Þjóðólfur - 12.12.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 12.12.1902, Blaðsíða 2
198 margskipt með girðingum, svo alltverður notað á hagkvæmasta hátt. Aðalorsakir þess, hve lítið hér hefur á síðari árum verið gert að girðingum, eru: 1. Fátækt. 2. Skortur á hagkvæmu girðingarefui. 3. Víðátta og strjálbyggð landsins. Venjan (lenzkan) gerir nokkuð um; menn finna síður til vöntunar þess, sem þeir varla þekkja. En eigi landbúnaði vorum nokkurra verulegra framfara að verða auðið, verð- um vér að fara að sinna girðingunum. Veruleg r æ k t u n getur ekki þrifizt, nema á góðri jörð. í fyrsta lagi verðum vér að fá girðingar um túnin og ræktunarhæft land áfast eða í nánd við þau. I öðru lagi um góð, grasgefin engi. í þriðja lagi (eða því næst) um beit- arlandsspildu fyrir kýr og brúkunar- hross, og í 4. lagi fyrir nytkaðar ær, til að komast hjá yfirsetu eða smölun. Algirt lönd, einkum í þröngbýli, er í þessu efni takmarkið. En vandinn er, að ryðja hindrununum úr vegi. 1. er fátsektin, ill viðfangs, eins og vant er, greyið. Manni verður fyrst fyrir að lítatil eig- enda jarðanna. Nærri liggur að ætla eigendunum rikasta hvöt til þess, að a 11 k a verð eignar sinnar. Gagnlegar girðing- ar mundu stórum auka verðmæti hverrar jarðar. Svari nokkur jarðabót kostnaði, þá er víst, að góð, fullgerð girðing borg- ar sig. Fyrir hverja jörð, þar sem t. d. tún- in væru fullgirt með varanlegri girð- ingu (járngirðingu), mundi hverjum leigj- anda þykja tilvinnandi, að gjalda þeim mun meira eptirgjald, sem næmi vöxtum af' verði girðingarinnar, og annast við- hald hennar. Verði það viðurkennt — sem má álíta ómótmælanlegt — að landgirðingar séu frumskilyrði fyrir ræktun landsins = landbúnaðarframförum, hljóta slíkar girð- ingar að álítast þjóðarnauðsyn. Og er þá ekki leyfilegt, óhjákvæmilegt, að gera eigendum jarða að s k y 1 d u, lagaskyldu, að koma upp nauðsynlegum girðingum á jörðum sínum ? Ættu þeir aðgang að fé (= láni með aðgengilegum kjörum), gæti það létt þeim þessa skyldu. Veðdeildin og Ræktunar- sjóðurinn, bæði efld og aukin, gætu gert byrjunina. Annað meðal sé eg ekki hendi nær, til að hnekkja þessari tálmun, fátæktinni. 2. Hagkvæmt girðingarefni heíúr skort hér tilfinnanlega. Grjótgirðingar eru seingerðar og kostn- aðarsamar, og efni í þær auk þess víða lítt eða ekki fáanlegt. Moldargirðingar eínnig of kostnaðarsamar og endingarlitl- ar, og veita ekki áreiðanlega vörn. Annað efni höfum vér naumast haft um að velja, þar til nú að járngirðing- arnar eru komnar tíl sögunnar. Þær eru miklu ódýrari en hinar, og þó fullt eins góðar að endingu og varnargildi. Ókosturinn er, að efnið verður að kaupa fyrir útborinn eyri — út úr landinu, allt til þess tíma, að vér fáum jámiðnað innan- lands. En þess getur orðið langt að bíða — oflangt fyrir landbúnaðinn. Girðinga- verkið verður að fara að byrja, og það alvarlega. 3. Víðátta landsins og strjál- byggð verður lengi til tálmunar því — eins og fleiri umbótum — að löndin verði algirt; jarðalöndin eru víða svo geysistór, að torvelt mundi að girða þau að öllu. En víða hagar svo til, að vötn (sjór, ár, gil, stöðuvötn, sýki) eða klettar gætu hjálp- að til að afgirða minni hluta úr jarðar- landi til að geyma í búpening; en tún og engi er sjálfsagt að girða að fullu. Samlæg tún kann sumstaðar að mega girða í félagií sama er uin engi og enda beitarspildur, þar sem þéttbýlt er, og grann- ar eiga hægt til samnota. Þegar farið verður að nota hesta meira til vinnu — daglegrar vinnu, fyrir dráttar- færum — væri hagkvæmt að hafa girð- ingu fyrir þá, eigi langt frá bænum. Það er óþægilegt að þurfa að gefa út hálfan eða heilan dag til að leita þeirra upp um fjöll og hálsa í hvert sinn, sem á að spenna þá fyrir plóginn. Girðingarnar verða að koma, til að greiða 1 a n db ún a ð arf ram- förunum veg. B. B. Leiðarljós við ísland. 