Þjóðólfur - 05.12.1902, Síða 3

Þjóðólfur - 05.12.1902, Síða 3
195 Hvað ætli Björnstjerne Björnson verði að orði, þegar hann lítur á þetta and- lega afkvæmi eins af »höfuðskáldum« Is- lendinga, ef hann annars lifir það, að lesa það til enda? 3/i2-’o2. Hreggviður. Skagafirði 9. nóv. Héðan eru engar fréttir að skrifa, nema að nú er komin vetrartíð, snjókyngja mikil, sem dreif niður fyrstu dagana af þessum mán- uði, en sem þó dálítið seig í norðanfrost- leysu, en víðast hvar hér er mjög haglítið fyrir allar skepnur. Og yfir höfuð lítur mjög illa út með fóðurbirgðir manna, ef ekki hlánar bráðlega, því hér í sveit er sá mesti hrossafjöldi, og þeim tíðlegast lítið hey ætl- að, og svo mun enn hafa verið. Fiskafli hefur verið, og síld hér inn í fjarðarbotn, einnig kolkrabbi, og var þar til kolkrabbinn kom, opt allt að 4 krónu hlut, og stundum meira. Hér má heita læknislaust nú, því Sigurð- ur Pálsson læknir lifgur norður á Akureyrar- spítala, en Magnús Jóhannsson læknir á Hofsós liggur heima lijá sér eða sama sem, getur elcki farlð út úr húsi til nokkurra læknisstarfa. Lítið er talað um þólitík hér, en einn val- týski burgeisinn hér í sýslu sagði í haust, þegar frétt var að stjórnarfrumvarpið hafði verið samþykkt, að það pyifti ekki lengri tíma til pess að fella það d nœsta þingi, en gengið hefði til þess að samþykkja það nú. Ekki hafa þingmenn okkar enn haldið „leið- arþing" hér, svo sem vani hefur verið, og geta sumir þess til, að það stafi af því, að þeir þykist ekki hafa sigri að hrósa. Hinn prúðbúni valtýski flokkur hér er enn, að því sem sagt er, að gylla 2. þingmann okkar og verk hans, þótt sum þeirra séu varla þess verð. Nú með síðustu ferð „Vestu" norðan fyrir kom hér á Sauðárkrók Jón Jónsson frá Amerfku, sem fyr var bóndi á Hjaltastöð- um og „agent" hinn duglegasti, til að koma fólki héðan úr landi. Elcki lætur hann nú vel af ferð sinni, en hægt fer hann að lýsa ástandinu hjá þeim fátækari, þótt hann kannist nú við, að fátækt og basl sé til í Ameríku eins og hér. En vel liklegt er, ef hann sæi sér færtað gerast „agent“, að hann mundi taka til sinnar fornu iðju aptur. Læknaskipun. Guðm. Guðmundsson héraðslæknir í Stykkishólmi hefur ásamt sínu embætti verið settur til að þjóna Flateyjar lækn- ishéraði fyrst um sinn frá 1. þ. m. Þórður Pálsson læknaskólakandídat hef- ur verið settur til að þjóna Skagafjarðar læknisumdæmi f veikindaforföllum Sigurð- ur læknis bróður síns. Fór hann norður héðan landveg seint í f. m. Ðáinn hér í bænum 29. f. m. A n d r e a s Frederiksen bakarameistari, dugnaðar- maður í sinni iðn og sæmdarmaður. Ávarp skrautritað með undirskriptum margra bæjarmanna var norska skáidinu Björn- stjerne Björnson sent nú með »Laura«. B. verðttr nfl. sjötugur 8. þ. m. Stjórn stúdentafálagsins sendi og ávarp í ljóðum í nafni Stúdentafélagsins. Hafði formað- ur félagsins Bjarni Jónsson frá Vogi ort drápu. Þorsteinn Erlingsson orti og kvæði til Björnsons, er sent var með ávarpi bæj- armanna. Smjörsalan á Englandi frá rjómabúunum í Árnessýslu hefur gengið allvel, smjörpundið selst á 80- 85 a. hæst 90 a. (að eins 1—2 kvartil, er send voru sem sýnishorn til Newcastle). Þá er land- sjóðsstyrkurinn bætist við, má telja, að seljendur fá að minnsta kosti fulla 70 a. fyrir pd. að frádregnum öllum kostnaði, og getur það kallazt viðunanleg sala, þótt bet- ur gæti verið og