Þjóðólfur - 21.11.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 21.11.1902, Blaðsíða 2
Hugleiðingar um höfuðstaðinn, Eptir Ævar g-amla. IV. »Þú getur ekki trúað því«, sagði kunn- ingi minn, »hversu ramstöð þessi bæjar- stjórn okkar er, þá er kvartað erum eitt- hvað fyrir henni, einkum að því er hrein- læti í bænum snertir. Hún hristir bara höfuðið, og anzar engu. Tíminn er ekki kominn, segir hún, til að sinna ykkur. Þið verðið að sætta ykkur við óþefinn og óþrifnaðinn nokkur ár enn, meðan heil- brigðisnefndin okkar er að semja heil- brigðissamþykktina, því að þar fáið þið reglur, sem þ i ð eigið að lifa eptir, og þær munu kenna ykkur að vera ekki að kvarta um hégóma einn og ónáða fulltrúa ykkar að óþörfu«. Eg gat ekki bundizt þess, að láta í ljósi undrun mína yfir því, að svo lítið væri gert til að efla þrifnað og hreinlæti í bænum, og hvernig stæði á því, að þetta væri látið draslast svona ár eptir ár. En kunningi minn sagði, að þeir væru að bíða eptir kólerunni eða næmum sóttum, til þess að geta orðið dálítið betur vakandi. Kunn- ingi minn sagðist reyndar efast um, að þeir rumskuðust við það, þeir vísu herrar, þetr myndu líklega álíta eptir sem áður, að sunnlenzku rigningarnar væru einhlftar til að gera sumarloptið lífvænlegt í bæn- um. Og það er víst mikið hæft í því, að rigningunum á Reykjavlk að þakka, að hún er ekki hið argasta pestarbæli á guðs grænni jörð. En sú heilbrigðisstjórn getur reynzt nokkuð stopul, eins og reyndin varð á í sumar, enda fannst mér, sem er óvan- ur slíku lopti, að það ætlaði að líða yfir mig, er eg gekk um sumar allra fjölförn- ustu götur bæjarins, t. d. Bankastræti og Austurstræti, svo var ódaunnin úr sorprenn- unum megn. Eg öfunda ekki þá, sem eiga að svelgja í sig þetta pestarlopt dag- inn út og daginn inn. Eg er að minnsta kosti viss um, að eg héldi ekki lengi heilsu innan um annan eins óþverra. Og þessvegna stórfurðar mig á, hvað þið Reykvíkingar eruð þolinmóðir við bæjar- stjórn ykkar, að þið skulið ekki kúga hana til að ráða verulega bót á þessu bæjar- hneyksli og bæjarvoða, því að eg skil ekki annað, en að þér gætuð það, ef þér vær- uð samtaka. Eg skil ekki í því, hvernig þið látið viðgangast, að safngryfjur hálf- opnar og alopnar, séu hafðar niður um allan bæ, þétt við húsin, svo að varla verður þverfótað fyrir þeim, ekki sízt niðri í kvosinni. Og þá er ekki heldur þrifn- aðarauki að fjósunum ykkar, sem þér hafið á víð og dreif um allan bærinn. Þið ættuð að banna að hafa öll fjós, og allar safngryfjur og fijirarvilpur, að minnsta kosti við allar aðalgötur bæjarins, helzt að hafa það alltsaman einhversstaðar utan við bæinn. Fyr en það er gert, komið þið aldrei neinu lagi á þrifnað i bænum. þangað til verður hann fyrirmynd óþrifnaðar og óhollustu. Ykkur er bráðnauðsynlegt, að búa sem fyrst til nokkur neðanjarðarræsi í sjó út. Það ætti ekki að kosta offjár, að minnsta kosti í þeim hluta bæjarins, er næst sjónum liggur. Það hlýtur að vera einkenniiegt fyrir útlendinga, að sjá kúahjarðirnar vera rekn- ar um bæinn þvert og endilangt kvelds og morgna, enda hef eg heyrt, að mörg- um hafi þótt það skrýtið og hálf skrælingja- legt, og því verður ekki neitað, að svo er. Sú sjón er víst sjaldséð í borgum annarsstaðar í veröldinni. Eg hef orðið svona langorður um ó- þrifnaðinn og ódauninn í bænum af þvf, að mér finnst að í því efni sé höfuðstað- urinn einna lengst á eptir kröfum tím- ans, þar sé honum einna mest ábótavant, og eg sé ekki betur, en að honum geti verið bráð hætta búin, ef ekki eru gerðar al- varlegar ráðstafanir til að kippa þessu í betra lag. Þá er svo þar við bætist, að neyzluvatn er víðast illt 1 bænum, þá gegnir það mikilli