1. Ljósið er jafngamalt heiminum. Það er uppspretta og viðhald ltfsins, og án þess væri tilveran ómöguleg; það hefur verið elskað á öllum tímum, jafnt af konungum sem kotungum, rlkum sem fá- tækum, og þrá eptir meira ljósi hefur ætíð haldist jafnung meðal mannkynsins, en farið vaxandi samfara menntun og menningu. Margar þjóðir hafa, allt fram áþennan dag, verið að auka ljósmagn sitt. Þær hafa lagt þúsundir og aptur þúsundir króna í það, að gera Ijósið að verkfæri í hendi sinni, til viðhalds og eflingar lífinu, og greiða fyrir samgöngum bæði á sjó og landi. Eptir því sem atvinnuvegirnir hafa orðið meiri og fullkomnari, eptir þvl hef- ur meira ljós verið framleitt þeim tilstyrkt- ar; þannig hefúr það verið, og svo mun verða, að eptir því sem framför og menn- ing vex á meðal þjóðanna, að sama skapi vaxa kröfurnar eptir meira Ijósi. Við Islendingar erum hér aptarlega í röðinni, með þetta sem annað; við stönd- um jafnt að vígi frá forsjónarinnar hendi, sem aðrar þjóðir, að því leyti að hún lætur sína sól og aðra lýsandi himinhnetti upprenna yfir oss sem öðrum, þótt mað- ur jafnframt verði að játa, að Ijósinu sé dálítið óþægilegar skipt milli sumars og veturs fyrir oss, en þá sem nær búa miðju hnattarins. Þessi óbreytanlega niðurröðun náttúrunnar verður þess valdandi, að við hljótum meir en margir aðrir, að sjá hve nytsamt og gagnlegt Ijósið er, og ekki sízt sjómennirnir, sem einna mest verða fyrir áhrifum af »makt myrkranna«. Eins og yfirskript þessarar greinar bendir til, vil eg að eins fara fáum orðum um þörfina fyrir fleiri leiðarljós, til leiðbein- ingar sjófarendum við Island, og í sam- bandi við það sýna fram á, hvernigþeim skyldi haga með tilliti til efnahags okkar og þarfa. Það sem knýr mig til að hreyfa þessu máli er það, að eg sjálfur hef orðið var við, og af samtali við reynda og greinda sjómenn betur og betur sannfærzt um, að ástandinu hér við land er í þessu efni mjög ábótavant, þótt jafnframt sé augljós vanmátturinn til að bæta úr því. Að skipstjórarnir finni mest hvar skór- inn kreppir, hvað þessu viðríkur, er mjög eðlilegt, enda hefur félag þeirra hér í Rvík o. fl. haft slík mál til umræðu, og jafnvel sent áskorun til æðri staða um umbætur í þessa átt. Sama átti sér stað nú fyrir nokkru síð- an, að ísl. útgerðarmenn í Kaupmanna- höfn sendu beiðni til þingsins, um meira ljós eða fleiri vita við Island, að þeir fengu enga áheyrn, þingið gat ekki tekið beiðni þeirra til greina. Allir verða að játa, að það er dýrt fyrir okkar fátæka og afskekkta land, að byggja leiðarljós, sem getur fullnægt þörf- um og kröfum nútímans, en það getur líka orðið dýrt að láta það vera í sama ástandi og það er nú, því strendur Is- lands eru svo stórar og hættulegar, að stór þörf væri á að bæta eitthvað úr vandræðum þeim, sem stafa af vitaleysi, þó sérstaklega fyrir Suðurströndinni, því bæði er það, að hún er mjög hættuleg, og að öðru leyti er þar fyrir framan þjóðbraut fyrir allar skipaferðir og samgöngur til landsins. Það er satt, að manni er dimmt fyrir augum, þegar maður kemur úr mikilli birtu í myrkur. Þeir sem einna bezt verða varir við það, eru sjófarendur, sem koma frá