Þjóðólfur - 14.11.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 14.11.1902, Blaðsíða 3
183 nna, Þetta var höfuðnýungin í grein hans, enn ekki hitt, þótt hann legði mikla á- herzlu á plægingarnar sjálfar og framræzl- una, þurkunina, því að það hefur opt ver- ið brýnt fyrir mönnum, bæði í gömlum búnaðarritgerðum í Nýjum Félagsritum og Andvara, og einna rækilegast á síðari ár- um af hr. Sigurði Þórólfssyni f »Plóg« og hr. Jóni Jónatanssyni í Þjóðólfi. Það kom einnig fram á fundinum, sem ekki varð hrakið, að hr. S. Þ. hefði fyrir skömmu einmitt ritað um þetta efni í sömu átt og hr. Björn Jensson. Það lýsti því nokkuð mikilli grænku hjá undirritstjóra »Reykja- víkur«, Jóni Ólafssyni, sem aldrei erseinn á sér að fella skjótan úrskurð og sleggju- dóma, að þekkja ekkert af því, sem ritað hefur verið um búnað vorn fyr eða síðar, og rita um það langt mál með miklum dyn, að öll grein hr. B. J. væri sú nýung, er aldrei hefði heyrzt fyr og ekki í nokk- urs búfræðings hug eða hjarta komið, enda fékk blaðamaður þessi rækilega of- anígjöf á fundinum fyrir fáfræði sfna hjá mörgum mælendum, og varð að láta sér þær ádrepur lynda. Á »Norðurlandi« sést einnig, að Einar Hjörleifsson er jafnfróð- ur og Jón. En hvað sem því líður, þá er grein hr. B. J. hin þarfasta hugvekja, sem veitt hefur verið mikil eptirtekt, vegna þess, að hún er rituð af lærðum manni, greind- um og glöggum, manni, sem hefur niikinn áhuga á búnaðarmálum o. fl. Orðum hans hefur því verið veitt meira athygli en ellá mundi. En á fundinum sætti hann töluverð- um andmælum fráýmsum ræðumönnum, er þótti varhugavert og ekki ráðlegt að gera nú þegar jafn víðtæka breytingu á ræktun landsins, eins og hann leggur til, reynsla ekki fengin t. d. næg fyrirþví, að sáning af útlendu grasfræi heppnist hér, enmjög tvísýnt, hvort fá mætti nægilegt eða full- þroskað innlent grasfræ til sáningar; einn- ig þótti flestum óráðlegt, að gera fyrst til- raun þessa á vel ræktuðum túnum, velta þeim um með plóg og sá, enda þótt sjálf- sagt væri, að sáningin heppnaðist bezt í jörð, sem áður væri ræktuð. En það væri ofmikil áhætta fyrir*bændur að byrja á ræktuðu blettunum. Hinsvegar voru flestir eða allir samdóma um, að nota aðferð þessa: plægingu og sáningu, á öllum nýjum túnaukum t. d. í þurum móum eða ræktarlitlum útskæklum. Ræður voru margar haldnar um þetta þýðingarmikla efni, helzt af búfræðingum, og stóð fundurinn frá kl. 8^/2 e. h. fram yfir miðnætti. Ágrip að umræðum þess- um, er skýrðu málið frá ýmsum hliðum, eiga að birtast í »Búnaðarritinu«, og er því ekki skýrt nánar frá þeim hér, enda yrði það hvorki heilt né hálft í blaða- grein. En einn fundarmanna, er talaði einna bezt og rækilegast um kosti plæg- inganna, og getur talað þar af eigin reynslu, hefur hér í blaðinu skýrt nánar frá fundi þessum og sumum skoðunum þeim, er þar komu fram, og von á meiru frá hans hendi um svipað efni síðar. Mál þetta er svo mikilsvert í sjálfu sér, svo þýðingar- mikið fyrir búnað vorn, að það er bráð- nauðsynlegt, að ritað sé um það frá ýms- um hliðum af mönnum, sem sérþekkingu hafa í þeim efnum. Og það spillir engu, þótt allir séu ekki á sama rnáli í