furðu, hvað það hefur slampazt lengi af, að banvænar farsóttir, t. d. taugaveiki, hafi heimsótt hann í stór- um stíl. Eg er viss um, að læknarnir 186 hljóta að vera mér samdóma í þessu. Það er bráðnauðsynlegt fyrir bæinn að koma sér upp vatnsleiðslu, sem allra fyrst, enda hef eg heyrt, að einhver hreyfing væri byrjuð í þá átt. Hún kostar auðvitað mikið fé, en í það má ekki horfa. Reykja- vík getur ekki í sannleika kallazt höfuð- staður landsins, ef hún lætur smákauptún hingað og þangað út um landið, fara fram úr sér í flestu eða öilu. Ekki var ísa- fjarðarkaupstaður lengi að hugsa sig um að koma vatnsleiðslu á hjá sér, þá er reyndin var orðin sú, að bærinn var bezti tauguveikisakur vegna óhæfilegs neyzlu- vatns. En auðvitað var þetta verk kostn- aðarminna þar, en það mundi verða í Reykjavík. Þá ætti ekki heldur að vera nein frá- gangssök að lýsa Reykjavík með raf- magni, en líklega á það samt enn nokk- uð langt í land. Vatnsleiðsla ogþrifnað- arframkvæmdir verða að ganga á undan þvf. V. (Síðasti kafli). Það er margt fleira, sem mér virðist Reykjavík vanta til þess, að hún geti sómt sér nokkurnveginn sem höfuðstaður: göturnar illa hirtar, fullar af aur og leðju, þegar skúr kemur úr lopti, gangstéttir fáar, og þær sem til eru, allt of mjóar, bryggjurnar ómynd, ekki sízt bæjarbryggj- an, engin sporbraut fyrir flutningsvagna, eins og menn sjá þó víða annarstaðar á landinu o. m. fl. Það hneykslaði mig t. d. mjög, að sjá karlmenn og kvennfólk vera að rogast með fulla kolapoka á bak- inu langar leiðir upp frá bryggjunum. Sú uppskipun, t. d. í illviðri, enda hvort sem er, er svo frámunalega skrælingjaleg, að mér fannst eins og eg væri kominn meðal Eskimóa eða einhvers ánauðugs skríls fyrir norðan og neðan alla menningu, en ekki meðal landa minna í höfuðstað íslands, En þessi forsmán er auðvitað vinnuveitend- um, en ekki vinnuþiggjendum, að kenna. Og ekki get eg skílið 1 því, hvernig bændur og góðir verkmenn aldir upp í sveit, karlar og konur, geta sætt sig við að gerast svona löguð áburðardýr suður í Reykjavík. Eg fyrir mitt leyti vildiheld- ur slá og raka eða hirða skepnur í sveit- inni. En aumingja mennirnir verða að taka þessa vinnu, er hún fæst. Þá er ekki í annað hús að venda, svo að þeim er vorkunn. En heyrt hef eg, að kaupið sé samt ekki ýkjahátt við þessa kolaburðar- vinnu. Þar eru víst optast nógir verka- menn um boðið. Eg hef hér að eins minnst á fátt eitt, sem mér hefur þótt miður fara hjá ykkur í höfuðstaðnum. En það væri ástæða til að minnast á margt fleira, ef eg væri nógu kunnugur. En ykkur mun þykja nóg komið af svo góðu, og vonizt víst eptir, að eg hafi séð eitthvað hjá ykkur, sem eg geti lokið lofsorði á. Já, satt er það, en færra var það en hitt. Eg hef áður minnst dálítið á byggingarnar, er sumar hverjar eru mjög laglegar. Það væri líka undarlegt, ef ekki væru mörg snotur hús í öllum þeim aragrúa. Af op- inberu byggingunum þykir mér banka- húsið tilkomumest og smekklegast. Það er ávallt eitthvað verklegt við það. sem bankastjóri Tryggvi Gunnarsson fæst við. Og þótt hann byggði ekki bankann fyrir sitt eigið fé, og þyrfti ekki til hans að spara, þá er það jafnvirðingarvert samt, að húsið er svo veglegt sem það er. Og hálfleitt afspumar og lubbalegt hefði mér þótt, ef þessum stórabanka-Warburg hefði verið afhent það til allra umráða. Og því fór nú betur, að svo varð ekki. Og þótt oss sveitamönnum hafi stundum þótt erfið viðskiptin í landsbankanum, þá hefur hann samt mörgurn hjálpað. En fé hans hefur mest lent í Reykjavík, einkum til húsalána þar, Mér dylst ekki, að vöxtur Reykjavíkur á síðari árum er ekki sízt bankanum að þakka samhliða aukning sjávarútvegsins. En eg þykist