Þjóðólfur - 28.11.1902, Page 1

Þjóðólfur - 28.11.1902, Page 1
OLFUR. 54. árg. Reykjavík, föstudaginn 28. nóvember 1902. M 48. Bið j ið ætí ð um OTTO MONSTED'S DANSKA SMJÖRLÍKI, sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Yerksmiðjan er liín elzta og: stærsta i Danmörku, og býr til óefað liina heztn vörn oy ódýrnstn í samanburði við g'æðin. ■*; Fæst hja kaupmönnum. Útlendar fréttir. —o—- Knupmnnnahöfn 16. nóvember. Verkfallmu mikla í Bandaríkjunum er nú lokið, mest fyrir aðgerðir Roose- velts forseta. Bæði verkamentfog vinnu- veitendur féllust að lokum á þá upp- ástungu hans um miðjan f. m., að vinnan í kolanámunum skyldi byrja aptur, en deiluatriðunum vísað til gerð- ardóms. — Aptur á móti hefur enn ekki tekizt að binda viðunanlegan enda á verkfallið í Frakklandi. Þar hafa jafnvel aðrir verkamenn gengið í lið með námumönnunum og lagt niður vinnuna. Reynt hefur verið að miðla malum með gerðardómi í héruðunum Nord og Pas de Calais, en verkamenn hafa ekki viljað hlíta úrskurði hans, af því að hann gekk þeim ekki í vil. Þó hafa nokkrir tekið aptur til vinnu. Stjórnin hefur reynt eptir megni, að stuðla að friðsamlegum málalokum. 72 franskir biskupar og erkibiskup- ar hafa skrifað undir skjal til þingsins, þar sem þeir lýsa óánægju sinni yfir aðförum stjórnarinnar gagnvart klerka- skólunum. Þykja þeir þar hafa geng- ið feti framar, en leyfilegt er, sam- kvæmt sáttmálanum (konkordatinu) við páfann, og hafa því ýms framsókn- arblöðin hvatt til að segja honum upp nú þegar. Combes ráðaneytisforseti er því mótfallinn, en hefur vísað mali biskupanna til lcglegs dóms úrskurð- ar. Hann hefur einnig lagt fram frv. um viðauka við skólalögin, er herða enn meir á banninu gegn þeim klerka- skólum, er eigi hafa fengið leyfi stjórn- arinnar Búajoringja?nir (Botha, Delarey og De Wet) hafa nú lokið ferðalagi sínu um Evrópu. Þeir fóru frá París 15. f. m. til Þýzkalands. Eins og áður er getið, vildi keisari ekki veita þeim áheyrn, en eigi að síður var þeim mjög vel tekið í Berlín af öllum þorra manna. Þaðan héldu þeir til Belgíu og Hollands og síðan til Lundúna. Árangurinn af ferð þeirra hefur samt orðið harla lítill, þrátt fyrir það, hve vel þeim hefur allsstaðar verið tekið. Frá FYakklandi, Þýzkalandi, Hollandi og Belgíu til samans hafa þeir einung- is fengið 3 milj. franka, en um það munar ekki stórt eptir því að dæma, sem Búaforingjarnir sögðu í ávarpi sínu, að ekki veitti af tífallt stærri ^upphæð en þeirri, er Englendingar veittu, þá er friður var saminn, en það voru 3 milj. pd. sterl. Að lokum verða það Englendingar, er bezt reynast með fjárútlátin, eins og líka eðlilegast er. Stjórnin hefur nú stungið upp á, að veita Búum 8 miij. pd. st. í viðbót og hefur það verið samþykkt. En meira athygli vekur þó það, að Cham- berlain hefur ráðgert að ferðast sjálf- ur til Suður-Afríku innan skamms til þess, að rannsaka ástandið í nýlend- unum eptir ófriðinn, og hvað gera megi þeim til viðreisnar. Er það stórt verkefni og vandasamt, en Chamber- lain horfir ekki í það. Hann missir heldur einskis í við að vera ekki heima þennan tima. Mál það, sem stjórnin berst nú fyrir af alefli, skólalögin, eru mjög óvinsæl og einskis orðstírs af þeim að vænta. En nú