fyrstu, því að við það verða umræðurnar fjöl- breytilegri, og menn geta þá fengið tæki- færi til að athuga ástæðurnar með og móti. — Jafnvel þótt grein hr. B. J. myndi ef til vill ekki neitt »nýtt tímabil« f sögu jarðræktarinnar hér á landi, eins og þeir J. Ól. og E. H. hafa fullyrt, þáhefurhún komið nýrri hreyfing á málið, sem þurfti að korna, og það er mikillar þakkar vert. Fréttir frá íitlöndum með „Vestu" ná ekki lengra en fram í miðjan f. m., og hefur Þjóðólfur flutt áður það er nokkru skiptir, og er því litlu við að bæta. Þó má geta þess, að 1 lok sept- embermán. komu út 5 tilskipanir frá Rússastjórn, er munu eiga að leggja smiðs- höggið á undirokun Finnlands. Margt af ákvæðum þeirra er ekki neitt nýtt, heldur einungis skrifleg staðfesting á þeim lög- leysum, sem framdar hafa verið á Finn- landi á síðustu árum. 1. tilskipunin ákveð- ur, að landstjórinn eigi að hafa hið æzta vald í öllum merkum málum og mörg mál megi stjórnin alls ekki fjalla um, nema í viðurvist hans. Eptir 2. tilsk. verður ekki unnt að koma fram ábyrgð á hendur nokkr- um embætismanni, þó að hann jafnvel mis- beiti embættisvaldi sínu, nerna yfirmenn hans leyfi það. Öll þesskonar mál, sem nú liggjafyrir og ekki eru dæmd, skulu þegar niður falla. 3. tilsk. segir, að hvern embætt- ismann, sem ekki hegði sér samkvæmt stöðu sinni, megi sá embættismaður setja af, er veitti honum embættið. Nr. 4 ákveð- ur, að yfirréttardómurunum (sem hafa ver- ið óafsetjanlegir) megi dómsmálastjórnin víkja frá embætti med sampykki landstjór- ans, og að lokum er svo ákveðið í 5. tilsk.: „Það, sem í finnskri löggjöfer ákveðið um útlendinga, heimfærist ekki upp á Rússa". Rússar geta nú komizt að öllum finnskum embætturn; einungis er ákveðið, að í þau embætti, er áður þurfti til háskólapróf frá Helsingfors, megi að eins setja kandídata frá rússneskum háskólum; reyndar má land- stjórinn veita undanþágu frá þessum skil- yrðum. Það er þegar byrjað að ryðja til 1 embættisstéttinni finnsku og fjölda em- bættismanna verið vikið frá embætti. Þó ætla menn, að enn sé ef til vill ekki fokið í öll skjól fyrir Finnum, ef Rússar beita ekki herliði. Til marks um það mánefna, að 12,000 manna eða töluvert meira en helmingur af þeim, sem boðið var út sam- kvæmt varnarskyldulögunum í fyrra, hefur ur ekki mætt og engum refsingum sætt fyr- ir. Ef öll lagaboð rússnesku stjórnarinnar mæta slíkri mótstöðu af hálfu Finna, getur svo farið, að rninna verði úr þeim, en til er stofnað. Ovedrid d Sikiley, sem getið hefur verið áður um í Þjóðólfi, stóð yfir í marga daga og slotaði ekki fyr en um lok sept. Mest manns lífið, mörg hús hrundu og enn fleiri skemmdust. Sunnan til á Italíu varð einn- ig nokkurt tjón af óveðrinu. Hin heimsfræga leikkona, Sara Bern- hardt, var í Kaupmannahöfn tæpa viku, snemma í okt. með leikflokk sinn, og lék nokkra helztu uppáhaldsleiki sína t. d. Hamlet. Menn kepptust um að sjá hana og sýna henni aðdáun sína, og kvöldið áður en hún fór, drógu áhorfendurnir vagn hennar heim til veitingahússins, sem hún bjó f. Hún er nú komin á sjötugs aldur, en leikur ennþá tæplega tvítuga unglinga svo vel, að snilld þykir. 