Þjóðólfur - 05.12.1902, Blaðsíða 2
194
Það er fullkomlega rétt athugað hjá hin-
um heiðraða höf., að þjóðin verður að
gæta þess, að ofmargir embættismenn
skipi ekki fulltrúaþing hennar hlutfallslega.
En hinsvegar væri ekki rétt, að rýma öll-
um embættismönnum burt úr þjóðkjörna
flokknum, því að ýmsir embættismenn
hafa verið og eru enn meðal hinna nýt-
ustu og sjálfstæðustu þingmanna. Það er
um að gera, að þjóðin geti valið úr þeirra
flokki þá, sem hæfastir eru, en það hefur
opt farið út um þúfur á seinni árum, og
þeir embættismenn komizt á þing, sem
þangað áttu ekkert erindi, og aldrei áttu
þangað að koma. Vér viljum t. d. nefna
suma sýslumennina, er sátu á þingi 1901.
En sem betur fór hafnaði þjóðin við síð-
ustu kosningar sumum hinna óþörfustu úr
þeim flokki. Og væntanlega fer þjóðinni
að skiljast, að það eru ekki borðalagðar
húfur eða einkennisbúningur,er skapaþing-
mannshæfileikaeða veitaeigaþingmennsku-
stöðuna. Með vaxandi þroska þjóðarinn-
ar mun henni takast smátt og smátt að
skilja gullið frá soranum og hrinda þeim
mönnum úr þingsæti, er skortir kjark og
sjálfstæði til að gæta hagsmuna þjóðarinn-
ar, eins og skylt er, hvort sem þeir eru
embættismenn eða ekki, Til þess að vera
sannur spegill þjóðarinnar þarf þingið að
endurskapast, styrkjast og göfgast, og það
umbótaverk verður þjóðin að vinna.
Ritst.
Vitnisburður
um íslendinga i þýzkum
blöðum.
Það er engin nýlunda, að sjá hinar
og þessar öfgar og annað ranghermi
um land vort í erlendum ferðasögum
og blaðagreinum eptir útlenda ferða-
menn, er koma hingað snöggvast öllu
ókunnugir og án þess, að skilja minnstu
vitund í málínu. Það eru ekki nema
örfáir erlendir menn, er geta ritað af
nokkurri þekkingu um land ■ vort og
þjóð, þótt þeir ferðist hér 1—2 mán-
aðatíma að sumrinu. Meðal hinna ör-
fáu útlendinga, er sannast og réttast
hafa ritað um landið á síðari árum er
Heusler háskólakennari í Berlín, enda
skilur hann tungu vora vel. Greinar
þær, er hann ritaði í „Deutsche Rund-
schau" 1896 og snúið var að mestu á
íslenzku í Þjóðólfi snemma árs 1897,
voru ágætlega ritaðar og munu mörg-
um í fersku minni.
I.
Nú í haust hafa tveir þýzkir menn,
er ferðuðust hér um land í sumar rit-
að greinar um ferð sína í þýzk blöð,
og eru þær greinar á ýmsan hátt vill-
andi, þótt margt sé rétt athugað hjá
þeim. — Annar þessara manna dr.'
Heinrich Pudor ritar í „Barmer
Zeitung" 20. sept. og í aukablað við
„Hamburger Nachrichten" 12. okt.
Mörgu af því, sem hann minnist á í
þessu síðartalda blaði er svo háttað,
að frá því verður ekki skýrt án þess
að nefna einstaka menn eða einstaka
atvinnurekendur, enda er það ekki
svo markvert, að blaðamál geti talizt.
En margt af því, sem hann getur um,
er á réttum rökum byggt t. d. um ó-
þefinn í höfuðstaðnum og óþverrann
á götunum, tilbreytingaleysi og smekk-
Jeysi í byggingastíl húsanna o. fl.
Hann er mjög fjarri því, að vera hrif-
inn af bænum eða útsýninu þaðan.
Hann gekk upp að Skólavörðu og
litaðist um þaðan. Lýsir hann með
mjög dökkum litum landinu, er hann
sá þar í námunda og kveðst hafa geng-
ið þaðan aptur niður í bæinn hrygg-
ur í huga, eptir hinum óþokkalegu
götum, og horft á hin eyðilegu hús,
og hjartað hafi ætlað að frjósa í brjósti
sér við þá dapurlegu sjón. Þar hafi
ekki sést neinn vottur af list eða ger-
manskri menningu í byggingarsniði
húsanna, allt svo þunglamalegt og
steingerfingslegt, og það sé einkenni-
legt, að stærsta húsið á landinu sé
holdsveikraspítalinn. En kvennfólkið
leizt honum mjög vel á og lýsir því
allítarlega í íslenzka búningnum, er
honum þykir fallegur og fara því vel.