útlöndum hingað til landsins, því það má heita, að á veturna sé það bæði köld og dimm aðkoma, sem móðir vor jörð veitir bæði sonum sfnum og öðrum, er henn*r vitja, enda virðist, sem skáldið hafi tekið þessa hendingu: »Móðir vor jörð, sem myrkrið og helkuldinn þjá- ir«, út úr hjarta sjómannsins, því það er hann, sem mest allra landsins barna verð- ur var við hin hörðu kjör, sem það hef- ur að bjóða. Norðmenn eru fyrirmyndarþjóð. Is- lendingum stendur næst að hafa þá til eptirbreytni í öllum greinum. En hversu stór er ekki mismunurinn milli þeirra og okkar? Hann er mjög mikill. Ef við að eins lítum til þess, hve mikið þeir upp- lýsa strendur sínar fyrir siglingar og sam- göngur, þá sjáum við strax, hve geysilangt við stöndum að baki þeim í þessari grein, þvf þeir hafa 615 vita alls, og þar aferu 140 stórir vitar, sem er þannig niðurrað- að eptir allri Noregsströnd frá norðri til suðurs, að venjulega sjást 3 vitar í einu. Maður getur þessvegna hvergi siglt upp að Noregsströndum, og jafnvel ekki nein- staðar í hinum menntaða heimi, að á hinum dimmu nóttum sé manni ekki leið- beint með skínandi Ijósum. En hér er öðru máli að gegna, hér er öll suðurströnd landsins eitt kolsvart flæmi, eitt voðalegt ginnungagap, sem sí og æ stendur ógn- andi fyrir hugskoti farmannsins á ferðum sínum á vetrum fyrir sunnan ísland. Hér eru auðvitað leiðarljós, þar sem bæði er Reykjaness- og Skagavitinn og nokkur önnur smáljósker. En þau eru öll að eins til þess, að gera innsigling- una greiðari inn á Faxaflóa og hafn- anna þar innar af, og hafa því ekki neitt verulegt gildi, þegar talað er um leiðar- Ijós upp að landinu frá útlöndum, eða því svæði, sem fiskiveiðar eru mest stund- aðar að vetrinum til. Við erum eyjarskeggjar, við verðum að fá flest.ar nauðsynjar vorar yfir sjó, og þar að auki er annar aðalatvinnuvegur okkar, sjómennska (fiskiveiðar). Það er því kær- leiksverk, að styrkja þessar atvinnugreinir, með því að gera þær greiðari og betri með fleiri leiðarljósum, og koma þannig, ef hægt er, í veg fyrir, að máttarstólparn- ir undir Islands velmegun, sjófarendumir, verði ekki fyrir lff- eða eignamissi. Ar eru brúaðar á landi til að gera sam- göngurnar sem greiðastar, og er það lofs- vert og gott, en hér er stærsta áin óbrú- uð, sem tengir saman land og sjó, þetta bil, sem er það hættulegasta fyrir sjó- manninn; hér eru engar brýr,— hérvant- ar vita, sem leiðbeinir. Mattk. Þórðarson. Fólkseklan á íslandi. Með þessari fyrirsögn birtist grein í Berlingatíðindunum dönsku 16. okt. síðastl. Höf. kallar sig S. P. Með þvf að grein þessi er að ýmsu leyti eptirtektaverð og skynsamlega rituð, birttim vér aðalefni hennar. Þar segir meðal annars svo: „Á síðari árum hefur ísland og þróunar- skilyrði þess vakið miklu meiri eptirtekt en fyr. Vér lásum nýlega í amerfsku tfmariti glæsilega lýsingu af náttúrufegurð landsins, og þar var því spáð, að innan fárra áratuga mundi ísland verða fjöl- sóttasta ferðamannalandið í Norðurálfunni. Hér í Danmörku er athygli manna tekið að beinast meir og meir að Islandi, og það er byrjað á að verja dönsku fjár- magni til að færa sér auðsuppsprettu hinn- ar vfðlendu eyjar í nyt (hér á höf. líkl. við hinn fyrirhugaða banka]. Ennfremur er íslenzka þjóðin sjálf farin að rumska, og snúa sér frá fortíðardraumunum til al- varlegrar umhugsunar um að koina land- inu upp úr þeim vesaldómi og þeirrivan- hirðu, sem það er í. En það sem nú stendur efnalegum fram- förum Islands fyrir þrifum, er skortur á vinnukrapti. Ibúatalan