einnig sjá það, að kæmi skyndilegt verðfall á hús í Reykjavík, sem vel getur komið fyrir, þá má bankinn vara sig á, að hann súpi ekki seyðið af því líka, og verði í vand- ræðum með marga þá Msskrokka, sem hann hefur nú að veði. En það færi betur, að slíkur hnykkur kæmi ekki fyrir, því af því leiddi fjárþrot og örbirgð margra manna, samfara stórhnekki fyrir bankann. Einna gleðilegasti vottur um framtaks- semi og framfaraanda bæjarbúa, virðist mér vera túnræktin umhverfis bæinn, jafn- örðugt og kostnaðarsamt .sem það hlýtur að vera, að rækta þá jörð. En auðvitað getur ræktun þessi aldrei orðið í stórum stýl. Til þess er landrými oflítið og land- ið ófrjótt og illa til ræktunar fallið. Tún- rækt Reykjavíkur er því meiri sönnun þess, hvernig landið geti breytzt, ef fé væri fyrir hendi til að rækta það, heldur en, að hún út af fyrir sig geti orðið nokk- ur undirstaða undir þróun og framför Reykjavíkur. Til þess vanta öll skilyrði. Eg hef heyrt marga bændur, sem flutt hafa úr sveit til Reykjavíkur segja, að þeir yrðu að flýja álögurnar í sveitinni, sein væru orðnar óbærilegar. Utgjöldin í Reykjavík til almennra þarfa væru svo miklu minni. Skyldi þetta vera rétt at- hugað? Það getur vel verið, að bændur, sem nýfluttir eru til bæjarins, borgi minna útsvar, en þeir gerðu f sveitinni, en það er eðlileg afleiðing af því, að þeir hafa flestir miklu minna gjaldþol, er þeir eru þangað komnir, svo að við það verður ekkert miðað. Eg býst við, að þeim þyki flestum útsvörin sín í Reykjavfk engu létt- ari en f sveitinni, þótt upphæðin kunni að vera minni, og svo skiptir það nokkru, að öll bæjargjöld eru heimtuð í peningum, en útsvör í sveitum geta menn látið ómag- ana eta út hjá sér að miklu leyti, og verður það flestum léttbærara. Þá er þetta er athugað nánar, getur mér ekki virzt betur, en að gjöld til bæj- arins í Reykjavík af bæjarbúum séu tölu- vert hærri hlutfallslega en útsvör í sveit, og að minnsta kosti eru þau margfalt hærri en í nokkrum öðrum kaupstað á lsndinu. Og eg hef heyrt sagt, að þau fari stöðugt hækkandi ár frá ári, og að framlög til þurfamanna fari allmjög vax- andi, svo að þau séu nú orðin hér um bil 3—4 kr. nefskattur á hvert mannsbarn í bænum. Og þá er þurfamennirnir eru taldir frá, sem vera munu margir, og aðrir, sem ekkert gjalda, börn o. fl., verður skattur þessi æði hár að meðaltali á hvern þann, sem eitthvað borgar. Mundi þetta þykja hátt útsvar í sveit, jafnvel þar sem mikil sveitarþyngsli eru. Þessi miklu útgjöld bæjarins í fátækra- þarfir, sem gleypa þriðjung allra bæjar- gjalda eða um 20,000 kr. á ári að sögn, eru allískyggileg, og standa bænum fyrir þrifum. Þessvegna ber svo lftið á því, þrátt fyrir hin háu gjöld, að nokkuð veru- legt sé gert bænum til framfara. Og í frsmtfðinni hljóta því álögurnar að verða stöðugt hærri og hærri, e£ nokkuð á að færast í fang. Því get eg huggað höfuð- staðarbúana með. Þeim er lífsnauðsyn- legt að koma fátækramálum sfnum í betra horf en þau eru nú, svo aðþeirgeti varið fénu til annars en þurfamannaframfæris. því að annars sogar það í sig allt það, sem gera ætti bænum til umbóta á kom- andi tíð. Með þessu lagi verða framfar- irnar hægfara í höfuðstaðnum, það sann- ast. Þá er svo mikið fer til fátækrafram- færis á veltiárum, hvað mun þá verða, ef atvinnubrestur verður mikill, sjáfarafli bregst eða einhver óhöpp koma fyrir. Þá kemst bærinn ekki hjá því að taka lán, stórt Ián, og hann kemst í rauninni ekki hjá því, eins og nú stendur, ef eitthvað á að gera, sem gagn er að fyrirbæinn ef allt á ekki að standa í stað, í sama drasl- inu, sama hirðuleysinu og sama framtaks- leysinu sem fyr. Svona lít eg á það. Fjórir smalar fra Kanadastjórn