Þjóðólfur - 14.11.1902, Blaðsíða 2
182
inn að leiða ykkur á götu sannleikans.
Guðjón Guðmundsson tók 1 sama streng
og þeir Sig. Sig. og E. H. Það er ann-
ars ekki ógaman, hvernig þessi þrenn-
i n g , ráðanautar landbúnaðarfélagsins voru
samtaka í því, að reyna að rífa niður áð-
urnefnda blaðagrein B. J. — Reyndar var
svo að heyra á Guðjóni sem hann væri
ekki mótfallinn grasrækt með sáningu,
en ræða hans snerist mest um sáðskiptið.
En þó enginn þessara þriggja vildi við-
urkenna, að það væri neitt nýtt í grein
Björns Jenssonar, þá bætti þó einn þeirra
E. H. úr þessum skorti á nýjungu með
því, að koma fram með kenningu, sem
enginn að líkindum vill þrátta við hann
um faðernið á, enginn að líkindum hefur
löngun til að eigna sér. Það var einkum
tvennt, sem hann tók fram á fundinum,
sem mig furðar mjög á, að jafnglöggur
og gætinn maður og E. Helgason er,
skyldi geta fengið af sér að koma með
jafn stórkostlegar fjarstæður. íyrri fjar-
stæðan er sú, að hvert mannsbarn gæti
stýrt plóg — hin síðari, að það væri ó-
dýrara að stinga upp með skóflu, en plægja.
Hvernig ætli að málararnir í Reykjavfk
tækju það upp, ef hr. E. H. segði við þá:
»Handverk ykkar þarf engrar kunnáttu
við, það getur hvert mannsbarn gertþað«.
Þeim yrði held eg á að brosa. Eg er
viss um, að við E. H. getum báðir málað,
það er að segja, við getum dyfið penslin-
um í farfann og strokið og strokið, en
hvernig við myndum leysa það af hendi
og hve lengi við værum að því er ann-
að mál. —
Það dettur víst engum skynberandi
manni í hug að neita því, að flestum
störfum er þannig varið, að það þarf æf-
ingu og kunnáttu til þess að geta leyst
þau vel og lipurlega af hendi. Það er
þessvegna hraparleg fjarstæða, að vilja
telja mönnum trú um annað eins og þetta:
að hvert mannsbarn geti stýrt plógi í
þúfunum okkar, ef hann að eins kann
að fara mið hestana, án þess að læra hin
réttu handtök til þess, og æfa sig í starf-
inu. Hefur reynslan sýnt og mun fram-
vegis sýna, að það er svo mikil fjarstæða, að
það er naumast svaravert. —
Hið síðara var þó öllu lakara. — Dæmi
það, sem hr. E. H. las upp á fundinum
þessu til sönnunar, sannar ekki nokkurn
skapaðan hlut. Þó hann hafi fengið ein-
hvern smáblett í myldnum garði stunginn
upp fyrir svo og svo lítið verð, sannar það
ekki, að ekki hefði verið unnt, að plægja
hann fyrir enn þá minna, ef hann á ann-
að borð hefði verið svo stór, að plógi
yrði komið við. En þegar hr. E. H. ger-
ir svo litlar kröfur til kunnáttu plæging-
armannsins get eg reyndar skilið, að hon-
um gæti ef til vill tekizt að fá svo dýra
plægingu, að það yrði dýrara að plægja
royldinn garð, en að stinga upp seiga mýri.
Mismunur sá á vinnunni við, að stinga
upp garð og að brjóta upp óræktað land,
sem hr. E. H. nefndi, var líka fjarri sanni,
minna en helrnings mismún þýðir ekki
að nefna; að minnsta kosti mun almenn-
ingi reynast svo, hvað sem verða kann á
gróðrarstöðinni. Að vilja reyna, að teJja
mönnum trú um, að ódýrara sé að stinga
upp en plægja, ætti að sönnu að vera
þýðingarlaust, því það er svo fjarri öllum
sanni, þegar það á að gilda sem almenn
regla. Það er sama og að segja: Verk-
færi það, sem verið hefur höfuðjarðyrkju-
tól allra siðaðra þjóða um margar aldir,
ogerenn, er »ópraktiskt« og ekki hafandi
hér. Handöflin eru ódýrari en hestöflin.
Þetta er allt saman sannað með því, að
t i 1 r a un a stöðin í Reykjavlk hefur feng-
ið garðblett stunginn upp með skóflu fyr-
ir minna verð, en hún gat fengið hann
plægðan fyrir. — Ef byggja ætti reglur
til almennra nota á tilraunum eins og
þessari, væri sjálfsagt heppilegast að til-
raunaskýrslur gróðrarstöðvarinnar kæmu
ekki út fyrir girðinguna. [Meira].