lætur Cham- berlain Balfour einan hafa allan veg og vanda af því máli. Aðalástæðan til þessa ferðalags Chamberlains ætla menn að sé sú, að útlendingar í Trans- vaal, er námurnar eiga þar í landt, hafa verið mjög erfiðir viðureignar fyr- ir stjórnina. Þó að ófriðurinn ætti að heita háður til að vernda rétt þessara útlendinga, hafa þeir færzt undan öll- um skattaaukningum, sem stjórnin hef- ur viljað leggja á þá, til að bæta úr afleiðingum ófriðarins, heldur hafa þeir jafnvel þvert á móti krafizt skaðabóta fyrir það tjón, sem þeir hafa beðið af ófriðnum. Enska stjórnin hefur vakið upp 15 ára gömul þvingunarlög gegn írum, sem ekki hefur verið beitt langa hríð. Eptir þeim hafa 2 írskir þingmenn, auk þeirra, sem áður eru nefndir, ver- ið dæmdir til fangelsis og betrunarhús-. vinnu fyrir pólitiskar sakir. Eru írsk- ir þingmenn mjög gramir yfir þessu, sem von er, og einu sinni lá við, að í ryskingum lenti í þinginu. I ríkisþinginu þýzka hefur stjórnin borið upp frumvarp um tollhækkun, er miðar einkum til að styrkja land- búnaðinn og hinar innlendu iðnaðar- greinar. Mætir það mikilli mótspyrnu af hálfu sósíalista og vinstrimanna, er segja, að það komi mjög þungt niður á fátækum verkamönnum, með því að það geri lífsnauðsynjar þeirra miklu dýrari. Reyna þeir því, að talma því eptir megni og heimta nafnakall nær því við hverja atkvæðagreiðslu, svo heilan mánuð hafa ekki orðið ræddar nema nokkrar greinar frumvarpsins. Er nú fylgismönnum frv, sem eru í miklum meiri hluta, farið að leiðast þóf þetta og hafa því komið fram með uppástungu um, að afnema atkvæða- greiðslu með nafnakalli, en nota í þess stað atkvæðaseðla, því að það er miklu fljótlegra. Var það samþykkt í fyrra- dag. Vilhjálmur Þýzkalandskeisari er nú á ferðalagi í Englandi. Ekki vita menn þó til, að hann hafi neinum póli- tiskum erindum að gegna í þeirri ferð. Skömmu áður bauð hann til sín Frið- riki Danakrónþrins og fór hann á fund hans seint í f. m. Telja blöðin för hans ljóst merki þess, að hin megna óvinátta milli Dana og Þjóðverja sé að hverfa, Danir hafi sleppt öllum hefndarhug fyrir missi Slésvíkur og sé því meiri ástæða fyrir Þjóðverja, að beita 'lempni við Dani í Slésvík, þar sem þeir hafi sleppt allri von um að ganga aptur inn undir Danmörk. í fólksþinginu eru nú tvö allmerk niál til umræðu. Annað er skólalög- in, endurskoðun á fyrirkomulagi hinna æðri skóla, frá Christensen-Stadil kennsiumálaráðherra. Eru þar ýmsar breytingar gerðar á skipun skólanna. Einna merkust eru þau, er snerta lærðu skólana. Lærðu skólarnir í Danmörku hafa áður verið með tvennskonar fyr- irkomulagi, þar sem aðaláherzlan hefur verið lögð annaðhvort á gömlu mál- in eða náttúrufræði og stærðfræði, en nú verður auk þess bætt við hinni 3. tegund, þar sem aðaláherzlan verð- ur lögð á nýju málin og sögu, Einn- ig liggur fyrir þinginu frumvarp frá Alberti dómsmálaráðherra um allmik- ilvægar breytingar á réttarfarinu, með- al annars að koma á hinu svokallaða ákæruformi við meðferð saka. Prófessor Segelcke, kennari við land- búnaðarháskólann, er dáinn. Hann var einn af helztu forgöngumönnutn danska landbúnaðarins, því að hann gekkst fyrstur fyrir stofnun mjólkur- búanna. Mjög hryllilegt morð var nýlega