Þjóðólfur - 31.10.1902, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 31.10.1902, Blaðsíða 4
176 er læknir var enginn nærlendis; var sú lyst honum ættgeng, þó að eigi kæmist hann þar til jafns við Sesselju á Reykjum, systur sína, er var höfuðlæknir sveitarinnar á sinni tíð. — Hin síðustu 20 árin, sem hann lifði, var hann blindur; minnkuðu úr því, sem von var, afskipti hans af almenningsmálum, en jafnan voru þó tillögur hans mikils metnar, efhann vildi eitthvað til þeirra mála leggja, og má með sanni segja, að hann héldi virðingu sinni til dauðadags. Eigi þvarr heldur bú- sæld hans; naut hann að því sona sinna, er studdu búið af mestu alúð, og svo þess, að hann var vel kvæntur: lengstum hafði hann þó sjálfur yfirstjóm alla, og svo var fram á síðustu daga, að hvar sem hann hlutaðist til, hlaut hann að ráða, og sýndi þá enn merki hins forna skörungskapar og risnu.— Hann hafði engrar menntunar notið um- fram það, ertíðkaðist á uppvaxtarárum hans; var hann og alla æfi meir gefinn fyrir bú- sýslu og umsvif, en bókvísi; en hann var greindur vel og stálminnugur á allt það, er hann sá eða heyrði. Tryggur var hann og fastlyndur og enginn nýungamaður; manna var hann trúræknastur og géymdi í þeim efnum til æfiloka þá háttu, er hann hafði numið í æsku. Þar var huggun hans og athvarf, er tuttugu ára nóttin byrgði augu hans og bannaði honum umsýslu og ver- aldarstörf. M. Haustull borguð í verzlun Jóns Heigasonar, Aðalstræti 14. Ekta anilínlitir W 4 s tr j fást hvergi eins góðir og & i » 4 ódýrir eins og í verzlun r g' ] STl’RLC JÓNSSOííAR 1 55 S 4 í « í Austurstræti. r S \ w •uiiiuu uina Kambsránssaga öll er til sölu á skrifstofu Þjóðólfs. Kostar 2 kr. 30 aur. í heptum, en 3 kr. innbundin (í gyllt band). Takið eptir! ----—-»grgili«nnl.i»nnnifiii»ni»i»!^—- ÞJÓÐÓLFUR 1903. Við næsta nýár (1903) hefst 55. árgang- ur Þjóðólfs. Þeir, sem gerast nýir kaup- endur að þeim árgangi fá ókeypis þennan síðasta fjórðung árgangs- ins til ársloka 1902 (13 tölu- b 1 ö ð) og þar að auki um leið og þeir borga 55. árgang tyenn sögusöfn blaðsins sérprentuð (n. og 12. heptí), rúmar 200 bls. með ágætum skemmtisögum. Nýir útsölumenn, er útvega 5 nýja kaup- endur og standa skil á andvirðinu, fá enn- fremur auk venjulegra sölulauna í þokkabót: eitt evntak af íslenzkum sagnapáttum, er annars kosta r kr. 50 a. fyrir kaup- endur Þjóðólfs, en 2 kr. fyrir aðra. Sögu- rit þetta er mjög skemmtilegt, og fróðlegt, mjög hentugt til upplesturs á vetrarkveld- um í sveit. Nýir kaupendur Þjóð- ólfs eru beðnir að gefa sig fram sem fyrst. VÁTRYGGINGARFÉLAGIÐ ,SUN‘ í Lundúnum (stofnað 1710) tekur að sér með sanngjörnum kjörum ábyrgð á húsum, allskonar áhöldum og inn- anstokksmunum, fénaði, er inni brenn- ur og skipum, sem í höfn eru eða á land eru sett. Aðnlumboðsmaður á íslnndi Dr. Jón Þorkelsson yngri í Reykjavík. Klæðaverzlunin i Bankastræti 12. Mikið úrval af: KAMGARNI, KLÆÐI, BÚKSKINNI, CHEVIOT, einnig fjólbreyttog fall- eg BUXNAEFNI og sérstakt Úrval í VETRARFRAKKA og ULSTERA, Verð frá 2 kr 23—p kr. al. er nú nýkomið og selzt með góðu verði eptir venju. Komið og gerið kaup við mig. Virðingarfyllst. GUÐM. SIGURÐSSON klæðskeri. Hálslín af 'óllum stœráum HVERGI ÓDÝRARA, og allt pví til- heyrandi fæst þar einnig. Alþýðulestrarfélag Reykjavíkur opnar lesstofu sína 1. nóv. þ. á í aust- urenda húss Jóns trésmiðs Sveinsson- ar. Lesstofan verður opin á hverju kveldi kl. 6 til 9 e. h. Tryggvi Gunnarsson. Það mun borga sig að koma til kaupm. Jóns Helgasonar og líta á sýnishorn af fallegum og hald- góðum fataefnum, Sjölum, Skyrtum 0g Teppuin,nnnið úr ísl. nll í góðri rerksmiðjn. J|C Allir sem til þekkja, koma þang- að með sínar ullarsending-ar. Virðingarfyllst Jón Helgason, Aðalstræti 14 (fyrverandi Sturlu-búð). Leir eldfastur fæst í verzlun Sturlu Jónssorar. Harðfiskur, Saltfiskur og Grásleppa fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs. Eg tel það skyldu mína að senda yður eptirfarandi vottorð: Eg hef mjög ár þjáðst af innvortis sjúkleika, matarólyst, taugatitringi og annari veiklun. Hafði eg árangurslaust fengið nokkrum sinnum meðul hjá ýms- um læknum. Nú síðustu árin hef eg neytt Kína-lífs-elixírs frá herra Walde- mar Petersen, Fredrikshavn, og ávallt fundið á mér bata við það, en sökum fátæktar minnar hef eg ekki haft efni á að hafa hann stöðugt, en finn það samt sem áður, að eg get ekki án el- ixírsins verið. Þetta get eg vottað með góðri samvizku* Króki í febrúar 1902. Guðbjörg Guðbrandsdóttir. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- i hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir V.P. að líta vel eptirþví, að þ ' standi á flösk- unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Í liaust var mér dregið lamb með mínu fjármarki: tvístýft aptan hægra, hamarskor- ið vinstra, sem eg ekki á; réttur eigandi vitji andvirðis lambsins til mín og semji við mig um markið. Þorbjarnarstöðum 30. október 1902. Oddgeir Þorkelsson. 54 „Attu marga slíka syni?“ spurði konungur. „Nei, en þessi eini er á við marga", svaraði faðirinn aptur. „En mundir þú ekki sakna þess, að láta þennan einkason frá þér?“ spurði konungur. „Það fer eptir því, hvert eg læt hann fara. Ætti eg fleiri syni, skyldi eg láta þá verða honum samferða til þín“, svaraði faðirinn. „Hurnl" sagði konungur og hneigði höfuðið með ánægjusvip, „hvað heitir þú?“ „Lars, eptir afa mínum" svaraði bóndinn. „Komdu hingað Lars!" mælti konungur „ög taktu við festarpening- um fyrir son þinn“. Og um leið dró konungur upp úr pyngju sinni nokkra þykka silfurdali og stakk þeim í lófann á Lars. „Þökk og heiður fyrir peningana“, svaraði Lars; „ef þú vilt vita eitthvað frekar, þá á eg heima á bænum hérna við vegamótin". Og svo rétti Lars konungi hendina og kvaddi. Þá er Lars kom heim til sín, sagði hann við Þorstein: „Ef þig langar að fara til konungsborgarinnar, þá máttu það", „Já, eg vil gjarnan fara nú þegar í stað“. Það er ekki vert að flýta sér neitt afskaplega. Nógur er tíminn. Sá sem gengur 7 mílur fyrsta daginn verður sárfættur". „En eg hef ekki eptir neinu að bíða", svaraði sonurinn. Faðirinn svaraði engu þá þegar; hann stóð og studdist upp við dyrastafinn, og var að velta einhverju fyrir sér. „Hvernig geðjast þjer að Elínu í Bröttuhlíð?" spurði hann hvatlega og leit á son sinn. O, svona — hún skarar ekkert fram úr öðrum stúlkum". „Hefurðu nokkuð á inóti því, að gera hana að konunni þinni?“ spurði faðirinn. „O, nei, það get eg ekki beinlínis sagt" svaraði Þorsteinn, og spyrnti við steini, er lá við fætur hans. „Þá förum við þangað í fyrra málið", sagði faðirinn. „Fuglinn leitar ávallt heim aptur til hreiðursins, þar sem hann á ungana sína, er hon- 55 um þykir vænt um. Þú skilur það“. Og að því mæltu gekk faðirinn inn í stofu. Daginn eptir fór Lars upp að Bröttuhlíð ásamt einum nábúa sínum og Þorsteini, og bar upp bónorðið fyrir hönd sonar síns. Það gekk ekki orðalaust af, en Lars var að þæfa um þetta fram og aptur, unz Brattahlíðarbóndinn sagði já, og svo var Elín heitin Þorsteini. En það var fast ákveðið, að kæmi hann ekki heim aptur að 5 árum liðnum, skyldi stúlkan vera laus allra mála. Nú var farið að dubba Þorstein upp og búa hann til farar. Faðir hans keypti nýja treyju handa honum. Móðir hans bætti hina gömlu, og þurkaði nokkur tár úr augum sér á meðan hún var a’ð því. Faðir hans varð var við það, er hann gekk um og mælti: „Sittu ekki þarna með sút og grát; það er engin ástæða til að gráta yfir því, að við hljótum sæmd af syninum okkar, því að það er eg viss um“. Daginn áður en Þorsteinn lagði af stað, kallaði faðir hans á hann inn í svefnherbergi sitt. og sagði við hann: „Eg ætla að tala nokkur orð við þig til velfarnaðar að skilnaði, sonur minn, því að það er aldrei gott að leggja upp í langferð án hollra ráða. Hæfileikar þínir eru fólgnir í hnefunum, en ekki í munn- inum, en það er gott, að hafa þá einhversstaðar, því að í lífinui skiptir það rnestu, að vera styrkvastur. Sumir hafa yfirburðina í höfðinu, og þeir verða ráðherrar og annað „fínt", sumir eru mestir í munninum og verða því málfærslumenn eða eitthvað þessháttar, en sumir hafa yfirburðina í hnefunum, eins og þú og eg, og úlfurinn og björninn ráða miklu í skógnum, það veit eg. En styrkur þeirra liggur mest í klónum. Þess vegna á sérhver að neyta þess, sem hann hefur, en ekki þess, sem hann hefur ekki, og þannig verður þú að neyta hnefanna meir en munnsins, Þorsteinn minn, því að hendurnar á þér eru meira virði en tungan. Ef einhver ætlar að abbast upp á þig, þá skaltu aldrei munn- Þöggvast við hann, því að þá kemst þú í bobba, en sýndu honum hnefa þína, og þá mun hann skjótt hafa hægt um sig. Skiptu þér aldrei af þér meira manni, ef hann skyldi finnast, en láttu þá, sem ekki eru þér

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.