alls er 80,000 manna, og það er auðvitað öldungis ógern- ingur með svo fáu fólki að færa sér gæði eyjarinnar í nyt að nokkru ráði, þessarar eyjar, sem er um igoo ferhyrningsmílur að stærð. Og fólkseklan verður tilfinnan- legri dag frá degi. I sumar hefur verið öldungis ómögulegt að fá verkafólk í sum- um sveitum, Og ræktaða landið gengur af sér. Það eru til jarðir, sem lagðar eru í eyði af því að enginn fæst til að byggja þær“. Svo minnist höf. á, að séra Hafsteinn Pétursson hafi ritað í Berlingatíðindi (grein hans birtist 1. okt.) um það, hve útflutn- ingarnir til Kanada geri fólksfjölguninni í landinu mikinn hnekki árlega, og hve starfsemi hinna kanadisku útflutnings- agenta sé skaðleg fyrir landið. „En “heldur höf. áfram, „það er á valdi Islendinga sjálfraað gera starfsemi þessara fólksræningja (Folkerövere") að engu, því fremur, sem þeir eru nær undantekningar laust innbornir íslendingar. Það er auðvitað ekki hægt að koma alveg í veg fyrir út- flutninga frá nokkru landi, en sé unnið að þvf af alefli og með þekkingu að mennta alþýðuna, getur það orðið til þess, að að sporna gegn því, að fólkið fari sakir vanþekkingar burt úr landi, -- þar sem mjög mikil þörf er á vinnukrapti — til héraða í Kanada, sem f raun og veru hafa ekki nánda nærri jafngóð framþróunar- skilyrði, eins og sveitir þær, sem menn flytja burt úr, eins og dr. V. Guðmundsson hefur sýnt fram á í bók sinni um menn- ing Islands. Það sem framar öllu rfður á, er að auka mannfjöldann á íslandi, og það verður að eins gert með því, að reyna að beina inn- flutningsstraumi til eyjarinnar. Eins og hinn lítilsháttar norski innflutningur til Seyðisfjarðar sýnir, er það ekki því að kenna, að landið sé svo gæðasnautt, að menn hafa ekki haldið áfram að flytja þangað. Á láglendi íslands liggja 100 fer- hyrningsmílur af frjósamri jörð óræktaðar, og þær 3 ferhyrningsmílur eða þar um bil, sem ræktaðar eiga að kallast, eru ræktaðar á þann hátt, sem ef til vill hefur verið gott og gilt á dögum Harald- ar hárfagra. Það er eptirtektavert, að menn þekkja naumast notkun plógs við íslenzka akuryrkju. í sjónum umhverfis landið er óþrjótandi gnægð' fiska, og í fjörðunum, er skerast inn í landið, eru ágætar hafnir, og í námunda við þær ríku- legt vatnsafl í ám og lækjum til að reka verksmiðjuiðnað með rafmagni. ísland er auðvitað ekki neitt Gósenland, þar sem steiktar dúfur fljúga inn f munninn á fólki fyrirhafnarlaust, en það er land, sem hef- ur jafngóð framfaraskilyrði frá náttúrunn- ar hendi, eins og stórar spildur af vestur- hluta Noregs, og ætti þess vegna að geta framfleytt hlutfallslega jafnmörgu fólki". Því næst getur höf þess, að þar í blað- inu (Berlingatíðindum) hafi verið vakið máls á, að bráðnauðsynlegt væri að vinna að innflutningi til íslands, oggetur þess um leið, að Hafsteinn Pétursson hafi skýrt frá, að samskonar uppástunga hafi komið fram í „Þjóðólfi". En svo heldur höf áfram: „ Að vinna að útflutningi frá Skandinavíu til Islands, mundi samt sem áður verða árangurslaust. í Danmörku mundi lítið verða ágengt í þessu efni, og Svíþjóð og Noregur hafa nóg við sitt fólk að gera, svo að íslenzkir útflutningaagentar mundu ekki verða vel þokkaðir þar. En með því að því er nú samt sem áður svo varið, uð ungt og duglegt fólk flytur svo þús- undum skiptir burt úr Noregi, e'inkum úr fátæku sveitunum, þá væri ekki ó- sennilegt, að menn vildu styðja að þvf, að einhver hluti þessara útflytjenda færi

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.