Segir hann, að flestar íslenzkar stúlk-
ur, er hann hafi séð, séu mjög fríðar
sýnum („auffallend hubsch“), beínvaxn-
ar, fallega litkaðar með heiðblá
augu, fallegt enni og laglegt nef; það
eitt þykir honum óprýða, að neðri
vörin sé venjulega nokkuð löng, en
efri vörin ofstutt(I).
Á Þingvöllum þótti honum landslag
einkennilegt og lýsir því allítarlega.
Ranghermterþaðhjáhonum, að „Ferða-
mannaféiagið" hafi reist „Valhöll"
— í Miðda! áði hann á leiðinni aust-
ur og verður skrafdrjúgt um hitt og
þetta þar. Leizt honum einkum mjög
vel á annan bóndann þar, sem hann
þó ekki nafngreinir.
Frá Reykjavík fór þessi dr. Pudor
sjóveg til Akureyrar og þaðan land-
veg suður Grímstunguheiði og Kalda-
dal.
Er hann allmjög hrifinn yfir ein-
verunni, kyrðinni og mikilfengleik nátt-
úrunnar á íslands eyðimörkum, er
hann svo kallar. I.ýsir hann því all-
skáldlega í grein sinni í „Barmer
Zeitung". En allmjög kvartar hann
um, hve dýrt sé að ferðast hér og
fylgdarmönnunum íslenzkn gefur hann
fremur laklegan vitnisburð, segir að
þeir verðskuldi naumast að nefnast því
nafni, því að þeir skipti sér svo að
segja ekkert af ferðamanninum, hið
eina, sem þeir geri sé að rata veg-
inn og sjá um hestana. „Þeir litu
aldrei aptur til að gæta að okkur''
segir hann „jafnvel ekki þótt hætta
væri á ferðum, t. d. þegar riðið var
yfir ár, eða ofan afarbrattar kleifar.
Og það væri óskandi" bætir hann
við, „að ferðamannafélagið íslenzka
annaðist um að ráða bót á þessu,
með því að láta fylgdarmennina iæra,
hvernig þeir ættu að leysa starf sitt
af hendi".
Á Kaldadal fékk hann sand- og
snjóbyl, en af því að undanhald var,
kvaðst hann hafa komizt lífs af, hefði
hann haft bylinn í fangið, kveðst hann
ekki vita, hvernig farið hefði. Ræá*-
ur hann því öllum ferðamönnutn, er
ferðast um hálendi íslands, að fara
um það frá norðri til suðurs, en aldr-
ei hins vegar, frá suðri til norðurs(Il).
Ymislegt fleira spaklegt segir náungi
þessi, er hér yrði oflangt að telja.
Utan úr heimi.
XJm mannæturnar á Borneo,
eyjunni miklu við suðurströnd Asíu, rit-
ar hollenzkur maður Theodore de Gestel
allítarlega í tímaritinu „Cosmopolitan":
„Dajakarnir, en svp nefnast mannætur
þessar, eru hraustir hermenn. Þá er þeir
fara í bardagamála þeir sigí framan með
ýmiskonar málmlitum, og hafa grímur fyr-
ir andlitinu, búnar til úr hornum og skinn-
um vísundans. Þeir drepa óvini sína
með langri þungri sveðju, er þeir kalla
„kluang". Blaðið á sveðjunni er nál. i'A
alin á lengd og tæpir 2 þuml. á breidd,
og eggin vel brýnd. Er þetta óttalegt
vopn, er reiður „dajak" hefur það í hönd-
um. Mannætur þessar búa í hópum,
1000—1500 í hverjum á allstóru svæði, er
þeir girða með bambusreyr, svo þétt, að
það er nálega ókleift fyrir nokkra liíandi
skepnu að komast gegnum girðinguna.
Meðíram girðingunni er grafinn skurður,
svo að úr þessu verður bezta vígi. Ókunn-
um mönnum er mjög sjaldan hleypt inn
fyrir.
