Þjóðólfur - 12.12.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 12.12.1902, Blaðsíða 1
54. árg. Reykjavík, föstudaginn 12. desember 1902. M 50. Útlendar fréttir. --o- Kaiipmannahöfn 25. nóvember. í Frakklandi lítur út fyrir, að klofn- ingur ætli að koma f lið stjórnarinnar út af samningum við Sfam. Formaður íjár- laganefndarinnar, Doumer, sem ávallthef- ur borið kápuna á báðum öxlum, heldur þvl fram, að hagsmuna Frakklands sé þar ekki nægilega gætt, og hefur hann fengið ýmsa á sitt mál, svo að skorað hefur verið á Delcassé utanrfkisráðherra, að leggja ekki samninginn fram fyrir þingið til fullnaðar- samþykktar, en hann hefur færst undan að hlíta áskoruninni. Ef hvorugir láta undan er hætt við, að svo geti farið, að Delcassé verði að fara frá, en þá hyggja menn, að ráðaneytið Combes fari að verða valt á fótunum. Á S p á n i hefur Sagasta myndað nýtt, frjálslynt ráðaneyti; hefur það örlítinn meiri hluta í fulltrúaþinginu að styðja sig við, en svo er óánægjan megn meðal ar.d- stæðinganna, að þá er hann kom inn á þingið um daginn, hélst hann þar ekki við og varð að fara út aptur, en formað- urinn varð að slíta fundi vegna óhljóð- anna. Englendingar hafa um nokkra hríð átt í ófriði suður f Sómalíulandi í Afriku við innlendan höfðingja, sem Mullah er kallaður, og farið hefur með ránum yfir svæði það, sem Englendingar hafa tekið undir vernd sína. í f. m. vann Mullah sigur á Englendingum f orustu; margir féllu eða særðust, og foringinn, Swayne ofursti, varð að láta undan sfga. Nú bú- ast Englendingar til að jafna á Mullah aptur. Fallbyssukongurinn Krupp í Essen, er dauður af slagi. Hann var eigandi hinnar stærstu og frægustu morðtólaverksmiðju í heimi, er stofnuð var af föður hans, gamla Krupp. Skömmu fyrir dauða hans gerði ■»Vorwárts«, sósfalistablað í Berlfn, ákafa árás á hann, og bar á hann, að hann hefði gert sig sekan í megnri ósiðsemi á utan- landsför, er hann var nýkominn úr, og ætla menn, að það hafi ef til vill verið orsök í dauða hans, að hann hafi tekið sér það svo nærri. I Columbfa er friður saminn milli foringja uppreistarmanna (Herrera) og stjórnarinnar. Uppreistarmenn urðu að láta af hendi flota sinn og hergögn. Vitnisburður um íslendinga 1 þýzkum blöðum. II. (Síðari kafli). Hinn Þjóðverjinn, sem ferðaðist hér um í sumar, hét Karl Eugen Schmidt. Hefur hann ritað alllang- ar greinar í tvö Berlínarblöð („Local- Anzeiger" og „Der Tag"). í grein- inni í „Local-Anzeiger" 10. ágúst skýr- ir hann fyrst frá því, er hann hitti við Geysi þingmenn þá, er fóru suðurKjöl í sumar til þings (Klemens Jónsson, St. Stef. kennara, S. St. Fagraskógi og Ól. Br.). Þá er þeir komu var Þjóðverjinn og samferðamaður hans seztir að sinn í hvorum klefa í „Geysihótelinu" og hugðu gott til næturhvílríarinnar. En sú ánægja fór öll út um þúfur. Og tökum vér hér orðrétt dálítinn kafla úr greininni um þetta, því að hann er dálítið kýmilegur. „Eg var kominn úr öðru stígvélinu" segir Schmidt þessi, „og ætlaði ein- mitt að fara að halla mér út af á hið harða flet mitt, þá er eg heyrði jódyn í fjarlægð. Við gengum þá fram í dyrnar og sáum allstóran ferðamanna- hóp stefna að hinu rólega hæli oklcar. Flotann bar brátt að og mennirnir hlupu af hestum sínum og gengu inn. Risavaxinn maður í feikilega stórum vatnsstígvélum, skálmaði fyrstur inn, svo að glumdi í húsinu, ranghvolfdi voðalega augunum, og ávarpaði hinn hægláta fylgdarmann vorn með yf- irboðararóm. En við, sem skild- um ekkert í íslenzku, hrukkum saman, hnipruðum okkur út í horn, og þok- uðum undir eins úr