Þjóðólfur - 14.11.1902, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 14.11.1902, Blaðsíða 4
184 ,Vesta‘ og .Skálholf komu híngað loks snemma í morgun, hálfum mánuði á eptir áætlun. Höíðn teppzt á ýmsum höfnum vegna illviðra, „Skálholt" lengst á Borðeyri, en „Vesta" á Reykjarfirði (5daga). Með „Skálholt" kom fjöldi farþega (um 160) mestallt kaupafólk, ennfremur Björn Sigurðsson kaupmaður frá Flatey á leið til útlanda. Stöflvarflröl 23. okt. Héðan er allt fréttalaust nema ómuna- lega góð hausttíð, sífelldar stillur og blíð- viðri. Aflabrögð hafa verið með betra móti, en beituleysið bagar, því það er hvergi síld að fá hér á Austfjörðum. Hún hefur ekki sést á þessu hausti og eru menn hræddir um, að þessi gönguskortur muni eiga rót s(na að rekja til hvalaveiðanna. — Nú er þetta sumar að enda og mun það vera eitthvert það kaldasta sumar, sem komið hefur hér á Austurlandi síðan 1869, því þá lá hafís hér við land til höfuðdags. Það kom held eg varla nokk- ur nótt í sumar frostlaus. því í ágúst voru 3 stiga frost á Reaumur um sólarroða, og ef skúr kom, þá var það snjókrapi, þar til 21. ágúst þá hlýnaði í loptinu og gekk til úrfella, sem stóðu til 7. september, þá gekk til þurka og blíðviðra. Heyskapur var yfirleitt lítill, einkum á töðum, þær urðu víða þriðjungi og allt að helmingi minni en í fyrra sumar. — Heilbrigði hef- ur almennt verið góð hér um sveitir og engir nafnkenndir dáið. Heybruni varð 22. þ. m. hjá Sveini bónda á Hvalnesi í Stöðvarfirði. Kvikn aði í hlöðu. þar sem mestallt hey hans var í. Er haldið að það hafi orsakazt af slæmri hirðingu. Taðhlaði var í miðri hlöðunni og brann til kaldra kola. Yeðuráttnfar í Itvík í okt. 1!)02. Medal/iiti á hádegi. + 6.1 C. (í fyrra +3.4) —„ nóttu . + 2.3 „( — +0.4) Mestur hiti „ hádegi. + 10 „ (h. 1.2. 3. 7.) —kuldi „ —2 „ (h. 30.). Mestur hiti „ nóttu . + 7 „(h.2.3.) —kuldi „ „ . +- 5 - (h.30.). Austanátt fram til miðs mánaðar; úr því optast útsynningur (Sv.) opt hvass mjög með éljum og foráttubrimi. Snjór féll í fyrsta skipti í Esjuna h. 17. Hér 1 bæn- um féll fyrsti snjór h. 30., austanbylur. Jörð hér enn marþíð. z/n ’o2 J. Jónassen. Klæðaverzlunin i Bankastræti 12. Mikið úrval af: KAMGARNÍ, KLÆÐI, BÚKSKINNI, CHEVIOT, einnig fjólbreyttogfall- eg BUXNAEFNI og sérstakt Úrval Í VETRARFRAKKA og ULSTERA, Verð frá 2 kr 25—9 kr. al. er nú nýkomið og selzt með góðu verði eptir venjú. Komið og gerið kaup við mig. V irðing-arfyllst. GUÐM. SIGURÐSSON klæðskeri. Hálslín af öllum stœrámn HVERGI ÓDÝRARA, og allt þvi til- heyrandi feest þar einnig. — Fataefni ZH falleg, haldgöð og ódýr, fá menn frá Yarde-klæðaverksmiðju, Allir, sem þekkja til, koma þangað með sínar ullarsendingar. Og öllum líkar tauin mæta vel. Komið því sem fyrst að skoða sýnis- hornin hjá umboðsm. Jón Helgason. Aðalstræti 14. VÁTRYGGINGARFÉLAGIÐ ,sun‘ í Lundúnum (stofnað 1710) tekur að sér með sanngjörnum kjörum ábyrgð á húsum, allskonar áhöldum og inn- anstokksmunum, fénaði, er inni brenn- ur og skipum, sem í höfn eru eða á land eru sett. Aðalunibodsmadur á íslandi Dr. Jón Þorkelsson yngri í Reykjavík. þ A R EÐ verzlunin „NÝHÖFN“ í Reykjavík er nú lögð niður, áminnast allir, er skulda henni, að greiða hið alira fyrsta skuldir sínar til undirskrifaðs, sem hefur fyrst um sinn á hendi alla inn- heimtu á útistandandi skuldum og útborganir á inneign við sömu verzlun, Skrifstofa mín er í húsi frú Thordals (Sivertsenshús). Reykjavik 3. nóv. 1902. Matthías Matthíasson fyrv. verzlunarstjóri Perur, Epli, Vinþrúgur komu með s/s „Vesta" í verzlun Valdemars Ottesens 6 Þingholtsstrœti 6. Leir eldfastur Agætar danskar KARTÖFLUR fást í verzlun fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Björns Þórðarsonar fyrir 8 kr. tunnan. IJ Q 11 otl 1 1 1 hvít og mis naUOlUll l'terlangbezt borguð í verzlun Jóns Helgasonar, Aðalstræti 14. við Laugaveg til sölu. Semja má við Sturlu kaupmann Jónsson. Hálf Bræðratunga í Biskupstungum fæst til ábúðar frá næstkomandi fardögum. Semja má við Sturlu kaupmann Jónsson. Slæm molting. Af því að konan mín hafði um nokk- urn tíma þjáðst af slæmri meltingu af- réð eg að láta hana reyna Kína-lífs-el- ixír þann, er Waldimar Petersen í Friðrikshöfn býr til. Þegar hún var búin að taka inn úr einu glasi fór mat- arlystin þegar að örvast. Og eptir að hún enn hafði tekið inn úr 2 glösum fór heilsan dagbatnandi; en undir