Eitt kveld er eg ferðaðist upp eptir
Kotaifljótinu, sendi foringi hinna innbornu
íylgdarmanna minna menn burtu til að
safna kókoshnetum. Eg tók eptir þvl, að
10 lögðu af stað, en er þeir komu aptur
1—2 klukkustundum síðar með örfáar kók-
oshnetur voru þeir að eins 9. Þá er þeir
komu, lögðu aptur 10 menn afstaðlsömu
erindum. Það vaknaði undir eins grunur
hjá mér. F.g kallaði á foringjann, ogkrafð-
ist, að hann segði mér, hvernig þessu væri
varið. Hann spurði mennsínaog fullyrti,
að þeir vissu ekkert. Eg sagði honum,
að hann skyldi segja þeim, að eg mundi
láta skjóta þá, ef þeir segðu ekki satt, og
bauð honum að láta fjötra þessa 9 menn
við næsta tré. Og þá er eg um leið lét
sveit hermanna ganga fram, alla með hlöðn-
um byssum, þá játaði loksins foringinn,
að maðurinn, sem vantaði, hefði dottið of-
an úr pálmatré og rotazt til dauðs.
Eg tók þá byssti mína og fór á eptir
hinum 10, er nýfarnir voru. Innan skamms
sá eg eld kyntan og fylgdarmenn mína
hina innbornu umhverfis bálið. Eg gekk
nær, án þess þeir sæju mig, en hljóp svo
ailt í einu að þeitn og spurði þá, hvað
þeir væru að gera. Eg sá, að þeir voru
að steikja og snæða eitthvað af kjöti. Eg
skipaði þeim þegar í stað að hverfa aptur
til náttstaðarins og lét gæta þeirra. Svo
kallaði eg á foringjann og lét hann telja
allt fólk sitt. Kom þá í'ljós, að enn vant-
aði einn mann.
Dajakarnir eru kallaðir „höfðaveidarar".
Höfðaveiðin er einn þáttur í helgisiðum
þeirra, og má ekki teljast sem vottur um
grimmd. Dajakinn drepur sjaldan meira
en einn mann, heggur af honum höfuðið
og sker ur honum hjartað, til að hlaupa
með þessi sigurmerki til konu sinnar, sem
fylgir 1 humátt á eptir aðalflokknum, og
gleðst með honum yfir sigri hans. Hann
veit, að hún metur hann meira sem mann,
eiginmann og hermann í stuttu máli í
öllu, nákvæmlega í hlutfalli við þá höfða-
tölu, sem hann færir henni. Eptir bardagann-
er slegið upp veizlu. Maðurinn etur hjarta
óvinar síns, því að hann hyggur, að hann
fái með þvf hugrekki og þrótt, og svo
býður hann vinum sínum að snæða með
sér það sem eptir er af mótstöðumanni
hans. En höfuðið hengir liann upp til
skrauts heima hjá sér. Mér hafði verið
falið á hendur, að taka burtu og brenna
öll þau mannahöfuð, er eg fyndi í þorp-
um dajakanna og það gerði eg. Mætti eg
hvergi neinni verulegri mótspyrnu, þótt eg
tæki þau burtu, enda hafði eg einskonar
leiðarbréf frá soldáninum í Kotai, stjórn-
anda þess hluta eyjarinnar, er dajakar
byggja. En leiðarbréf þetta var fólgið f
því, að maður var sendur á undan flokk
vorum, og bar hann á bambuslegg merki,
er dajakar þekktu vel og átti að merkja
eitthvað á þá leið, að soldáninn skipaði
þeim, að taka vel á móti mér.
Eg spurði soldáninn meðal annars um
„rófumennina", er sagnir hafa borizt um,
að ættu heima á þessu svæði. Þeir eru
kallaðir „orangbutung" á malayisku. Sold-
áninn kvaðst ekki vita, hvort þeir væru til,
en væri svo, þá mundu þeir blygðast sín
fyrir að láta sjá sig. Eg skal þegar geta
þess, að eg ferðaðist 400 kilometra upp
eptir Kotaifljótinu, og var ávallt að skyggn-
ast eptir rófumönnunum, en komst að þeirri
niðurstöðu, að menn með rófu væru alls
ekki til.
Það er enginn efi á, að dajakar hafa ver-
ið mannætur frá ómunatíð. Þeir segja, að
mannakjöt sé hið gómsætasta kjöt, er þeir
þekki, og hafa sér til afsökunar, að það liggi
í eðlisfari allra lifandi skepna að eta óvini
sína, eins og óstyrkvari skepnur af öðrum
tegundum, t. d. eins og tígrisdýrið etur
antiiópuna, kötturinn músina, fuglarnir
orma eða fiska og mennirnir nautin og
sauðfénaðinn
Dajakarnir sögðuvið mig: „Okkurþyk-
ir gott mannakjöt, þvf að það er bezta
kjötið, sem til er, og þess vegna borðum
við það". En þeir eta aldrei frændur sína
eða vini, að eins óvini sína.
