Þjóðólfur - 21.11.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 21.11.1902, Blaðsíða 1
T T 54. árg. Reykjavík, föstudaginn 21. nóvember 1902. Jú 47. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTED’8 DANSKA SMJÖRLlKI, sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Verksmiðjan er hín elztíi oif stærsta í Danmörkn, og’ býr til óefað hina beztn vörn og ódýrustu í samanbnrði við gæðin. —Fæst hjá kaupmönnum. ^ Stefnuskrá hinna. Mér hefur nýlega verið skýrt frá þv(, að »ísafold« hafi 30. ágúst þ. á. í grein með ofanritaðri yfirskript brugðið Heimastjórn- arþingflokknum um, að hafa farið með ó- sannindi um 2 atriði í ávárpi því, er flokk- urinn sendi út í þinglok. Önnur ósannindin eiga að vera þau, að Heimastjórnarflokkurinn hafi sagt, að á- varp Valtýinga »eigi að vera sérstök stefnuskrá P'ramsóknarflokksins«, en hin ó- sannindin þau, að engum manni úr Heima- stjórnarflokknum hafi verið gefinn kostur á að kynna sér ávarp Valtýinga. Um fyrra atriðið fer »ísafold« rangt með orð Heimastjórnarmanna. Þeir segja um ávarp Valtýinga, eins og sjá rná á 35. tölubl. »Þjóðólfs« þ. á.: »Það liggur næst að skilja ávarpið svo, sem því sé ætlað að vera sérstök stefnuskrá þessa flokks«. Og það verður sannarlega ekki sannara sagt um þessa langloku, sern rúmur z/3 þingsins tekur saman og birtir á laun við mikinn meiri hluta þingsins. Það hefði verið alveg óhætt að segja, eins og »Isa- fold« segir, að ávarp Valtýinga væri sér- stök stefnuskrá þeirra, er. Heimastjórnar- menn vildu ekki tala yfir sig hér, fremur en annarsstaðar. ■— Usafold ber til baka, að ávarp Valtýinga hafi átt að vera sér- stök stefnuskrá þeirra, og ber fyrir sig, sem ástæðu, að í ávarpi þeirra hafi stað- ið: »0g munum vér skoða hvern þann mann, sem að henni (þ. e. stefnuskránni) hallast, sem flokksbróður vorn, án alls til- lits til þess, hvar hann kann að hafa stað- ið ( fylkirigu í hinni stórpólitisku baráttu, sem áður hefur skipt mönnum í flokka«. En sú náð, að Heimastjórnarþingflokk- urinn, tæpir 2/3 hlutar þingsins skuli hafa átt að fá að elta þetta Mýraljós, sem rúm- ur z/3 þingsins hafði tekið sig út úr til að kveikja og sett 2 af gallhörðustu görpun- um sínum til að skara. Þetta eru svo augljós óheilindi, að það geta varla kallazt óheilindi. Tilgangur- inn með þeim er auðsjáanlega sá einn, að slá upp í augun á alveg hugsunarlausum mönnum, fá þá til að trúa því, að það hafi verið Valtýingar, sem sóttust svo fast eptir friðnum, mennirnir, sem að fyrra bragði veltu sér yfir Heimastjórnarflokk- inn allan með æruleysisskömmum, sögðu um hann t. d., að hann heíði flutt: »sví- virðing foreyðslunnar inn í helgan stað«, sbr. Alþt. 1902, B. bls. 91 efst og margt, margt fleira þvílíkt. Um síðara atriðið segir »ísafold«, að á- varp Valtýinga hafi verið »sýnt í hand- riti einum helzta manninum í hinum flokknum, einmitt 1 þvískyni, að hann og flokksbræður hans, sem flestir létu tilleið- ast að vera með. Og þetta var gert s v o löngu á ð u r* en ávarpið var birt, að nægur tími var til fyrir hina að halda langa og rækilega ráðstefnu um málið. Það er margt jfhugavert við þessa klausu, þótt hún sé ekki löng. Maðurinn, sem hér er átt við, er Klemens sýslumaður Jónsson. Klemens sýslumaður var ekki staddur á þeim fundum, sem ávarpið var rætt á og undirskrifað, og fór egþvímeð það til hans, er allir aðrir flokksmenn höfðu undirskrifað það. Klemens sýslumaður sagði mér strax, að í ávarpinu væri ein setning, er hann ekki gæti undirskrifað, setningin um, að engum manni úr Heima- stjórnarflokknum heíði verið sýnt ávarp Valtýinga, sér hefði verið sýnt það rétt áður, en því hefði verið útbýtt prentuðu. Eg sagði honum, að enginn vor flokks manna hefði vitað um það, svo sem sæ- ist á undirskripturú þeirra og sagði hann það mundi rétt vera, en sagðist þó hafa sagt 1 manni úr vorum flokki frá því, að sér hefði verið sýnt ávarp hinna, en beð- ið hann að þegja yfir því, s v o s e m á - kveðið hefði verið við sig.