvort prestshjónin frá Stað, er ætluðu að verða honum samferða þaðan, væru lögð af stað, og var honum sagt, að svo væri, en þau voru farin fyrir stuttri stundu, höfðu beðið hans alllengi. Reið þá Jón þegar út í myrkrið. En morgun- inn eptir 24. þ. m. fannst hann örendur í sjáfarlóni millum Járngerðarstaða og Staðar, en þar er vandfarið fyrir lítt kunn- uga og ófært á veginum eða því sem næst með aðfallinu. Læknirinn, er þegar var sóttur, sagði, að hann hefði kafnað (eða drukknað), en engin meiðsli voru á líkinu, eða nein merki þess, að hesturinn hefði dregið hann fastan í ístaðinu, eins og Óveitt prestakall. Tjörn á Vatnsnesi (Tjarnar- og Vestur- hópshólasóknir) í Húnavatnsprófastsdæmi. Metið (með 300 kr. tillagi úr landssjóði) 1185 kr. 96 a. Tvö embættislán til jarða- bóta hvíla á prestakallinu, annað tekið Rptirmæii. Hinn 29. ágúst í sumar andaðist Halldór bóndi Þórdarson í Bræðratungu í Biskups- tungum. Hann var elztur bóndi þar í sveit og hafði um langan aldur verið í fremstu bænda röð. — Hann var fæddur á Marteins- messu 11. nóv. 1819 í Fellskoti í Biskups- tungum. Þar bjuggu þá foreldrar hans séra Þórður Halldórsson og Guðrún Halldórsdótt- ir; var séra Þórður þá aðstoðarprestur föður síns, séra Halldórs Þórðarsonar á Torfastöð- um, og fékk það prestakall eptir hann 5 ár- um síðar; fluttist hann þá að Torfastöðum og bjó þar síðan, til þess er hann andaðist veturinn 1837. Þá var Halldór sonur hans 17 vetra og tók þá þegar við búsforráðum með móður sinni. Er það mál manna, að fáir hafi þá þótt efnilegri ungra manna þar í sveit, en hann. Þau mæðgin bjuggu fyrst á Torfastöðum eitt ár, ensíðan íTorfastaða- koti, til þess er Halldór kvæntist; hafði hann þá 5 um tvítugt. Ari síðar 1845 fluttistliann búferlum að Laugardalshólum, en 10 árum síðar, þaðan að Bræðratungu. Þar bjó hann til dauðadags. Ef talið er frá því, að hann tók við búsforráðum með móður sinni, hafði hann bústjórn á hendi 65 ár, og mundi nú flestum þykja það ærin þrekraun. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans, er Margrét hét Halldórsdóttir bonda á Vatns- leysu, andaðist 1860, en 2^/2 ári síðar gekk hann að eiga alsystur hennar og nöfnu, sem enn lifir. Með fyrri konu sinni átti hann 7 börn, og náðu 6 synir fullorðinsaldri; eru tveir þeirra bændur: Halldór ( Hrosshaga og Einarí Auðsholti; tveir hafa jafnan ver- ið með föður sínum, Jón og Halldór yngri; Þórður hét hinn elzti og er hann í Vestur- heirni, Páll er dáinn og átti eina dóttur barna, er alizt hefurupp hjáafasínum. Með seinni konunni átti hann 5 börn: 4 syni og eina dóttur og lifa 2 synir, er upp komust, Þórð- ur og Marel, þeir hafa og jafnan verið með foreldrum sínum. — Halldór var mikill mað- ur vexti og fríður sýnum, djarflegur og fyrir- mannlegur á svip, hvatlegur og einbeittur í framgöngu ogsköiungurí allri gerð. Hann var búmaður mikill að fyrri tíðar háttum, heyjabóndi mestur í sinni sveit og bjargvætt- ur, er svo bar undir. Hann byrjaði búskap á kotbýli við lítil efni, en lauk honum á mesta höfuðbóli og talinn þá gildastur bóndi sveitarinnar. Meðan hann var á uppréttum fótum, kom hann mikið við almenningsmál í sveitinni og hafði hreppstjórn á hendi nokk- ur ár. Er því viðbrugðið, hversu hann var ósérhlífinn á þeim árum, skjótur til úrræða og bóngóður, enda var þá mjög til hans leitað í vandræðum, því að jafnan varhann vel birgur. Auk þess kunni hann og gott skyn á að líkna og hjúkra sjúkum mönnum; kom það opt í góðar þarfir á þeim árum, 56 jafnsnjallir, hafa ótta af þér. Það er aflið, sem ræður sagði strákurinn, er hann fleygði kettinum. Þú ert ekki vel þokkaður hérna, því að