Þjóðólfur - 28.11.1902, Síða 4

Þjóðólfur - 28.11.1902, Síða 4
192 8TÓRT ÚRVAL af FATAEFNUM kom nú með „LAURU" til R. Anderson s, Aðalstræti 9. Svo sem: KAMGARN, KLÆÐl, BÚKSKINN, EFNI í YFIRFRAKKA [Úlstera), VETRARKÁPUR og BUXUR, er selzt óvenjnlega ódýrt gegn borgnn út í h 'ónd. Fataefni þessi eru keypt beint frá verksmiðjunni, og eru þau þessvegna nokkru ódýrari en fyr, svo að nu geta menn fengið góðan klæðn- að fyrir gott verð. ZZ Fataefni m VÁTRYGGINGARFÉLAGIÐ falleg, lialdgöð og ödýr, ,SUN‘ fá menn fiá Yarde-klæðaverksmiðju. í Lundúnum (stofnað 1710) tekur að Aliir, sem þekkja til, koma þangað með sér með sanngjörnum kjörum ábyrgð sínar ullarsendingar. Og öllum líkar á húsurn, allskonar áhöldum og inn- tauin mæta vel. anstokksmunum, fénaði, er inni brenn- Komið því sem fyrst að skoða sýnis- ur og skipum, sem í höfn eru eða á land eru sett. hornin hjá umboðsm. Aðalumboðsmaður á íslandi Jón Helgason. Dr. Jón Þorkelsson yngri Aðalstrœtl 14. í Reykjavík. ilp LEIFS BÚÐ. II 1111 Korndu í Leifs búð: hann LeífUP er þar og leikur við sérhvern sinn fingur. Við raðir af ostum og rúsínurnar og riiílinginn glaður hann syngur. Og „eonfect hann selur með ástarbragð allt, og epli og vínber hann hefur, og trosið svo ágætt og „elegant" salt hann allt að því fólkinu gefur. Þar haframjöl knúsað á heiltunnum fæst og hræðileg ósköp af ksefu, eldllústau, leirtau svo ljómandi glæst og lifandi firnin af gæfu. En gangir þú aleinn um örlagahjarn og ógni þér heimslífsins vígvé!, þá eignastu lítið og litfagurt barn: hjá Leifi fást handa því stígvél Hjá Leifi fást skínandi kærleikans kort, um kandísinn rauða eg segi, að sá, sem að etur hann, elskar sport og óvíst cr bara’, að hann deyi. Klæðaverzlunin í Bankastræti 12. Mikið úrval af: KAMGARNI, KLÆÐI, BÚKSKINNI, CHEVIOT, einnig fjölbreyttogfall- eg BUXNAEFNI og sérstakt Úrvai Í VETRARFRAKKA og ULSTERA, Verð frá 2 kr 25—p kr. al. er nú nýkomið og selzt með góðu verði eptir venju. Komið og gerið kaup við mig. Virðing’arfyllst. GUÐM. SIGURÐSSON klæðskeri. Hálslín af öllum stœrðum HVERGI ÓDÝRARA, og allt því til- heyrandi fœst þar einnig. Og stúlkurnar hlæja og hvískra þar dátt, á himneskum SSetÍndum smjatta. En strákarnir brjóstsykur bryðja þar hátt og botna ekkert í þessum skratta. Mustads norska margarine komið aptur með „Laura“ til Sturlu Jónssonar. Haustull hvít og mis- lit er langbezt borguð í verzlun Jóns Helgasonar, Aðalstræti 14. 66 „Það er víst hægt að tylla sér hérna niður", mælti Þorsteinn, og hlammaði sér niður á hornið á bekknum. Hinir þjöppuðu sér saman. „Látið mig ekki trufla samtalið", tók hann aptur til máls, þá er hann varð þess var, hve hljótt varð við komu hans. En hvernig sem á því stóð var gleðskapurinn úti. Þeir buðu Þorsteini öl og hann drakk. „Ert það þú, sem ert svo ramur að afli ?“ spurði'Þorsteinn loks, og virti Svíann fyrir sér frá hvirfli til ilja með hæðnislegu glotti. „Já, lítið kveður nú að því", svaraði Svíinn stillilega. „Getur þú tekið í hönd Norðmanni ?