20,000 kr. hrein- an ágóða ætla menn að hún hafi að minnsta kosti haft af veru sinni 1 Höfn. Englendingur einn, Stanley Spencer, hef- ur farið yfir London á stýranlegu loptfari, sem hann hefur sjálfur smíðað. Hann fór 5 mílna langan veg á i1/* klukkustund og hlekktist ekkert á. Er það lengri leið en loptfarinn Santos Dumont, er mest hefur verið látið af, hefur nokkru sinni komizt. Tveir írskir pingmenn hafa verið dæmdir fyrir að hafa haft hótanir í frammi í ræð- um sínum, annar tfl 2, en hinn til 4 mán- aða fangelsisvistar. Vestureyjar ekkl seldar. Með gufuskipinu „Mercur", er nýlega kom með kol til Hafnarfjarðar fréttist, að frumvarpið um sölu Vestureyja — smáeyj- anna, sem Danir eiga í Vestindfum — hafi verið fellt í landsþinginu 22. f. m. með 32 atkv. gegn 32, en einn þingm. greiddi ekki atkvæði. Er þetta ósigur fyrir stjórn- ina, sem lagði töluvert kapp á að koma málinu fram, og forðaði því með naum- indum frá falli næstl. vor. En nú er það steindautt með jöfnum atkvæðum, og eyja- sölumál þetta þannig út af dagskrá fyrst um sinn. Höfðu þó um 1000 kaupmenn, jarðeigendur og borgarar sent Hage fjár- málaráðherra áður ávarp um að stuðla að því, að sölunni yrði framgengt. Ekki kvað stjórnin samt ætla sér að leysa upp lands- þingið vegna þessara hrakfara, heldur una úrslitunum og láta við svo búið sitja. Hafði Hage lýst því yfir á eptir, að stjórnin mundi bera sig saman við nefnd þá, er sett var til að íhuga ástand eyjanna og gera ráð- stafanir til að bæta kjör eyjarskeggja, sem kvað vera fremur bágborin. Afmseli. í gær varð Páll Melsteð fyrv. sögukenn- ari r. af. dbr. n í r æ ð u r að aldri (f. 13. nóv. 1812). Er hann enn furðu ern og hraustur til heilsu, jafngamall maður, ineð óbiluðum sálarkröptum að kalla má, og kann frá mörgu að segja frá fyrri árum. Sjón hans er mjög tekin að bila, en þó getur hann enn farið allra sinna ferða óstuddur. Var honum í gær flutt ávarp skrautritað með mikilli snilld af Lárusi Halldórssyni prestaskólastúdent, undirrit- að af fjölda bæjarbúa, karla og kvenna. Hornleikaraflokkurinn lék á horn úti fyrir húsi hans um hádegisbilið, og veifur blöktu á hverri stöng í bænum. I skólum bæjar- ins var nemendum veitt lausn úr kennslu stundum flestum eða öllum þennan dag. 64 þrifu þá hvor til annars, og urðu þar harðar sviptingar. Ilátin hristust til og frá á hyllunum, hvenær sem þeir rákust á veggina eða borðið. Drengurinn stóð hjá hljóðandi og kallaði á móður sfna, en þeir hömuð- ust og hömuðust og kreistu hvorn annan og hófu á lopt, settu hælkrók hvor á annan og tóku hryggspennu, en þó heyrðist ekkert til þeirra, nema endrum og sinnum: „hver djöfullinn", þegar annarhvor var kominn að því að falla. Loksins missti Bárður fótfestu. Þorsteinn neytti þá alls afls sfns og skellti þar Bárði á gólfið, svo að glumdi í stofunni. Hann veitti honum enga áverka, en hélt að eins höndunum á hon- um, svo að hann gat ekki staðið upp. „Nú þakka eg þér fyrir viðskiptin, mælti Þorsteinn. „Mig langaði til að komást að raun uin, hvort Þelinn1) gæti lagt Haddingjann, en eg sé, að það verður nú bið á því nokkra hríð enn. „Hvað heitir þú?" spurði Bárður, þar sem hann lá, hann leitaðist ekki einu sinni við