eru nú í haust vænt- anlegir til landsins, eptir því sem »Heims- kringla« 2. f. m. skýrir frá. Lögðu 3 þeirra af stað samflota í septemberlok, og er höfuðsmaður þeirra hinn alræmdi Sveinn Brynjólfsson, en með honum fóru þeir Páll Bjarnarson stúdent frá Sigurðarstöð- um, er vestur fór í sumar og Jón nokk- ur Jónsson frá Byggðarholti í Lóni, sem verið hefur 13 ár í Ameríku og er för hans heim kölluð »kynnisför«. Það lítur svo meinleysislega út. Eru höfðingjar þessir að líkindum nú komnir til Austur- landsins, og munu fara þar og víðar um 1 vetur til mannaveiða. Páll er nýlega kominn upp á hornið sem vesturfara- agent Kanadastjórnar, er virðist vera ó- sínk á fjárframlögum til þess konar er- indareksturs, og trauðla slíta tryggð við þá, er sverja benni hollustu ; að minnsta kosti hefur Sveinn þessi Brynjólfsson lengi legið á brjóstum hennar. Og ávallt verða nógir til að takast þessi »f(nu« embætti á hendur, því að þá er nægir peningar ertt í aðra hönd, skiptir minnu, hversu sóma- samleg atvinnan er. Fjórði náunginn, sem lagði af stað frá Winnipeg f veiðitúr hingað 1. f. m. var Jón Jónsson frá Hjaltastöðum í Skagafirði, fluttur vestur fyrir rúmu ári. Hann hefur áður en hann fór héðan að heim- an verið lengi leyni-agent Kan- adastjórnar, því að Heimskringla« segir, að hann »hafi um mörg undanfar- in ár unnið að útflutningum frá Islandi og farið það verk vel úr hendi(H) og sé nú(!) fær um að gefa sanna og á- reiðanlega lýsingu af líðan og framtíðar- horfum landa vorra hér vestrac, (Hkr. 2. okt.). Þjóðólfur hefur opt bentá það áð- ur, að stjórnin keypti menn búsettahérá landi til að starfa að útflutningum; þetta hefur verið opinbert leyndarmál, þóttþað sjaldnast hafi vitnazt til fulls fyr en nú. En svo fyrirlitleg, sem atvinna flökku- agentanna er, sem menn vita með vissu. að eru leiguþjónar, þá er þó enn svívirði- legra fyrir búsetta menn hér, að láta kaupa sig til slíkra verka í laumi. Það er miklu síður hægt að varast þá pilta en hina. Þeir eru úlfar í sauðargærum, sem laum- ast inn í hjörðina til að sundra henni og eyða, án þess þeim verði veitt eptirtekt. Að sporna gegn slíkum ófögnuði væri hin brýnasta nauðsyn, en það er ekki svoauð- velt. Þjóðin stendur svo að segja varn- arlaus gegn slíkum launvígum, og það veit Kanadastjórn, og leggur því mesta áherzl- una á, að ná sem flestum leynifulltrúum búsettum hér, því að hún veit, að hinum »frímerktu« verður ekki nándarnærri eins vel ágengt. Þjóðinni veitir sannarlega ekki af að gjalda varhuga við að láta ekki flekast af skrumi og skjalli þessara leigu- þjóna, sem erlend stjórn kaupir til að eyða landið, ef þeir gætu. Ofsaveður mikið af landsuðri gerði hér aðfara- nóttina 15. þ. m., eitthvert hið allra- snarpasta, er menn muna eptir. Varmesta furða, að ekki varð af því stórkostlegra tjón, en frétzt hefur um. En mikinn usla gerði það samt vfða. Hér 1 bænum urðu töluverðar skemmdir á húsum, hjöllum og bátum. Fauk víða járn af húsþökum, gluggar brotnuðu og girðingar löskuðust. Þak af hálfsmíðuðu húsi fauk á sjó út og vindmylnan nýja, er höfð var til að dæla vatn úrLandakotsbrunninum (spítalabrunn- inum) brotnaði öll og beiglaðist, og er það allmikill skaði, því að hún var mest öll úr járni og allur sá (|tbúnaður kostn- aðarsamur. Hér í grenndinni fauk kirkjan í í Saurbæ á Kjalarnesi, — fór á hliðina út í kirkjugarðinn, og brotnaði mjög; einn- ig fauk ófullger kirkja í Keflavík. I Mos- fellssveitinni fuku sumstaðar hey og hey- hlöður á 3—4 bæjum. Um tjón það, er veður þetta gerði austanfjalls, er getið í eptirfarandi fréttabréfi úr Árnessýsln 18. nóv. Aðfaranóttina 15. þ. m., um kl. 10

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.