öðrum svefnklef- anum, þá er fyigdarmaðurinn sagði okkur, að þessir 6 aðkomumenn yrðu að hafa þrjá, og við báðir yrðum því að láta okkur nægja með einn. Skil- rúmin millum klefanna eru að eins úr þunnum borðum, og voru fingurbreið- ar glufur á millum þeirra. Eg lá í fleti mínu öðru meginn við slíkt skil- rúm, en hinu meginn hraut hinn risa- vaxni foringi flokksins. Þá er rúmin voru að eins 6 fet a lengd, en mað- urinn að minnsta kosti 4 þumlungum lengri, hlýtur hann að hafa átt óró- lega nótt. Eg heyrði og fann hverja hreyfingu hans, en þorði ekki að bæra á mér af hræðslu við, að hann kynni að brjótast gegnum þilið og varpa mér í Geysi. Við hugðum, að hann væri einskonar ræningjaforingi, og styrktumst í þeirri ætlun okkar morg- uninn eptir, þá er drukkið var kaffi — ó hvílíkt kaffi 1 — því að þá sáum við, að einn fylgdarmanna hans beit sundur með tönnunum sykurmola, er honum þótti ofstór, og fleygði því næst hinum helmingnum aptur í skálina. Mér datt þá í hug sagan um bónd- ann, er heimsótti konung og tók óvart mola úr skál hans, en tók hann aptur út úr sér og lagði hann í skálina, þá er honum var gert aðvart um, að hon- um hefði yfirsést". Svo fer höf. að lýsa því síðar, hversu hissa hann hefði orðið, er hann hefði séð „ræningjaforingjann" aptur í Reykja- vík við setningu alþingis með korða við hlið og þríhyrning á höfðinu, og leizt honum þa vel á hann. Hann kveðst og hafa þekkt aptur í flokki þingmannanna að minnsta kosti tvo förunauta hans, (en „ræningjaforinginn" var Klemens), en þess kveðst hann verða að geta, að sykurbítinn hefði hann ekki séð í þingmannahópnum. Hann hefði þvf sjálfsagt verið undir- tylla eða fylgdarmáðtnv þeirra þing- mannanna. Höf. lýsir alþingi allrækilega, en á þeirri frásögn er ekkert að græða. Hann minnist og á Jörund „hunda- dagakong" og „batteríið". Ennfremur segir hann, að „hin almenna menntun í landinu sé yfirleitt á hærra stigi, en nokkursstaðar annarsstaðar í heimin- um“. Og mun mörgum þykja þar tekið fulldjúpt f árinni. í greinum sínum f blaðinu „der Tag“ lætur hann lítið yfir fylgdarmönnunum, og Islendingum ber hann þann vitnis- burð, að þeir séu vandaðir menn, að því er virðist, en latir eins og Lazzarónar í Neapel, og treysti miklu meir tilviljun einni, en dugnaði sínum og þekkingu. Hann kvartar og sár- an yfir því, hve dýrt sé að ferðast hér og lítt mögulegt að fá neitt ætilegt að borða. Ferðamenn verði því nær eingöngu að lifa á niðursoðnum mat. Á bæ nokkrum, er hann nefnir þó ekki, segizt hann hafa fengið hér um bil D/2 pott af mjólk og konan hafi heimtað fyrir það 1 krónu, er sé að minnsta kosti 10 sinnum meira, en ætti að vera. Bóndinn, sem ferjaði hann yfir Hvítá, segir hann, að hafi tekið fyrir þetta „lítilræði" 6 krónur, og hafi verið svo sem V2 klukkustund að heiman. Hann segir og, að 10 ára gamall drengur,- er hafi fylgt þeim dálítinn spotta hafi fengið 1 kr. fyrir þeijinan greiða, er kostað hefði á Þýzka- landi 25 aura. Og loks segir höf. þessi: „Utlendir ferðamenn hafa ger- spillt íslenzku bændunum, og þá er maður ferðast ekki um héruð, þar sem ferðamenn sjaldan eða aldrei fara um, verður maður að borga öldungis óhæfi- lega mikið fyrir hvert viðvik, hversu illt og lítið sem það er“. Um óþrifnaðinn á sveitabæjunum fer hann og allmörgum orðum, og segir, að íslendingar séu „vatnsfælnir", bændurnir hafi auðsjáanlega rótgróna andstyggð á, að þvo sér í framan og um hendurnar, og sveitastúlkurnar séu ekki hót betri, þær líkist í þvf frænk- um sfnum í Bretagne á Frakklandi, er séu orðlagðar fyrir