Þjóðólfur - 21.11.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 21.11.1902, Blaðsíða 3
i«7 e. h., brast hér á upp úr ákafri úrkomu ofsaveður af landsuðri, er hélzt fram yfir kl. 2'/a um nóttina; í veðri þessu, sem er talið eitt með hörðustu veðrum hér af þeirri átt, fuku hlöður v(ða, bæði í Tung- um og Hreppum; heyskaðar urðu og tals- verðir; mestur er skaðinn talinn hjá Vig- fúsi bónda í Haga í Eystrihrepp, þar fauk hlaða og þrefalt garðahús (þrísettir garð- ar voru í því) þetta var allt nýbyggt og hið vandaðasta og brotnaði svo, að ekki var laupsrimarlengd heil; á torfþökunum á bæjum og útihúsum varð mjög mikill skaði og hann svo sameiginlegur, að varla er hægt að færa fram eitt dæmi öðru frek- ar. — Sjór gekk talsvert á land fyrir suð- urströndinni og brotnaði brimflaumurinn á sjógörðum þeim, er til hlífðar eru sett- ir við kaupstaðina Eyrarbakka og Stokks- eyri, annarsstaðar óð brimaldan innyfir sjávarkampinn. — Næturgestum, er verið höfðu á Eyrarbakka um nóttina ofan úr sveitum, þótti þar æði órólegt; ekki kvað samt neitt verulega að skemmdum þar, nema að stór og vönduð heyhlaða fauk hjá Gissuri bónda á Litlahrauni og varð þar heyskaði talsverður. Kirkjan á Eyr- arbakka færðist Ktið eitt út af grunni. — Yfir höfuð vildi það til, að náttmyrkur var ekki, því tungl var í fyllingu og þess vegna farið í mannmörgum hópum að bjarga skipithr og bera þau innfyrir sjó- garðana og var flestu því lokið, áður en mesti ofsinn brast á. — Þegar síðast gai að róa, var útlit fyrir allgóðan afla, en nú í fulla viku búin að vera frátök. Pólitík ekki nefnd á nafn enn þá, en samt hugsa sumir, að þar fari einsog með arfasátu Sæunnar forðum, að sá tími nálgist, að úr henni muni, rjúka — eða svo má búast við, er nær dregur kosn- ingunum. Eg hef heyrt, að »Akureyrar- lognið« sé komið 1 suma hreppana hér og mun það óðum útbreiðast. Sumir spá því um þetta Iogn, sem önnur, að ef þau standi lengi, fylgi því óheilnæmi og ef til vill sóttartar. Mjóaflrði 24. okt. »Sumarið hefur verið hér stirt að mörgu leyti, einkum sökum aflaleysis. Síld kom hér töluverð 1 ágúst, en stóð lítið við. Síðan varla slldar vart. — Fjártaka mik- il á Seyðisfirði. en fé fremur rýrt. Ellefsen fékk eða veiddi í sumar 470 hvali. Margur hyggur, að þetla mikla hvaladráp eyðileggi fiski- og síldargöngu, en slíkt er með öllu ósannað, en þungan hug hafa sfldveiðamenn til hvalaveið- aranna*. t Islenzkar sagnir. Um Hjaltastaðafjandann. Á sunnudagskveldið þann 15. Martis tal- aði hann svo stillt og set(t)lega, að sá mað- ur, sem ekki hefði vitað, hvernig honum var varið, hefði þá ei annað kunnað að þenkja, en hann væri almennilegur mað- ur. Hann sagðist þá ekkert skyldi leggja til þeirra, sem létu sig meinlausan. Þá sömu vinnukonu þar á staðnum, sem þótt- ist sjá hann, ávítaði hann fyrir það, að hún hefði einsamalt eptir skilið 11 vetra gam- alt ungmenni, sem hjá henni svaf í ein- hýsi, svo hann hefði kunnað að æra það, ef hann hefði viljað. Einn morgun, þá sumt af fólkinu varkomið á fætur, kallaði hann upp á móts við stofudyrnar: »Pilt- arnir vilja ekki fara á fætur«, hvar til presturinn sagði: »Getur þú ekki kallað til þeirra«, hverju hann svaraði með ýlfri nokkru: »Þeir vilja ekki gegna mér«. Einn heimamaður þar spurði hann að, hvort honum væri illa við guð fyrir það, að [hann] hefði ekki náðað djöflana, eins og mennina. »Öldttngis« (það var hans máltæki, þá hann játaði einhverju). »Því hefði hann viljað hefði hann getað fyrir- gefið þeim eins og mönnunum, sín og þeirra yfirsjón hefði ei verið svo mikil, að hún hefði ei vel mátt fyrirgefast« ; þennan sama mann (sem var Sigurður Oddsson smiður), sagðist hann verða að þéra, fyrst allir aðr- ir gerðu það á bænum; þrisvar sinnum las hann »faðir vor« orðrétt, en trúar- játninguna vildi hann ekki lesa, því hann sagði hún kæmi sér ekki neitt við; nokkr- um sinnum söng hann góða hjartnæma sálma með öðrum og einsamall fyrsta vers af Jesú minning, stillt og skilmerkilega. Þá hann var að spurður: »Til hvers sté Kristur niður til helvítis?