“ mælti Þorsteinn og rétti fram hnefann. Svíinn rétti fram hond sína og Þorsteinn hélt henni um stund laust og horfði á hana. „Það er fínasta jómfrúhönd", mælti hann og hristi höfuðið, „hún hefur ekki verið í smiðju". Og í sama bili herti Þorsteinn að af öllu afli, en Svíinn var við bú- inn, og kreisti á móti, án þess að bregða litum eða gretta sig minnstu ögn. Þorsteinn varð sótrauður af gremju, því að hann hugði, að Svíinn mundi þegar glúpna og gugna, en hann varð að sætta sig við, að sú von brást honum algerlega. „Ojú, það er bezt að fara hægt og bítandi", sagði hann, „handar- skömmin er ekki svc iéleg. En eptir á að hyggja! Hefurðu sterklega fætur? Láttu mig taka á þeim". Og nú hafði Þorsteinn hendur á fótum hans og kleip hann í lærið og kálfana. „Það er eins og hlaup átektar", mælti hann og brosti háðslega. „Eg vissi það fyrirfram, að sænska skonrokið er ekki mikils virði". „Það er að minnsta kosti ekki lakara en norska flatbrauðið með úrsigti saman við", sagði Svíinn reiðulega. „Viltu sjá mismuninn ?" mælti Þorsteinn hvatskeytlega. „Þorir þú að takast á við mig?" Hinir drengirnir hnipptu í Svíann, og gáfu honum vísbendingu um, 67 að hann skyldi neita, því að þeim var vel við hann. Og hann færðist því undan. „Það stendur heima! eg þekki það frá fornu fari, að Svíar eru heigl- ar“, sagði Þorsteinn, „þetta er kerlingalýður". Svíinn sat kyr um stund og beit á vörina, en svo gat hann ekki stillt sig lengur, og barði hnefanum í borðið, svo að ölkrúsirnar ultu um koll. „Þessi ummæli skalt þú fá borguð, karl minn!" mælti hann og hljóp yfir borð og bekki út á völlinn. Þorsteinn stóð upp og gekk fram, og nú fóru þeir saman. Hvor- ugur þeirra mælti orð frá munni, en þrútna, reiðulega andlitið á Svían- um, og hið illilega, skuggalega augnaráð Þorsteins, er hann virti Svíann fyrir sér, sýndi, að hér mundi verða voðalegur aðgangur. Og það varð einnig. — Rykið þyrlaðist upp úr jörðunni og þeir bárust fram og apt- ur um völlinn, en eldur brann úr augum þeirra, skyrturnar fóru upp úr á þeim og hálsklútarnir rifnuðu í tætlur, þeir kreistu hvorn annan, hófu á lopt og hoppuðu upp, en þótt annar félli komst hann jafnharðan á fæt- ur aptur. Svíinn var tágmjúkur, en stinnur sem stálfjöður, og hann sveigði sig og beygði. Þorsteinn óð að honum stór og ósveigjanlegur með hand- leggi eins og reksleggju, hann beit á jaxlinn, og virtist ætla að gleypa Svíann með augunum. Drengirnir stóðu höggdofa óg horfðu á, það var ekki gott að sjá, hver varð undir og hver ofan á — en allt í einu var annar hafinn á lopt, féll á völlinn og stundi við. Og þar lá Þorsteinn fölur yfirlits með lokuð augu. Hann hreyfði hvorki legg né lið. Hann hafði dottið á bakið ofan á hvássa steinnybbu. Stóð Svíinn þar yfir hon- um óttafullur og tók hina til vitnis um, að Þorsteinn hefði að fyrra bragði abbazt upp á hann. Þorsteinn var borinn heim til sín og lagður í rúm, en hann mælti ekki orð frá munni. Presturinn var sóttur og læknis var vitjað, en Þor- steinn talaði ekkert. Hann lá hreyfingarlaus Og starði út í loptið. Lækn- irinn hristi höfuðið, og sagði að þetta gæti orðið hættulegt, því að Þor- steinn hefði meitt sig hroðalega á hnakkanum og laskazt í hryggnum. Hann yrði að liggja kyr í rúminu, að minnsta kosti vikutíma. Móðir hans sat optast yfir honum nótt og dag, horfði á hann og hagræddi honum.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.