óþrifnað, eins og írskar sveitakonur. Þessi sameig- inlega „vatnsfælni" írskra, bretónskra og íslenzkra sveitamanna, bendi greini- lega á skyldleik þeirra o. s. frv. Um næturgistingu á Galtalæk á Landi verður höf. þessum allskrafdrjúgt, og hefur þar margt að athuga, en af því að það snertir einstakan nafngreindan bæ, verður því hér sleppt. Að lok- um segist hann þó vilja geta þess, að hann hafi hvergi fengið lús á sig, þótt ýmislegt annað væri ekki eins og það ætti að vera. Vér höfum tekið þetta örstutta ágrip afgreinum þessara tveggja ferðamanaa, til að sýna, hvernig sumir þessir ná- ungar, sem hér eru að ferðast, rita um oss f útlend blöð. Því er nú ver og miður, að sumt er t. d. á nokkrum rökum byggt, þótt ýkt sé. Það gæti t. d. víða verið meira hreinlæti en er, því þótt það hafi lagazt mikið á síð- ustu árum, er almennum þrifnaði samt enn mjög ábótavant, og veldur því ekki eingöngu fátæktin, heldur gamall vani. En vonandi lagast það ár frá ári. Einkum er nauðsynlegt, að gæta þHfhaðay á öllum þeim stöðum, sem fjölsðttastir eru af útlendum ferðamönn- um, þvfv að þelr mæla alla þjóðina eptir þeimApælikvarða, er fyrir þeim verður, ályktá. fri hinu einstaka til hins almenna. En eitt dæmi kemur óorði á þjóð vora í heild sinni ann- arstaðar Það er ekki spánnýtt, að útlending- ar kvarti um, að þeir séu féflettir, ó- hæfilega há borgun heimtuð af þeim. Þessar kvartanir eru sjaldnast á neinum rökum byggðar, og að eins sprottnar af því, að mennirnir þekkja ekki, hvernig hér hagar til, að tafir t. d. um sláttinn eru meira virði, en þeir geta ímyndað sér o. s. frv. Girðingar. „Garðar eru granna sættir". Eitt af vorum landbúnaðarmeinum er girðingaleysið. Á fyrri öldum hefur verið miklu meira um girðingar hér en nú. Víða sér þess menjar, bæði túna- engja- og hagagarða. Örnefni mörg bera vott um girðingar, og til þess bendir nafnið: Garðlagsmánuður. Ennfremur sanna fornsögumar þetta. En þetta var á »b!ómaöld« þjóðfélags vors. Síðar hefur þessi manndáðarvottur horfið að mestu. Tún og engi eru nú víðast ógirt. Af því leiðir, að þatt eru undirorpin ágangi búpenings, þeim til stórskemmda, og að dagleg vörn eykur mönnum og skepnum mikið ónæði, og kostar mikið, þótt hún eigi til fulls varni skemmdunttm. Værti túnin nægilega girt, sparaðist varnarkostnaðurinn og ónæði það (rekst- urinn), er varzlan gerir búpeningnum. Þá þyrfti eigi að hafa sérstakar (fastar) girð- ingar urn matjurtareitina (nema þá til skýlis), heldur mætti sá (rófttm, kartöflum o. s. frv.), í bletti víðsvegar innan tún- girðingarinnar, í nýræktanir o. s. frv. Beitarlöndin eru ógirt. Af því leiðir sifelldan milligang búpenings og flæking úr einnar jarðar landi í annað, hinn óvin- sæla ágang, örðugar smalamennskur, leitir og ótal tafir, opt málnytutap o. fl. o. fl. Væru beitarlöndin girt, losnuðu bænd- ur við flestan þenna kostnað, óþægindi og annmarka. Og væru þau stikuð sund- ur með girðingum, svo hafa mætti hvað út af fyrir sig: kýr, hesta, ær, lömb o. s. frv., að nokkru eða öllu, og til skiptis, — það hagræði er auðveldara að gera sér hugmynd um, en að reikna með tölum. Þar sem útheysslægjur eru á víð og dreif um beitarlöndin, væri þá og auðveldara að verja þær. Nægilegar girðingar eru á flestum jörðum svo mikils virði, að þær megateljast aðalskilyrði fyrir fram- förum í landbúnaði. Þetta hafa aðrar landbúnaðarþjóðir fundið og sýnt í verkinu. Girðingar eru hjá þeim taldar jafn-sjálfsagðar eins og t. d. húsakynnin. Löndin eru algirt og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.