*) Eg skaut því þá til Kleménsar sýslumanns, hvort hann gæti ekki undirskrifað það með athugasemd, og sagðist hann skyldi hugsa um það til næsta. dags. Nokkru seinna skrifaði svo Klemens sýslumaður undir ávarpið »með þeirri athugasemd, að mér var sýnt ávarp »framsóknarflokksins« rétt áður*) en því var útbýtt prent- uðu«. Þeir, sem þekkja »Isafold«, munu ekki vera í neinum vafa um, hvor segi sann- ara, Klemens sýslumaður eða hún. Sannleikurinn er alltsvosá, að Klemens sýslumanni einum var sýrit ávarpið, og það rétt á ð u r en þvl var útbýtt prent- uðu og hann beðinn að þegja yf- ir því. Og má á því marka, hvað satt er í því, að ávarp Valtýinga hafi verið sýnt Klemens sýslumanni í því skyni, »að flokksbræður hans sem flestir létu tilleið- ast að vera með«, enda mun enginn hafa lagt trúnað á jafnilla tóðraðan yfirdreps- skap. Mér duldist að minnsta kosti ekki, að þetta var ein af ótal tilraunum Isafoldar- klíkunnar, skjalli, ósönnum söguburði o. s. frv., til þess að sprengja Heimastjórn- arþingflokkinn, tilraun, sem Valtýingar því ver hafa ekki verið allskostar einir um, en sem hvorki þeim, né ónefndum yfir- skynsflokksmanni í Kaupmannahöfn og öðrum í Reykjavtk mun lánast. Stykkishólmi 29. okt. 1902. Lárus H. Bjarnason. Ræktun Iandsins Eptir Jón Jónatansson. II. Um þetta mál hafa opt komið fram ýmsar þarfar og góðar hugvekjur, en gegn þeim hefur optast verið beitt gömlu venj- unni, að þegja þær ( hel. Stjórn Bfl. ísl. á því þakkir skyldar fyrir það, að hafa gert tilraun til, að brjóta þessa gömlu venju með þvl, að halda umræðufund þann, er getið var um ( byrjun greinar þessarar. Fundur sá ætti að gera það að verkum, að mál þetta yrði ýtarlega rætt og rakið frá ýmsum hliðum. Eitt hljóta allir að vera samdóma um og það er, að vér þurfum að auka rækt- aða landið, (þurfum að fá meira ræktað graslendi), og svo brýn og knýjandi nauð- syn heimtar að vér gerum þetta, að það virðist kominn tími til, að vér reynum að gera oss ljóst, hvort vér getum ekkert gert í þessu efni, frekar en vér höfum gert hingað til, og ef svo virtist, þá á hvern hátt. Eitt af því sem menn telja (og sjálf- sagt með réttu) einna mest standa í vegi fyrir • verulegum almennum framförum í jarðræktinni hjá oss, er hið núverandi al- menna fyrirkomulag með byggingu jarða. — Kjör leiguliða þykja ekki vera þannig, að vænta megi, að þeir ráðist í að kosta *) Auðk. af höf. miklu til endurbóta á ábýlisjörðum sínum. Hér skal nú samt ekki fjölyrt um þetta atriði, og vil eg skjóta því til mér færari manna, að taka það til alvarlegrar (- hugunar og gefa bendingu til umbóta. Að líkindum verður það eitt af hlutverk- um næsta þings, að reyna að kippa þessu eitthvað í lag. — Tilgangur minn með þessari grein er sá, að fara nokkrum orðuni um þá mögu- legleika, sem mér virðast vera fyrir hendi, til umbóta á jarðrækt vorri, ef á annað borð menn vilja og geta lagt stund á jarða- bætur. Grein Björns kennara Jenssonar, sem var tilefni til áðurumgetins fundar, flutti að eins eitt nýmæli — sáðskiptið — hitt að plægja jörðina upp og svo sá í hana grasfræi, þegar hún er orðin hæfilega und- irbúin til þess, er ekki nýtt, því hefur ver- ið haldið fram áður af öðrum; það er þetta, sem eg álít aðalatriðið í nefndri grein, og það er þetta, sem mér virðist svo nauð- synlegt að athuga nákværnlega. Það er spurningin um grasrækt með tyrfingu eða sáningu, s^m eg álft vera skyldu hvers þess, sem nokkuð hefur um það