« svaraði hann þar upp á allt eins og andsvarið þar upp á stendur í bókinni, hann framsagði allt til enda. Einu sinni þá heimilisfólkið bauð konunni prestsins góða nótt, sagði hann: »Guð gefi þér góða nótt, Guðrún mín!« þá sagði hún : »Ekki furðar mig á því, þó mennirnir óski mér góðs«, hvar til hann svaraði : »Djöflarnir gera það líka«. Hann, aðspurður um guðs eiginlegleika, játaði að hann væri góður, réttlátur, sannorður og miskunnsamur; þegar menn sögðu, að hann meðkenndi þvílíkt og færi með guðs orð til heiðurs við hann í hvers ónáð hann væri, þá lézt hann verða reiður, og sagð- ist gera það einasta upp á það, svo menn vissu, að hann gæti sem hver annar guðs orð um 'nönd haft. Þegar menn sögðu, að þó hann væri að þessu spaugi hér á jörðunni, þá væri hann þó í helvískum kvölum, því hver sem væri í guðs reiði, sá væri f helvíti, hvar til hann svaraði ekki svo mjög. Hann aðspurður, hvort kvalirnar yrðu hertar við djöflana eptir dómsdag, svaraði: »Já«. Framar aðspurður, hvort hann og þeir kviðu ekki fyrir því, svaraði hann þannig : »Ekki er að kvíða fyr en á dettur«. Þá menn sögðu, »það var mikið, hvernig þið (djöflarnir), sem voru svo dýrðlegir í fyrst- unni skapaðir, félluð í guðs reiði og eig- ið engrar endurlausnar von«; þá sagði hann : »Hver veit nema eg iðrist enn«, hvar til honum var svarað: »Það verð- ur aldrei, því það mun sannast þar á, að sein iðran er sjaldan hrein«. Enga óorðna hluti sagði hann fyrir ut- an einasta það, að sýslumaður Wíum nnindi út að Hjaltastað vissulega koma á meðan hann þar væri og sagðist öldung- is ekki fyr ætla í burt að fara; og þá sýslumaður kom þangað og presturinn séra Grímttr á Ási um kvöldið þann i7-marts, heyrðust þessi orð inn 1 bæjargöngunum: »Nú er Hans á Eiðum kominn og vill finna mig«. Þeir voru þar um nóttina og í þeirra samtali við hann vortt þeir með mörgum svívirðingar- og skensorðum af honum ávarpaðir; hann kallaði sýslu- manninn iðulega bölvaðanbein . . . ., en séra Grírn greppatrýni. Þeir töluðu ,til hans bæði í latínu og þýzku, hverju hann sagðist ei gegna vilja, heldur tala 1 þessa lands venjulega móðurmáli, svo allir skilja mætti það sem hann segði. Þá sýslu- maður spurði hann að, hver stolið hefði frá sér fiski þann vetur, sagði hann : »Séra Grímur hefur gert það«. En hver stal frá mér lambi ?« spurði sr. Grímur; hann svaraði: »Hans hefur gert það«. Þeir spurðu hann að, hve langt væri síðan djöflarnir hefðu fallið ; hann sagði: »Seg- ið þið mér hálfpartinn (af þeirri áratölu), þá skal eg segja ykkttr hana alla ; að divi- deruðum árunum frá veraldarinnar sköp- ttn, eptir þess árs almanaki var honum sagt það væru 28581/. ár; þá sagði hann: »Þá eru hitt fjögttr þúsund sextán hundr- uð tíutíu og seytján ár«. Þeir lágu í bað- stofunni og logaði hjá þeim ljós alla nótt- ina, en fengu ekki að sofa fyrir ólátum þessa óvinar. Á rneðal margs annars spurði sýslumaður hann að, hvað hátt hann kynni að hljóða, svaraði [hann]: »Svo allt þakið færi af baðstofunni«, hvað hann gerði þrisvar, fyrst hátt, síðan hærra og seinast hæst, hver hljóð, einkum það síð- asta, langt yfirgengu mannleg hljóð, bæði að því að vera skær, sem og að þau voru mjög ámátleg, svo að sýslumaðurinn sagði þá: xDjöfuIlinn er það, piltar!