eins og hún hætti að brúka þetta agætis- lyf fór að sækja í sama horfið og áð- ur; má hún því sem stendur ekki án meðalsins vera. Þetta get eg vottað með góðri sam- vizku og vil því ráðleggja hverjum þeim, er þjáist af sama kvilla og kon- an mín, að nota þennan heilsubitter. Jón Ingimundsson Skipholti. KÍNA-I.IFS-ELIXÍRINN fæst hjá flestum kaupmönnuni á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta K(na-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir v.p. að l(ta vel eptirþví, að —p^- standi á flösk- unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas 1 hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. t/ieol. Prentsmiðja Þjóðólfs. 62 Eptir þetta höfðu allir beig af Þorsteini, en þorðu heldur ekki að hafa neitt saman við hann að sælda. Hann sat sem nokkurs konar fylkiskonungur á búgarði sínum, og það varð þögult hvarvetna, sem hann var staddur. Ef honum stundum fannst þungbært og tómlegt að vera svona einmana, þá huggaði hann sig við, að enginn gæti þó haldið til jafns við hann. Þætti honum of dauflegt heima fyrir, þá ferð- aðist hann um sveitirnar á markaði og mannfundi, og ávallt reitti hann menn til reiði, fékk þá í ryskingar við sig, og leikslokin urðu svo ávallt þau, að hann bar hærra hlut, og mótstöðumaður hans hafði eymsli í skrokknum marga daga a eptir. En það var sérstaklega einn maður, sem skimaði eptir hverju tækifæri til að klekkja á Þorsteini, og það var einmitt Ólafur, sem var í brúðkaupinu. Hefði hann spurn af einhverjum, er var heljarmenni að afli, bjó hann jafnan svo um hnútana, að Þorsteinn fékk vitneskju um það, þvf að Ólafur hafði lofað, að hann skyldi að minnsta kosti gefa fátækum tíu dali, þá er hann frétti, að Þorsteinn hefði orðið fyrir skakkafalli. Svo var það einn dag, að Þorsteinn gekk þar fram hjá, sem Ólafur var að vinnu sinni úti við. „Nú getur þú farið heim og lagt þig til hvíldar, Þorsteinn áfloga- vargur", sagði Ólafur, „því að nú er kominn annar þér meiri". „Hann á víst heima í tunglinu sá", svaraði Þorsteinn hæðnislega, en nam þó staðar. „Ó-nei, hann á heima í Vinjesókn, og heitir Bárður í Ási". „Þú hefur þá heyrt hans getið". „Já, eg held það; hann er nafnkunnur. A markaðinum í Kongs- bergi núna fyrir skömmu, tók hann þrjá beljaka úr Naumudal, og skellti þeim niður, og hann ber tvo þunga kornpoka á bakinu, eins léttilega og aðrir bera litla skinnsál. „En samt hefur þú ekki frétt, að hann hafi jarðvarpað Þorsteini Haddingja1)", mælti Þorsteinn og rétti úr sér rembilega, „og þú munt heldur ekki frétta það síðar, karl minn". 63 „Og hver veit það. Þeir segja það sumir hér í sveitinni, að það mundi ekki verða nein ofraun fyrir hann Bárð“. „Já, einmitt, svo það segja menn", mælti Þorsteinn; „segja þeir það ?“ Að svo mæltu þrammaði Þorsteinn heim til sín, lét söðla hest sinn, og reið óraveg yfir fjallið rakleiðis til Vinje. Hann spurði sig fyrir, hvar Bárður ætti heima, og honum var vísað á bæinn. Þá er hann var kominn heim þangað, sleppti hann hestinum í túnið hjá Bárði, og gekk inn í stofu. Hann klappaði ekki á dyrnar, heldur gekk rakleitt inn, og settist niður. Húsbóndina var einn, og horfði hissa á gestinn. „Þú kemur víst ekki frá mannabyggðum", sagði Bárður. „Þig varðar ekkert um, hvaðan eg kem, en nú er eg hér", sagðt Þorsteinn. „Það er svo að sjá, sem þú sért ekki kominn af siðuðu fólki“,svar- aði Bárður. „Foreldrar mínir voru að minnsta kosti jafn merkir sem foreldrar þínir", svaraði Þorsteinn, „og frá Haddingjadal er eg, ef þig langar til að vita það“. „Mér datt það í hug", sagði Bárður; „stærsta illgresið vex ávallt f sorpinu". „Já, þeir eru ekki bústnir, Þelamerkurkarlarnir, þeir lifa mestmegnis á saltaðri síld og skemmdum kartöfluin", svaraði Þorsteinn. í því bili kom sonur Bárðar inn með öndina í hálsinum. „Það er hestur í túninu, pabbi", sagði hann. „Það er hesturinn minn", svaraði Þorsteinn. Bárður virti Þorstein fyrir sér og mælti: „Þú ert víst kominn hingað til að fá ráðningu". „Já, einmitt", svaraði Þorsteinn. „Þá er bezt, að þú fáir að reyna, hvort nokkurt gagn er í söltuðu síldinni og skemmdu kartöflunum", mælti Bárður, og þokaði sér að Þor- steini, „en á dyr skaltu rekinn, hver sem þú ert“. Þorsteinn hafði staðið upp, reiðubúinn til að taka á móti honum. Þeir 1) Þ. e. (búi í hinum forna Haddingjadal.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.