Við hina hyggilégu stjórn Hollendinga
hefur þó mannakjötsátið farið mjög minnk-
andi. Hollendingar mennta ekki villiþjóð-
flokka með skotvopnum og lagafyrirmæl-
um, heldur með því að sannfæra þá vin
gjarnlega smátt og smátt — — — —■ —
Þannig lýsir höf. þessi villimönnunum á
Borneo. A þessum menntunarinnar og
menningarinnar tímum, er það dálítið ein-
kennilegt, að enn skuli vera hingað og
þangað heilir þjóðflokkar, er hafa manna-
kjöt fyrir kræsingar. Og það virðist enn
eiga nokkuð langt í land, að slík villudýr
í mannsmynd verði gerð að nokkurnveg-
inn siðuðu fólki. Hlutverk menntunarinn-
ar og menningarinnar er enn mikið í
heiminum.
Ljóðafregn.
Það fer nú að verða gamanleysa fyrir
smáskáldin að yrkja, þegarönnur eins stór-
skáld eru uppi eins og Þorsteinn Erlings-
son, tignaður af háum og lágum og laun-
aður af landssjóði, enda sýna ritdómar
seinni tímanna, að smekknum hefur farið
fram — meðal »lærðu« mannanna.
Mikilvægt tækifæri bar nýlega að hönd-
um. Það var afmæli norska stórskálds-
ins Björnstjerne Björnson. Þá veitti nú
ekki af að yrkja og yrkja vel, taka á því sem
til var, og sýna nú stórskáldinu norska hví-
lfkt ágætisskáld Island ætti — og svo var
farið til Þ. E.
Og Steini lét ekki standa á sér, heldur
brá við skjótt og orti, og svo var allt
saman skrautritað og sent með »Laura«;
en »ísaf.« með sinni alkunnu dómgreind
á skáldskap þoidi ekki við, fyr en hún
gat komizt út og flutt þessa mikilsverðu
ljóðanýlundu út um bæinn.
Skáldið byrjar á því, að lofsyngja »h ir ð«
Björnsons; segir því næst að »vér« (Þ.
E. & Co) höfum kennt honum (»Jeg har
lavet ham«, sagði Brandes um Drachmann)
og segir að vér skunnum að geyma« og
að »ísland sé seint til að gleymac,
og önnur þvílík há-heimspekileg kjarnyrði.
Svo segir hann:
„Þú komst hér svo fríðurogkvaddir svo snjallt,
vér kenndum þig, sönginn og stálið.
Oss fannst sem vér værum í ætt við það allt
og eldgamla norræna málið.
Ef eg skil rétt, þá finnst mér í þessum
línum liggja sú meining, að höf. telji oss
það sóma, að vér o: fornbókmenntir vor-
ar séu f ætt við bókmenntir Björnsons,
Sumir hefðu nú líklega viljað setja lær-
dóminn þannig fram, að það væri sómi
fyrir Björnson, að hann væri í ætt við
vorar fornbókmenntir, og hans verk ættu
þaðan rót sfna að rekja. En þetta er að
vera frumlegur!
Svo kemur:
„Og víst hafa brotizt hér vestan um sæ,
þeir voldugu glampandi hljómar.
Nú eru þá »hljómarnir« farnir að
»glampa«. Ekki er að furða, þótt
dauðýflin hrökkvi saman!
En í seinustu vísunni kemur þó perlan,
þungamiðja kvæðisins:
„Og þú verður æ með þeim fremstu í för,
sem finna sér aflið í höndum,
og láta’ ekki stöðvast hinn leiptrandi hjör
unz Loki er höggvinn úr böndum".
Það er þá markmiðið fyrir Björnsons og
»hirðarinnar« háloiuðu baráttu, að halda
áfram, þangað til Loki, persónugerfingur
hins illa, lýginnar, svikanna og vélráð-
anna höfundur er aptur »högginn úr bönd-
um — eða á ekki að skilja þetta svo?
o: þeir eiga að halda áfram þar til »djöf-
ullinn er laus« 1
Kvæðið endar á þessum línum:
„Úr æginum risin hin iðgræna jörð
og óbyggður himinn og fagur".
Feður vorir létu jörðina rísa iðjagræna úr
sænum eptir Ragnarökkur, en að láta
himininn koma þaðan líka — það var
þeim ofvaxið. Þetta hefur skáldskapnum
farið fram síðan.
Bragarhátturinn er því nær hinn sami,
eins og á Rask-kvæðinu sællar minningar;
að öðru leyti yerður kvæðunum ekki jafn-
að saman; svo miklu er þetta — há-
fleygara!