« Það var helzt athugavert 1 hans tali, að fyr en menn höfðu skiljanlega littalað meiningtt sína, var hann þegar farinn að byrja sitt andsvar þar upp á. Sextuga kerlingu þar á bænum kallaði hann konu sína og ósk- aði þau væru saman gefin. Þetta er svo vítt, hvað hans háttalagi viðvíkur til orð- anna hið sérlegasta. (Meira). Leiðarþlng hélt alþingism. séra Eggert Pálsson 17. þ. m. að Stórólfshvoli samkvæmt áður útgengnu fundarboði um vesturhluta sýslunnar. Fyrí haust hafði hann haldið fundi með Eyfélling- um og Landeyingum, sem annars áttu yfir Þverá (opt og tíðum ófært vatnsfall') að sækja, en ákvað svo þetta þing fyrir Fljótshlíðar- Hvols- Rangárvalla- Landmanna, Holta- og Ásahreppa í sameiningu. Ur þrem hinum síðasttöldu hreppum, mætti að eins einn maður — Magnús Torfason sýslumaður. Alls voru viðstaddir nál. 50 kosningarbærir menn. Virðist sem þeir hreppar, er ekki með einum einstakling hvað þá frekar, sækja slíka fundi, hafi ekki stóran áhuga á þing- málum og skoðunum þingmanna í „pólitík", þv! svo sem einn fundarmanna — Einar Jónsson — tók fram, þó dagblöðin og þing- tíðindin flytji lesendum flest, er á þinginu skeður og málunum viðkemur, þá koma þó fram margar skýringar jafnframt, þá svo er vel sögð sagan, sem hjá séra Eggert í þetta sinn, sem ekki er hægt að hafa annarstaðar frá, en þingmönnum sjálfum. Hið heimuglega húsbóndavald pólitíkurinn- ar utan ytri Rangár, skapar þjónum sínum eptir þessu að dæma, ærið miserfiða daga. Til leiðarþings að Stórólfshvoli er svo erfitt og langt, að þrátt fyrir einlægan vilja og áhuga er ekki einum einasta mögulegt, að fara þann veg. En til kjörfunda að Stór- ólfshvoli er þaðan alls ekki langt né hið minnsta ljón á veginum, leyfist því engum að slfta sig úr halarófunni þá, né álíta það erfiði um megn. Leiðarþing þetta setti alþ.m. séra E. með skýring á hinum fornu leiðarþ. íslendinga. Taldi þau í mestu gildi verið hafa meðan dagblöð og þingtíðindi voru enn eigi til, en áleit svo sem tilheyrendum mun fundizt hafa í þetta sinn, að enn gætu þau verið mönn- um til skemmtunar og fróðleiks m. m. Skýrði hann þvf næst frá tölu allra frumvarpa, er þingið hafði til meðferðar í sumar og rakti mjög greinilega gang þeirra hvers út af fyrir sig. Minntist hann fyrst stjórnarfrum- varpanna, þar næst þingm. frumvarpa og þingsályktunartillaga, þá hinna óútræddu og föllnu frumvarpa. Mun mörgum viðstödd- um verið hafa glænýr fróðleikur í ýmsu þessu, þó segja megi, að lesið geti hver sem vill um allt þetta á prentuðu máli. Að þessu loknu urðu nokkrar umræður hjá sýslum. og þingm. séra Eggert urn horf- ur landbúnaðarmálanna og mæltist báðum vel. ■— Féllu skoðanir þeirra mjög saman, sem áhugasamra héraðsforkólfa landbúnað- arins. Áleit þingm., að vart mundi hugsan- legt, að reisa við landbúnaðinn svo sem þyrfti, nema að nokkru leyti á kostnað sjávarútvegs- ins. Nefndi þar helzt verndartolla — toll á smjörlíki, niðursoðnu kjöti, kartöflum o. fl., þvf allt það hlyti landið að geta skaffað sér sjálft. Var sýslum. því að öllu samþykkur, en kvað þar að auki nauðsyn að aukajarð- ræktina — búa sem mest á ræktaðri jörð, — greiða samgöngurnar svo sem framast væri unnt og taldi sporvagna sem mjög lík- lega til framfara í því falli, þar sem vegir væru sléttir og til þess hæfir án mikillar breytingar eða tilkostnaðar. Hafði þingm. einnig íhugað hið sama og gaf upplýsingar um, hvað vagnar þessir mundu kosta, sem stæði, en mörgum mun í fljótu bragði, er athugað hafa, þótt verð þeirra nokkuð hátt. Lýsti þingm. þvf að síðustu yfir, að hann mundi gefa lcost á sér til þingmennsku við næstu kosningar, enda munu allir þeir, er atkvæði sínu geta þakkað þingsetu hans í ár — og að líkindum miklu fleiri, — hafa vænzt þess, að mega greiða honum atkvæði sín aptur næst. 26. okt. 1902. Áheyrandi. ,Skálholt‘ fór héðan tll Kristianssand 17. þ. m. og »Vesta« degi sfðar tilFæreyja, Leith og