framið hér í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum dögum. Ungur maður, Art- hur Jörgensen, tvftugur að aldri, drap móður sína með því að stinga hana í hálsinn, vafði hann svo líkið inn í teppi og ók því niður í sjó, en þar festist það við skipsakkeri og var dreg- ið upp. Hann hefur þegar játað á sig glæpinn. Eru nú meir en 30 ár síðan svo stórvægilegt morð hef- ur verið framið, enda verður blöðunum mikill matur úr því. Makedónía hefur öll verið í uppnámi undanfarandi og hafaTyrkir fariðmjög óvægilega fram gegn uppreisnarmönn- um, brennt mörg þorp og beitt hinni mestu grimmd. En stórveldin eru ekki að kippa ’ sér upp við slíkt, Þau hafa áður horft á grimmdarverk bróður síns í Konstantínopel, án þess að blikna. Italía hefur átt í þrasi við Tyrk- land nokkra hríð út af því, að ítalsk- ir þegnar hafa orðið fyrir ránum af tyrkneskum sjóræningjum í Rauðahaf- inu, en nú hefur það jafnazt aptur. Kosningar til fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings eru nú um garð gengnar. Sérveldismenn (Demokratar) fjölguðu nokkuð, en samveldismenn (repúblik- anar) eru þó enn í algerðum meiri hluta. Þá er það fréttist, að sérveld- ismönnum væri farið að ganga betur iét eigandi blaðsins „New York Journ- al“ það boð út ganga, að hann ætlaði að efna til mikilla flugelda fyrir al- menning til að fagna sigrinum. Um 50 þúsund manna söfnuðust saman á hinum tiltekna stað. En er byrja skyldi, tókst svo illa til, að fyrsta skot- hylkið valt á hliðina og kúlan þaut út f mannþyrpinguna og sprakk þar. Jafnframt kviknaði í hinum skothylkj- unum og kúlurnar þutu hver á fætur annari út í mannþröngina. Mennreyndu að komast í burtu, en þyrpingin var svo þétt, að það var ekki unnt. Menn börðust eins og óargadýr og urðu þá margir fótumtroðnir. Hálft annað hundrað manna særðust og margir voru drepnir. Eigandi blaðsins, sem til flugeldanna hafði stofnað, gaf eina miljón dollara handa hinum særðu og ættingjum þeirra, er dóu. Ennþá sverfur að Finnum. Nú er í ráði að afnema þá 3 yfirrétti, sem eru í Finnlandi, en setja í þeirra stað einn rétt í Helsingfors ; í þeim rétti á helmingur dómenda að vera Rússar, en hinn helmingurinn ,,fulltryggir“(!) Finnar. Þá er ennfremur sagt, að v. Plehve, innanríkisráðherrann rússneski, sem jafnfraint hefur verið ráðherra fyr- ir Finnland, ætli nú að segja því starfi af sér í hendur Stikhinsky kammerherra, en hann eigi ekki að. bera mál Finna upp fyrir keisaranum sem Finnlands- raðherra, heldur sem emhættismaður í innanríkisráðaneytinu rússneska. Reyn- ist þessi orðrómur á rökum byggður, er ennþá stigið eitt spor í þá átt, að gera Finnland að rússnesku héraði. , Tolstoy er veikur af steinsótt, en þó ekki mjög þungt haldinn. Björnstjerne Björnson hefur samið nýtt leikrit, er heitir „Paa Storhov'e". Það hefur þegar verið leikið í Þýzka- landi. í næsta mánuði (8. des.) verð- ur hann sjötugur; er hér verið að safna undirskriptum undir ávarp mikið, er á að senda honum við það tæki- færi. Eldgos mikil hafa verið öðru hvoru í Mið-Ameríku. Eldfjallið Santa Maria í Guatemala hefur gosið marga daga samfleytt, og valdið mjög miklu tjóni. Mörg hundruð manna hafa misst lífið.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.