ætti að vera. En hér eru svo miklir erfiðleikar og mikill kostn- aður við flutning smjörsins, þangað til það er komið á enska markaðinn,að mjög mikið dregst frá verðinu til að greiða þann kostnað m. fl. Samsæti hélt Loptur bóndi Guðmundsson á Tjörn- um undir F.yjafjöllum, föstudaginn 26. sept. síðastl. í tilefni af því, að þá var hann 80 ára að aldri. Boðsfólkið var yfir 100, og var það allt gamalt og nýtt venzlafólk Lopts bónda. Ræðu fyrir minni Lopts hélt Kjartan próf. Einarsson í Holti. Kvæði var einnig ort fyrir minni sama og sungið. Ræðu fyrir minni sveitarinnar hélt Jón Ág. Kristjánsson organisti. Að síðustu gáfu boðsgestirnir Lopti bónda mj ö g .vandaðan göngustaf silf- urbúinn, með nafni Lopts og aldursárum á, er Hallgr. Brynjólfsson í Miðeyjarhólmi hafði gengizt fyrir að panta hjá Oddi silfursmið Oddssyni á Eyrarbakka. Loptur bóndi Guð- mundsson er nú búinn að búa í Vestur- Eyjafjallahreppi í 56 ár, er því elzti bóndi sveitarinnar, og hefur jafnan búið góðu búi og verið hin bezta sveitarstoð. Sam- sætið fór vel fram, og fór hver og einn á- nægður heim til sín morguninn eptir. Einn viðstaddur. Skákdálkur Þjóðólfs. Nr. tó. Utanáskript: Pétur Zóphóníasson. Box 32 A. Rvík. Tafl. nr. 6 Enskt riddaratafl. Tsc/iigorin. Gossiþ. Hvítt: Svart. 1. e2—e4 e7—eS 2. Rgi—Í3 Rb8-—c6 3- C2 C3 d7—ds 4- Ddi—84 f7—f6 5- Bfi-—b5 Rg8—e7 6. e4Xds Da8Xd5 7- 0—0 Bc8—d7 8. d2—d4 e5—e4 9- Rf3—d2 Re7—g6 10. Bbs—C4 Dd5-aS 11. Da4—b3 f6-f5 12. Bc4—f7 + Ke8—e7? 33- Rd2—d41 Da5—a6 14- Bci— gs + Ke7Xf7 15- RC4—d6 + niát. Taflfélög eru nú fjögur á landinu, í Reykja- v!k,fsafirði, Akureyri og Bolungarvik. Auk þess er taflfélag meðal íslendinga í Kaupmanna- höfn, ogí Winnipeg. Mjög mikil hreyfing hefir vaknað til þess, að hefja þessa list á ný til valda, og hefur hún byrjað á stofnun Tafl- félags Reykjavíkur. I Stykkishólmi og Seyð- sfirði er í ráði að stofna taflfélag. í stjórn Taflfélags Reykjnvíkur eru: Jens B. Waage cand. phil., Pétur Zóphóníasson gagnfr. og Helgi Hélgason verzlm. William E. Napier heitir amerikanskur blaðamaður og taflmaðtir, er kom hingað í haust. Hann er ungur að aldri (21 árs) og ritar í ýms blöð í Bandaríkjunum t. d. The Pittsburg Dispatch, er hann ritstjóri þar að skákdálk, og í fyrra var hann ritstjóri að „The American Chess World". Hér ritar hann í ýms blöð vestra um atvinnu og lifn- aðarhætti íslendinga m. m., og dvelur hann hér í vetur. í sumar tók hann þátt í alheims- kappskákaþinginu í Monakó. Þar tefla beztu taflmenn heimsins. Sá er fékk fyrstu verð- taunin 5000 fr., heitir Maróczy og er Ung- verji (f. 3/3 1870 í Szegedin á Ungverjalandi). Síðan tefldi Napier á kappskákaþingi í Hannover, og hlaut verðlaun. Hann vakti mikla eptirtekt fyrir hve vel hann tefldi. Hér hefur hann teflt við hina beztu, og hafa allir farið hrakfarir. Þó hefur hann tapað ör- fáum skákum. Aðalorsökin til þess, að vér fáum þessar hrakfarir, er að vér kunnum ekki skák, þ. e. a. s. byrjanirnar, nema hvað við lærum af áð tefla. Hér Iíta engir í skákbók til þess að læra hverju eigi að leika ! þessu tilfelli eða hinu, en slíkt en nauðsyn, til þess að verða dgætur taflmaður. Ættum vér að leggja meiri áherzlu á það, að læra hverju á að leika. Yeðuráttufar í Rvík í 11 óv. 1002. Meðalhiti á hádegi. + 3.8 C. —„— „ nóttu . + 1.2 „ Mestur hiti „ hádegi. + 8 „(h. 18.) —„— kuldi „ — „— . -+ 6 „ (h. 4.). Mestur hiti „ nóttu . + 6 „ (h. 20.) —„—kuldi „ „ . + 6 „ (aðfn. h. 4.). Fyrstu daga mánaðarins hægur á aust- an; h. 6. bálhvass á norðan, síðan hægur við sömu átt; gekk svo til austurs og síð- an til útsuðurs með afsþyrnu-roki síðari part dags h. 14. Ur því optast hæg aust- anátt (landsunnan) með óhemju rigningu við og við, einkttm h. 27. Loptþyngdar- mælir einlægt vísað lágt. V12—’o2 y. Jónassen. Alþýðufræðsla STÚDENTAFÉLAGSINS. Sunnudaginn 7. þ. m. kl. 5 e. h. Bjami Jónsson: Vandfarnar götur. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýs- ingar. fslands banki. ^þamkvœmt l'ogum 7. júni þ. á. hefur undirrituðum sem hlutafélagsfull- trúum verið veitt leyfi til að stofna hlutafélagshanka á íslandi, er nefnist »ís- Lands bankí« og hafa einkarétt um 30 ára timabil til að gefa út seðla, er greiðist handhafa með mótuðu gulli, þegar krafizt er. 1 1. grein þessara laga segir svo meðál annars: »íslendingar, hvort sem eru einstakir menn, sjóðir eða stofnanir, skulu látnir sitja fyrir í 6 mánuði frá því að lög þessi öðlast gildi að skrifa sig fyrir hlututn í bankanum, annaðhvört með því, að borga hlutaupphæðina í peningum með ákvæðisverði, eða með því, að gefa út skuldabréf fyrir hinni sömu upphæð með 1. veðrétti í fasteignum á Islandi, er þó nemi ekki meira en 20°/o af virðingarverði fasteignanna. Af skuldabréfum þess- um greiðast 4% í ársvexti, og skal greiðsla á þeim vöxtum tryggð bank- anum af landssjóði. Skuldabréfin mega að eins ner.ia heilum hundruðum. Utgefendur þeirra og seinni eigendur fasteigna þeirra, sem ræða er um, mega, eptir vild, hvenær sem þeir vilja borga lánið með peningum með sex mánaða uppsögn í 11. júní og II. desember gjalddaga«. Eþtir 2. grein laganna má hlutafé bankans eigi nema minna en 2 mil- jónum króna og eigi vera meira en 3 miljónir króna. Hlutabréfin verða gefin út fyrir 100, 300 og 2000 krónum. Þá er tilsógn er gefin um að sktifa sig fyrir hlutum gegn peningaborgun, verður samtímis að borga alla hluta-uþþhœðina. En óski menn, að skrifa sig fyrir hlntum gegn skuldabréfum með 1. veðrétti í fasteignum á íslandi, er ekki nemi meira en 20°l o af virðingarverði fasteignanna og greiddir séu f/o i ársvexti afi verður að Láta fylgja um leið: a. virðingargerð á hlutaðeigandi fasteign, sem sé l'ógum samkvæm; b. eignar- og veðbókarvottorð fyrir fasteigninni, svo og yfirlýsing þeirra, er nú eiga veðrétt í henni, um, að þeir láti veðrétt sinn víkja fyrir veð- setningunni til bankans. / Af skuldabréfunum greiðist vextir frá /. aþríl 1903. t Samkvœmt framans'ógðu er hér með skorað á íslendinga, er kynnu að vilja nota rétt sinn eþtir lögutn 7. júní 1902 til þess að sitja fyrir, að skrifa sig fyrir hlutum í »fslands banka«., eþtir áðursögðum skilmálum, að hafa gefið sig fram um slik hlutabréfakauþ fyrir 31. marz 1903 í Reykjavík við herra cand. juris Hannes Thorsteinson, í Kaupmannahöfn við annanhvorn okkar undirritaðra. Fyrir greiddar uþþhœðir verða gefnar bt áðabirgðakvittanir, sem síðar verður skiþt á við hlutabréf eþtir nánari auglýsingar. Kynni tilboð um hlutabréfakauþ að verða um ofi áskilur félagið sér rétt til nauðsynlegrar niðutfærslu, ef til kemur. Kaupmannahöfn þann 14. nóvember 1902. Ludvig Arntzen Alexander Warburg hæstaréttarmálaflutningsmaður stórkaupmaður Holmens Kanal 2. Frihavnen. L

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.