J. Jónatansson.
Nýja lognið og
A.
B.
A.
B.
A.
B.
A.
B.
A.
B.
A.
B.
A.
B.
A.
B.
A.
norðanfriðurinn.
Eptir Örvar-Odd.
B.
A.
Sæll og blessaður kunningi! Fagurt
er blessað lognið!
Hvaða bull er þetta! Lognið! Finn-
ur þú ekki, að það er norðangarri og
stórhríð ?
Jú, en eg meina pólitíska lognið —
nýja lognið. Sérðu það ekki?
Hvað er þetta. Er nokkurt logn kom-
ið í pólitíkinni?
Veiztu það ekki? Hefurðu ekki heyrt
nýjasta nýtt ?
Nei, segðu mér það, svei mér ef eg
veit það.
Jú. Það kom logn 1 skjóðu norðan af
Akureyri nú með »Hólum«. Það var
sent öllum blaðamönnunum hérna 1 Vík,
sín skjóðan hverjum, og ein fór að
Bessastöðum, og svo aðrar til Seyðis-
fjarðar og ísafjarðar. Og það er sagt,
að jafnvel »Barnablaðið« hafi fengið
einhverja þá myndarlegustu.
Voru það börn, sem sendu þetta upp
á »grín« ?
Nei, síður en svo. Það var t. d. amt-
maðurinn, sýslumaðurinn, monsjör Ein-
ar og hann Stefán, sem var svo svín-
heppinn að brenna ekki á Möðruvöll-
um, af því að þar var logn. Og nú
er búið að leysa hér frá öllum skjóð-
unum og hleypa logninu yfir landið.
Sérðu ekki að það er að læðast yftr
okkur ?
Og hver þremillinn! En hafa þessir
vísu menn á Akureyri ráð yfir logn-
inu? F.r þaðtil sölu hjá þeim, eða
fæst það ókeypis, og er það bara þessi
eina »sort«, politiska lognið, sem þeir
hafa vald á, en ekki aðrar »sortir« af
því?
Það veit eg ekkert um. Þeir hafa
svo ákaflega margt á »lagar« t. d. ann-
að, sem er bráðnauðsynlegt með póli-
tiska logninu, og það er »pólitiskur
friður«. Það fylgist að, eins og kafifi-
rót með kafifibaunum.
En heyrðu, kunningi! Friðurinn ! Nú,
Akureyrarfriðurinn! Það er eins og mig
minni, að eg hafi heyrt hans getið
áður.
Á, skyldi það! Manstu ekki, að þess-
ir menn sendu »friðinn« í poka með
pósti út um allt land um hávetur í
fyrra. En undir eins og pokarnir voru
opnaðir, rauk friðurinn út í storminn
og það sást ekkert eptir af honum,
ekki tangur né tetur. Þeir vísu menn
höfðu nfl. gleymt að senda lognið á
undan. Vöruðu sig ekki á því, að það
var ekki sama lognið alstaðar á land-
inu, eins og í þeirra friðelskandi, logn-
sælu hjörtum á Akureyri. En nú hafa
þeir ekki ætlað að brenna sig á sama
soðinu og sent því lognið á undan,
eins og nokkurskonar Messías.
Fáum við þá ekki friðinn?
Jú, hann kvað eiga að koma með
næsta pósti í skrautlegum umbúðum,
vafinn innan í margfalt »Norðurland«
eins og barn í reifastranga. Og mon-
sjör Einar kvað eiga að leggja bless-
un sína yfir króann, áður en hann er
sendur burtu, því að Einar er prests-
ígildi máttu vita. Hann hefur ekki
til einskis gengið í skóla hjá jafnguð-
hræddum og góðum mönnum sem séra
Götuþrándi í Winnipeg og Birni litla
frá Dal. En logn- og friðarhöfðingj-
arnir senda ekki friðinn, fyr en þeir
vita, hvernig logninu reiðir af. Þá er
lognblæjan er komin yfir landið, þá
er hugmyndin sú, að friðurinn eigi að
hvllast á henni, sofandi á silkisvæfli.
Og enginn vindblær, enginn storm-
þytur skal trufla þá »heilögu ró«.
Og hvað á þessi blessaða værð lengi
að haldast?
Hinir vísu feður og stjórnendur logns-
ins og friðarins á Akureyri láta í veðri
vaka, að hann eigi að vara svo lengi,
sem landið stendur, en aðrir óviðkom-
andi, sem eru svo sljófskyggnir að sjá
B.
A.
B.
A.
B.
kunningi, að móka ekki alveg hálf-
dottandi í þessu væntanlega logni, núna
fram yfir kosningarnar, fyrir það fyrsta.