smæl- ingjarnir hafa jafnan horn í síðu stórmennisins, eins og þú skilur. Þess vegna skaltu leita þér frama annarstaðar, þvi að þar geturðu orðið mesti heljarkarl. Láttu nú það rætast, að eg fái sæmd af syni mínum, vertu ekki fljótfær í neinum ryskingum, hugsaðu þig vel um, áður en þú slær, en ef þú gerir það, þá gerðu það svo að muni um það. Og svo óska eg þér góðrar ferðar!" Þorsteinn lagði svo af stað daginn eptir með nestispoka á bakinu. Urðu héraðsmenn burtför hans fegnir, og unnusta hans ekki sízt Jafnskjótt sem Þorsteir.n var kominn til höfuðstaðarins, gekk hann fyrir konung, og sagði honum, að nú væri hann kominn. Konungur varð steinhissa, því að hann hafði ekki hugsað neitt frekar um þetta síðan. En úr því að pilturinn var kominn þessa löngu leið, þá varð að sjá honum einhvern farborða. Hann var þá fyrst nokkra mánuði við heræfingar, og var þar til aðhláturs fyrir alla drenghnokka, er stóðu og horfðu á. Það var líka dálítið skrftið, að sjá þennan langa slöttólf í kjól, sem var honum svo lítill, að mittið á honum sat upp á miðjurn herð- um; já, það var sannarlega kátlegt, að sjá hermann þennan staulast áfram þunglamalegan og hokinn, og sjá hann þeyta byssunni eins og vetling af einni öxl á aðra. Hinir liðsmennirnir hentu og ótæpt gaman að hon- um og ertu hann, og norski „grálappinn" varð brátt á allra vörum. Þor- steinn þagði við þessu í fyrstu, af því að hann var svo ókunnugur, en að skömmum tíma liðnum tók hann sig til og lúbarði hvern eptir annan af verstu háðfuglunum svo vendilega, að þeir lágu veikir eptir og urðu að boða forföll næsta dag. Og eptir það var enginn, sem dirfðist að gera á hluta Þorsteins. Það leið heldur ekki á löngu, áður en Þorsteinn varð svo beinn í bakinu eins og seljuteinn, og gekk áfram með svo föstum og hröðum fetum og handlék byssuna svo fimlega, að þá er kon- ungurinn kom til að horfa á æfingarnar, var kallað á Þorstein og hon- um boðið að koma í lífvörð konungs. Það má nærri geta, hversu Þor- steinn varð hnakkakertur við þennan frama. Hann keypti sér einkennis- 53 Þorsteinn varð eins og dálítið lægri í loptinu við þetta, en eptir því sem nær dró föðurhúsunum réttist úr honum, og er hann stikaði inn á túnið, steig hann þungt og hart til jarðar. Faðir hans stóð í anddyrinu og fagnaði honum. „Nú, hvernig gekk það? spurði hann. „Sæmilega býst eg við", svaraði Þorsteinn. „Talaði konungur nokkuð?" „Já, eg held það, eitthvað sagði hann, og það var sannarlega mikið vit f því". „Hvað sagði hann þá"? spurði faðirinn. „ Hann spurði mig, hvort eg vildi koma til konungsborgarinnar og verða kongsins maður". „Og hverju svaraðir þú þá?" „Eg þakka fyrir boðið", sagði eg. „Heldurðu að þetta hafi verið alvara hans?" spurði faðirinn. „Hverju ætti maður þá að trúa?" svaraði Þorsteinn. „O — það er sjálfsagt að spyrja sig betur fyrir um þetta", svaraði faðirinn. Um kveldið sást faðir Þorsteins labba í sparifötunum að vegamót- unum, þar sem konungur hafði snætt miðdegisverð. Var honum vísað inn í stofu, þar sem konungurinn sat með föruneyti sínu og drakk kaffi. Nam faðirinn staðar og neri húfuna millum handanna. „Ert þú konungurinn«? spurði hann loksins, þá er allir horfðu hissa á hann. „Já, það er eg“ svaraði konungurinn og hneigði höfuðið lítt at. „Eg ætlaði að spyrja þig, hvort það væri víst, að þú vildir fá son minn í þjónustu þína?" spurði faðirinn. „Ert þú faðir þess langa, sem stóð á veginum í dag?" spurði kon- ungur. „Svo er það kallað", svaraði bóndinn. „Sonur þinn er sterkur", mælti konungur. „Já, hann saug mömmu sína 2 ár“, svaraði bóndinn.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.