hugsað, að gera sitt til að reyna að svara. Sáð- skipti og þesskonar, sem minnst var á í nefndri grein, skoða eg sem aukaatriði, sem getur eptir atvikum snert aðalefnið eða verið því óviðkomandi. Það er eptir ásigkomulagi lands vors, í alla staði svo eðlilegt og sjálfsagt, aðjarð- rækt vor verður að vera mestmegnis gras- rækt, — því nær eingöngu grasrækt, — að um það geta ekki verið skiptar skoð- anir. Að þessu hefur líka öll vor viðleitni stefnt hingað til, og á að gera það fram- vegis, en hinsvegar liggur það í augum uppi, að oss miðar seint áfram — allt of seint, þrátt fyrir það, þótt allur þorri bænda reyni talsvert, og margir af fremsta megni að bæta og auka tún sín. Hvað er þá til fyrirstöðu? Er það fátæktin ein, sem hér er þröskuldur í vegi? Eg hygg, að marg. ir mundu svara þessari spurningu játandi, en eg get ekki verið þeirrar skoðunar, að fátæktinni einni sé hér um að kenna. — Það er varla offrekt farið í sakirnar, þó sagt sé, að hirðuleysi og mikil blind fast- heldni við gamlar venjur geri hér talsvert að verkum. Eg skal leyfa mér að benda á tvennt, sem menn almennt vanrækja rnjög mikið, en sem þó hefur svo afar- mikla þýðingu, þegar um það er að ræða, að auka ræktaða landið, það er hirðing áburðarins, og íriðun hins ræktaða lands fyrir beit. Bændur kvarta opt yfir því, að þeir geti ekki aukið tún sín vegna áburð- arskorts. Því miður mætti um þessa menn segja allopt, að þeir hafa sjálfir fleygt burtu þessu, sem þeir kvarta um að þá vanti. Það skal að vísu játað, að það hefur tals- verðan kostnað í för með sér, að byggja hús yfir áburðinn eða sorpgryfju, og að fátækt þessvegna allopt hamli mönnum trá, að ráðast í það, en — þeir eru líka margir, mýmargir, sem hafa næg efni til að geta gert þetta, en gera þó ekki. Það sannast hér sem optast, að „viljinn dregur hálft hlass“. Þess eru ekki svo fá dæmi, að fátækur ómagamaður, sem á fullt í fangi með, að halda sér og skylduliði sínu frá sveit, hefur lagt miklu meira í kostn- að til að hirða vel áburðinn sinn, en sum- ir efnabændurnir. Það er „líka fyr gilt en valið sé“. Það er mikill munur, hvort áburðurinn er svo illa hirtur, og svo ódrýgilega með hann farið, sem hugsazt getur, eins og því mið- ur á sér allvíða stað, eða með hann er farið á allan hátt eins og framast verður ákosið. Eg get þessvegna ekki efazt um, að talsvert mætti gera til bóta í þessu efni án tilfinnanlegs kostnaðar. Að girða túnin er því miður allt of mik- ið vanrækt. Það ætti ávallt að vera fyrsta jarðabótin; hver sem nokkuð vill gera að jarðabótum, ætti að byrja á að girða. Girð- ingar eru að vísu dýrar jarðabætur og eins og nú hagar til með ábúð leiguliða, er það afsakanlegt, að svo lltil áherzla hefur víða verið lögð á að girða. Vonandi er, að úr þessu verði eitthvað bætt, áður en langt líður, og að þá dragi meir eða minna úr þeim deyfandi áhrifum, sem þetta hefur nú á framtakssemi leiguliða til dýrrajarða- bóta. Utlit er fyrir, að hér eptir verði kostur á, að fá ódýrri girðingu, þar sem farið er að flytja hingað frá útlöndum til- tölulega ódýrt efni til varanlegra girðinga (gaddavír með rafhleyptum járnstólpum). — En þrátt fyrir það, þótt vænta mætti, að eitthvað kipptist í lag smátt og smátt, að því er þetta tvennt snertir, þá er það ekki einhlltt, og þá kemur aptur spurning- in um það, hvort vér getum ekki breytt eitthvað til með jarðræktaraðferð þá, sem vér nú höfum, gert einhverjar þær breyt- ingar, sem hjálpa oss til að hvetja sporið. í næsta kafla skal nú reynt, að benda á hinar líklegustu breytingar, sem vér ætt- um að gera, hvernig þeim breytingum ætti að vera varið og hvernig þeim myndi helzt verða komið á.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.