Hafnar. Með »Skálholti« fór Björn Sigttrðsson kaupm. og R. Riis kaupm. frá Borðeyri. Með »Vestu« sigldi sýslumanns- frú Kamilla frá Árbæ í Holtum, áleiðis til Parísar í kynnisför til frk. Dagmar systur sinnar, sem þar hefur átt heima nokkur ár. í kjöri um Arnarbæli eru séra Einar Pálsson á Hálsi, séra Einar Þórðarson í Hofteigi og séra Ólafur Magnússon í Sandfelli. Kirkja fauk á Hvanneyri í Borgarfirði í aftakaveðr- inu 15. þ. m. og mölbrotnaði. Var reist fyrir 8 árum. — Hjá Ólafi bónda á Geld- ingaá fuku þök af 2 heyhlöðum og víðar í Borgarfirði urðu skemmdir af veðri þessu. Dalasýslu, 10. nóv. Fréttir héðan eru eigi fjölskrúðugar nú. Tíðin í haust var ágæt fram um 20. okt- óber. En svo fór veðurátta að spillast af stórfelldri úrkomu, og nú, síðan 3. nóvem- ber, hefttr verið langvinnt ofsarok af norðri, og opt niðsvartir byljir með, svo sem í gær. Fénaður er því tekinn á gjöf, en sumstaðar vanta enn kindur, og eru þær eflaust hætt komnar. í sumar var inndælasta nýting og tíðar- far, svo heyskapur manna varð hér vestra með bezta móti, þótt hann eigi væri með mesta móti. því gras var fremur lítið. Hvað hey snertir, munu menn því vera frernur vel undir veturinn búnir. — Sauðfjárverð í haust var hér vestra fyrirtaksgott; í 70 pd. kind var pundsverð- ið 11 a„ í 90 pd. kind 12 a., íioopd. kind 13 a. og 120 pd. kind 14 a. — Þetta var verðið á öllu geldu sauðfé, hverrar teg- undar sem var, jafnt í sauðum, veturgömlu, geldám, hrútum og dilklömbum, en fyrir mylkar ær var verðið lægra: 90—100 pd. kind á 9V2 e. pd., en 100—120 pd. kind á 10V2 e. pd. Það er alveg dæmalaust hér fyrir vestan, að fá frá 10—13 kf- fyrir lömb, er vógu frá 90—100 pd. Það er því von- andi, að menn hafi grynnt allmikið á skuldum í haust, þótt útlend vara sé hér dýr, því margt fé var látið. Samt getur trauðla rækilega lögun komizt á efnahag íslenzkra bænda, meðan hin öfuga vöru- víxlunarverzlun er liðin í landinu. Það eru peningaviðskiptin ein, sem geta hjálp- að landsfólkinu á rétta efnahagsleið. Skarlatssótt hefttr verið, og er að gera vart við sig á stöku stöðum í hérað- inu, og er mjög hættuleg í surntin nú, eins og víst ávallt. Samt gera yfirvöld og lækn- ar ekkert til að hepta hana með samgöngu- banni, og má það hörmulegt heita, og of- mikil sparnaðarnærsýni. Af þessu leiðir, að þetr húsbændur, sem vilja sjálfir reyna að verja heimili sín fyrtr þessum voðagesti, koma nálega engu til leiðar, og verða stund- um fyrir ónotum og háði miður hygginna manna út af þessu. Það lftur helzt út fyrir, að veikin fái í vetur að ganga hér frjáls um byggðir manna og drepa bornin. Nýlega er elzta barn sýslumannsins á Sauðafelli nýdáið úr henni. Það var efnilegur dreng- ur á 12. ári, Stefán að nafni. Hann var við nám í Búðardal, er veikin tók hann. Hinn 21. október var unglingaskóli sýslunnar settur í Búðardal með 13 nem- endum, og urðu sjö af þeim í neðri deild, en 6 í efri. Óneitanlega er þetta talsverð framför frá í fyrra, með að nota skólann, en samt er áhuginn hér ennþá sorglega lítill. Það lagast að líkindum í framtíð- inni. Menn eru óvanir þessum'nýjungum, og kunna því eigi að nota þær fyrst í stað. Yfirkennari við skólann er Hallgrímur Jónsson kennslufræðingur frá Flensborg, er um tvö síðustu ár hetur verið barna- kennari á Álptanesinu, en undirkennari er Rögnvaldur Líndal búfræðingur, sem áður hefur fengizt við umferðarkennslu f Hauka- dalnum. Báðir ertt mennirnir víst mjög lagnir til kennslustarfa. Allmargir munu nú vera farnir að sjá, að svona löguð menntastofnun sé alþýðunni mjög þarfleg. Seint gengur með að fullgera brúna á Laxá. Því verki er eigi nærri lokið enn- þá, enda er tíðin illa löguð til að drífa

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.