.4. Þú ræður hvað þú gerir. En eg fyrir
mitt leyti ætla að reyna að halda mér
vakandi. Svefnlyfin frá þeim monsjör
Einari þarna að norðan, verka ekki
á mig. Eg þekki út í hörgul „lognið“*
hans og amtmannsfriðinn líka. Þeir
geta gleypt þær „pillur", sem þykja
þær gómsætar og girnilegar til fróð-
leiks.
B. Jæja það er þá líklega réttast að halda
sér vakandi — þrátt fyrir lognið. En
satt að segja finnst mér loptið orðið
eitthvað lognmollulegt hér í Vík.
A. Satt er það. Þá er blessunin hún Isa-
fold leysti frá lognskjóðunni frá þeim
monsjör Einari, þá gat hún naumast
tára bundizt fyrir ánægju, og lýsti því
hátíðlega yfir, að þetta boðorð, boðorð
friðarins og lognstillunnar hefði hún
ávallt rækt, sjálf friðardfsin, sem allt-
af hefði verið að reyna að búa til
• logn, búa til frið. Og svo barði hún
sér á brjóst, blessuð ljúfan, og þakkaði
drottni sínum fyrir, að hún væri ekki
eins og þessirbersyndugu, þessir þver-
úðarfullu, sem ekki vildu hlíta góðra
manna ráðum. En Faríseahjúpurinn
á Isu gömlu var svo gauðrifinn, að
sú „götótta flík, gat hana hvergi hulið".
B. Nú, jæja, ef eg hrósa mér ekki sjálf-
ur, þá er mín dýrð engin, svo hefur
Isa gamla hugsað. Og einhverjirkunn-
ingjar hennar kunna að trúa þessu.
Hinir brosa að þvf, eins og þeir hafa
svo opt brosað að sjálfsþekkingtt gömltt
konunnar. En heldtirðu að það verði
ekki leiðinlegt þetta nýja logn, efþað
kemur?
A. Það er nú kominn einhver vottur af
því. Jafnvel Þjóðviljinn virðist vera
orðinn „smittaður" af því. Eg veit
ekki, hvernig fariðhefði, efþeirThom-
sen og Guðjón hefðu ekki haldið
skemmtuninni uppi fyrir okkur bæjar-
búum nú til skamms tíma í Fjallkon-
unni. Já, það eru karlar, sem kttnna
á þvf lagið. Hvorugur alveg skelþunn-
ur eða blár að innan. En sú vígfimi
á báðar hliðar. Eg gef ekki hnífinn
minn á milli þeirra. Svo kvað Hregg-
viður:
Gáfna- og lærdóms ljósið skært
Lýsti af sköfnum guma
En Thomsen hafði Iíka lært
Og lagt hann hefði suma.
En nú er skemmtun sú úti, þvf að
húsbóndinn hefur þvertekið fyrir, að
þeir mættu „messa meira" hjá „kon-
unni". Ognú veit eg ekki, hvað verð-
ur til skemmtunar úr þessu, nema ef
vera kynnu útilegumannasögurnar hans
Jóns míns söðla. Það gleður mig, að
allir eru ekki trúlausir á þessum van-
trúarinnar tíma. Og Jón harðmátar
Bensa gamla, sem varð óvígitr í Helj-
arslóðarorustu forðum eptir frækilega
fraragöngu. Blæddi honum þar nær
til ólífis og hefur ekki orðið samur
maður síðan. Eg hef því meiri skemmt-
un af Jóni en honum. En hversu sem
mér drepleiðist, þá ætla eg samt að
halda mér vakandi fram yfir næstu
fardaga fyrir það fyrsta, hvað sem út-
sölumenn lognsins og friðarins á Ak-
ureyri segja um það.
B. Það ætla eg að gera lfka kunningi,
það mun vera vissast, og vertu nú sæll.
ekki langt fram í tímann, þykjast sjá, að
hann muni ekki eiga að haldast leng-
ur en fram yfir næstu kosningar.
Hversvegna þá?