að standa upp. „Þorsteinn áflogavargur" er nafn mitt, sagði hann, „og það er engin minnkun fyrir þig að hafa tekizt á við hann. því að það hafa greifar og barónar gert, skaltu vita. En eins og geta má nærri, fengu þeir að liggja lágt, garmarnir". Að því búnu náði Þorsteinn hesti sínum, steig á bak og reið heim- leiðis. Það varð brátt hljóðbært um sveitina og allt nágrennið, hversu skipti þeirra Bárðar fóru, og Þorsteinn óx mjög í augum manna við þetta afrek. Sveitinni fannst að hún hefði eins og sæmd af sigri hans. Það var að eins Ólafur, sem harmaði hvernig þetta fór, og beið eptir nýju tækifæri til að hefna sín á Þorsteini. Nú sat Þorsteinn heima á búgarði sínum, og rétti hnefana eins og veldissprota út yflr allt nágrennið. Hann var eins og örninn, er situr hreyk- inn á gnípunni og horfir niður fyrir sig. Væri það eitthvert Htilræði, sem hann langaði til að klófesta, svo tók hann það umsvifalaust, og enginn 1) Þelir eru þeir nefndir, er á Þelamörk búa. 61 Þorsteinn leit upp, virti piltinn' fyrir sér frá hvirfli til ilja, og sagði ekkert annaðen: „Var lús að hósta?" sneri sér aptur að Elínu og sagði: „Viltu dansa við mig Elín, spyr eg þig í annað sinn“? „Eg dansa við Ólaf", svaraði Elín stutt í spuna, og rétti Ólafi hendina. „Við skulum eigast við um það, drengur rninn", sagði Þorsteinn, og þreif Ólaf þegar hryggspennu og bar hann út úr stofunni. „Guð hjálpi mér! hann gerir út af við hann“, hrópaði Elín, og ætlaði að fara á eptir þeim, en hún hné niður í ómegin, áður en hún komst út í dyrnar. Svo hnappaðist fólkið saman, sumt til að stumra yfir henni en sumt elti Þorstein. Hann bar feng sinn út að kornbingn- um, er var þar rétt hjá, og lagði hann þar niður. Ólafur brauzt um og barði frá sér, eins og hann gat, en það kom fyrir ekki. Þorsteinn setti hnéð fyrir brjóst honum, og hellti svo úr öllum tjörukútnum ofan yfir hann, yfir nýju og þokkalegu vaðmálsfötin hans. Svo tók hann annari hendi í hnakkann á honum, en hinni um fæturna, slengdi honum niður í kornbinginn, og velti honum þar lengi fram og aptur. Ólafur hrækti á hann, ætlaði varla að ná andanum og snökti af gremju, en það stoð- aði ekkcrt. Menn voru að leita um túnið, og vissu ekki, hvað af Þor- steini hafði orðið, en svo kom hann allt í einu dröslandi með Ólaf eins og kornpoka. Menn stóðu öidungis agndofa og góndu á þessi ósköp um hríð, en svo skellihlógu allir og gengu í humátt á eptir Þorsteini, er fór rakleiðis inn í stofu. Sat Elfn þar á bekknum föl og veikluleg, og kvennfólkið umhverfis hana. Þorsteinn varpaði Ólafi eins og vetling fyrir fætur hennar. „Þarna færðu unnustann þinn“, sagði hann, „og nú getur þú haft. korn fyrsta árið, svo að þú þarft ekki að drepast úr hungri. Viltu nú dansa við mig? Elín hristist öll og skalf, og rétti Þorsteini hendina, en hún var ísköld. Svo stóð hann kyr um hríð, horfði á Elínu og glotti hæðnislega. Svo sleppti hann hönd hennar snöggt og ýtti henni harkalega frá sér, og skálmaði út stórum skrefum. Fólkið vék til hliðar fyrir honum og glápti á hann, en Ólafur hafði laumazt sneyptur heim, og kom ekki aptur í brúðkaupsveizluna.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.