Skilurðu það ekki? Þá skal eg segja
þér sögu. Fyrir síðustu kosningar
áttu Valtýingar að sækja róðurinn á
sama lekahripinu, sem þeir hafa set-
ið í síðan 1897. * En af því að þeir
fengu hvassviðri og andviðri allmikil,
þá sóttist róðurinn seint og illa, þótt
sumir væru alvanir sjómenn. Fékk
fleytan loks svo mikla ágjöf, að hún
sökk skammt frá landi, og fórust þar
nokkrir hinna fræknustu kappa liðs-
ins, þar á meðal sjálfur hershöfð-
inginn Valtýr á grárri treyju, Herrauð-
ur jarl hvítalogn, Jóhannes Valtýs-
fóstri, Axel hinn frækni, Magnús
hinn prúði, Ólafur ræðumaður, Garð-
ar góði maður og Dóma-Jón, auk
margra fleiri. En nokkrir svömluðu
til lands. En þá var fylkingin svo
þunnskipuð og illa til reika, að öll
sigurvon var úti í það sinn. Og þetta
var alltað kenna andbymum og storm-
inum, sem þeir hrepptu. Sumir, er
sárlangaði til að stíga á skip og fara
í herferðina með, þorðu ekki, þá er á
átti að herða, sáu fyrir svaðilfarirnar
og vildu ekki hætta lffi sínu. Þar á
meðal var monsjör Einar lognstjóri,
stafnbúi foringjans. Hann var kom-
inn með annan fótinn upp í bátinn,
en gugnaði og minntist þess með
kvíðahrolli, að hann var næstum því
genginn fyrir ætternisstapa, rokinn á
höfuðið ofan fyrir Búlandshöfða fyrir
skömmu í samskonar leiðangri gegn
Lárusi Snæfellsás. Og beiðEinar hrak-
legan ósigur í þeim viðskiptum. Varð
hann svo hjartveikur af öllum þeim at-
burðum, er í þeirri för gerðust. — en
maðurinn óharðger og lítilsigldur —
að hann mátti ekki síðan Snæfellsnes
ógrátandi augum líta og flutti sig því
búferlum frá Birni litla < Djúpadal
norður í land, og gerðist þar logn-
stjóri hjá Herrauði jarli hvítalogn og
Stefáni Möðru. Og síðan hefur hann
ekki þorað að koma út nema í logni.
Já, þetta kannast eg við. En hvað
kemur það nýja friðnum við ?
Skilurðu það ekki. Nú ætla þeir sér,
þessir Valtýsliðsmenn að „lifa á logn-
inu", þeir ætla hreint ogbeint að búa
til logn, búa til frið nú fyrir kosning-
arnar, svo að stormurinn steypi þeirn
ekki aptur á kaf. Þeir vita, að kæn-
an, sem þeir eru á er svoddan gargan,
að hún þolir engan sjó, og ætli þeir
að ná takmarkinu landveg, þá vita
þeir, að þeir eru svo fótfúnir sumir
hverjir, að þeir komast ekki leiðar sinn-
ar nema í logni, og enginn farartálmi
sé lagður á leið þeirra. Skilurðu nú?
Jú, Nú skil eg. Það er þá ekkert ann-
að, en fínt valtýskt kosningaagn, þetta
logns og friðar sætabrauð, sem þeir
eru að útbluta þarna á Akureyri, eins-
konar nýtt Valtýskex, heimabakað á
Akureyri.
Nú auðvitað. En þú skalt ekki halda,
að þeir ætli að taka á sig náðir og
fara að sofa. Þeir ætla bara að vita,
hvort þeir geta ekki komið þessu sæl-
gæti upp í mótstöðumenn sína, svo að
þeir hugsi ekki um annað, en að snæða
nýja kexið og sleikja lognið og liggi
svo á meltunni. En á meðan geta
friðarstólparnir fengið tóm til að búa
sængur sínar í kyrþey náttúrlega hjá
kjósendunum hver f sínu kjördæmi, segja
þeim svo í laumi, að nú skuli kjós-
endur „passa" sig og láta Valtýsliða
njóta þess, að nú hafi þeir útvegað
landinu logn og frið og farsæld. Og
kjósendurnir verða hugfangnir og stein-
gleyma því, að það er Valtýr og hans
flokkur, sem vakið hefur ófriðaröldu
þá, sem nú hefur að undanföriiu geng-
ið yfir landið, þá öldu, sem loks kaf-
færði sjálfa frumkvöðla hennar. En
nú er lognið, nú er friðurinn orðinn
eina lffsvonin fyrir þá.
Það er þá lfklega vissara fyrir okkur
Landbúnaðarfundur
sá, er Búnaðarfélag Islands hélt í Iðnað-
armannahúsinu 8. þ. m. var óvenjulega
fjölsóttur eptir því sem slfkir fundir eru
vanir að vera. Voru þar samankomnir
rúmir 60 rnanns. Eins og skýrt er frá
á öðrum stað hér í blaðinu var fundarefn-
ið að ræða urn búnaðargrein Bjarnar skóla-
kennara Jenssonar, þar sem hann stingur
upp á gagngerðri breytingu á ræktunar-
aðferðinni, vill láta oss fara að dæmi ann-
ara þjóða í því að gera allt ræktað land
að sáðlandi með plægingu, en hætta við
gömlu aðferðina: þúfnasléttunina, tyrfing-